Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 66

Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 66
20. maí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22 Í KVÖLD KL. 19:30 365.is Sími 1817 FYLKIR – KR Jói Kalli og félagar í Fylki fá heimsókn úr Vesturbænum þegar Bjarni bróðir mætir með stjörnumprýtt KR-liðið. Bæði lið unnu sannfærandi í síðustu umferð og mæta því full sjálfstrausts í kvöld. Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum. BÚRI LJÚFUR www.odalsostar.is FÓTBOLTI Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi- deildar karla að mati Fréttablaðs- ins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast full- kominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurð- ur segir að leik áætlun Valsmanna gengið full- komlega upp. Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstak- lega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjög- ur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sig- urður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kom- inn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val. Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum. ingvithor@365.is Legg nú meira á mig Sigurður Egill Lárusson hefur komið að öllum mörkum Vals í Pepsi-deildinni. SIGURÐUR EGILL LÁRUSSON SPORT FÓTBOLTI Alveg eins og á HM í fótbolta í Brasilíu í fyrra verður íslenskur fulltrúi á HM í Kanada þrátt fyrir að íslenska kvennalandsliðið hafi ekki komist í úrslitakeppnina. María Þórisdóttir, 21 árs dóttir Þóris Her- geirssonar, landsliðsþjálfara Norðmanna í handbolta, er í 23 manna HM-hópi Norð- manna. María verður í treyju númer tvö en hún er þriðji yngsti leikmaður hópsins. „Vá, þessu hefði ég ekki trúað fyrir tveimur mánuðum síðan. Þetta verður ótrúlega gaman,“ skrifaði María á Twitter- síðu sína. María valdi það að spila fyrir norska landsliðið en hún er dóttir Þóris Hergeirs- sonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, og hefur búið alla tíð. María lék sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í Algarve-bikarnum í byrjun mars en hún spilar fyrir íslenska þjálfarann Jón Pál Pálmason hjá spútnikliði Klepp í norsku deildinni. Klepp-liðið er með jafnmörg stig og Avaldsnes í 2. til 3. sæti deildarinnar í HM-fríinu Fyrir ári spilaði Aron Jóhannsson með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu en hann fékk þá að spila í 67 mínútur. Fyrsti leikur Norðmanna á HM er á móti Taílandi 7. júní eða tveimur dögum eftir 22 ára afmæli Maríu. Þýskaland og Fílabeins- ströndin eru einnig í riðlinum. - óój Íslenskur fulltrúi á Heimsmeistaramótinu í Kanada í sumar Á ALGARVE María lék fyrstu landsleikina í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Íslandsmeistaraefnin í FH litu ekki vel út í 2-0 tapi á móti Val á Vodafone-vellinum á Hlíðar- enda á sunnudaginn og FH-ingar gengu þar stiga- og markalausir af velli í fyrsta sinn í þrjú ár. Varamennirnir áttu góða inn- komu í leikina sem FH-liðið vann í 1. og 2. umferð en í öllum þrem- ur leikjunum hefur verið lítið að frétta á meðan allir ellefu leik- menn byrjunarliðsins hafa verið á vellinum. Heimir hefur samt ekki breytt byrjunarliðinu sínu í fyrstu þremur leikjunum fyrir utan það að setja Brynjar Ásgeir Guð- mundsson inn fyrir Jon athan Hendrickx sem meiddist illa á ökkla í fyrsta leik. Í fyrstu tveimur leikjunum skoraði FH ekki mörk- in fyrr en að Heimir sendi þá Atla Viðar Björ nsson og Bjarna Þór Viðars- son inn á. Í báðum leikjum þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu og FH vann þær 43 mín- útur sem þeir spiluðu á móti KR og Keflavík með markatölunni 5-0. Heimir breytti hins vegar ekki byrjunarlið- inu sínu fyrir leikinn á móti Val en sendi aftur á móti þá félaga Atla Viðar og Bjarna inn á hvorn í lagi. Bjarni Þór kom þannig inn á 55. mínútu í stöðunni 0-0 og Atli Viðar ekki fyrr en sextán mínútum síðar þegar staðan var orðin 2-0 fyrir Valsmenn. Eftir þrjá leiki er byrjunar- lið FH því búið að spila í samtals 189 mínútur án þess að skila einu einasta marki. Markatala liðsins fram að fyrstu skiptingu í þessum þremur leikjum er meira að segja í mínus. Fjórði leikur FH er á móti nýlið- um ÍA í kvöld og þá er að sjá hvort Heimir þrjóskist áfram við og stilli upp sama liði eða hvort að hann hvort að hann geri einhverjar breytingar. - óój FYRSTU ÞRÍR LEIKIR FH: 1. UMFERÐ Á MÓTI KR Fyrsta skipting á 72. mínútu Byrjunarliðið: -1 (0-1) Eftir fyrstu breytingu: +3 (3-0) 2. UMFERÐ Á MÓTI KEFLAVÍK Fyrsta skipting á 65. mínútu Byrjunarliðið: 0 (0-0) Eftir fyrstu breytingu: +2 (2-0) 3. UMFERÐ Á MÓTI VAL Fyrsta skipting á 55. mínútu Byrjunarliðið: 0 (0-0) Eftir fyrstu breytingu: -2 (0-2) Byrjunarlið FH ekki skilað einu marki Varamennirnir kveiktu ekki á FH þriðja leikinn í röð. 62 MÍNÚTUR Markatala FH-liðsins með Atla Viðar Björnsson inni á vellinum i í sumar er 5-0. TVENNA Á MÓTI FH Liðs- félagar Sigurðar fagna hér með honum fyrra markinu á móti FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 9 -F 4 D C 1 7 D 9 -F 3 A 0 1 7 D 9 -F 2 6 4 1 7 D 9 -F 1 2 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.