Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 40
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 BÆKUR ★★ ★★★ Hryðjuverkamaður snýr heim Eiríkur Bergmann SÖGUR ÚTGÁFA Valur, aðalpersónan í nýrri skáld- sögu Eiríks Bergmann Hryðju- verkamaður snýr heim, er smá- krimmi úr Breiðholtinu sem eftir mislukkað hryðjuverk á leiðtoga- fundinum í Höfða 1986 hefur verið í felum í Þýskalandi. Árið 2008 kalla þær upplýsingar að hann eigi 18 ára dóttur, sem hann hefur aldrei vitað af, hann aftur heim til Íslands þar sem fyrrver- andi félagar hans úr Breiðholtinu eru orðnir mikils metnir menn í fjármálaheiminum og pólitíkinni. Heimkoman verður óhjákvæmi- lega til þess að Valur rifjar upp fortíðina og reynir um leið að ná áttum í íslensku útrásarsamfélagi og undirheimum Reykjavíkur þar sem dóttirin, Kolbrá, er komin í slæman félagsskap. Það reynist hægar sagt en gert. Sagan rokkar á milli Breiðholts- ins í upphafi níunda áratugarins, Austur-Þýskalands á barmi upp- lausnar í lok sama áratugar og Berlínar og Reykjavíkur árið 2008. Af þessum sögusviðum eru lýsing- arnar á uppvexti Vals í Breiðholt- inu til muna best heppnaðar og sömuleiðis er fróðlegt að fylgjast með lýsingum höfundar á aðdrag- anda hruns Berlínarmúrsins en heldur versnar málið þegar sögu- tíminn er orðinn 2008. Þar virðist viðmiðið stjórnast alfarið af amer- ískum glæpamyndum og verður að segjast að allt það umhverfi er hið ótrúverðugasta. Engin tilraun gerð til að kafa í ástand m á l a í fjármála- geiranum, þótt sögu- sviðið bjóði vissulega upp á það, heldur rekur hér hver æsiviðburður- inn annan og íslenskur lesandi rekur hvað eftir annað upp stór augu þegar lýst er umhverfi og fólki. Glæpaklíkuforing- inn Krummi virðist til dæmis hafa dottið inn í söguna úr amer- ískri melludólgamynd í sínum rjómagulu jakka- fötum með blingeyrnalokkana og ekki verður sagan trúverðugri þegar í ljós kemur að skuldabréf sem varða hlutabréfakaup upp á milljónir eru geymd undir laus- um gólffjölum á skrifstofu fjár- málafyrirtækis. Það eru fjanda- kornið takmörk fyrir því hversu langt lesandi er tilbúinn að ganga í kaupum á skálduðum heimi þegar hann hefur á ytra borði svona rammgerð tengsl við veru- leikann. Sú hugmynd að stilla þess- um þremur heimum upp hlið við hlið er góð og les- andinn er fullur forvitni og tilhlökkunar við upp- haf lesturs. Byrjunin lofar góðu og endurlitin í Breiðholtið vekja áhuga á að vita meira um það hvernig persónurn- ar sem þar koma við sögu þróist. Lýsing- ar á Bader-Meinhof hópnum og áhrif- um aðgerða hans á róttæku og reiðu ungu mennina í Fellunum eru líka skemmti- l e g a r o g umhugsunar- verðar og vel til fundið að rokka á milli aðdragandans að hruni Alþýðulýð- veldisins þýska og fjármála- bólu Íslands. Það eru því djúp von- brigði að sagan skuli hálfpartinn renna út í sandinn og enda í amer- ískri B-mynd. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Góð hugmynd og góðir sprettir nægja ekki til að gera Hryðjuverkamaður snýr aftur að áhugaverðri skáldsögu. Til þess eru ódýru lausnirnar of margar og sagan ristir of grunnt. Hryðjuverk hjartans TÓNLIST ★★ ★★★ Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson impróvíseruðu í Hallgrímskirkju REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC LAUGARDAGINN 20. JÚNÍ Ég fór á kammerhátíðina Reykja- vík Midsummer Music um helgina. Flytjendurnir voru allir í fremstu röð og verkefnavalið var einstaklega áhugavert. Víkingur Heiðar Ólafsson var listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar og ástríða hans og þekking á tón- list skein í gegn. Eitt af því sem var svo skemmtilegt við hátíðina var að bæði voru þarna misgömul tónverk sem hafa staðist tímans tönn, og svo fékk tilraunamennska veglegan sess í dagskránni. Auðvitað heppnast til- raunir ekki alltaf, en lífið væri svo sannarlega aumt ef maður þyrði aldrei að taka áhættu. Á laugardaginn komu tveir snill- ingar fram í Hallgrímskirkju, þeir Skúli Sverrisson á rafmagnsbassa og Davíð Þór Jónsson píanóleikari og altmuligmand. Davíð spilaði á stærsta hljóðfæri landsins, Klais- orgelið svonefnda. Báðir tónlistar- mennirnir eru vanir því að leika af fingrum fram, og það var einmitt það sem þeir ætluðu að gera nú. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, það er ekki langt síðan Davíð og fiðlu- leikarinn Pekka Kuusisto göldruðu fram þvílíkan tónaseið að lengi verð- ur í minnum haft. En spuninn í Hallgrímskirkju var þunnur þrettándi. Upphafshending- arnar í orgelinu voru ekki bitastæðar og þær urðu aldrei að neinu mark- verðu. Bassaleikur Skúla var líka undarlega einhæfur, aðallega ein- hvers konar drunur sem urðu fljótt leiðigjarnar. Hugsanlega hafði Davíð Þór ekki gefið sér nægilegan tíma til að kynn- ast orgelinu og möguleikum þess. Þeir eru gríðarlega fjölbreyttir, það eru ekki orðin tóm að orgelið (og þá sérstaklega voldugt orgel Hallgríms- kirkju) er kallað drottning hljóðfær- anna. Orgelleikarar eru almennt þjálfaðir í að leika af fingrum fram; ég hef heyrt undursamlega spuna í þarna í kirkjunni. Spuninn nú var hins vegar óttaleg flatneskja; fæstar af hinum fjölmörgu röddum orgels- ins fengu að njóta sín. Og rödd bass- ans hafði lítið að segja. Þetta voru vonbrigði. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tveir frábærir listamenn náðu aldrei almennilega saman og spun- inn sem þeir báru á borð einkenndist af hugmyndafátækt. Þunnur þrettándi í Hallgrímskirkju „Ég er fæddur á Siglufirði en alinn upp í Kópavogi. En ég var alltaf á Siglufirði á sumrin þannig að ég er víst svokallaður sumaralningur,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, list- rænn stjórnandi og upphafsmaður Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. En hátíðin hefur vaxið og dafnað allt frá stofnun enda bráðskemmti- leg viðbót við bæði tónlistar- og ferðaflóru Íslendinga. Gunnsteinn segir að upphaf hátíðarinnar megi í raun rekja allt aftur til þess þegar hann sneri heim úr sínu tónlistarnámi, en þá hafi hann meðal annars starfað sem leiðsögumaður fyrir norðan. „Mér fannst vera brýn þörf á því að gera íslenskri þjóðlagatónlist hærra undir höfði og kom því að máli við Siglfirðinga með þá hug- mynd að koma á laggirnar bæði þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð. Bjarni Þorsteinsson bjó á Siglu- firði og þar gaf hann út sitt þjóð- lagasafn fyrir ríflega öld og því fannst mér að Siglfirðingum ætti að renna blóðið til skyldunnar með að sinna þessum mikilvæga arfi. Siglfirðingar tóku auðvitað undir það og komu svo aftur að máli við mig og fengu mig til verksins – svona hugmyndir rata þannig auð- vitað aftur til upphafsins,“ segir Gunnsteinn og hlær. „En Þjóðlagasetrið er orðið að veruleika í Maðdömuhúsi, þar sem séra Bjarni var búsettur, og hátíðin dafnar. Auðvitað er alltaf ákveðinn barningur að fjármagna svona hátíðir. En það er gaman að segja frá því að tónlistarmenn sækjast eftir því að koma og taka þátt, þannig að það margt spenn- andi í boði. Að þessu sinni koma margir góðir gestir frá Norðurlöndunum og þar á meðal hópur tónlistar- manna sem ætlar að flytja tón- list frá tímum Ólafs helga Noregs- konungs sem er mjög spennandi viðburður. Þá má ég til með að nefna bandaríska fiðlusnillinginn Jamie Laval og eins portúgölsku snillingana Joao Afonso og Filipe Raposo sem flytja ástar- og bylt- ingarsöngva landa síns, Josés Afonso. Svo ætla þeir félagar í Hundur í óskilum að mæta með Lúðrasveitina Svaninn og flytja úrval af sínum vinsælustu lögum. En þetta er nú bara svona brot af því besta og erfitt að vera að gera upp á milli.“ Eitt það allra skemmtilegasta við Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að þar er boðið upp á ýmis skemmtileg námskeið og öllum gefst tækifæri til að taka þátt. „Námskeiðin eru bæði fyrir hljóð- færaleikara og þá sem vilja koma og sækja sér fræðslu og skemmt- an. Við reynum að virkja alla því þannig njótum við öll hátíðarinn- ar sem best. Það þarf nefnilega að sinna þjóðlagaarfinum til þess að hann haldi áfram að lifa með þjóð- inni. Ég hvet fólk til þess að kynna sér vel hvað er í boði á vefsíðunni okkar folkmusik.is og koma svo og hafa gaman af þessu með okkur.“ magnus@frettabladid.is Þjóðlögin lifa með okkur Gunnsteinn Ólafsson er listrænn stjórnandi Þjóð- lagahátíðar á Siglufi rði sem verður haldin 1.–5. júlí. FJÖLBREYTNI Það koma gestir víða að á Þjóðlagahátína á Siglufirði og fólkið í Fjallabyggð lætur ekki heldur sitt eftir liggja. Mér fannst vera brýn þörf á því að gera íslenskri þjóðlagatónlist hærra undir höfði og kom því að máli við Siglfirðinga með þá hugmynd að koma á laggirnar bæði þjóðlaga- setri og þjóðlagahátíð. Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi MENNING 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 2 -1 1 6 C 1 7 D 2 -1 0 3 0 1 7 D 2 -0 E F 4 1 7 D 2 -0 D B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.