Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 67

Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 67
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2015 | SPORT | 23 HANDBOLTI Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, gerir ráð fyrir því að Mos- fellingar tefli fram svipuðu liði á næsta tímabili. „Eins og staðan er núna er búið að semja við alla leikmenn, en Kristinn Hrannar Bjarkason er á leið utan í nám og Hrafn Ingvars- son íhugar að leggja skóna á hill- una í bili,“ sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær. Afturelding kom liða mest á óvart í vetur og komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins en Mosfell- ingar voru nýliðar í Olís-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Lykilmenn á borð við Örn Inga Bjarkason og nafnana Jóhann Jóhannsson og Jóhann Gunnar Einarsson eru búnir að semja við liðið að nýju og þá verður mark- vörðurinn Pálmar Pétursson áfram í herbúðum Aftureldingar. Ekki er þó ljóst hvort línumaður- inn öflugi, Pétur Júníusson, verður áfram í Mosfellsbænum en erlend félög hafa sýnt honum áhuga. „Það eru einhver lið að fylgjast með honum en það er ekkert komið inn á borð hjá okkur,“ sagði Einar og bætti við: „Við vinnum eins og hann verði áfram en það er ekkert ólíklegt að hann fari í atvinnumennsku á næsta árinu.“ Afturelding fékk línumanninn Þránd Gíslason frá Akureyri í vor en Einar gerir ekki ráð fyrir því að styrkja liðið frekar þótt hann úti- loki ekkert í þeim efnum. „Við lögðum aðallega áherslu á að halda sama liði en það var ekk- ert útséð með það,“ sagði Einar að lokum. - iþs Aðaláherslan á að halda sama liði Aft urelding mætir með nánast sama mannskap til leiks á næsta tímabili. FÖGNUÐUR Nýliðar Aftureldingar komust alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili en biðu þar lægri hlut fyrir Haukum, 3-0. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ráðstefna á vegum tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og Tæknifræðingafélags Íslands (TFÍ) Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands LÆKKUN KOSTNAÐAR VIÐ MANNVIRKJAGERÐ MEÐ GÆÐASTJÓRNUN Fimmtudaginn 21. maí kl. 9:00 -11:30 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101 D A G S K R Á Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, setur ráðstefnuna 9:00 Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við HR Reynslusögur um kostnaðarlækkun við mannvirkjagerð með straumlínustjórnun (e. Lean management) 10:20 Guðlaug Aðalrós Sverrisdóttir, gæðastjóri Vestfirskra verktaka Gæðakerfi Vestfirskra verktaka - reynslusaga um ávinning, kosti og galla og hvað þarf til að árangur náist 10:40 Pallborð (frummælendur) Jón Guðmundsson, verkfræðingur og fagstjóri bygginga hjá Mannvirkjastofnun, stjórnar pallborðsumræðum 11:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjórinn Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ og TFÍ, tekur saman helstu niðurstöður. 11:20 Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins Summu Mikilvægi góðrar stjórnunar fjárfrekra framkvæmda frá sjónarhóli fjárfesta 9:05 Helgi Þór Ingason, prófessor við HR Hvað skiptir máli við innleiðingu gæðakerfa? Kynning á nýrri bók og íslenskri rannsókn 9:25 Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri hjá Eykt Undirbúningur stærri framkvæmdar (Höfðatorgs) með vönduðum stjórnháttum 9:45 Hlé10:05 Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis FÓTBOLTI Blikar geta í kvöld orðið fyrsta liðið í efstu deild í nútíma- fótbolta sem gerir jafntefli í fyrstu fjórum leikjum sínum á Íslandsmóti. Breiðablik varð á sunnudag- inn aðeins níunda félagið frá 1977 sem gerir jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á tíma- bili. Öll hin átta liðin sluppu út úr jafnteflisprísundinni í fjórða leik. Blikar hafa gert jafntefli við Fylki (1-1), KR (2-2) og Keflavík (1-1) í fyrstu leikjum sínum en í þeim öllum hefur Guðjón Pétur Lýðsson skorað jöfnunarmarkið. Breiðabliksliðið setti met á síðasta tímabili þegar liðið varð fyrsta liðið í sögu efstu deildar til að gera tólf jafntefli. - óój LIÐ MEÐ ÞRJÚ JAFNTEFLI Í FYRSTU ÞREMUR FRÁ 1977-2015: Víkingur 1977 Fjórði leikur: 1-0 sigur á Fram Fram 1981 Fjórði leikur: 0-1 tap fyrir Þór Breiðablik 1981 Fjórði leikur: 3-1 sigur á KR KA 1982 Fjórði leikur: 2-1 sigur á Fram KR 1984 Fjórði leikur: 3-2 sigur á Fram Leiftur 1988 Fjórði leikur: 1-2 tap fyrir Víkingi Valur 1998 Fjórði leikur: 1-0 tap fyrir Keflavík Þróttur 1998 Fjórði leikur: 1-0 sigur á Grindavík Breiðablik 2015: Fjórði leikur: Á móti Val í kvöld Setja Blikarnir met í kvöld? MARKAHÆSTUR Guðjón Pétur Lýðs- son í Breiðabliki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PEPSI DEILD KVENNA SELFOSS - ÍBV 3-2 Guðmunda Brynja Óladóttir 2, Hrafnhildur Hauksdóttir - Sigríður Lára Garðarsdóttir, Cloe Lacasse. ÞRÓTTUR - ÞÓR/KA 0-3 - Lára Einarsdóttir, Sandra María Jessen, Klara Lindberg. AFTURELDING - BREIÐABLIK 1-5 Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir - Fanndís Friðriks- dóttir 2, Svava Rós Guðmundsdóttir 2, Rakel Hönnudóttir. KR - VALUR 0-5 - Elín Metta Jensen 2, Vesna Smiljkovic 2, Katia Maanane. FYLKIR - STJARNAN 0-4 - Harpa Þorsteinsdóttir 2, Ana Victoria Cate, Björk Gunnarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara: urslit.net. GLEYMDU BÚNINGUNUM Þór/KA var í bláum varabúningi Þróttar gegn Þrótti í gær og vann 3-0. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 9 -9 2 1 C 1 7 D 9 -9 0 E 0 1 7 D 9 -8 F A 4 1 7 D 9 -8 E 6 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.