Fréttablaðið - 20.05.2015, Blaðsíða 62
Taylor Swift frumsýndi myndband við
lagið sitt Bad Blood á Billboard-há-
tíðinni á sunnudag. Í myndbandinu
eru margar af frægustu konum í
heiminum í dag. En hver er Taylor?
Ellefu ára gömul vann hún hæfi-
leikakeppni eftir að hafa
tekið þátt nokkrum sinnum. Í
kjölfarið fór hún til Nash ville
þar sem hún sendi upp-
tökur á útgefendur, en
fékk alltaf svarið að hún
væri ekki nógu frumleg.
Tólf ára fór hún að
semja eigin lög og fjórtán
ára flutti hún til Nashville og
fékk samning við RCA-útgáfufyrir-
tækið, sem leiddi til Sony-samnings.
2006 kom fyrsta platan út. Þá var
hún tilnefnd til Grammy-verðlauna
sem besti nýliðinn og 2008 kom
önnur platan út.
Hún varð fyrsti kántrítónlistarmaður-
inn til að vinna MTV-verðlaun fyrir
besta myndband árið 2009. Síðan
þá hefur leiðin legið upp á við og
Swift hefur fengið meðal annars sjö
Grammy-verðlaun, 16 AMA-verðlaun
og 11 Country Music Awards. Swift
hefur verið í sambandi við marga
menn í sviðsljósinu; Joe Jonas,
leikarann Taylor Lautner, John Mayer,
leikarann Jake Gyllenhaal og Harry
Styles úr One Direction.
CELEB Í NÆRMYND
TAYLOR SWIFT
ÁNÆGÐ Swift með Billboard-verðlaunin
sín níu um síðustu helgi.
FULLT NAFN Taylor Allison Swift
FÆDD 13. desember 1989
í Reading í Pennsylvaníu
PLÖTUR Taylor Swift 2006, Fearless 2008,
Speak Now 2010, Red 2012,1989 2014
KÆRASTI Plötusnúðurinn Calvin Harris
PLÖTUSALA Hefur selt yfir 40 milljónir
platna og var meðal fimm söluhæstu
tónlistarmanna í tónlist á vefnum
„Okkur datt þetta bara í hug og
fannst þetta brjálæðislega góð
hugmynd!“ segir Guðbjörg Frið-
riksdóttir, hjá Sólum jógasetri. Á
laugardag halda þær í fyrsta sinn
pop-up jóga og er þemað Eurovis-
ion. „Sú sem stjórnar tímanum er
mikill Eurovision-aðdáandi. Þetta
verður venjulegur hot-jógatími, en
með alls konar Eurovision-lögum,“
segir hún. Þær lofa hressum jóga-
tíma og ætla að blanda saman alls
kyns tegundum af lögum fyrir tím-
ann. „Þetta verður ekki bara róleg
tónlist, eins og er yfirleitt í jóga.
Við ætlum að spila íslenskt, erlent,
rólegt og hresst allt í bland. Svo
er aldrei að vita nema að fólk vilji
sleppa sér í dansi í lok tímans, það
er bara allt leyfilegt,“ segir hún og
hlær. Tíminn er opinn fyrir alla.
„Það eru allir velkomnir og þú þarft
ekkert að vera brjálaður Eurovis-
ion-aðdáandi til þess að koma og
hafa gaman.“ Frítt er fyrir meðlimi
stöðvarinnar, en aðgangseyrir er
2.200 krónur fyrir aðra. Sólir jóga-
stöð er til húsa á Fiskislóð 53-55. - asi
Sleppa sér í stuðinu
í Euro vision hot-jóga
Sólir jógasetur heldur fyrsta pop-up jógatímann á laugardag. Þar verður þemað
Eurovision og í tímanum eingöngu spiluð Eurovision-tónlist af öllu tagi.
ELDHRESSAR Elín Rós Bjarnadóttir og Sólveig Þórarinsdóttir eru tilbúnar í tímann á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það eru allir vel-
komnir og þú þarft ekkert
að vera brjálaður Euro-
vision-aðdáandi til þess
að koma og hafa gaman.
➜ Eurovision-jóga hefur aldrei
verið haldið á Íslandi áður en
einu sinni áður í Þýskalandi
Dagskrá:
13:15 - 13:20 Ávarp:
Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins
Tækni og rekstur
13:20 - 14:00 PET, state of the art and future developments
Dr. rer. nat. Simone Beer, Forschungszentrum Jülich
14:00 - 14:30 Nauðsynleg aðstaða, kaup og rekstur jáeindaskanna
Brynjar Vatnsdal, heilbrigðisverkfræðingur,
Landspítali - háskólasjúkrahús
14:30 - 15:00 Á að reka jáeindaskanna á Íslandi?
Birna Jónsdóttir, röntgenlæknir, Domus Medica
15:00 - 15:30 Hlé
Klínísk not
15:30 - 15:50 Notkun jáeindaskanna í krabbameinslækningum
Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina,
Landspítali - háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands
15:50 - 16:10 Jáeindaskanni og Alzheimer
Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild á Landakoti,
Landspítali - háskólasjúkrahús
16:10 - 16:30 Listin að koma geislavirkni í meinsemd
Garðar Mýrdal, yfireðlisfræðingur, Geislaeðlisfræðideild,
Landspítali - háskólasjúkrahús
16:30 Lokaorð fundarstjóra:
Erna Magnúsdóttir, aðjúnkt og rannsóknarsérfræðingur,
Læknadeild Háskóla Íslands
Jáeindaskanni (PET):
tækni, rekstur og klínísk not
HEILBRIGÐISTÆKNI-
DAGURINN 2015
Fimmti árlegi heilbrigðistæknidagurinn
verður haldinn fimmtudaginn 21. maí 2015
í Háskólanum í Reykjavík, stofu M209
Skráning á: skraning@ru.is
Heilbrigðistæknidagurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis
LÍFIÐ
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
A
-4
3
D
C
1
7
D
A
-4
2
A
0
1
7
D
A
-4
1
6
4
1
7
D
A
-4
0
2
8
2
8
0
X
4
0
0
9
B
F
B
0
7
2
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K