Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 4
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 UMHVERFISMÁL Mælingar og vökt- un Hafrannsóknastofnunar sýna að lítið sem ekkert af síld gekk þetta árið inn í Kolgrafafjörð til vetursetu – og hætta á síldardauða því ekki fyrir hendi. Tengiliða- hópur ráðuneyta, stofnana og heimamanna vegna síldardauðans og frekari hættu á slíkum atburð- um hefur lokið störfum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrann- sóknastofnunar, segir að lítið sem ekkert af síld hafi verið inni á Kolgrafafirði í vetur, spurður um aðstæður í firðinum í ljósi síldar- dauðans mikla sem þar varð vetur- inn 2012/2013 í tveimur aðskildum tilvikum. Þorsteinn segir að mælingar stofnunarinnar í desember síðast- liðnum hafi þá sýnt að um 10.000 tonn voru í firðinum, og súrefnis- mettun hafi þá verið eins og best verður á kosið, en Hafrannsókna- stofnun setti upp sírita fyrir súr- efnismettun í nóvember. Síldin hefur hins vegar haldið sig í Kollu- ál, sem er vestur af Snæfellsnesi, og hættan á síldardauða úr sög- unni á meðan svo helst, að sögn Þorsteins. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyt- inu, starfaði innan sérstaks tengi- liðahóps um Kolgrafafjörð sem var stofnaður eftir síldardauðann. Hópurinn hefur verið lagður niður, að sögn Huga, enda vettvangur fyrir hugmyndir og skoðanaskipti þegar þessi vá var yfirvofandi. Hugi segir að þrátt fyrir gott útlit hafi vöktun ekki verið aftur- kölluð, og svo verði áfram til öryggis. Hann nefnir að líkur séu til að elsti árgangur sumargots- síldarinnar hafi vanið komur sínar inn í fjörðinn – og hann sé nú horf- inn úr stofninum að stórum hluta til. Spurður um kostnað vegna aðgerða stjórnvalda vegna atburð- anna í Kolgrafafirði segir Hugi það ekki hafa verið tekið saman nákvæmlega svo hann viti. Þó er ljóst að hann hleypur á nokkrum tugum milljóna, en ríkisstjórnin samþykkti fjárheimild upp að 35 milljónum í eitt skipti á ári eftir síldardauðann. Hugi tekur undir þá skoðun að þeir fjármunir sem hafa verið settir í verkefnið nýtist áfram, enda mikil vitneskja fallið til um lífríkið sem nýtist í fram- haldinu á ýmsan hátt. „Það skapaðist á sínum tíma hálfgert panikástand, enda hafði þetta aldrei gerst áður í sögunni. Það var líka full ástæða til að hafa áhyggjur, enda var rætt um aðgerðir sem hefðu kostað hundruð milljóna eða milljarða,“ segir Hugi. svavar@frettabladid.is Kolgrafafjörður laus við síld Lítið sem ekkert af síld hefur gengið inn í Kolgrafafjörð í vetur. Tengiliðahópur vegna síldardauðans 2012 og 2013 hefur lokið störfum. Margt bendir til að síldin hafi breytt um vetursetustöðvar og vandinn sé úr sögunni. SÍLDARTEPPI Dauð síldin lagð- ist yfir fjörur og á botn fjarðarins. Mikil mengun hlaust af. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunar sýndu að um 22.000 tonn af síld drápust í Kolgrafafirði í febrúar 2013, til viðbótar þeim 30.000 tonnum sem drápust í firðinum í desember 2012. ■ Í desember síðastliðnum voru 10.000 tonn af síld í firðinum. Til samanburðar voru á milli 200.000 til 300.000 tonn af síld innan brúar í Kolgrafafirði þegar síldardauðinn varð. ■ Hafrannsóknastofnun benti snemma á þann möguleika að breytinga mætti vænta þegar elstu árgangar síldarinnar þynntust út– enda síldin dyntótt hvað val á vetursetustöðvum sínum varðar eins og margoft hefur sýnt sig. Þetta mat var ein meginstoðin í ráðgjöf stofnunarinnar. ■ Lífríkið í firðinum er stóra spurningarmerkið næstu árin. Rannsókn sýndi að dýrategundum í firðinum fækkaði úr 110 í 26 vegna mengunar frá rotnandi síld. 52.000 tonn drápust veturinn 2012/2013 ÞORSTEINN SIGURÐSSON HUGI ÓLAFSSON SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ advania.is/vinnufelagar Hafðu samband í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is * Tilboð gilda til 31.01.2015 eða á meðan birgðir endast. á nýju ári Nýjar vélar JANÚAR TILBOÐ* 75 stúlkur hlutu nafnið María sem annað nafn á árinu 2013. María var vinsælasta annað nafn stúlkna á árinu en næst á eftir fylgdu Rós, Lilja og Ósk. Heimild: Hagstofa Íslands. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SVIPTINGAR Í dag gengur kröpp lægð yfir landið með talsverðum vindi og ofankomu, einkum sunnan og vestan til. Það hlýnar í veðri en kólnar á ný á morgun. Á miðvikudag verður hæg breytileg átt um allt land og víða bjart, síst suðaustan til. 2° 15 m/s 2° 18 m/s 4° 13 m/s 6° 16 m/s 8-13 m/s SV-til en annars 3-8 m/s. Hæg breytileg átt um allt land. Gildistími korta er um hádegi 5° 19° 0° 5° 15° 0° 3° 2° 2° 20° 3° 13° 12° 16° 7° 2° 2° 3° 1° 13 m/s 1° 12 m/s -1° 10 m/s -1° 12 m/s 1° 8 m/s 3° 13 m/s -3° 24 m/s -1° -1° -3° -2° 0° -1° 1° 0° -2° -5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN FILIPPSEYJAR, AP Sex milljónir manna létu úrhellisrigningu ekki stöðva sig þegar Frans páfi mætti til að ávarpa mannfjöldann í Maníla, höfuðborg Filippseyja. Federico Lombardi, talsmaður Páfagarðs, segir að yfirvöld á Filippseyjum hafi staðfest þessa tölu og jafnframt að þarna hafi verið met slegið. Þegar Jóhannes Páll páfi II. flutti messu á sama stað árið 1995 hafi áheyrenda- fjöldinn verið fimm milljónir, og þótti mikið. Frans páfi helgaði heimsókn sína hinum fátæku og féll boðskapur hans í góðan jarð- veg hjá fólki á Filippseyjum þar sem fátækt er víða mikil. „Hann ann fátækum og fólki eins og okkur,“ sagði Emmie Toreras, 38 ára kona sem hafði brugðið plastpoka yfir sig til að verjast rigningunni. Hún sagðist hafa sofið í almenningsgarðinum þar sem páfi ávarpaði mannfjöldann frá því á föstudag til að tryggja að hún kæmist örugglega að. „Það var blessun að við sáum hann. Þótt við séum gegnblaut í rigningunni þá líður okkur vel.“ Frans hefur verið á ferðinni um Asíu- lönd í eina viku. Hann kom fyrst við á Srí Lanka á mánudaginn var og lauk ferðinni á Filipps eyjum í gær. - gb Frans páfi dregur að sér metfjölda áheyrenda á ferð sinni um Asíulönd. Páfi talaði í Maníla í gær: Sex milljónir hlýða á páfa í úrhellisrigningu FRANS PÁFI Baðar sig í mannfjöldanum á Filippseyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND, AP Ferðamönnum í París hefur fækkað töluvert eftir árásina á ritstjórn skopmynda- blaðsins Charlie Hebdo fyrr í mánuðinum. „Það er búið að vera svo rólegt eftir árásirnar. Það er varla nokkur maður hér,“ segir Kamel Bougrab, sem selur samlokur rétt hjá Eiffelturninum. Hinar löngu biðraðir sem venjulega myndast við inngang Eiffelturnsins eru varla svipur hjá sjón lengur og mannþröngin er víðs fjarri. Talsmaður Eiffelturnsins bend- ir þó á að janúarmánuður sé yfir- leitt rólegur. - gb Árásin á Charlie Hebdo: Ferðamönnum fækkar í París VIÐ EIFFELTURNINN Ferðamannafjöld- inn er ekki svipur hjá sjón. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Maður sem var sóttur meðvitundarlaus í hús á Hverfis götu á föstudagskvöld lést í gær. Hann komst ekki aftur til meðvitundar. Maðurinn, sem var frá Litháen, var skráður líffæra- gjafi og kom flugvél til landsins og sótti úr honum líffærin. Lögreglan yfirheyrði fimm manns, fjóra karla og eina konu, í tengslum við málið. Fólkið hafði áður verið yfirheyrt í tengslum við hnífsstunguárás í nóvember en hún átti sér stað í sama húsi og maðurinn sem lést í gær missti meðvitund. - jóe Komst ekki til meðvitundar: Lést eftir árás á Hverfisgötu 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E C -7 5 2 8 1 7 E C -7 3 E C 1 7 E C -7 2 B 0 1 7 E C -7 1 7 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.