Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 23
Konur sýna herratísku Konur voru áberandi á pöllunum þegar herra- tíska var sýnd á tísku- vikunni í Mílanó. SÍÐA 2 Hattar slá í gegn Allar konur ættu að eiga að minnsta kosti einn hatt í sumar en ljósir stráhattar hafa slegið í gegn. SÍÐA 4 Minn stíll er frekar afslappaður. Ég er nánast alltaf í buxum og er mjög hrifin af hversu fjöl- breytt buxnatískan er í dag. Ég verð að hafa jafnvægi á jin og jang, vil hafa jafnvægi á milli karllægs og kvenlægs í klæðaburði,“ segir Halldóra Sif Guð- laugsdóttir, nýtútskrifaður fatahönnuð- ur, þegar hún er spurð út í fatastílinn. Hún segist helst falla fyrir munstri, röndum og stórum geómetrískum form- um í fáguðum litum þegar hún kaupir föt og þræðir gjarnan fatamarkaði. „Ég er hrifin af rauðum lit út í appel- sínugulan og brúnan og er mjög hrifin af ofnum efnum með etnísku munstri. Yfirhöfnum fell ég yfirleitt fyrir og fal- legum leðurskóm. Ég á nokkrar uppá- haldsflíkur, en ein sem hefur verið lengi í uppáhaldi er leðurbuxur sem ég keypti í Danmörku fyrir sjö árum þegar ég bjó þar. Þær eru enn þá flottar og ég nota þær mikið.“ „Ég kaupi mikið á „second-hand“ mörkuðum því oft er hægt að finna öðruvísi gæðaefni eins og silki, ull og leður sem eru frekar dýr ef maður kaup- ir þau ný. Ég kaupi einstöku sinnum merkjavöru og vanda þá valið. Nýjustu kaupin eru úr sumarskólínu Kron sem verða brúðarskór í sumar. Þeir eru þægilegir og vandaðir og mun ég nota þá mikið.“ Halldóra útskrifaðist úr fatahönnun frá LHÍ í vor og er þessa dagana að vinna að því að ljósmynda útskriftarlín- una sína. Við hönnun línunnar sótti hún innblástur í japanska menningu. „Shinto-hugmyndafræði Japana er einstök og sprettur út frá þeirri trú að heilagir andar gegni mikilvægu hlut- verki í lífinu og umbreytist í náttúrunni í vind, rigningu, fjöll, tré, ár og alla frjó- semi. Þessi aldagamla trú kallar á mikla virðingu fyrir náttúrunni og fegurðinni í ófullkomleikanum. Fagurfræði Japana kemur fram í hönnun minni í ósamhverfum sniðum og prentmunstrum. Einnig nota ég hana við val á áferðum og litasamsetningum í efnum mínum. Ég legg áherslu á að nota náttúruleg efni og bý til minn textíl sjálf með handvefnaði, prentmunstri og útsaumi,“ útskýrir Halldóra og segir hugann leita út að loknu námi. „Ég er að sækja um starfsnám í París og Belgíu sem tekur vonandi við eftir sumarið.“ APPELSÍNUGULUR Í UPPÁHALDI AFSLAPPAÐUR STÍLL Halldóra Sif Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá LHÍ í vor. Hún leitaði í japanska menningu og fagurfræði við vinnslu útskriftarlínu sinnar en segist sjálf hafa afslappaðan fatastíl. KAUPIR Á MÖRK- UÐUM Halldóra Sif Guðlaugsdóttir þræðir gjarnan fatamarkaði í leit að skemmtilegum fötum. Hún er hrifin af etnískum munstrum og hefur afslappaðan fatastíl. MYND/STEFÁN Engjateigi 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.is SUMAR- SPRENGJA! 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm í dag! Mikið úrval garðtraktora með og án safnkassa Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Hnífaparatöskur – 12 manna 14 tegundir Verð frá kr. 24.990 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 3 -4 3 8 C 1 7 D 3 -4 2 5 0 1 7 D 3 -4 1 1 4 1 7 D 3 -3 F D 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.