Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Side 24

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1952, Side 24
22* Búnaftnrskýrslur 1949—50 jarðarafgjðld með jarSabótum, en það er ekki gert á yfirlitsskýrslu Húnaðarfélagsins. Hitt er það, að 1950 eru á yfirliti þvi, sem hér birt- ist, jarðabætur i kaupstöðum taldar sér og þá einnig rikisframlagið, en á skýrslu Búnaðarfélagsins eru kaupstaðirnir, nema Vestmanna- cyjar, taldir með nærliggjandi sýslu. Framlag ríkisins til jarðræktar annarrar en skurðgröfugraftar og ný- ræktar á vegum Landnáms rikisins var 1945 greitt með 150% álagi (verðlagsuppbót) á þann styrk, sem fyrir er mælt í lögum, 1946 með 193% álagi, 1947 með 215% álagi, 1948 og 1949 með 200% álagi, og 1950 með 225% álagi. Að því er snertir skurðgröfugröft greiðir, eins og fyrr segir, ríkissjóður hluta styrkhæfs kostnaðar, og hann greiðir allan kostnað við skurðgröfugröft á vegum Landnáms rikisins. VI. Hlunnindi. Snbsidiarij Sources of Income. Að þessu sinni verður ekki gerð nein frekari grein fyrir hlunninda- skýrslunni í töflu XI og XII. Eftir þeim skýrslum, sem Hagstofunni berast, virðast flest hlunnindi ganga mjög til þurrðar. Líklega er þetta svo í raun og veru. En hins vegar er mjög kastað höndum til framtals á hlunnindum, svo að vel getur verið, að hnignun sú, er skýrslur sýna, slafi að verulegu leyti af þvi, að skýrslugjöfinni liafi hnignað. Hyggst Hagstofan að gera tilraun til þess á þessu ári að fá skýrara og réttara framtal hlunninda en að undanförnu hefur verið gefið og geyma allar athugasemdir um hlunnindin sjálf, þar til séð verður, hvernig þessi tilraun tekst.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.