Fréttablaðið - 25.06.2015, Síða 23

Fréttablaðið - 25.06.2015, Síða 23
Konur sýna herratísku Konur voru áberandi á pöllunum þegar herra- tíska var sýnd á tísku- vikunni í Mílanó. SÍÐA 2 Hattar slá í gegn Allar konur ættu að eiga að minnsta kosti einn hatt í sumar en ljósir stráhattar hafa slegið í gegn. SÍÐA 4 Minn stíll er frekar afslappaður. Ég er nánast alltaf í buxum og er mjög hrifin af hversu fjöl- breytt buxnatískan er í dag. Ég verð að hafa jafnvægi á jin og jang, vil hafa jafnvægi á milli karllægs og kvenlægs í klæðaburði,“ segir Halldóra Sif Guð- laugsdóttir, nýtútskrifaður fatahönnuð- ur, þegar hún er spurð út í fatastílinn. Hún segist helst falla fyrir munstri, röndum og stórum geómetrískum form- um í fáguðum litum þegar hún kaupir föt og þræðir gjarnan fatamarkaði. „Ég er hrifin af rauðum lit út í appel- sínugulan og brúnan og er mjög hrifin af ofnum efnum með etnísku munstri. Yfirhöfnum fell ég yfirleitt fyrir og fal- legum leðurskóm. Ég á nokkrar uppá- haldsflíkur, en ein sem hefur verið lengi í uppáhaldi er leðurbuxur sem ég keypti í Danmörku fyrir sjö árum þegar ég bjó þar. Þær eru enn þá flottar og ég nota þær mikið.“ „Ég kaupi mikið á „second-hand“ mörkuðum því oft er hægt að finna öðruvísi gæðaefni eins og silki, ull og leður sem eru frekar dýr ef maður kaup- ir þau ný. Ég kaupi einstöku sinnum merkjavöru og vanda þá valið. Nýjustu kaupin eru úr sumarskólínu Kron sem verða brúðarskór í sumar. Þeir eru þægilegir og vandaðir og mun ég nota þá mikið.“ Halldóra útskrifaðist úr fatahönnun frá LHÍ í vor og er þessa dagana að vinna að því að ljósmynda útskriftarlín- una sína. Við hönnun línunnar sótti hún innblástur í japanska menningu. „Shinto-hugmyndafræði Japana er einstök og sprettur út frá þeirri trú að heilagir andar gegni mikilvægu hlut- verki í lífinu og umbreytist í náttúrunni í vind, rigningu, fjöll, tré, ár og alla frjó- semi. Þessi aldagamla trú kallar á mikla virðingu fyrir náttúrunni og fegurðinni í ófullkomleikanum. Fagurfræði Japana kemur fram í hönnun minni í ósamhverfum sniðum og prentmunstrum. Einnig nota ég hana við val á áferðum og litasamsetningum í efnum mínum. Ég legg áherslu á að nota náttúruleg efni og bý til minn textíl sjálf með handvefnaði, prentmunstri og útsaumi,“ útskýrir Halldóra og segir hugann leita út að loknu námi. „Ég er að sækja um starfsnám í París og Belgíu sem tekur vonandi við eftir sumarið.“ APPELSÍNUGULUR Í UPPÁHALDI AFSLAPPAÐUR STÍLL Halldóra Sif Guðlaugsdóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá LHÍ í vor. Hún leitaði í japanska menningu og fagurfræði við vinnslu útskriftarlínu sinnar en segist sjálf hafa afslappaðan fatastíl. KAUPIR Á MÖRK- UÐUM Halldóra Sif Guðlaugsdóttir þræðir gjarnan fatamarkaði í leit að skemmtilegum fötum. Hún er hrifin af etnískum munstrum og hefur afslappaðan fatastíl. MYND/STEFÁN Engjateigi 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.is SUMAR- SPRENGJA! 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm í dag! Mikið úrval garðtraktora með og án safnkassa Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Hnífaparatöskur – 12 manna 14 tegundir Verð frá kr. 24.990 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 3 -4 3 8 C 1 7 D 3 -4 2 5 0 1 7 D 3 -4 1 1 4 1 7 D 3 -3 F D 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.