Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 3
fimmtudagur 28. ágúst 2008 3Fréttir
Ólafur Stefánsson ræddi heimspeki sína í viðtali við Ingibjörgu
Dögg Kjartansdóttur, blaðamann Mannlífs, í febrúar 2006. Ólafur
lýsir þar meðal annars speki sinni um þrjá heima, sem blaðamað-
ur Washington Post fjallaði um á Ólympíuleikunum í Peking.
Ólafur segir það ganga ágætlega að
sameina heimspeki og handbolta.
Hann segist reyndar lifa í þremur
heimum. Það er þessi heimur sem
hann var að segja mér frá, innra
lífið og heimspekin, þá handbolt-
inn og þriðji heimurinn er svo fjöl-
skyldan og vinirnir. „Mér finnst
gott að hafa þetta svona. Þeg-
ar ég er orðinn þreyttur í einum
heimi get ég hoppað í annan og
„balancerað“ mig. Þá verð ég ekki
samdauna einhverjum einum
heimi. Ég er líka þar sem ég er af
heilindum. Núna er ég að spjalla
við þig og það er eitthvað sem ég
reyni að njóta að gera,“ segir hann
og brosir. „Ég reyni að læra eitt-
hvað af því og allt þetta. Ef ég er í
handbolta á ég bara að vera þar. Ef
ég er í kjallaranum heima að lesa,
grúska eða hugleiða þá er ég bara
þar. Með fjölskyldunni eða börn-
unum vil ég vera af heilum hug.
Sá tími sem við erum með börn-
unum okkar á að vera þeirra. Þann
tíma sem við erum nálægt þeim,
eða í kringum þau, eigum við ekki
að nota í neitt annað. Frekar vil ég
eyða minni tíma í hlutina og með
fólki en að vera stöðugt í einhverju
hálfkáki. Þetta er eitthvað sem ég
er að reyna að vinna í.“
Árleg hreinsun hugans
Ég hef heyrt að þú farir reglu-
lega einn til útlanda, er það satt?
„Já, það er satt. Kannski ekki
reglulega en ... Ég á viku á ári fyrir
mig og konan á viku fyrir sig. Þá fer
ég í annað umhverfi í viku. Vinn
úr því sem gerst hefur og hreinsa
hugann. Eftir þessar ferðir kem ég
ferskur heim. Reyndar held ég að
úrvinnsla ætti að vera ríkari þátt-
ur í okkar samfélagi. Þá meina ég
að við ættum að fara okkur hæg-
ar, vinna frekar betur úr því sem á
okkur dynur, gleyma því sem við
viljum gleyma en taka með það
sem við viljum að geymist. Þannig
þróum við persónuleikann eins og
við viljum að hann þróist, í sam-
ræmi við drauma okkar, gildi og
takmörk,“ segir hann með áherslu
á mál sitt.
Lífið er listaverk
Ertu hamingjusamur? Ólafur
þegir lengi áður en hann svarar.
„Ég veit það ekki.“ Hann lít-
ur hugsi í kringum sig. „Ég veit
ekki hvort ég er hamingjusam-
ur. Spurning hvort maður eigi að
flækja veruleikann og segja að
maður eigi ekki að elta ham-
ingjuna. Þú getur leitað ham-
ingjunnar og reynt að vera
alltaf hamingjusamur. Reynt
að vera með jákvætt hugar-
far og allt það. En ég held að
oft séu þeir óhamingjusamir
sem eru hvað mest að eiga við
hamingjuna. Þeir eru að reyna
að súkkulaðihúða óham-
ingjuhnetu og aðrir sjá
bara súkkulaðið.
Þegar þetta
fólk er
eitt
með sjálfu sér upplifir það tóm-
leika. Kannski erum við að fara
vitlausa leið með því að leita að
hamingjunni. Það eru til kenn-
ingar um það að hamingjan sé
villuljós. Ein kenning sem ég að-
hyllist, þegar ég tel mig vera voða
hugrakkan og tilbúinn í að bjóða
örlögum mínum byrginn, og hef-
ur mótað minn veruleika undan-
farin 3 til 4 ár, líkir lífinu við lista-
verk. Samkvæmt henni ert þú að
mála flott verk sem verður ekki til-
búið fyrr en þú deyrð. Þá er bara
að sletta á það sem flestum litum,
sumir eru dökkir, aðrir eru litir
sorgarinnar og enn aðrir litir eru
frábærir. Svo er bara að reyna að
búa til „harmóníu“ úr þessu öllu,
vinna eins vel úr hverjum lit og
hægt er og gera þetta sem falleg-
ast. Það er ekki hægt ef þú aðhyll-
ist hamingjuhugsjónina. Þá reyn-
ir þú að stroka yfir liti sem gætu
valdið þér óþægindum og segir:
„Heyrðu, þessi litur! Ég veit ekki
alveg hvort hann gerir mig ham-
ingjusaman, ég veit ekki hvort að
ég þori að takast á við eða prófa
þetta,“ segir hann með áherslu og
heldur áfram. „Listaverkalíkingin
byggir á því að taka óhamingjuna
inn sem hluta af verkinu jafnt sem
hamingjuna og gera litríkt, fallegt
listaverk sem er bara þú í staðinn
fyrir að fara alltaf milliveginn og
passa upp á að styggja engan og
taka aldrei sénsa.“
Safnar ekki grímum
Er hreinskilni þín í viðtölum
hluti af þínu málverki? „Ef ég kem
hreint fram við annað fólk og hef
ekkert að fela þá fæ ég það sama
viðmót frá öðrum. Ég kemst und-
ir grímuna. Ég læri ekkert af því að
vera með grímusafn í huganum,
muna eftir þessari og hinni grím-
unni.“ Á meðan hann talar virðir
hann fólkið á staðnum vandlega
fyrir sér. „Ég er ekki að safna grím-
um. Ég vil kynnast fólki og fyrsta
skrefið er náttúr-
lega að vera ég
sjálfur. Bara
að þora að
vera þannig
og sjá hvert
það leið-
ir. Og ef
það leið-
ir til óham-
ingju þá vinn
ég í því. Maður
þarf ekkert endi-
lega að bakka
en kannski
finna aðra
nálg-
un.“
Ólafur segist reyna að lifa eft-
ir máltæki sem segir: „Með því
að framkvæma rétt gildi á hverj-
um degi þá færðu ekki endilega
það sem þú vilt en þú verður allt-
af sá sem þú vilt.“ En hvað veit-
ir þér mesta ánægju í lífinu? „Það
sem gerir mig glaðan er hreyfan-
leikinn og margbreytileikinn. Og
núna. Þessi stund gerir mig glað-
an. Kannski ekki hamingjusaman
en mér líður ekki illa. Ég er held-
ur ekki uppi í skýjunum en ég er
í svona ástandi þar sem mér líð-
ur vel. Það er hamingja, mér líður
vel. Í þessu umhverfi,“ segir hann
og virðir umhverfið fyrir sér. Fyrir
framan okkur logar kertaljós á litlu
borði. Það er fátt um manninn á
B5 þessa stundina og andrúms-
loftið er rólegt og þægilegt.
Mikilvægu augnablikin
„Svo á ég stundir þar sem
skyndilega verður allt svo aug-
ljóst. Ég verð oft fyrir því á kvöld-
in, kannski klukkan hálf ellefu eða
ellefu að það verður allt tært. Til-
finningin segir mér að fara morg-
uninn eftir og gera þetta og segja
þetta. Og á þessari stundu virðist
allt svo auðvelt. Það er misjafnt
hvort ég framkvæmi samkvæmt
þessu þegar ég vakna daginn eftir
eða ekki. Hefur þú upplifað þetta?“
Já, ég veit hvað þú ert að tala um.
„Vittu til, þetta eru þær stundir
sem þú átt að vinna út frá. Þetta
eru þær stundir sem hjálpa þér
að verða betri manneskja. Stund-
um hef ég fylgt þessu eftir og þeg-
ar ég hef gert það hefur það alltaf
leitt til góðs. Og þó að það yrði ekki
til góðs þá væri það samt reynsla
sem ég lærði af. Þegar ég hef ekki
gert neitt hefur hins vegar alltaf
myndast steinn í maganum á mér
og mér hefur liðið eins og ég hafi
tekið skref aftur á bak.“ En hefur þú
einhvern tímann verið að springa
úr gleði? „Ef ég á að nefna þær
stundir sem hafa fleytt mér upp
til skýjanna er það náttúrlega fæð-
ing barnanna minna. Svo óraun-
verulegar eitthvað. Nýtt líf. Skap-
að að hluta til af mér? Svo þessar
stundir þegar allt verður tært. Síð-
an hef ég orðið fyrir upplifunum
sem tengjast bæði fagurfræði-
legri og trúarlegri reynslu. Þegar
ég verð fyrir einhverju við að fara
inn í eitthvert verk, bíómynd, bók
eða listaverk. Þegar ég finn eitt-
hvað gerast innra með mér. Það er
það sem ég er að tala um, að taka
þessar upplifanir inn, vinna þær
aðeins og geyma. Þetta eru augna-
blikin sem stækka þig og gera þig
að betri manneskju,“ segir hann af
ákafa. „Hugsanir okkar hafa allar
einhvern boðskap, draumarnir og
allt þetta kemur ekki fyrir tilviljun.
Það er mikilvægt að hlusta á hugs-
anir sínar. Ég hef bæði orðið með-
vitaðri um þetta og opnari fyrir
þessu eftir að ég byrjaði að stunda
hugleiðslu. Þegar ég hugleiði loka
ég fyrir meðvitaðar hugsanir. Ég
reyni að skynja það sem kemur til
mín. Ef vinur minn poppar upp í
hugleiðslu reyni ég að taka það
inn og muna eftir því að hringja í
hann því kannski er eitthvað þar.
Við erum öll ein vitund.“
Lífsspeki ÓLafs
stefánssonar
Ólafur Stefánsson Hefur mótað
lífsspeki sem átti stóran þátt í að
fleyta landsliðinu til silfurs.
„Ég veit ekki hvort ég
er hamingjusamur.“
„Við erum öll
ein vitund.”
,,Svo á ég stundir þar
sem skyndilega verð-
ur allt svo augljóst.“
Bíp, BreYtUM HeiMinUM
Forsetinn Ólafur ragnar
grímsson flutti ekki ræðu
við arnarhól í gær.
Hátíð Ótrúlegur mannfjöldi var
samankominn í miðborginni í gær.
Páll Óskar söng um
ástina, sem segja má að
hafi knúið landsliðið áfram.
Ólafur Ragnar hélt ekki ræðu við
Arnarhól í gær heldur féll það Þor-
gerði Katrínu Gunnarsdóttur í skaut
að flytja ávarp. Forsetanum virtist þó
ekki líka hlutskipti sitt illa og mátti
sjá að hann var í miklu stuði á svið-
inu í gær.
Hrærðir á Bessastöðum
Það voru svo hrærðir landsliðs-
menn sem tóku á móti riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu á Bessa-
stöðum í gær. Vel mátti sjá á andlit-
um leikmanna hversu auðmjúkir og
hrærðir þeir voru af sýndum heiðri.
Allir leikmenn og þjálfarar fengu
riddarakrossinn, en Guðmundur
Guðmundsson landsliðsþjálfari, Ól-
afur Stefánsson og Guðmundur Á.
Ingvarsson voru sæmdir stórridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu,
sem er annað þrep fálkaorðunnar.
Ólafur var spurður í fjölmiðlum
eftir orðuveitinguna hvers vegna
eiginkona hans hefði borið silfur-
medalíuna fyrr um daginn. „Ja, bara
til að dreifa þessu aðeins,“ svar-
aði Ólafur um hæl. Hann sagði það
stærstu stund dagsins að sjá liðsfé-
laga sína svo glaða og stolta á vagn-
inum sem keyrði niður Skólavörðu-
stíginn í gær. Hann vildi hins vegar
ekkert gefa upp um framtíð sína með
landsliðinu.