Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Page 7

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Page 7
Inngangur. Introduction. I. Búpeningur. The Livestock. A. Tala búpenings. Number of Livestock. Eftirfarandi yfirlit sýnir tölu og skiptingu sauðfjár árin 1948, 1949 og 1950. 1948 Ær ..................... 333 113 Hrútar ................... 7 167 Sauðir ................... 3 101 Gemlingar .............. 101 360 Sauðfé alls 444 741 FJölgun 1949 1950 1949 1950 310 844 302 800 -í- 6.t % 2.o % 6 893 6 677 -r- 3.8 „ -r- 3.x „ 2 939 2 252 -í- 5.2 „ -=- 23.4 „ 81 193 103 815 -r- 19.9 „ 27.o „ 401 869 415 544 -í- 9.o % 3.4 % Haustið 1949 var sauðfé skorið niður vegna mæðiveiki í öllum hrepp- um Skagafjarðarsýslu austan Héraðsvalna, öllum hreppum Eyjafjarðar- sýslu, nema öngulsstaðahreppi, Hrafnagilshreppi og nokkrum hluta Glæsibæjarhrepps, og auk þess á utanverðu Snæfellsnesi. Niðurskurðar- svæðið í Skagafjarðarsýslu (austan Vatna) var haft fjárlaust til hausls 1950, en inn á niðurskurðarsvæðið á Snæfellsnesi var flutt 6000 fjár af Vestfjörðum. Árið 1949 var auk þess flutt til Skagafjarðar vestan Vatna um 9 þús. fjár, er þar hafði verið skorið niður vegna mæðiveiki haustið 1948. Haustið 1950 fór fram niðurskurður alls sauðfjár í þrem- ur syðstu hreppum Dalasýslu (Haukadals-, Miðdala- og Hörðudalshrepp- um), þremur hreppum Snæfellsnessýslu (Skógarstrandar-, Eyja- og Kolbeinsstaðahreppum), Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu. Þegar þetta sama haust var flutt allmargt fé af nýjum stofni í Suðurdali, Snæfells- nessýslu og Mýrasýslu, og auk þess var nú fé flutt á allt fjárskipta- svæðið í Skagafjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu, þar sem skorið hafði verið niður 1949. Þessi fjárskipti hafa vitanlega raskað verulega hlut- föllum á tölu sauðfjárins milli sýslna og landshluta. Tala sauðfjárins i hverri sýslu landsins i lok áranna 1948—50 sést á 1. yfirliti (bls. 6*).

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.