Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 4
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Í frétt Fréttablaðsins í gær um dóm í máli Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni kemur fram að Bragi hafi fengið gjafsókn í málinu. Þetta er ekki rétt. Það var Týr sem fékk gjafsókn í málinu. KJARAMÁL „Hljóðið er þungt í mönn- um en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samn- ingi,“ segir Ólaf- ur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einung- is fylgst með viðbrögðum á sam- félagsmiðlum. Í lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræð- ingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Samningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019 og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynn- ingarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæð- isins á næstu dögum. Atkvæða- greiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erm- inni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Hann segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkr- unarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undir- rita samning fyrir 1. júlí. „Þess- ar forsendur eru þá ekki lengur til Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. ÓLAFUR G. SKÚLASON Fjölmargir hjúkrunarfræðingar brugðust við samningnum í lok- uðum hópi á Facebook. Hér má sjá viðbrögð nokkurra þeirra: ➜ Viðbrögð hjúkrunarfræðinga Marta, gufaði orkan upp? Nei, nei, gufa er það heitasta í dag og hún rýkur út. Marta Rós Karlsdóttir er forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Gufa úr borholum við Hverahlíð hefur ekki dugað til að halda framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar á fullum afköstum. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Alicante Flugsæti aðra leið með sköttum. Frá kr. 17.900 ORKUMÁL Bæjarstjórn Grundar- fjarðar vill að Orkuveita Reykja- víkur standi við samninga sem Orkuveitan gerði við bæinn árið 2005 um að hitaveituvæða Grundar fjörð. Árið 2005 tók Orkuveitan við vatnsveitu Grundarfjarðar og skuldbatt sig þá til að koma á hitaveitu í bænum. „Annaðhvort semja þeir sig frá samningnum eða það verður bara farið í málaferli vegna van- efnda á samningi,“ segir Eyþór Garðarsson, forseti bæjarstjórn- ar Grundarfjarðar. „Við viljum náttúrulega helst að þeir klári að hitaveituvæða Grundarfjörð eins og stendur í samningnum,“ segir Eyþór. Í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins segir Orkuveitan að sér- fræðingar Orkuveitunnar og Íslenskra orkurannsókna telji full- reynt að finna nothæft heitt vatn á svæðinu. Það heita vatn sem fund- ist hafi sé of ríkt af salti, kolsýru og of súrt. Orkuveitan hafi borað 11 leitarholur og eina vinnsluholu á árunum 2007 til 2008 án viðunandi árangurs. Heildarfjárfesting Orku- veitunnar vegna borana fyrir hita- veitu á árunum 2005 til 2009 á hafi numið 141 milljón króna. - ih Grundfirðingar segja að Orkuveitan þurfi að standa við gerða samninga: Langþreyttir á heitavatnsleysi EYÞÓR GARÐARSSON „Það sem ég les inni á vef hjúkrunar af þessum samningi þá er þetta ekkert sem hentar okkur,“ segir Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur. Hún var stödd í Noregi í gær þar sem hún vinnur þessa dagana á Ahus í Lørenskog, skammt frá Ósló. „Ég sé mikla reiði og fólki er gífurlega misboðið,“ segir Sesselja og bætir því við að hún hafi enga trú á því að hjúkrunarfræðingar samþykki. Sesselja er í 90 prósent starfi á gjörgæslunni í Fossvogi en skýst reglulega til Nor- egs að vinna. Sesselja segist hafa hitt nokkra íslenska hjúkrunarfræðinga í Noregi í gær. Einn þeirra sé með 750 þúsund í grunnlaun. SEGIR FÓLKI GÍFURLEGA MISBOÐIÐ staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir hann. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkis- ins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að banda- lagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verk- fallið. Hún telur ólíklegt að samn- ingar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn. jonhakon@frettabladid.is Verður þessi samningur ekki örugglega felldur? Var að vonast eftir meiru … Fellum við ekki þennan samning? Þetta er samningur sem er þvingaður fram og mun ekki bæta kjör hjúkrunarfræðinga heldur þvert á móti nær ekki upp í verðbólgu næstu ára. Þessi samningur er verri en á almenna markaðnum … Sorrí neikvæðnina, en þetta hljómar nú ekkert rosalega spennandi … Verður gott að fá kynninguna og geta myndað sér skoðun. Í mínum huga er það algert lykilatriði að hjúkrunarfræð- ingar fylgi þessu vel eftir og MÆTI á kynningarfundinn … Það sem ég les bara í kvöld lofar alls ekki góðu, get vonandi kynnt mér samninginn á netinu þar sem ég er erlendis ásamt sennilega mörgum öðrum … Sýnist að við stöndum í sömu sporum með sama launaóréttið og fyrir. GRUNDARFJÖRÐUR Engin hitaveita er í Grundarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLA Rúmlega fjörutíu mál komu upp hér á landi fyrr í mán- uðinum í alþjóðlegri aðgerð gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum sem seld eru á netinu. Lagt var hald á samtals 43 sendingar. Aðallega var um að ræða nikótínvökva en einnig 28 sendingar með fæðubótarefnum sem innihéldu lyfjavirk efni eða jurtir með lyfjavirkni. Samtals tóku 115 lönd þátt í aðgerðinni. - vh Tóku þátt í alþjóðlegri aðgerð: Lögðu hald á ólögleg lyf UMFANGSMIKIÐ Aðgerðin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa. SAMFÉLAG Hljóðstig fór ekki yfir mörk reglugerðar um hávaða inni á hátíðarsvæðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, að sögn fulltrúa frá Heilbrigðiseftirlitinu sem mældu hljóðstigið. Jafnframt var fylgst með almennri umgengni og ástandi í matarvögnum á svæðinu. Þá hafa fáar kvartanir borist Heilbrigðiseftirlitinu vegna hávaða frá hátíðinni. Gerð var alvarleg athugasemd við einn matarvagn á svæðinu þar sem umgengni og meðhöndlun matvæla var ófullnægjandi. - ngy Einn matarvagn ekki í lagi: Lítill hávaði á Secret Solstice FRAKKLAND Öryggismálastofnanir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum rannsaka nú í sameiningu hvort nýr, óþekktur uppljóstrari hafi orðið Wikileaks úti um sönnunar- gögn um að Bandaríkin hafi njósn- að um síðustu þrjá Frakklands- forseta. Ekki er talið að Edward Snowden, uppljóstrarinn sem lak gögnum um njósnir Bandaríkj- anna á Angelu Merkel Þýskalands- kanslara hafi verið að verki. Nýju gögnin urðu til þess að François Hollande, núverandi for- seti Frakklands, boðaði varnar- málaráð landsins til fundar í gær. Wikileaks birti gögnin á heimasíðu sinni á þriðjudag. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, talaði við Hollande í síma í gær. Þar fullvissaði hann Hollande um að samskipti hans væru ekki hleruð á þessari stundu og engin áform væru um að hlera hann í framtíðinni. Obama neitaði því ekki í samtalinu að hleranir hefðu átt sér stað í fyrri tíð. Hleranirnar eiga að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2012. Í for- setatíð bæði George W. Bush og Baracks Obama. Frakklandsfor- setarnir sem hleraðir voru á tíma- bilinu eru Jacques Chirac, Nicolas Sarkozy og François Hollande. Hollande sagði í gær að Frakkar myndu ekki líða aðgerðir sem ógna þjóðaröryggi landsins. - þea François Hollande Frakklandsforseti segir njósnastarfsemi Bandaríkjamanna vera óásættanlega: Nýr uppljóstrari talinn standa að lekanum REIÐUR François Hollande er ekki sátt- ur við hátterni Bandaríkjamanna sem njósnað hafa um síðustu þrjá forseta Frakklands. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 1 -D B 1 C 1 7 D 1 -D 9 E 0 1 7 D 1 -D 8 A 4 1 7 D 1 -D 7 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.