Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 10

Fréttablaðið - 19.01.2015, Síða 10
19. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. www.lyfja.is Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Nicorette lyfjatyggigúmmí 20% afsláttur Gildir til 31. janúar 2015 Allar pakkningastærðir, 2 og 4 mg Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ATVINNUMÁL „Það lítur út fyrir að það gæti verið eitthvað að gerast, ég vona það,“ segir Liana Belinska, sem sagði sögu sína í Fréttablaðinu í lok nóvember. Liana er menntaður kven- sjúkdómalæknir frá Úkraínu en hefur starfað á leikskóla í átta ár þar sem hún hefur ekki feng- ið menntun sína metna hérlend- is, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Liana hafði fengið vilyrði fyrir því að komast inn í lækna- deildina og taka síðustu þrjú ár læknanámsins gegn því að standast inntökupróf í deildina. Liana vildi hins vegar ekki taka inntökuprófið þar sem hún hefur þegar lokið námi og í prófinu er spurt um almenna þekkingu sem getur reynst þeim sem hafa ekki alist upp á Íslandi erfið. Eftir að viðtalið við Liönu birtist höfðu fjölmargir samband við hana, bæði fólk sem er statt í sömu aðstæðum og aðrir sem vildu sýna henni stuðning. Á meðal þeirra er þingmaður- inn Jón Þór Ólafsson sem vildi kynna sér málið til þess að reyna að hjálpa Liönu og öðrum í sambærilegri stöðu. Liana og eiginmaður hennar hittu Jón Þór sem fór svo í kjölfarið á fund forseta Læknadeildar Háskóla Íslands. Það er læknadeildin sem fer yfir umsóknir þeirra sem sækja um að fá læknaleyfi hérlendis eftir að landlæknir hefur sent umsóknina til þeirra. „Ég átti mjög uppljómandi spjall með honum og þeim aðila sem metur þetta. Í dag er það þannig að sitja þarf inntökupróf sem byggir líka á almennri þekk- ingu. Þessi almenna þekking miðar að þeim sem hafa alist upp á Íslandi eða búið hér mjög lengi þannig að það próf mismunar fólki,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa fengið þær upplýsingar að til stæði að breyta fyrirkomulaginu en ástæðan fyrir inntökuprófinu væri meðal annars að koma í veg fyrir að fólk sleppti því að taka inntöku- prófið, byrjaði námið erlendis og kæmi svo hingað og tæki restina af náminu. „Það er skref í rétta átt ef þessi almenni hluti verður minnkaður en til þess að fara alla leið með þetta þá væri best að taka alveg út þá þætti sem mismuna fólki í inntökuprófi á forsendu almennrar þekkingar,“ segir Jón Þór. Hann telur þetta vera mikið réttindamál fyrir þá sem koma hingað til lands og vildi komast að því hvað það væri sem stæði í vegi fyrir þeim sem fá mennt- unina ekki metna. Það kom einnig í ljós að hægt er að taka annað próf sem metur verklega kunnáttu lækna og kemur til greina að Liana fái að taka það próf. Hún mun fara á fund forseta læknadeildar síðar í þessum mánuði og er vongóð um að hún fái að starfa sem læknir hér einn daginn. „Ég ætla allavega að reyna, nú virðist eitthvað vera að gerast,“ segir Liana vongóð og spennt fyrir framhaldinu. viktoria@frettabladid.is Vongóð um að fá að starfa sem læknir Liana Belinska fer á fund forseta Læknadeildar síðar í mánuðinum. Hún vonast til þess að komast inn í læknadeildina án þess að taka inntökupróf og fá að starfa sem læknir hérlendis eftir að hafa árangurslaust reynt að fá menntun sína metna. VONGÓÐ Liana er bjartsýn á að eitthvað sé að þokast í hennar málum og mögulega fái hún að starfa sem læknir hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er skref í rétta átt ef þessi almenni hluti verður minnkaður en til þess að fara alla leið með þetta þá væri best að taka alveg út þá þætti sem mismuna fólki í inntöku- prófi á forsendu almennrar þekkingar. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. SJÁVARÚTVEGUR Þorskafli ís- lenskra skipa var 88.000 tonnum meiri í fyrra en árið 2008; var 151.000 tonn en jókst í 239.000 tonn á þessum sex árum. Í samantekt Landssambands smábátaeigenda (LS) kemur fram að þorskafli síðustu þriggja ára er vel yfir meðaltali síðustu 15 ára, og afli síðasta árs sá mesti frá aldamótum. Meðaltal tímabilsins 2000–2014 var 199.500 tonn. Þegar önnur mikilvægasta botnfisktegundin, ýsan, er skoðuð er myndin önnur. Þar er aflinn minnstur í upphafi og við lok tíma- bilsins – rúmlega 30.000 tonn. Um miðbik tímabilsins er ýsuaflinn hins vegar yfir meðaltali sex ár í röð. Mestur var hann 2007 rúm 109.000 tonn en minnstur árið 2000 rúm 33.000 tonn. Ýsuafli íslenskra skipa var að meðaltali rúm 66.000 tonn á tímabilinu. LS skoðaði þróun botnfisk- aflans í heild síðastliðin 15 ár. Þar var meðaltalið rúm 465.000 tonn. Árið 2006 skilaði mestum afla, alls tæpum 516.000 tonnum. Minnstur var botnfiskafli íslenskra skipa 2001 um 420.000 tonn. Á aðeins einu af undanförnum fimm árum var aflinn yfir meðaltali tímabils- ins 2000 til 2014. - shá Þorskafli meiri síðustu þrjú ár en áður á öldinni: Í fyrra var afli 88.000 tonnum meiri en 2008 Á SJÓ Útflutningsverðmæti þorskafurða árið 2013 voru núvirt 88,5 milljarðar króna. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE HJÁLPARSTARF Skólaárið 2013-2014 fengu 78 ungmenni í 13 sveitarfélögum og 18 framhaldsskólum styrk úr Framtíðarsjóði Hjálparstarfs kirkjunnar til greiðslu skólagjalda og fyrir bóka- og efniskostnaði. Meðalupp- hæð hvers styrks var 36.564 krónur. Þá fengu tólf ung- menni fartölvu að auki. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og umsjónarmaður hjálparstarfs innan- lands, segir fjöldann hafa verið svipaðan undanfarin ár. Hún segir ungmennin þakklát fyrir stuðninginn. „Sumir koma til okkar eftir útskrift, þakka fyrir sig og spyrja hvað þeir geti gert og látið af hendi rakna. Þetta eru sólskins- sögurnar okkar í vinnunni sem manni veitir nú ekki stundum af.“ Hjálparstarf kirkjunnar styður 16 til 20 ára ungmenni til stúdents- prófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. - ibs Framtíðarsjóður Hjálparstarfs kirkjunnar styrkir 78: Ungmenni þakklát fyrir styrk VILBORG ODDSDÓTTIR 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 E D -6 2 2 8 1 7 E D -6 0 E C 1 7 E D -5 F B 0 1 7 E D -5 E 7 4 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.