Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 10
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Frá kr. 69.900 E N N E M M / S IA • N M 69 74 0 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . BODRUM – Eken Resort Bodrum og Marmaris eru meðal eftirsóttustu áfangastaða Tyrklands. Tyrkir taka vel á móti ferðamönnum og veðurfar er afar gott en hafgolan sér um að tempra hitann. Hér er verðlag hagstætt, fallegar smábátahafnir með iðandi mannlífi, brosandi fólk, fjörugt næturlíf og heillandi markaðir. BODRUM – Risa Hotel MARMARIS – AliBey Boutique Hotel MARMARIS – Begonville Frábært verð Frá kr. 89.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 115.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Frábært verð Frá kr. 89.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 121.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Frábært verð Frá kr. 69.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 86.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Frábært verð Frá kr. 89.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Bodrum & Marmaris Bókaðu sól á 29. júní í 10 nætur 2FYRIR1 2FYRIR1 2FYRIR1 2FYRIR1 47.450 Flugsæti frá kr. MANNÚÐARSTARF „Við hörmum það sérstaklega að ekki hafi fundist neinar pólitískar lausnir á þessum pólitíska vanda, sem hefur hrak- ið fólk á flótta í stórum stíl,“ segir Elhadjs As Sy, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Finnist ekki pólitískar lausnir á þeim átökum sem flóttafólkið er að flýja, sé vart við því að búast að flóttamannastraumnum linni. En hvernig hefur Rauða krossinum tek- ist að sinna þeim verkefnum, sem fylgja því að flóttafólk í heiminum er nú fleira en nokkru sinni fyrr? „Í aðra röndina erum við afskap- lega ánægð með það hve vel hefur gengið að virkja starfsemi Rauða krossins þar sem þörfin er brýnust,“ segir As Sy. „En á hinn bóginn erum við fyrst til að viðurkenna að and- spænis þeim vanda sem við blasir þá hafa viðbrögð okkar engan veg- inn dugað til. Þess vegna höldum við áfram að kalla eftir alþjóðlegri sam- stöðu allra landa.“ Sérstaklega segir hann þó mikil- vægt að flóttafólkinu verði gert kleift að snúa aftur til síns heima, „þannig að fólk geti í raun endur- heimt virðingu sína sem fullgildir borgarar í landi sínu, í staðinn fyrir að vera á flótta og háð því að fá mat- arpakka og aðra neyðaraðstoð sem við getum veitt.“ Vernd og réttindi Evrópusambandið kynnti nýlega aðgerðir gegn flóttamannastraumn- um yfir Miðjarðarhafið, sem meðal annars ganga út á hernað gegn þeim sem smygla fólki yfir hafið. As Sy segist vonast til þess að Evrópusam- bandið láti ekki þar við sitja. „Málið er að smyglararnir finna bara aðrar leiðir og þær gætu orðið enn hættulegri fyrir flótta- fólkið sjálft. Ef ætlunin er í alvöru að koma í veg fyrir smygl á fólki og koma í veg fyrir að fólk lendi í þessum skelfilegu aðstæðum, þá er auðvitað hægt að opna á aðrar leiðir með því að viðurkenna að flóttamenn eiga sér skýr réttindi í alþjóðalögum. Til dæmis með því að spyrja sig hvernig hægt sé að auð- velda hælisleitendum að fá úrlausn sinna mála, hvernig hægt sé að ein- falda fólki að fá vegabréfsáritanir, og þá líka þannig að fólk geti bæði komist inn og farið út án þess að festast.“ Hann minnir á að flóttamenn séu ekkert nýtt fyrirbæri í sögunni. „Þetta hefur átt sér stað um allan heim, líka í Evrópu, og það er hægt að bregðast við með því að leggja áherslu á að vernda fólk og tryggja réttindi þess, frekar en að ætla að leysa málið með einföldum inngrip- um.“ Ábyrgðin er víða „Menn þurfa samt að átta sig á því að öll þessi lönd hafa brugðist flótta- fólkinu, bæði þau lönd sem flótta- mennirnir koma frá, þau lönd sem þeir ferðast um og svo þau lönd sem eru áfangastaðir þeirra. Við þurf- um að skoða hvað hægt er að gera á öllum stöðum í þessu ferli,“ segir As Sy. „Rauði krossinn hefur lagt áherslu á að veita fólki upplýsingar og vara það við blekkingum þeirra sem vilja græða á því. Við reynum að vara fólk við því að leggja upp í þetta ferðalag. En þegar fólk er svo komið af stað, þá þarf að huga að því hvað hægt sé að gera fyrir það á leiðinni. Það þarf að veita flóttafólk- inu mannúðaraðstoð og líklega er einna mikilvægast að láta fólk ekki afskiptalaust þannig að það drukkni þegar það er komið út á hafið. Evrópulönd geta eflt leitar- og björgunarstörf sín. Ég held að fólk sé að átta sig á því hve mikilvægt það er. Evrópulönd geta líka tryggt flóttafólkinu betri vernd, og svo þegar flóttafólkið kemur að strönd- um Evrópuríkja með vonir í brjósti þá geta Evrópulönd tekið á móti því af gestrisni og látið það njóta þeirra réttinda, sem flóttafólki eru tryggð. En allt þetta leysir upprunalöndin ekki alltaf undan ábyrgð. Sérstak- lega ekki þau sem eru laus við styrj- aldir.“ Verkefnin eru óþrjótandi Flóttamannavandinn er þó engan veginn eina verkefnið, sem Rauði krossinn stendur frammi fyrir víða um heim. „Satt að segja höfum við aldrei áður þurft að glíma við neyðar- ástand á jafn mörgum stöðum á sama tíma,“ segir As Sy. „Þegar saman koma áhrifin af loftslags- breytingum, hlýnun jarðar og bágu ástandi í umhverfismálum þá eykst stöðugt hættan á náttúruhamförum. Víða er fólk illa undir slíkt búið og ekki er hægt að reikna með nein- um fyrirvara til að grípa strax til aðgerða. Við getum staðið skyndi- lega frammi fyrir ástandi eins og kom upp í Nepal nýlega þegar jarð- skjálfti reið þar yfir og sömuleiðis á Haítí fyrir nokkru. Þannig að vissu- lega eru verkefnin yfirþyrmandi, en einmitt þess vegna er þörfin meiri en nokkru sinni. Og þess vegna erum við að hittast hér til að efla samstarfið,“ segir As Sy, og vísar þar til tilefnis heimsóknar sinnar hingað til lands nú í vikunni, en hér er hann til þess að vera viðstaddur fund fulltrúa Rauða krossins frá tíu smáríkjum í Evrópu. „Fulltrúar þessara landa hittust hér til að deila reynslu sinni af við- brögðum við mannúðarvanda af öllu tagi. Það getur verið allt frá því að sinna veikburða fólki heima fyrir, öldruðum, sjúkum og heimilislaus- um, til þess að bregðast við neyðar- ástandi á borð við flóð eða eldgos eða jarðskjálfta. Smæð þessara tíu landa og ólíkar þarfir þeirra gera það að verkum að þau eru nú að bera saman bækur sínar og læra hvert af öðru. Ísland er nærri full- kominn staður til þess, vegna þess hve Íslandsdeild Rauða krossins á sér sterkar rætur í hreyfingunni auk þess sem hún hefur starfað með almannavörnum, þannig að frá sjón- arhóli alþjóðasambandsins er líka mikilvægt að notfæra sér þessa reynslu til þess að sjá hvernig ein- stök þjóðríki taka þátt í alþjóðlegu samstarfi eins og til dæmis í Nepal.“ gudsteinn@frettabladid.is Flóttafólk á réttindi Evrópulönd geta ekki vísað frá sér ábyrgðinni á örlögum flóttafólks, sem nú streymir yfir Miðjarðarhafið frá stríðshrjáðum löndum á borð við Sýrland og Írak, segir framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is ELHADJ AS SY Framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staddur hér á landi í stuttri heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR 60milljónir manna eru fl óttamenn. 4milljónir þeirra koma frá Sýrlandi. Flestir þeirra eru í nágranna- löndunum Tyrklandi, Líb- anon, Jórdaníu og Írak. Undanfarna 18 mánuði hafa meira en 320 þúsund manns reynt að komast yfi r Miðjarðarhafi ð til Evrópu- ríkja í von um að fá þar hæli. Meira en fimm þúsund þeirra létu lífi ð á leiðinni. Langfl estir þeirra komust til Ítalíu eða Grikklands. Langfl estir þeirra eru komn- ir frá Sýrlandi eða Erítreu. Satt að segja höfum við aldrei áður þurft að glíma við neyðar- ástand á jafn mörgum stöðum á sama tíma. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 2 -F 4 8 C 1 7 D 2 -F 3 5 0 1 7 D 2 -F 2 1 4 1 7 D 2 -F 0 D 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.