Fréttablaðið - 19.01.2015, Side 38

Fréttablaðið - 19.01.2015, Side 38
Kassakerfi & sjóðsvélar MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 20154 Unnið að lausnum með ÖBÍ HVERNIG FESTA MÁ PIN Í MINNI Notendanöfn og lykilorð eru órjúfanlegur hluti daglegs lífs í rafrænum heimi. Við komumst hvorki inn í símtækin né tölvuna án aðgangsorðs, ekki inn í tölvu- póstinn eða inn á Facebook án aðgangs- og lykilorða. Þá er ótalinn aðgangur á vefsvæði sem tengjast til dæmis vinnu eða skóla, að ekki sé minnst á heimabankann. Hvernig á að festa pinnið sér í minni? Það er auðveldara að muna bókstafi og orð en talnarunu. Ef þú ert að búa þér til leyninúmer skaltu velja orð sem inniheldur minnst fjóra bókstafi. Orðið gæti einnig þýtt eitthvað sérstak fyrir þig, minnt þig á eitthvað skemmtilegt, eða verið svæsið blótsyrði sem þú myndir aldrei segja upphátt. Skoðaðu svo hnappaborðið á símanum þínum, þá sérðu að bókstafir fylgja hverri tölu. Hvaða tölur velurðu til að „hringja“ í síðustu fjóra stafina í orðinu sem þú valdir? Voila! Þetta er nýja pin-númerið þitt! Þessari aðferð má auðveldlega snúa við ef muna þarf pinn- númer sem er fyrir fram ákveðið. Skoðaðu hvaða bókstafi númerið myndar á hnappaborðinu og reyndu að búa til úr því orð. Þá má einnig skrifa upp tölurnar með bókstöfum og búa til orðalista þar sem hvert orð hefst á sama bókstaf og tölurnar í leyninúmerinu. 2389, Tveir, Þrír, Átta, Níu gæti orðið: Taktu Þetta Áfram Núna. Kannski er auðveldara að muna það. wikihow.com BÚÐARLEIKIR GÓÐIR Fisher Price-búðarkassana þekkja flestir en plastútgáfan kom fyrst á markað um miðjan áttunda áratuginn. Um tíma var þetta með vinsælli leikföngum og var kassana að finna á fjölmörgum heimilum hér á landi. Gömlu kassarnir leynast enn víða en þeir fást nú í uppfærðri útgáfu með færibandi og kortales- ara. Þeir eru hugsaðir fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Margir eru fylgjandi því að börn fari í búðarleik enda getur það hjálpað þeim að skilja hvernig viðskipti ganga fyrir sig. Börnum finnst líka spennandi að fara í hlut- verkaleiki. Þau bregða sér yfirleitt í hlutverk kaupmannsins og er öðrum í fjölskyldunni gert að leika viðskiptavini. iPhone viðgerðir Frá og með deginum í dag verða kort- hafar að staðfesta kaup í verslun- um með pinni eða eiga á hættu að ekki fáist heimild fyrir viðskiptum. Ef kort er án örgjörva skrifar korthafi þó áfram undir greiðslukvittun. Talsverð umræða hefur spunnist að undanförnu um hvernig breyting- arnar snúa að fötluðum. Á vefnum pinnid.is er tekið fram að verkefnisstjórn Pinnið á minnið hafi átt í góðum samskiptum við Ör- yrkjabandalagið vegna þessara mála og muni útgefendur greiðslukorta á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sér- staklega. Enn um sinn verði því leyfi- legt að staðfesta greiðslur með undir- skrift þó svo að örgjörvi kortsins sé lesinn. Á síðunni er bent á að örgjörva- posar á Íslandi uppfylli kröfur hvað varðar blinda og sjónskerta. Þannig sé miðjuhnappurinn á talnaborðinu (talan 5) með upphleyptu merki til aðgreiningar og hnappar til að hafna eða staðfesta séu einnig með upp- hleyptum merkjum. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 E D -1 8 1 8 1 7 E D -1 6 D C 1 7 E D -1 5 A 0 1 7 E D -1 4 6 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.