Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 28
FÓLK|TANNHVÍTTUN CRISTIANO RONALDO Ronaldo þykir með fallegri mönnum á fót- boltavellinum og virðist njóta athyglinnar. Hið fullkomna bros er þó ekki meðfætt en hann hefur látið laga tannskekkju og lýsa brosið. NICOLAS CAGE Cage leggur mikið á sig fyrir ferilinn. Fyrir myndina Birdy lét hann rífa úr sér tvær tennur. Hvort það útskýri útlit tannanna á efri mynd- inni er ekki víst en víst er að hann lét síðar skipta gömlu tönnunum út fyrir nýtt bros. PERLUHVÍTA HOLLYWOOD-BROSIÐ HVÍTASTA SETTIÐ Krafan um fullkomið útlit er hvergi meiri en í kvikmyndaiðnaðinum. Leikkonur finna líklega hvað mest fyrir þrýstingi um að líta fullkomlega út en karlkyns leikarar fara ekki varhluta af því heldur. Hvítt og breitt bros þykir mikilvægt til að komast áfram á hvíta tjaldinu. Hér má sjá nokkra leikara sem létu flikka upp á tanngarðinn til að efla starfsferilinn. NIALL HORAN Niall Horan er vinsæll meðal ungra aðdá- enda One Direction. Hann var með skakk- ar tennur eins og svo margir unglingar og fór í tannréttingar. MATTHEW LEWIS Leikarinn er þekktur sem hinn ólukkulegi Neville Longbottom í Harry Potter. Þessi renglulegi unglingur með skökku tenn- urnar hefur látið rétta tennurnar og þykir nú með myndarlegri leikurum Bretlands. MORGAN FREEMAN Jafnvel stórleikarar á borð við Morgan Freeman sem hafa fyrir löngu slegið í gegn finna fyrir þrýstingnum um að flikka upp á brosið. Það mikilvægasta til að öðlast bjartara bros er að sjálfsögðu góð tannhirða, að bursta tennurnar og nota tannþráð. Þá er mikilvægt að fara til tannlæknis og láta fylgjast með heil- brigði tannanna og fjarlægja tannstein. Tannhvíttun er vinsæl í dag og það er mikilvægt að hún sé framkvæmd í sam- ráði við tannlækni. Þá er öruggt að ekki sé verið að nota efni sem lítið er vitað um og eru jafnvel ekki lögleg. Tann- hvíttun ætti einungis að gera við heilar tennur og heilbrigt tannhold. Mikilvægt er að hreinsa tennur og tannstein áður en hvíttun á sér stað,“ segir Kristín Sandholt, tannlæknir hjá Kringlubrosi. GETUR DUGAÐ Í ÞRJÚ ÁR „Tannhvíttun getur dugað í eitt til þrjú ár en endingin fer eftir tannhirðu og líf- erni, það er hvort fólk til dæmis reykir eða drekkur mikið kaffi og te,“ segir Kristín en litur tanna ákvarðast annars vegar af lit tannbeins og hins vegar af yfirborðslit tanna. „Yfirborðslitur tanna stjórnast meðal annars af dökkum drykkjum, reyking- um, óhreinindum sem setjast á tennur ásamt tannsteini. Tannbein tanna getur verið mismunandi á litinn, sem veldur því að tennur eru stundum dekkri en við viljum. Lýsingu tanna er hægt að gera í tannlæknastól eða fá skinnu og framkvæma hvíttunina heima.“ MINNKAR HROTUR UM 90% Hrotubrjóturinn er búnaður til að stöðva hrotur og er tiltölulega nýr af nálinni, að sögn Kristínar. Hann er gerður úr tveimur skinnum, yfir efri og neðri góm, sem halda neðri kjálka í ákveðnu frambiti svo loftvegurinn helst opinn. Það kemur i veg fyrir hrotur eða minnkar hrotur um 90%. „Rannsóknir sýna að 40% manna hrjóta svo það er mikil þörf fyrir hrotubrjótinn. Kæfisvefn er alvarlegur sjúkdómur sem getur valdið svefnleysi og jafnvel alvarlegum blóðrásarsjúk- dómum og hrotubrjótur getur minnkað kæfisvefn um allt að 50%. Hann bætir bæði þinn svefn og maka þíns,“ útskýrir Kristín og segir hrotubrjótinn hafa reynst vel. „Fólk er virkilega ánægt með árangur- inn en þeir sem glíma við kæfisvefn eru oft mjög þreyttir.“ Nánari upplýsingar á www.kringlu- bros.is. HVÍTAR TENNUR OG BETRI SVEFN TANNLÆKNASTOFAN KRINGLUBROS KYNNIR Bjart bros er eftirsóknarvert og með tannhvíttun má lýsa litatón tanna umtalsvert. Hjá Kringlubrosi fæst einnig hrotubrjótur sem minnkar hrotur um allt að 90% og bætir svefn. TANNHVÍTTUN Kristín Sandholt, tannlæknir á tannlæknastofunni Kringlu- brosi, segir mikilvægt að tannhvíttun sé framkvæmd í samráði við tannlækni. HROTUBRJÓTUR Búnaður sem minnkar hrotur um 90%. Fallegt, fágað og töff Allt fyrir brúðkaupin Smáralind facebook.com/CommaIceland 30% til 70% afsláttu r 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 2 -1 1 6 C 1 7 D 2 -1 0 3 0 1 7 D 2 -0 E F 4 1 7 D 2 -0 D B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.