Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 64
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 20 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur „Það er nokkuð ljóst að eftirspurn- in er til staðar, við höfum ekki einu sinni skilað lokaskýrslunni en allir vita hvað þetta er,“ segir Heiður Rán, ein þeirra sem vinna að barnapössun.is sem fór á flug í byrjun vikunnar. „Þessi viðbrögð eru ekkert í líkingu við það sem við höfðum gert okkur í hugarlund, og koma okkur vissulega í opna skjöldu, en skerpa enn frekar á að þörfin er greinilega til staðar.“ Um ræðir verkefni hóps á þverfaglegu námskeiði á vegum Háskólans í Reykjavík og standa auk Heiðar þau Gyða Dröfn Svein- björnsdóttir, Halldóra Gunnars- dóttir, Hannes Þór Arnarsson, Helen Rut Ástþórsdóttir og Helga Guðmundsdóttir á bak við verk- efnið. Heiður segist hafa fengið hugmyndina, en hún sé tveggja barna móðir sem finnur virkilega fyrir þörfinni á barnfóstrukerfi hér á land. „Það er ekkert grín að vera útivinnandi með börn, þar sem foreldrar fá sjö daga á ári, óháð fjölda barna, í veikinda- daga. Þá á eftir að gera ráð fyrir vetrar fríunum, starfsdögunum og öllu þessu sem bætist við,“ segir Heiður og bætir við að oftar en ekki fari frítími foreldra og barna forgörðum þar sem foreldrar neyðist oft til að nýta sumarfrís- daga til að vera heima með börn- unum eftir að þessum sjö dögum er lokið. „Þær lausnir sem í boði eru í dag eru aðallega barnapíur á bland.is og Fésbókarhópar. Það er ekki sérlega traustvekjandi, finnst okkur,“ segir Heiður og bendir á að hún hafi þó nokkuð oft rekið augun í auglýsingar í svona hópum þar sem myndir af börnum eru settar inn og óskað eftir pöss- un fyrir þau. Að auki sé ólöglegt fyrir einstaklinga undir 15 ára að auglýsa barnapössun á þess- um miðlum, sem þó hefur tíðkast í mörg ár. „Við viljum koma á fót kerfi sem byggir á öryggi og eft- irliti, þar sem endurgjöf er mikil- vægur partur. Þannig sé hægt að vera með aðhald og sigta úr rotin epli,“ segir hún. Greinilegt er að eftirspurnin er gríðarleg, en síminn hefur ekki stoppað síðan hópurinn stofnaði Fésbókarsíðuna „Þetta er svolít- ið skrítið, allt í einu eru allir að tala um þetta. Nú vonum við bara að þetta hafi í för með sér ein- hverja fjárfesta og svoleiðis svo við getum látið verða af þessu, því þörfin er greinilega til staðar,“ útskýrir Heiður. Hugmyndin sem tók óvænt á loft og allir eru að tala um Barnapössun.is er nýsköpunarverkefni nemenda við Háskólann í Reykjavík. Partur af verkefnislýsingunni var að koma hugmyndinni á framfæri og var fésbókarsíða sett í loft ið. Síðan hefur síminn ekki stoppað. BARNAPÖSSUN.IS Hópur nema í HR sem vinnur að verkefninu sem farið hefur vel af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er ekkert grín að vera útivinnandi með börn, þar sem foreldrar fá sjö daga á ári, óháð fjölda barna, í veikinda- daga. Þá á eftir að gera ráð fyrir vetrar fríunum, starfsdögunum og öllu þessu sem bætist við. Kvöldsólin baðaði götuna gulum bjarma og í fyrsta skipti í langan tíma fékk ég á tilfinninguna að sum- arið væri handan við hornið. Þó var svalt í lofti og nágrannar mínir sem sáust á stjákli úti á svölum voru vel klæddir en einhver vorfiðringur ein- kenndi andrúmsloftið. Þeir mund- uðu grilltangir. Ilminn af kryddlegn- um sneiðum, kraumandi á grillinu lagði um allt hverfið og ég heyrði klingja í bjórflöskum. Ég var ein- mitt á leiðinni út í búð að kaupa meðlæti með kvöldmatnum. SÚ á undan mér í röðinni við kassann var að kaupa dós af hrá- salati og álpappír, sjálfsagt til að vefja bökunarkartöflurnar inn í áður en þær færu á glóandi kolin eða lambalærið, með fersku timjan og smá rósmaríni. Hún horfði eilítið undrandi útundan sér á það sem ég tíndi upp úr körfunni. Litla dós af grænum baunum, rauðkál, malt og appelsín. Það yrði reyndar kjötmeti í kvöldmatinn hjá mér. Ekki mariner- aðar grillsneiðar, kryddsmjör og kartöflusalat samt. EFTIR að rafmagnið fór óvænt af frystikistunni fyrir skömmu hefur kjötmeti verið oft á borðum. Raf- magnsleysið uppgötvaðist sem betur fer áður en allt frost var farið úr birgðunum sem þar voru geymdar, en það seint að ekki þótti skynsam- legt að frysta þær aftur. Við tókum því til við að elda. Bóndinn er lunk- inn kokkur og á matseðlinum undan- farna daga hafa verið stórsteikur, pottréttir, lasanja og alls kyns kosta- kræsingar og skiptir þá engu máli hvort það er hversdagslegt mánu- dagskvöld. Sparibragur er á kvöld- verðinum í hvert sinn. ÞETTA kvöldið var komið að því sparilegasta sem kom upp úr kist- unni. Hangikjöt með uppstúf og kart- öflum, rauðkáli og grænum baunum yrði það heillin, þetta sólbaðaða laug- ardagskvöld í maí. Við vorum með gesti, höfðum í gríni boðið þeim í „jólamat“ og skömmtuðum hátíðlega á diska. Skáluðum í freyðandi jóla- blöndu. Maturinn rann ljúflega niður í kvöldsólinni. Í dag er vorfiðringurinn víðsfjarri og vindurinn gnauðar á glugga. Ekk- ert vit í því að grilla. Það verður hangikjöt í kvöld. Vetrarstemming á vorkvöldi MAD MAX 8, 10:30(P) PITCH PERFECT 2 5:30, 8, 10:30 BAKK 5:50, 8 AVENGERS 2 3D 10:10 ÁSTRÍKUR 2D 5:50 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK S siAM EMPIRE - Fréttablaðið - Morgunblaðið BYGGÐ Á SJÓNVARPSÞÁTTUNUM NJÓSNADEILDIN Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir gudrun@frettabladid.is ● Þema keppninnar árið 1997 var tækni, en þá var símakosning prófuð í fyrsta sinn. ● Söngvarinn Reynars Kaupers tók eftirminnilega þátt fyrir hönd Lett- lands árið 2000 og lenti í 3.sæti með lagið My Star. Síðan þá hefur hann kynnt keppnina og verið stigakynnir. Hann er sá eini sem hefur gegnt þessum þremur hlut- verkum. ● Þjóðverjar hafa einungis einu sinni ekki tekið þátt og það var árið 1996, en þá komust þeir ekki í gegnum síu dómnefndarinnar, sem mátti bara velja 22 lög í keppnina. ● Í sigurlaginu árið 1995, Nocturne frá Noregi, voru einungis sungin 24 orð. Annar höf- undur lagsins, Rolf Løfland, samdi líka sigurlagið 1985, La Det Swinge með Bobby Socks. ● Celine Dion sigraði Euro- vision árið 1988 með laginu Ne Partez Pas Sans Moi, en það munaði aðeins einu stigi á henni og hinum breska Scott Fitzgerald. ● Þjóðverjar sigruðu í fyrsta sinn árið 1982, en það var söngkonan Nicole með lagið Ein Bißen Frieden. Hún kom öllum á óvart þegar hún söng lagið aftur eftir að hafa unnið og tók það þá á fjórum tungu- málum; þýsku, ensku, frönsku og hollensku. ● Aldrei hefur verið styttra milli keppnisstaða milli ára 2013 og 2014 í Eurovision nema þegar hún var í sama húsi. Keppnis- staðurinn færðist um það bil um 14 kílómetra, en þó í yfir í annað land. FÁNÝTUR EUROVISION FRÓÐLEIKUR 4 DAGAR Í EUROVISION BOBBY SOCKS CELINE DION 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D A -3 9 F C 1 7 D A -3 8 C 0 1 7 D A -3 7 8 4 1 7 D A -3 6 4 8 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.