Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 20
fimmtudagur 28. ágúst 200820 Fókus „Þetta er orðin árleg gítarveisla. Við byrjuðum á síðasta ári og þá gekk hún svo vel að það var ákveðið á stjórnarfundi að gera þetta bara að árlegum viðburði. Stefnan hjá okkur er að vera alltaf með einhverjar ís- lenskar gítarkempur ásamt erlend- um súperstjörnum,“ segir gítarleikar- inn Björn Thoroddsen sem stendur fyrir hinni árlegu gítarveislu á Jazz- hátíð í Háskólabíói í kvöld. Það má með sanni segja að Björn Thor hafi valið sérlega áhugaverða gítarleikara til að spila með sér í ár. „Japaninn Kazumi Watanabe og Philip Catherine frá Belgíu komu til landsins í gær en þeir eru báðir gríð- arlega færir djassleikarar. Philip var meðal annars valinn djassleikari Evr- ópu í fyrra og Watanabe hefur verið kosinn besti djassleikari ársins í tut- tugu og fjögur ár samfleytt í Swing Jo- urnal í Japan.“ Spila saman og hver í sínu lagi Auk erlendu súperstjarnanna koma ásamt Birni fram tveir af bestu gítarleikurum Íslands, þeir Magn- ús Eiríksson og Þórður Árnason. „Magnús Eiríksson er einn af okkar aðalblúsgítarleikurum og Stuðmað- urinn Þórður Árnason er náttúrulega alveg frábær líka. Við ætlum bæði að spila allir saman og einir sér svo það verða mörg sýnishorn af hinu og þessu spiluð í kvöld.“ Philip og Kazumi komu til lands- ins í gær og hafa strákarnir náð að taka eina æfingu saman sem gekk einstaklega vel. „Þetta verða mjög skemmtilegir tónleikar, ég lofa því. Við ætlum svo sannarlega að hafa gaman af og ég efast ekki um að áhorfendur eigi eftir að gera það líka,“ segir Björn. Rándýr gítar í verðlaun Þess má geta að einn heppinn áhorfandi vinnur veglegan og flott- an gítar í boði Tónastöðvarinnar. „Það verður dregið úr vinningspotti úr seldum miðum og einn heppinn áhorfandi fær afhentan á staðnum mörghundruðþúsund króna gítar frá Tónastöðinni.“ Hin árlega gítarveisla fer sem fyrr segir fram í Háskólabíói í kvöld og hefst klukkan níu. Hægt er að nálgast miða á midi.is og við innganginn. krista@dv.is á f i m m t u d e g i shorts&docs lýkur Kvikmyndahátíðinni Reykjavík shoRts&Docs lýkur næstkomandi föstudag. myndirnar sem sýndar verða í dag er Óður til Íslands, to die in Jerusalem, monastery, usa vs. al-arian og Empire of Evil. myndirnar eru frá sjötíu og sex mínútum upp í hundrað og fjörtíu mínútur. sýningar eru í austuRbæjaRbíói. gítarkempur og stórstjörnursamsýning kristjönu og Baltasars Listamennirnir Kristjana Samper og Baltasar Samper opna samsýningu í Dalí Gallery laugardaginn 30. ágúst klukkan fimm. Á sýningunni verða sýnd málverk eftir Baltasar sem unnin eru upp úr goðafræði, sér- staklega Eddukvæðum og skúlptúr- ar eftir Kristjönu sem vísa til fornrar trúar. Kristjana Samper vinnur eink- um í þrívidd, í stein, járn, tré, leir og steinsteypu en Baltasar vinnur með blandaða tækni í myndverkum sín- um og síðasta áratug hefur hann að- allega unnið með innbrennt vax og var hann valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2007. Sýningin stendur til 14. september og eru allir velkomnir. Aftan festival í sandgerði Tónlistarveisla verður haldin í Sand- gerði í kvöld. Svokallað Aftan festival fer fram á Mamma mía í Sandgerði og hefjast tónleikarnir klukkan níu. Fram koma meðlimir úr Hinu alþjóðlegu trúbardorasamsæri og hljómsveitin The Rockville Play- boys. Tónlistarveislan er vettvang- ur tónlistarmanna í Sandgerði og nágrannasveitafélögum til að koma list sinni á framfæri. Aftan festival er upphafið á Sandgerðisdögum sem fara fram 29-31. ágúst. Aldurstak- mark er tuttugu ár og er aðgangur ókeypis. ArtFart að ljúka Um helgina líkur ArtFart-há- tíðinni sem er samstarf ungra sviðslistamanna á Íslandi. Verkið Brák er nýtt leikverk eftir Bryn- hildi Guðjónsdóttur og fjallar um Þorgerði brák, ambátt Skalla- gríms Kveldúlfssonar landnáms- manns í Borgarfirði, og fóstru Egils Skallagrímssonar. Sýning á verkinu er klukkan þrjú á laugar- daginn í Landnámssetrinu í Borg- arnesi. Leikstjóri sýningarinnar er Atli Rafn Sigurðarson. Þegar margir einstaklingar ákveða að fara saman út að borða getur verið erfitt að ákveða hvert skuli fara. Einhverjir vilja flott- ar steikur og aðrir vilja fá sér góðar pítsur. Í síðustu viku ætluðum við vinkonurnar að gera okkur glaðan dag og fara saman út að borða. Ein- róma var ákveðið að fara á Reykja- vík Pizza Company. Þar sem við vorum fleiri en fimm ákvað ég að hringja og panta borð. Strákurinn sem svaraði flissaði að mér og sagði að það þyrfti ekki að panta borð á miðvikudegi og sérstaklega ekki á meðan annar pítsustaður í borginni væri með sína vinsælu tilboðsviku. Þegar við mættum um hálf sjö var ég fegin að hafa pantað borð, því staðurinn var fullur af erlendum ferðamönnum. Við fengum borð á efri hæðinni á frekar huggulegum stað. Þegar við vorum allar mætt- ar kom afgreiðslustúlkan til okkar og tók pöntun. Við spurðum hvort það væri löng bið þar sem við vor- um á smá hraðferð því við áttum að mæta á annan stað þremur korter- um seinna. Afgreiðslustúlkan sagð- ist geta sett okkur framfyrir röðina og vorum við mjög þakklátar fyr- ir það. Maturinn kom rétt um tut- tugu mínútum síðar og við náðum að njóta matarins í botn. Pítsurn- ar voru rosalega girnilegar og mjög bragðgóðar. Eldbakaðar pítsur klikka seint. Starfsfólkið var mjög indælt og vildi nánast allt fyrir okk- ur gera. Eina sem ég gæti kannski sett út á staðinn var salernisaðstað- an en hún var í minni kantinum en þó hreinleg og því er varla hægt að kvarta yfir því. Staðurinn fær topp einkunn hjá mér og ég býst við því að næst þegar mig langar í góða pít- su mæti ég aftur á Reykjavík Pizza Company. Berglind Bjarnadóttir BeRglind BjaRnadóttiR fór á Reykjavík Pizza Company á Laugarveginum HRaði: HHHHH VeitingaR: HHHHH Viðmót: HHHHH UmHVeRfi: HHHHH VeRð: HHHHH Eldbakaðar pítsur klikka sEint í skyndi Árleg gítarveisla Bjössa Thor fer fram í Háskólabíói í kvöld. Þar koma fram, ásamt Birni, þeir Kazumi Watanabe, Philip Catherine, magnús eiríksson og Þórður Árnason. Björn thoroddsen mundar gítarinn í kvöld Hin árlega gítarveisla Björns fer fram í Háskólabíói í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.