Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 56
| 10 20. maí 2015 | miðvikudagur
Kerry varar leiðtoga Norður-Kóreumanna við
Í HEIMSÓKN John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í heimsókn í Suður-Kóreu. Hann segir að sífellt hræðilegri fréttir berist af
aftökum norðurkóreskra embættismanna. Hann segir að Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, skorti alla virðingu fyrir mannréttindum og
að hann gæti á endanum þurft að svara til saka fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum. NORDICPHOTOS/AFP
Fiskveiðar hafa sett á svip á
íslenskt mannlíf um aldir. Við
höfum á síðustu árum sótt æ fleiri
tegundir í fiskimiðin og nýtum nú
aflann betur og með fjölbreyttari
hætti. Það hefur haft mikla verð-
mætasköpun í för með sér og lagt
grunn að frekari rannsóknum og
þróun.
Samkvæmt nýrri skýrslu Hag-
fræðistofnunar um þjóðhagslega
stöðu og þróun íslensks áliðnað-
ar er orkuáliðnaður annar grunn-
atvinnuvegur þjóðarinnar. Orku-
áliðnaður byggir á álverum og
öllum þeim ferlum, tækni, bún-
aði og þjónustu sem þau nýta.
Þar kemur einnig fram að fram-
lag álvera til vergrar landsfram-
leiðslu (VLF) tæplega tvöfaldað-
ist á árunum 2007 til 2012. Stærð
og umfang þessa atvinnuvegar
á Íslandi vekur spurningu hvort
hér séu sóknarfæri til aukinnar
verðmætasköpunar fyrir íslenskt
samfélag.
Reynslan hefur kennt okkur að
þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í
lausnum og þjónustu við álverin
hafa í kjölfarið getað markaðssett
sínar lausnir erlendis með góðum
árangri. Sem dæmi um þetta má
nefna fyrirtæki á borð við Vél-
smiðju Hjalta Einarssonar (VHE),
sem auk þess að þjónusta álverin
hér heima smíðar nú sérhæfðan
vélbúnað fyrir áliðnað um allan
heim. Þá hafa verkfræðistofur á
borð við HRV og Eflu sinnt verk-
efnum víða um heim. Ef sjávar-
útvegur er áfram hafður til hlið-
sjónar þarf þessi árangur ekki að
koma á óvart, enda hafa firnasterk
þjónustu- og tæknifyrirtæki á borð
við Marel, Völku og Marorku náð
fótfestu á erlendum mörkuðum
með sínar afurðir og lausnir.
Sprotar og nýsköpunarfyrir-
tæki hafa verið nefnd helsta von
Íslands til að auka hagvöxt og
velferð til framtíðar, samanber
skýrslu McKinsey frá árinu 2012.
Íslensk sprotafyrirtæki tengd
áliðnaði njóta þess að hér eru boð-
leiðir stuttar og innlendur mark-
aður stór, auk þess sem starfsemi
allra álveranna þriggja teygir
sig út fyrir landsteinana. Þann-
ig má ætla að hagkvæmar og
góðar lausnir geti fengið hljóm-
grunn erlendis. Þarna blasa því
við spennandi tækifæri fyrir nýja
sprota sem og starfandi fyrirtæki
á þessu sviði.
Ýmislegt hefur verið gert til
þess að undirbúa jarðveginn og
styðja við nýsköpun tengda áliðn-
aði. Í því sambandi má nefna að
Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur
sett á laggirnar þróunarsetur í
efnistækni þar sem sérstaklega
er hugað að tækjabúnaði og sér-
fræðiþekkingu á sviði efnistækni
áls og kísilmálms. Þá stóðu Samál
og Samtök iðnaðarins síðastliðið
haust fyrir stefnumóti um þarfir
og lausnir á sviði áliðnaðar. Síðast
en ekki síst hefur verið unnið að
stofnun álklasa. Þessi vinna hefur
verið unnin af fjölmörgum fyrir-
tækjum sem starfa á þessu sviði
auk háskóla og stofnana sem hafa
áhuga á framþróun og rannsókn-
um tengdum áliðnaði og álvinnslu.
Hlutverk álklasans er að vera vett-
vangur umræðu og samstarfs um
málefni sem hæst ber hverju sinni.
Má þar nefna menntamál, nýsköp-
un, öryggismál, sókn á erlenda
markaði og umhverfismál.
Stefnt er að formlegum stofn-
fundi álklasans í júní og verður
dagskrá og tímasetning auglýst
síðar. Allir þeir sem hafa áhuga á
nýsköpun og tækniþróun tengdri
áliðnaði eru hvattir til þess að
kynna sér klasann og huga að þátt-
töku hvort sem um ræðir verk-
fræðilega ferla, hönnun, upplýs-
ingatækni, sérhæfðan tækjabúnað,
umhverfislausnir eða eitthvað allt
annað.
Nú er spurning hvort réttu
veiðarfærin séu um borð og hvort
kraftur og þor séu til staðar til
þess að leita á ný mið.
Álvertíð
Þín eigin viðhorf eru eins og linsa
sem hægt er að horfa í báðum
megin frá.
Þegar þú horfir í gegnum linsuna
þína og skoðar viðfangsefni
þín verður sýn þín á þau
lituð af þínum eigin við-
horfum.
Viðfangsefni þín
geta verið verk-
efni sem þú þarft
að leysa, sam-
skipti sem þú
þarft að eiga o.fl.
Það hvernig
þú nálgast
og leysir, eða
leysir ekki, við-
fangsefni þín er því alltaf mótað
eða skýrt með þínum viðhorfum –
og svo heppilega vill til að þú getur
valið þau alveg sjálf eða sjálfur.
Stundum er spurt hvort þú sjáir
glasið hálffullt eða hálftómt. Það
væri líka hægt að spyrja spurninga
eins og hvort þú bíðir eftir tækifær-
um eða hvort þú skapir þér þín eigin
tækifæri. Bíður þú eftir að aðrir
komi þér til aðstoðar eða leitar þú
leiða til að aðstoða aðra? Glímir
þú við vandamál eða viðfangsefni?
Bíður þú eftir að aðrir taki fyrsta
skrefið til þín ef eitthvað kemur upp
á eða tekur þú fyrsta skrefið? Þín
eigin viðhorf hafa áhrif á hversu vel
þér gengur, í leik og starfi.
Þegar aðrir horfa á þig í gegnum
linsuna þína verður sýn þeirra á
þig einnig lituð af þínum eigin við-
horfum.
Þeir sem horfa á þig í gegnum
linsuna þína eru vinir, vandamenn,
samstarfsfélagar, nágrannar o.fl.
Birtist þú öðrum sem lausna-
miðaður einstaklingur eða einhver
sem gefst upp við minnsta mót-
læti?
Ert þú einstaklingur sem aðrir
gleðjast yfir að eiga samskipti við
eða einstaklingur þar sem öllum
líður best þegar þú ert víðs fjarri?
Hugsar þú bara um að koma þér
áfram eða hugsar þú líka um að
hjálpa öðrum við að ná árangri?
Ég er ekki að leggja til að þú
hagir lífi þínu, hvort heldur í leik
eða starfi, algerlega út frá áliti ann-
arra en í nútímasamfélagi og vinnu-
umhverfi eru samskipti og fram-
koma veigamikill þáttur og í því
samhengi skipta viðhorf þín mjög
miklu máli.
Þín viðhorf - tvöföld áhrif
Hin hliðin
Herdís Pála
Pálsdóttir
ráðgjafi og
markþjálfi
Þín eigin
viðhorf hafa
áhrif á hversu vel
þér gengur, í leik
og starfi.
Skoðun
Dr. Guðbjörg Hrönn
Óskarsdóttir,
Efnaverkfræðingur
á Nýsköpunar-
miðstöð Íslands
F
ylgispekt við ríkjandi hugmyndir er vanda-
mál í vestrænum samfélögum því fólk heldur
að framtíðin verði betri útgáfa samfélagsins
eins og það er í dag en ekki allt öðruvísi.
Fylgispekt (e. conformity) er tilhneiging til
að samræma viðhorf, trú og hegðun við þá
sem eru í kringum þig. Fylgispektin er býsna kröftugt afl
sem getur verið í formi félagslegs þrýstings eða áhrifa á
undirmeðvitundina. Eins mikið og mannfólkið vill líta á
sig sem einstaklinga er staðreyndin sú
að fl estir vilja passa inn í fjöldann og
það þýðir yfi rleitt fylgni við hann. Ein-
staklingurinn er ómeðvitað hjarðdýr.
Bandaríski frumkvöðullinn og millj-
arðamæringurinn Peter Thiel segir
í bók sinni Zero to One að þeir sem
helst sigla gegn straumnum fari ekki
endilega gegn fjöldanum heldur hugsi
sjálfstætt. („The most contrarian
thing of all is not to oppose the crowd
but to think for yourself.“)
Sjálfstæð, frjó hugsun er forsenda
verðmætasköpunar. Ekki trú á að
framtíðin verði betri en hún er í dag
heldur að hún verði öðruvísi. Steve
Jobs hannaði tæki sem eftirspurn var
eftir áður en fólk vissi að það vildi
eiga þau (iPod, snjallsímar, spjald-
tölvur). Það má yfi rfæra þessa hugsun á nær öll svið
atvinnulífsins. Ef allir væru fylgjandi ríkjandi ástandi
þá væri engin ný verðmætasköpun.
Mikil gróska hefur verið í tæknigreinum á Íslandi.
Hugbúnaðarfyrirtækin Meniga, Clara, Datamarket og
Plain Vanilla eru nærtæk dæmi en einnig Lauf Forks
sem framleiðir hjólagaffl a úr koltrefjaefnum. Öll þessi
sprotafyrirtæki eiga sameiginlegt að vera tiltölulega ung
og framleiða vörur sem alþjóðleg eftirspurn er eftir.
Til þess að sprotafyrirtæki blómstri þurfa þau fé og
fjárfesting í þeim er áhættusöm. Á dögunum ákváðu
Íslandssjóðir og VÍB, eignastýring Íslandsbanka, að falla
frá áformum um þátttöku í sjóðnum Engi sem átti að
fjárfesta í íslenskum sprotafyrirtækjum.
Bala Kamallakharan, sem hefur fjárfest í 21 sprota-
fyrirtæki og aldrei tapað á því krónu, hafði safnað
tveimur milljörðum króna í stofnfé fyrir Engi frá fjár-
festum. Bala er upphafsmaður Startup Iceland-ráð-
stefnunnar sem verður haldin í fjórða sinn hinn 27. maí
í Hörpu. Fjárfestar sem vildu taka þátt í Engi hættu við
eftir að stjórnendur Íslandssjóða og VÍB ákváðu að Engi
væri ekki áhættunnar virði. Það er út af fyrir sig sér-
stök ákvörðun að hætta við verkefni þegar það er búið að
safna tveimur milljörðum króna en ákvörðun stjórnenda
Íslandssjóða og VÍB er birtingarmynd áhættufælni. Þær
skýringar voru gefnar að nú þegar væru nokkrir slíkir
sprotasjóðir starfandi (Brunnur I á vegum Landsbréfa,
sprotasjóður Arion banka og Frumtak) og markaðurinn
væri mettur.
Svona hugsunarháttur er einkenni fylgispektar. Af því
það er almennt viðurkennt norm að markaðurinn sé X
þá þora menn ekki að taka ákvarðanir sem ganga gegn
þessu normi.
Óháð umræðu um Engi og hvort það var rétt ákvörð-
un að hætta við það verkefni er mikilvægt að hafa hug-
fast að sprotafyrirtæki blómstra ekki nema menn hugsi
sjálfstætt og séu tilbúnir að taka áhættu. Óháð því hvað
greina megi úr normum markaðarins hverju sinni.
Áhættufælni og skortur á framsýni leiðir til stöðnunar:
Fylgispekt er
óvinur vaxtar
Af því að það er
almennt viður-
kennt norm að
markaðurinn sé
X þá þora menn
ekki …
Markaðshornið
Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@stod2.is
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
8
-F
9
0
C
1
7
D
8
-F
7
D
0
1
7
D
8
-F
6
9
4
1
7
D
8
-F
5
5
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K