Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 10
fimmtudagur 28. ágúst 200810 Fréttir Mambó | Tjútt | Freestyle Break | Salsa | Brúðarvals | Jazz | Hiphop Barnadansar | Samkvæmisdansar Sérnámskeið fyrir hópa Börn - Unglingar - Fullorðnir Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 GAF SIG FRAM VIÐ LÖGREGLU Séra Gunnar Björnsson gaf sig fram við lögregluna á Selfossi í byrjun síðustu viku eftir að lögreglan hafði reynt að ná sambandi við hann í tæpar tvær vikur. Í byrjun mánað- arins var lögð fram fimmta kæran á hendur séra Gunnari vegna kyn- ferðisbrota og hóf lögreglan þá leit að honum til að boða hann í yfir- heyrslu. DV greindi frá leit lögreglunnar og frétti séra Gunnar af því að nær- veru hans væri óskað. Hann hafði þá verið á ferðalagi í Skotlandi og ekki búist við að þurfa á ný að svara til saka. Þorgrímur Óli Sigurðsson, full- trúi hjá lögreglunni á Selfossi, segir séra Gunnar hafa verið yfirheyrðan daginn eftir að hann gaf sig fram. Segist saklaus Sigurður Þ. Jónsson, verjandi séra Gunnars, segir umbjóðanda sinn enn á ný hafa lýst yfir sakleysi sínu. „Þetta mál er ekkert frábrugðið hin- um,“ segir hann en séra Gunnar hef- ur staðfastlega neitað sök vegna fyrri kæranna fjögurra og talið að um mis- skilning sé að ræða. „Ég verð var við stuðning við hann. En það er bara það sem maður skynjar í umræð- unni,“ segir Sigurður. DV flutti nýlega fregnir af því að séra Gunnar hafi sinnt ýmsum prest- verkum í óþökk biskups, svo sem skírt og jarðað að beiðni fyrrum sóknar- barna, en hann er nú í leyfi vegna lög- reglurannsóknarinnar. Sigurður seg- ist ekki geta svarað fyrir hvort hann ætli að halda áfram að sinna slíkum verkum en tekur þó fram: „Ég held að það hafi ekkert breyst.“ Aftur til ríkissaksóknara Ríkissaksóknari tók við málinu í annað sinn á föstudag. Daði Krist- jánsson saksóknari segir að emb- ættið miði við að ljúka málsmeð- ferðum innan þrjátíu daga. Hann bendir þó á að sérlega mörg mál séu nú á borði ríkissaksóknara, meðal annars vegna sumarleyfa. Daði segist aðspurður ekkert geta tjáð sig um líkur á því að ákær- ur verði gefnar út á hendur séra Gunnari en ríkissaksóknari tek- ur ákvörðun um hvort málið verð- ur látið niður falla eða því vísað til dómstóla. Lagði kæruna fram síðar Allar kærurnar fimm eru lagðar fram af stúlkum sem voru sóknarbörn séra Gunnars Björnssonar. Málinu var fyrst vísað til ríkis- saksóknara í júní en hann óskaði eftir frekari gögnum lögreglu sem ekki er óalgengt. Þá lá fyrir að ein stúlka hafði greint frá meintum kynferðisbrotum gegn sér en ekki lagt fram kæru. Hún lagði síðar fram fimmtu kæruna. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki tal af séra Gunnari þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. ErLA HLynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Mál séra Gunnars Björnssonar er komið til ríkissaksóknara á ný. Lögreglan hafði leitað hans í tvær vikur þegar hann gaf sig fram en séra Gunnar hafði verið á ferðalagi um Skotland. Hann var yfirheyrður í síðustu viku vegna fimmtu kærunn- ar sem lögð var fram á hendur honum vegna meintra kyn- ferðisbrota. Hann neitar staðfastlega sök. niðurstöður eftir mánuð tæpar fjórar vikur eru þar til vænta má niðurstöðu ríkissaksóknara um hvort lagðar verða fram ákærur á hendur séra gunnari. Hann neitar enn sök. mynd / ásgeir m. einarsson Miðvikudagur 6. ágúst 20084 Fréttir InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is „Þarna er um að ræða aðila sem lögreglan hafði áður verið í sam- bandi við vegna málsins og ákvað í síðustu viku að leggja fram kæru,“ segir Elís Kjartansson, lögreglu- fulltrúi á Selfossi. Eftir að ung kona lagði í liðinni viku fram kæru á hendur séra Gunnari Björnssyni, presti á Selfossi, vegna kynferðis- brota hafa lögreglunni alls borist fimm kærur í málinu. Áreitni ekki útlokuð Stúlkan sem lagði fram síð- ustu kæruna er sóknarbarn séra Gunnars líkt og hin- ar stúlkurnar fjór- ar. Hún var orðin lögráða þegar meint brot áttu sér stað. Lögregl- an á Sel- fossi hefur áður greint frá því að hún rann- saki brot- in sem blygðun- arsem- isbrot. Elís vill þó ekki útiloka að ríkissaksóknari líti á brotin sem kynferðislega áreitni, en lögum samkvæmt eru slík brot alvarlegri. Þó lögregla sjái um rannsókn málsins er það í höndum ríkis- saksóknara að heim- færa það sem gerst hefur undir hegningar- lagaákvæði. Þannig tek- ur ríkis- saksóknari endanlega ákvörðun um hvort gefnar verða út ákærur eða ekki og þá fyrir hvers konar brot ákært er. Vísað aftur til ríkissaksóknara Málinu var vísað til ríkissak- sóknara í síðasta mánuði en hann óskaði eftir frekari gögnum frá lög- reglunni á Selfossi áður en ákvörð- un yrði tekin um framhaldið. Elís býst við að málið verði aftur sent til ríkissaksóknara í dag eða á morg- un. Þrjár stúlknanna sem um ræð- ir eru undir átján ára aldri og fóru þær í skýrslutöku hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Að öllu eðlilegu hefðu þær verið yfirheyrðar hjá Barna- húsi en þar sem starfsmaður húss- ins sat einnig í fagráði Þjóðkirkj- unnar þótti það óheppilegt. Hinar stúlkurnar tvær voru yfirheyrðar hjá lögreglunni. Víðförull prestur DV hefur áður rætt við Sigurð Þ. Jónsson, lögmann séra Gunn- ars, sem segir umbjóðanda sinn alsaklausan. Gunnar hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Sigurður tekur því undir orð séra Gunnars í viðtali í DV. Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttar- gæslumaður einnar af stúlkunum sem kært hafa séra Gunnar, hefur hins vegar í samtali við blaðið sagt að hann hafi brotið alvarlega gegn stúlkunum og sannarlega ekki um blygðunarsemisbrot að ræða. Gunnar Björnsson hef- ur verið sóknarprestur í Selfosskirkju frá septem- bermánuði 2001. Eftir að kærurnar komu fram fór hann í hálfs árs leyfi. Áður hefur hann verið sóknar- prestur í Bolungarvík, í Ön- undarfirði og víðar á Vest- fjörðum. Við vinnslu fréttarinn- ar náðist ekki tal af séra Gunnari. Gunnari Björnssyni KÆRUM FJÖLGAR Á SÉRA GUNNAR Stúlkan sem lagði fram síðustu kæruna er fyrrverandi sóknarbarn séra Gunnars líkt og hinar stúlkurnar fjórar. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Mánudagur 5. Maí 2008 dagblaðið vísir 80. tbl. – 98. á rg. – verð kr. 295 besta rannsóknar blaðamennska árs ins bundin með hundaól Ill meðferð Jósefs frItz l á eIgIn fJölskyldu í kJa llaranum í austurríkI t ekur á sIg sífellt skuggalegr I mynd. dóttIr hans, elís abet, er taugahrúga og fJöl- skyldan gJaldþrota. yfI rvöld reyna að koma tIl hJálpar. talIð er að níð Ingur- Inn berI vIð geðveIkI. ástfanG Páll Óskar Hjálmtýsson s ÓPaði til sín verð- launum á Hlustendaverð launum Fm 957. Hann segir Farsælast að taka H æðum og lægðum með jaFnlyndi. ,,Faðmaði og smellti kossi“ segir málið misskilni ng séra gunnar kærður Fyrir kynFerðislega áreitni: trúir eiginmanninum dv-mynd Ásgeir 5. maí 2008 rannsókn að ljúka Lögreglan býst við að máli séra gunnars Björnssonar verði vísað til ríkissaksóknara í dag. sóknarbörnin kæra Fimm sóknarbörn séra gunnars hafa kært hann fyrir kynferðisbrot. Þrjár stúlknanna voru ekki orðnar sjálfráða þegar meint brot voru framin. „Það kemur alltaf fyrir einstaka sinnum að börn komast ekki strax inn á leikskólann,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Í fund- argerð bæjarráðs á dögunum kem- ur fram að sveitarfélagið leggur fram umsókn um leikskóladvöl barns fyrir utan lögheimili þess, eða í Reykjavík. Barn sem fluttist nýverið til Hvera- gerðis með foreldrum sínum fær ekki pláss á leikskólanum þar í bæ. „Við höfum nóg húsnæði fyrir öll börnin og meira til en okkur vantar starfs- fólk. Þetta tiltekna barn kemst inn eft- ir nokkrar vikur, þetta er bara tíma- bundið ástand,“ segir hún og bætir við að sveitarfélagið borgi einungis fyrir leikskólapláss í öðru sveitarfélagi ef leikskólinn í Hveragerði hefur ekki tök á að taka við fleiri börnum. Ég veit ekki annað en að það ríki sátt um málið í bæjarstjórn,“ segir Ró- bert Hlöðversson, einn af fulltrúum A-listans í bæjarstjórn Hveragerðis- bæjar. „Ég get svo sem ekki ímynd- að mér að foreldrarnir séu ósáttir við þetta fyrst þeir starfa í Reykjavík. Ég hef allavega ekki heyrt annað,“ seg- ir hann og bætir við að fjöldi manns sækist eftir að búa í kyrrðinni í bæn- um þó þeir vinni í höfuðborginni. liljag@dv.is Barnið sent burt Fær ekki pláss vegna manneklu sækir leikskóla utan eigin sveitafélags. Ungir drengir voru hætt komnir í sjónum út af Langa- sandi á Akranesi þegar þeir hættu sér of langt út á sjó á gúmmítuðru. Piltarnir lentu út- byrðis en tókst að koma sér heilu og höldnu aftur í land. Langisandur er vinsæll dval- arstaður barna og ungmenna á sólardögum og er fólk beðið um að vera í björgunarvestum ef far- ið er út á sjó á báti. Hætt komnir á gúmmítuðru Á Hraunið fyrir skróp Mikael Már Pálsson sem af- plánar dóm fyrir fíkniefnainn- flutning var á fimmtudag fluttur af fangaheimilinu Vernd og í fangelsið að Litla-Hrauni eftir að hann hætti að mæta í vinnu, sem er eitt skilyrða fyrir vistun á Vernd. Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir afar sjaldgæft að menn séu fluttir af Vernd af þessari ástæðu enda sinni fangar sem þar eru vistaðir almennt vinnunni vel. Mikael Már er 28 ára og var árið 2006 dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að flytja inn rúm- lega 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam, í félagi við tvo aðra menn. Keyrði yfir tjald Vestfirskir lögreglumenn höfðu afskipti af manni sem var ölvaður á húsbíl. Bílstjórinn var á ferð inni á tjaldsvæði á Þing- eyri og keyrði yfir hluta tjalds þar sem erlendur ferðamað- ur var. Ferðamaðurinn náði að velta sér undan er hann sá bíl- ljósin nálgast tjaldið. Ferðamað- urinn meiddist ekki. Annar ökumaður sem grun- aður er um ölvun við akstur var síðar stöðvaður á Barðaströnd. Landsmót 2010 á Hólmavík Unglingalandsmótinu vex ásmegin með hverju árinu sem líður. Að þessu sinni voru gestir mótsins í Þorlákshöfn um 10 þúsund talsins og hafa aldrei verið fleiri. Um helgina var til- kynnt að unglingalandsmótið verði haldið á Hólmavík árið 2010 og á síðunni www.strandir. is má sjá að von er á mikilli upp- byggingu á íþróttaaðstöðu bæj- arins. Á næsta ári verður mótið hins vegar haldið í Grundarfirði á Snæfellsnesi, um verslunar- mannahelgina eins hefð hefur skapast fyrir. Nafn ljósmyndara Með grein um fordóma í garð samkynhneigðra sem birtist í síðasta helgarblaði DV birtist mynd af Þorvaldi Kristinssyni, forseta Hinseg- in daga í ár. Þar láðist að geta nafns ljósmyndara en Bára Kristinsdóttir tók myndina. 6. ágúst 2008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.