Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 2
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VEÐUR SJÁ SÍÐU 26 Kringlan | 588 2300 Í dag er búist við austanátt, allhvassri allra syðst. Skýjað verður í morgunsárið og sums staðar þoka, en það ætti að létta til víða norðan- og vestanlands eftir hádegi, þar sem hiti verður víða 13 til 17 stig yfir hádaginn. Mun svalara á Suðausturlandi og jafn vel smá dropar. SAMFÉLAG „Ég er mjög sáttur og ég stefni á nám í eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi í haust,“ segir Gunnlaugur Helgi Stefáns- son, en hann er einn af þeim tutt- ugu og sjö afburðanemendum sem hljóta styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Gunnlaugur útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík í vor, ári á undan jafnöldrum sínum. Styrkurinn er veittur nemend- um sem hafa innritað sig í skólann í haust og var veittur við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í gær. Nem- endurnir koma úr þrettán fram- haldsskólum víða á landinu og eiga það allir sameiginlegt að hafa náð eftirtektarverðum árangri á stúd- entsprófi. Auk þess er litið til ann- arra þátta, eins og virkni í félags- störfum og árangurs á öðrum sviðum. Þetta er í áttunda sinn sem styrkir eru veittir og nemur hver styrkur 300 þúsund krónum. Kristín Björg Bergþórsdóttir er ein af þeim sem hlutu styrkinn. Hún er dúx frá Menntaskólanum í Reykjavík og hlaut meðal annars verðlaun í eðlisfræði, stærðfræði, efnafræði og tölvunarfræði. Kristín og Gunnlaugur eru bæði í landsliði Íslands í eðlisfræði og taka þátt í Ólympíuleikunum í eðl- isfræði sem verða haldnir á Ind- landi júlí. „Ég er mjög spennt að fara á Ólympíuleikana og við æfum mikið,“ segir Kristín sem stefnir á nám í stærðfræði í haust. - ngy Tveir styrkhafanna eru í landsliðinu í eðlisfræði og taka þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði í sumar: Afburðanemar verðlaunaðir með styrk HÁSKÓLI ÍSLANDS Gunnlaugur Helgi Stefánsson og Kristín Björg Bergþórs- dóttir hlutu styrkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGGÆSLA Aldrei hafa fleiri sótt um inngöngu í Lögregluskóla rík- isins, eða 158 manns. Umsóknar- frestur rann út á mánudag. „Konur hafa eflst svo á undan- förnum árum. Þær eru fyrir löngu búnar að átta sig á því að þær eru jafnokar strákanna. Þeim þykir þetta starf jafn spennandi og strákunum,“ segir Sigríður Hrefna Jónsdóttir, formaður valnefndar Lögregluskólans. Sprenging varð í aðsókn kvenna í Lögregluskólann árið 2013, síð- ast þegar tekið var inn í skólann. Aðsókn kvenna, um fjörutíu pró- sent umsókna, hefur haldist síðan þá. „Ég rek það til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur [þáverandi innan- ríkisráðherra] og hvernig hún tal- aði um fjölgun kvenna innan lög- reglunnar.“ Sigríður Hrefna segir að þegar nýjum nemendum sé veitt inn- ganga í skólann hafi farið fram flókið mat á einstaklingunum. „Við reynum að hafa kvarðana hlutlæga og málefnalega. Við stingum ekki bara hendi út og finnum hvernig veðrið er. Þetta snýst um að vanda sig,“ segir Sig- ríður. „Það er í mínum huga degin- um ljósara að það þarf allt að fara saman. Það þarf að hafa það þrek sem þarf líkamlega og að búa yfir þroska til að eiga samskipti við fólk og þjónustulund.“ Ferilskrá umsækjenda er ræki- lega skoðuð og gengið úr skugga um að þeir eigi ekki við vímu- efnavanda að stríða. „Í lang- flestum tilfellum þá segir það sig sjálft að umsækjandi sem hefur ekki verið á vinnumarkaði býr væntanlega yfir minni þroska en sá sem hefur verið lengi á vinnu- markaði, þó það sé ekki algilt,“ segir Sigríður. Sálfræðingur situr í valnefnd- inni og umsækjendur mega búast við því að undirgangast sálfræði- mat og streitupróf. Aðspurð hvort kynið, karlar eða konur, komi betur út úr mati nefndarinnar á andlegum þátt- um segir Sigríður: „Þegar það var útskrifað síðast úr skólan- um þá var niðurstaðan sú að það voru sjötíu prósent konur á móti þrjátíu prósentum karla. Það var ekki á grundvelli þess að það væri handvalið heldur var það á grundvelli niðurstöðu ferlisins.“ Hún segir að ekki sé horft sér- staklega til kyns þegar tekið er inn í skólann. „Þeir hæfustu fara í gegn. Þar sem er vafaatriði þar hugsum við um konuna, ef þetta eru jafn hæfir einstaklingar.“ Búist er við því að umsóknar- ferlinu ljúki um miðjan júlí. snaeros@frettabladid.is Metfjöldi sækir um í Lögregluskólann Hundrað og sextíu manns hafa sótt um inntöku í Lögregluskólann. Aldrei hafa fleiri stóttu um. Karlar eru sextíu prósent umsækjenda. Sextán fá inngöngu í skólann. Sjötíu prósent þeirra sem komust í skólann síðast voru konur. FORMAÐUR Sigríður Hrefna Jónsdóttir er formaður valnefndar Lögregluskólans FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kona lét lífið eftir bílveltu: Banaslys í Seyðisfirði SLYS Ung kona beið bana og önnur slasaðist mjög alvarlega þegar bíll þeirra valt í Seyðisfirði laust fyrir miðnætti í gær. Konurnar voru fyrst fluttar með sjúkra- bíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem önnur konan var úrskurðuð látin en hin lögð inn á gjörgæslu- deild Landspítalans. Ekki var lífs- mark með annarri konunni eftir slysið og báru lífgunaraðgerðir ekki árangur. Báðar konurnar hafa verið búsettar á Seyðisfirði. - vh SAMFÉLAG Mála á þann hluta Laugavegar sem er göngugata á föstudaginn. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Laugavegurinn verður málaður frá horni Vatnsstígs að gatnamót- um Ingólfsstrætis. Fólk er beðið um að koma með eigin rúllur og pensla en það verða líka aukapenslar og rúllur fyrir þá sem vilja taka þátt. Síðasta sumar var sami hluti Laugavegarins málaður og má segja að það hafi slegið í gegn. - ngy Í boði fyrir alla að taka þátt: Laugavegur skreyttur á ný MANNLÍF Hátt í þrjú hundruð börn mættu á Hafnarfjarðarhöfn í gær og tóku þátt í árlegri dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn hefur staðið fyrir keppninni í rúm tuttugu ár. Fyrsta fiskinn veiddi Stefanía Alexandra Trifú, kola. Þyngsti fiskur- inn sem veiddist var einnig koli. Hann vó 363 grömm. Fiskinn veiddu tvær stelpur í sameiningu, þær Aníta og Karen. „Keppnin gekk eins og í sögu. Frábært veður og vel bar í veiði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnisstjóri skrifstofu tómstundamála hjá bænum. - þea Árleg dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar fór fram í gær: Þrjú hundruð börn voru við veiði FYRST Stefanía Alexandra Trifú veiddi fyrsta fiskinn í dorgveiðikeppni Hafnarfjarðarbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAG „Við vorum beðin um að kanna þetta og nú er verið að skoða hvernig okkar aðkomu að málinu verður háttað,“ segir Óli Jón Jónsson, upplýsinga- og alþjóðafulltrúi Ríkisendurskoð- unar, en Ríkisendur skoðun hefur fengið beiðni um að kanna ráð- stöfun fjármuna ABC barna- hjálpar. Fyrrverandi sjálfboðaliði við fjársöfnun til styrktar ABC barnahjálpar sendi Ríkisendur- skoðun erindi um málið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að illvígar deilur stæðu milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. Þórunni Helgadóttur, formanni ABC barnahjálpar í Kenía, var sagt upp störfum en hún stendur fast á því að staða hennar sé óbreytt, enda sé um tvö aðskilin félög að ræða. ABC á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía og hefur ráðið nýjan formann í Kenía. Þórunn greindi frá því að engar greiðslur hefðu borist til stuðningsaðila barna í Kenía síð- ustu tvo mánuði en samtökin á Íslandi segja það ósatt. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort stofnunin verði við beiðninni,“ segir Óli og bætir við að lagaheimildir Ríkis- endurskoðunar til að kanna fjár- reiður sjálfseignarstofnana séu takmarkaðar. Óli segir að stofn- unin geti þó gengið úr skugga um að fjárráðstafanir slíks aðila, einkum ráðstöfun fasteigna, séu í samræmi við skipulagsskrá hans. - ngy Heimildir Ríkisendurskoðunar til að kanna fjárreiður ABC barnahjálpar takmarkaðar: Fengu ABC-málið til athugunar Í KENÍA Þórunn segir ástandið í Kenía skelfilegt. Samtökin á Íslandi hafi greitt nemendum skólans fyrir að hertaka hann. MYND/GUNNAR SALVARSSON 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 1 -4 6 F C 1 7 D 1 -4 5 C 0 1 7 D 1 -4 4 8 4 1 7 D 1 -4 3 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.