Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 54
| 8 20. maí 2015 | miðvikudagur
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét
nýlega af störfum sem aðstoðar-
maður Sigurðar Inga Jóhannssonar,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráð-
herra, og hóf störf í sjávarútvegs-
teymi Arion banka.
„Mér líst bara stórvel á. Þetta er
skemmtilegt umhverfi og auðvitað
mikið að læra. Ég er að átta mig á
því hvernig húsið snýr og hvar fólk-
ið er,“ sagði Helga Sigurrós í sam-
tali við Markaðinn á mánudaginn,
en það var fyrsti dagur hennar í
nýrri vinnu.
Helga er menntaður sjávarút-
vegsfræðingur frá Háskólanum
á Akureyri og lauk svo gráðu í
alþjóðaviðskiptum frá Grenoble
Graduate School of Business. Starf
hennar sem liðsmaður í sjávarút-
vegsteymi bankans felst í lánveit-
ingum til sjávar útvegsfyrirtækja
mestmegnis, samskiptum við fyrir-
tæki sem eru í viðskiptum við bank-
ann og öfl un nýrra viðskiptavina,
svo dæmi séu nefnd.
Helga sinnti ýmsum störfum á
meðan hún var nemi. Hún var til
dæmis háseti á skaki hjá frænda
sínum á Patreksfi rði og vann ýmis
störf tengd hestum. Sjómennsk-
una þekkti hún aftur á móti vel úr
bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og
hafði farið nokkra túra með pabba.
Þannig að þetta var mér ekki með
öllu ókunnugt,“ sagði hún.
Helga segir að landið og miðin
hafi alltaf verið sér hugleikin.
Móður bróðir hennar hafi alltaf átt
dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún
fór. „Ég hef verið svolítið í hestun-
um, sem ég kynntist í gegnum hann,
og fór með honum á sjó. Að öðrum
ólöstuðum þykir mér ákafl ega vænt
um þau mótandi áhrif sem hann
hefur haft á mig,“ segir hún.
Eftir að Helga lauk sjávarútvegs-
náminu hefur hún að mestu leyti
starfað í stjórnsýslunni, fyrst á
Fiskistofu en svo í ráðuneytinu.
„Þannig að það er spennandi að
skipta um starfsvettvang. Ég hef
góða yfi rsýn hinum megin frá og hef
kynnst greininni vel og ég hlakka
til að nálgast hana úr þessari átt,“
segir Helga.
Þessa dagana stundar Helga
mikla hreyfi ngu. „Ég asnaðist til
þess að skrá mig í þríþraut í sumar
til að reyna að ná í skottið á mann-
inum mínum, sem er alltaf á hlaup-
um. Þetta gengur vel, markmiðið er
að komast alla leið, en ég mun ekki
hreykja mér af neinum tímum,“
segir hún. Fyrst hún skráði sig í
þrautina og er búin að ákveða að
gera þetta þá klári hún það. „Það
er nú svolítið markmiðið almennt,“
segir Helga og segir aðspurð að hún
sé fylgin sér.
Helga er gift Ævari Rafni Björns-
syni og þau eiga tvær dætur,
tveggja og sjö ára. „Heimurinn
eftir vinnu kristallast svolítið í
þessu fjölskyldulífi , hvernig maður
getur gert það gott og skemmtilegt,“
segir hún. „Áherslan er á fjölskyld-
una, mér fi nnst gaman að elda góðan
mat, vera með eða fara í skemmti-
leg matarboð og sinna þannig þeim
tengslum sem ég á í vinum og fjöl-
skyldu,“ segir Helga Sigurrós sem
reynir að komast í reiðtúr daglega.
jonhakon@frettabladid.is
Helga Sigurrós er
skemmtileg, áræð-
in, glögg, lausna-
miðuð og afar
skipulögð. Svo æfir
hún fyrir þríþrautar-
keppni á sumri
komandi og hún er alltaf til staðar fyrir
þá sem þurfa á henni að halda. Sem
er vissulega kostur fyrir aðstoðarmenn
ráðherra. Og það verður að segjast
eins og er að ráðuneytið er heldur
fátækara eftir brotthvarf Helgu, en nýi
vinnustaðurinn, Arion banki, ögn ríkari.
Gallana hirði ég ekki um; man ekki
eftir neinum, nema kannski helst að
hún skyldi hætta!
Benedikt Sigurðsson, aðstoðar-
maður ráðherra.
Helga Sigurrós er
ein mest drífandi
persóna sem ég
þekki og ættu allir
að hafa a.m.k. eina
Helgu í sínu lífi.
Ef ég ætti að lýsa
henni í einu orði þá held ég að „nagli“
yrði fyrir valinu. Helga er sérstaklega
skipulögð og er alltaf hægt að stóla
á hana. Hún er mikil fjölskyldumann-
eskja og tekst með sínum frábæru
skipulagshæfileikum að mastera
heimilið, vinnuna og áhugamálin á
sama tíma. Helga er mikil keppnis-
manneskja í því sem hún tekur sér
fyrir hendur og leysir öll sín verkefni af
mikilli fagmennsku.
Petra Björk Mogensen vinkona.
ALLTAF TIL STAÐAR FYRIR ALLA
Markmiðið að klára
þríþraut í sumar
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir er nýr liðsmaður í sjávarútvegsteymi
Arion banka. Helga fór á skak með frænda sínum á námsárunum.
Hún segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin.
HESTAKONA Helga Sigurrós Valgeirsdóttir reynir að komast í reiðtúr daglega.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins er í heimsókn á Íslandi um
þessar mundir vegna eftirfylgni
við efnahagsáætlun íslenskra
stjórnvalda og sjóðsins.
Sendinefndin hefur átt fjölda
funda með fulltrúum stjórnvalda,
þingmönnum, Seðlabankanum og
fl eirum. Peter Dohlman, formað-
ur sendinefndar AGS fyrir Ísland,
og Ghada Fayad, fulltrúi í sendi-
nefndinni, munu í dag greina frá
mati á efnahagsstöðu Íslands. - jhh
Kynna mat á efnahagsstöðunni:
Fulltrúar AGS
staddir hér
Yanis Varoufakis, fjármálaráð-
herra Grikklands, býst við því að
samkomulag náist við lánardrottna
gríska ríkisins á næstunni.
Fréttastofa BBC segir að fjár-
munir ríkissjóðs séu smátt og smátt
að minnka og fram undan sé 1,5
milljarða greiðsla til Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins þann 5. júní næstkom-
andi.
Varoufakis segir Grikki ekki vera
á leið úr evrusamstarfi nu á næst-
unni. - jhh
Ekki á leið úr evrusamstarfinu:
Samkomulag
í augsýn
Raftækjaverslanakeðjan Ormsson
hagnaðist um 34 milljónir króna á
síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins
jókst verulega milli ára en hann var
1,8 milljónir króna árið 2013.
Þá jókst rekstrahagnaður einn-
ig og var 150 milljónir í fyrra til
saman burðar við 94 milljónir króna
árið 2013. Handbært fé frá rekstri
nam 68 milljónum króna árið 2014.
Skuldir Ormsson nema alls 1.097
milljónum króna en lækkuðu um 67
milljónir króna.
Eigið fé Ormsson nemur 115
milljónum króna. Eiginfjárhlutfall
var því 9,5 prósent árið 2014 en það
var 6,6 prósent árið 2013 og hækk-
aði milli ára.
Langtímaskuldir Ormsson nema
454 milljónum króna og hafa þær
hækkað um 150 milljónir frá árinu
2012. Þá nema viðskiptaskuldir
félagsins 428 milljónum króna og
aðrar skammtímaskuldir 163 millj-
ónum króna.
Ormsson rekur tvær verslanir í
Reykjavík, auk þriggja annarra.
- ih
Skuldir Ormsson nema ríflega einum milljarði króna en lækkuðu lítillega milli ára:
Afkoma Ormsson batnar
ORMSSON Ormsson rekur fimm verslanir á
Íslandi, þar af eina í Lágmúla. FRÉTTABLAÐIÐ/
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
8
-6
E
C
C
1
7
D
8
-6
D
9
0
1
7
D
8
-6
C
5
4
1
7
D
8
-6
B
1
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K