Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 11
fimmtudagur 28. ágúst 2008 11Neytendur Lof&Last n Lofið fær Ks- bílaverkstæðið á sauðárkróki fyrir ómælda þjónustu- lund. ferðalangur sem lenti í rúðubroti kom á verkstæðið með tárin í augunum, en starfsmenn stukku allir af stað til að ryksuga bílinn og hreinsa hann af glerbrotum. Þeir brugðust frábærlega við og sýndu frábæra þjónustulund. n Lastið fá þeir sölumenn sem dirfast að selja niðurskorna ávexti á himinháu verði. Viðskipta- vini N1 í ártúnsbrekkunni blöskaðri þegar hann keypti bakka af niðurskornum ávöxtum sem innihélt 5 melónu- bita, 5 ananssneiðar, 2 appelsínubáta og nokkur vínber. 450 krónur fyrir herlegheitin. Gullinbrú 165,70 181,60 Bensín dísel Skeifunni 164,10 179,90 Bensín dísel Hraunbæ 165,70 181,00 Bensín dísel Hafnarfirði 164,10 179,80 Bensín dísel Barðastöðum 164,10 179,90 Bensín dísel Stekkjarbakka 164,10 179,90 Bensín dísel Skógarseli 164,20 180,10 Bensín díselel d sn ey t i Verðbólgan mælist nú í ágúst 14,5 prósent. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,9 prósent milli mánaða og neysluvörur halda áfram að hækka. Þeir sem eru með hús- næðislán standa frammi fyrir því að þau lækka ekki með hverri afborgun heldur hækka gríðarlega. Húsnæðislán upp á 20 milljónir hækkar um að jafnaði 42 þúsund krónur á viku miðað við verðbólguna Lánið hækkar um sex þúsund á dagSnickers-súkkulaðisnickers er eitt vinsælasta súkkulaði í heimi. mjúk karamella, súkkulaðifrauð og hnetur. gerist ekki betra. Ódýrast er snickers hjá Blá turninum og snæland vídeó samkvæmt verðkönnuninni. Það er hins vegar dýrast hjá aktu taktu. Venjulegt húsnæðislán hækkar um 42 þúsund krónur á einni viku vegna verðbólgunnar, ef marka má út- reikninga á 20 milljón króna láni hjá Íbúðalánasjóði. Verðbólgan, sem er orsök þessara gríðarlegu hækk- ana, stendur nú í 14,5 prósentum og hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 0,9 prósent á einum mánuði. Þar sem innlend húsnæðislán eru langflest verðtryggð hækka lánin um samsvarandi hlutfall og verð- bólgan er hverju sinni. Verð á elds- neyti og matvöru hækkar að auki enn og verða því neytendur fyrir tvöföldum áhrifum. Sex þúsund á viku Venjulegt húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði upp á 20 milljón- ir hækkar um 6.012 krónur á dag miðað við verðbólguna. Það ger- ir 42.089 krónur á viku og rúmar 180 þúsund krónur á mánuði. Þessa gríðarlegu hækkun á lánun- um má rekja til þeirr- ar verðbólgu sem hrjáir landsmenn núna. Verð- bólgu sem stafar fyrst og fremst af falli krón- unnar sem hófst í mars á þessu ári. Allir þeir sem eru með hús- næðislán standa frammi fyrir þeim vanda að lánin eru hærri en þau voru og engu skiptir þótt borg- að sé af þein. 10 milljón króna lán frá Íbúðalánasjóði hækkar nú um 21.044 krónur á viku eða rúmar þrjú þúsund krónur á dag. Lágt meðaltal Íbúðalán eru misjafnlega há. Í upplýsingum frá Seðlabankan- um kemur fram að meðalupphæð húsnæðslána hjá íslensku bönkun- um er 11,6 milljónir króna. Það er miðað við allt landið. Í febrúar 2007 var upphæðin 10,5 milljónir. Með- altalið hefur því hækkað um eina milljón á einu ári. Meðaltalið er fremur lágt og er ástæð- an fyrir því að fólk tekur mörg lítil lán hjá bönkunum. Inni- falið í meðaltalinu eru einnig allar eignir úti á landi og er vert að nefna að húsnæðisverð er mun lægra þar en á höfuðborgarsvæðinu. Skuldir hækka Íslensk heimili skulda nú 963 milljarða króna samkvæmt nýj- ustu tölum Seðlabankans. Hlutfall gengisbundinna lána hefur aukist úr 13 prósentum í 23 prósent og er fall krónunnar þar orsök, auk þess sem sífellt fleiri hafa tekið erlend lán vegna hárra stýrivaxta innan- lands. Þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr húsnæðislánum skulda Íslendingar meira en áður. Verðbólguspá Kaupþings segir að ársverðbólgan sé 14,7 prósent og gerir ráð fyrir að húsnæðislánin muni halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Þeir sem eru með húsnæðislán standa því frammi fyrir því að þurfa að borga miklu meira en þeir gerðu ráð fyrir og eru það mörg þúsund krónur á dag sem þarf að standa strauma af. SnickerS-Súkkulaði Blái turninn 100 Snæland vídeó 100 N1 109 Kúlan 110 Jolli söluturn 110 Aktu taktu 115 Áhyggjur af efnahagnum miðstjórn asÍ hefur lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu efnahagsmála í landinu. miðstjórnin telur nauðsynlegt að seljendur vöru og þjónustu stöðvi hækkanir á gjaldskrám vegna ástands- ins. Verðbólgan hefur ekki mælst svo há í 20 ár og fjárhagsástand á heimilum versnar svo um munar. Þeir segja á vef sínum að forsendur kjarasamninga séu brostnar og krefst stjórnin að vandinn verði tekinn föstum tökum.neytendur@dv.is umsjÓN: ásdÍs Björg jÓhaNNesdÓttir, asdisbjorg@dv.is Neyten ur neytandinn „10 milljón króna lán frá Íbúðalánasjóði hækkar nú um 21.044 krónur á viku.“ Erfitt getur verið að koma sér út úr vítahring sælgætisáts: Hollt SKrifStofuNASl Þega þú ert búinn að sitja í marga klukkutíma fyrir framan tölvuna og þér líður eins og þú sért alveg að sofna langar þig oftar en ekki í súkk- ulaðistykki eða gosdrykk. Margir eru komir í sælgætisvítahring og láta eftir sér að þamba kaffi, fá sér gosdrykk og súkkulaðistykki á dag. Þegar allt kem- ur til alls er þetta ekki val sem veld- ur vellíðan heldur þvert á móti. Blóð- sykurinn hækkar á örskotsstundu og hrynur svo niður aftur. Eftir situr maður örþreyttur. Af hverju ekki að koma sér út úr vítahringnum og velja betri kost? Það tekur nokkrar mínútur á dag að und- irbúa nasl í poka eða plastbox áður en maður fer að heiman og það marg- borgar sig. Sniðugt er að kaupa hnet- ur og þurrkaða ávexti og búa til sína eigin blöndu í poka. Hafrakoddar sem venjuega eru notaðir sem morg- unkorn eru sniðugir. Ef mann lang- ar mjög mikið í súkku- laði er hægt að kaupa stangir úr heilsuhill- um eða próst- ínsúkkulaði. Svo má ekki gleyma ávöxt- unum en það er bráðsniðugt að skera til dæmis niður ananas, setja í plastbox og taka með. Starfsfólk getur líka tekið sig saman og komið með nokkra ávexti sem síðan eru settir í skál á skrifstof- unni. Þegar mann langar í eitthvað teygir maður sig bara í ávaxtaskál- ina í stað þess að fara niður í mötuneyti og kaupa sér óhollustu. Um að gera koma sér úr vitleysunni og yfir í hollust- una. Veturinn er að koma og þá langar öllum að líða vel. asdisbjorg@dv.is ÁSDÍS BjÖrg jÓhanneSDÓTTIr blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is nasl einn mikilvægasti hluti heilbrigðs lífernis er að velja vel það sem borðað er á milli mála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.