Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Qupperneq 17
„Við erum ekki með nein áform um
að byggja stúku við Hásteinsvöll, en
höfum lýst undrun okkar á því að KSÍ
vilji koma í veg fyrir að lítið bæjarfé-
lag taki þátt í keppni á meðal þeirra
bestu,“ segir Elliði Vignisson, bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum, eftir að
KSÍ gerði Eyjamönnum ljóst að, að
öllu óbreyttu, fengi félagið ekki að
leika heimaleiki sína á Hásteinsvelli
á næstu leiktíð, ef félagið kemst upp
í efstu deild karla á ný. ÍBV er sem
stendur efst í 1. deild karla í knatt-
spyrnu með 8 stiga forskot á Stjörn-
una sem er í þriðja sæti og ef félag-
ið kemst upp í efstu deild þarf það
að uppfylla viss skilyrði leyfiskerfis-
ins svokallaða til þess að fá að leika
þar. Eitt af þeim skilyrðum er að fé-
lagið hafi yfirbyggða stúku sem skýl-
ir í það minnsta helmingi áhorfenda.
Nú þegar er stúka við Hásteinsvöll í
Vestmannaeyjum en hún er ekki yf-
irbyggð.
Kaldar kveðjur frá KSÍ
Í Vestmannaeyjum búa 4000
manns og Elliði segir mikla upp-
byggingu vera í gangi í félaginu. „Við
höfum lagt höfuðáherslu á að byggja
upp íþróttaaðstöðu fyrir íþrótta-
fólkið sjálft, aðalvöll, innanhússsali,
lyftingaaðstöðu og erum að fara í
að byggja knattspyrnuhús fyrir 300
milljónir. Því þykir okkur það horfa
hálfundarlega við, þegar við höf-
um unnið okkur sess á meðal þeirra
bestu, að KSÍ vilji setja okkur fótinn
fyrir dyrnar vegna þess að áhorfend-
ur sitja ekki í yfirbyggðri stúku.“
Þórir Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, segir að
lengi hafi legið fyrir að fé-
lög í efstu deild hafi þurft
að uppfylla skilyrði leyf-
iskerfis sem þau sam-
þykktu árið 2003. „Við
erum aðilar að leyfis-
kröfum UEFA og að-
ildarfélögin á landinu
samþykktu á sínum
tíma að gangast und-
ir þessar kröfur sem
veita liðum meðal
annars rétt til þess
að leika heima-
leiki sína í Evr-
ópukeppni,“ seg-
ir Þórir.
Elliði telur
aðlögunartíma
þörf. „Vissulega
hefur þetta leyfis-
kerfi legið fyrir um
hríð. En við féllum
hins vegar niður í 1.
deild og erum búnir
að spila þar í tvö ár og
erum að vinna okk-
ur upp núna. Okk-
ur finnst undarlegt
ef við fáum ekki
aðlögunartíma á
ný. Því allir sem
fylgjast með knatt-
spyrnu hér á landi vita
að það er eitt að vinna sér sæti í efstu
deild en annað að halda sæti sínu
þar. Því finnst okkur þetta svolítið
kaldar kveðjur,“ segir Elliði.
Hef trú á því að við náum að
leysa málið
Þórir Hákonarson hefur trú á því
að hægt sé að leysa málið í sátt, en
að óbreyttu fái ÍBV ekki að leika í Eyj-
um á næstu leiktíð. „Ég hef fulla trú
á því að við náum að
leysa þetta mál
í samráði við
bæjaryfirvöld
í Vestmanna-
eyjum og
knatt-
spyrnufé-
lagið ÍBV.
Ég er ekki til-
búinn að segja
að það sé úti-
lokað
að félagið leiki á heimavelli sínum á
næstu leiktíð. Að öllu óbreyttu get ég
hins vegar ekki séð að félagið fái að
leika í efstu deild á komandi leik-
tíð, nema þá að fyrir liggi áætl-
anir um hvernig uppbygg-
ing eigi að fara fram,“ segir
Þórir.
Elliði Vignisson segir
kröfu um stúku á þessum
tímapunkti vera þungan
bagga á bæjarfélaginu, þar
sem önnur verkefni tengd
íþróttum séu í forgangi. „Við
skulum halda því til haga að ef
við teljum bæði deild og bikar,
þá eru 12 heimaleikir á ári hjá
úrvalsdeildarliði. Með ein-
földum hugarreikn-
ingi geta
all-
ir séð að þetta mannvirki sem ver-
ið er að fara fram á skiptir máli í 24
klukkustundir á ári. Dettur einhverj-
um í hug að hagsmunir lítils sveitar-
félags sem hugsar stórt liggi í því að
byggja frekar yfir áhorfendur en ið-
kendur?“ spyr hann.
Óttast að minni bæjarfélög
hætti íþróttaiðkun
Elliði telur að minni bæjarfélög
geti ekki keppt við þau stærri þegar
kemur að íþróttaiðkun ef fram held-
ur sem horfir. „Sjálfur sé ég ekki að
krafa um stúkur í kringum keppn-
isvelli í knattspyrnu hjálpi okkur í
minni sveitarfélögunum til að eign-
ast betra íþróttafólk, heldur þvert á
móti er þessi krafa að trufla okkur í
uppbyggingu á mannvirkjum sem
skipta íþróttafólkið sjálft máli.
Ég óttast að sá tími komi að sér-
samböndin komi í veg fyrir að við í
minni sveitarfélögunum getum elst
við kröfurnar og þá er ef til vill sjálf-
hætt í íþróttinni. Ég hins vegar neita
að trúa því að KSÍ ætli sér að stilla
Eyjamönnum upp hvað þetta varðar
og teldi ég það kaldar kveðjur til bæj-
arfélags sem staðið hefur jafn dyggi-
lega við bakið á knattspyrnunni og
þá sérstaklega á þeim tíma sem til
stendur að verja hundruðum millj-
óna í aðstöðu til knatt-
spyrnuiðkunar. Vilji
okkar og ætlun er
alveg skýr. Við
erum íþrótta-
bær og ÍBV er
flaggskip okkar.
Með það í huga
viljum við sam-
vinnu við KSÍ
eins og önn-
ur sérsambönd
um uppbygg-
ingu íþróttalífs-
ins,“ segir Elliði.
fimmtudagur 28. ágúst 2008 17Sport
Sport SKotar velja HÓpinn george Burley þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu er búinn að velja landsliðshópinn sem mætir Íslendingum í undankeppni Hm 2010 þann 10. september næstkomandi. Í leikmannahópi skota ber helst að nefna darren fletcher leikmann manchester united og James mcfadden leikmann Birm-ingham og fyrrverandi leikmann Everton. Íslendingar leika einnig við Norð-menn á næstunni.
KSÍ gaf út yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem Eyjamönnum var tjáð að ef félagið ynni sér
sæti í efstu deild fengi það ekki að leika á Hásteinsvelli á næsta ári sökum þess að það
uppfyllir ekki allar kröfur leyfiskerfisins svokallaða. Leyfiskerfið tekur meðal annars
til þess að félög þurfa að hafa helming stúku yfirbyggðan. Því er ekki að fagna í Vest-
mannaeyjum en Eyjamenn eru ósáttir við kröfur KSÍ og segja aðlögunartíma stuttan.
„Hefur legið fyrir frá árinu 2003,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ.
UrgUr í EyjamönnUm Margrét Kara ekki með Keflavík
Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik
verður án landsliðskonunar
margrétar Köru sturludóttur í úrvals-
deildinni á næstu leiktíð. margrét
Kara ætlar að nema í Elon-
háskólanum sem er í Norður-
Karólínufylki í Bandaríkjunum.
Þjálfari Keflavíkur, Jón Halldór
Eðvaldsson, segir liðið koma til með
að sakna hennar en maður komi í
manns stað. „Þetta er alls ekkert
reiðarslag fyrir okkur en við hefðum
samt klárlega viljað hafa hana, enda
er hún frábær leikmaður,“ sagði Jón
Halldór í spjalli við dV.
vidar@dv.is
Milner á sölulista
Kantmaðurinn James milner hefur
beðið forráðamenn Newcastle um að
verða settur á sölulista félagsins en
þessi 22 ára gamli leikmaður vill
breyta um umhverfi. „félagið er mjög
vonsvikið yfir að James sjái framtíð
sína ekki á st. James Park. Hann er
mikilvægur leikmaður og það er
einungis eitt ár síðan hann skrifaði
undir langtímasamning,“ segir í
yfirlýsingu á heimasíðu Newcastle.
Þar kemur einnig fram að ekkert
nægilega hátt tilboð hafi borist í
kappann en milner hefur að mestu
verið fastamaður í byrjunarliðinu
síðan Kevin Keegan kom til félagsins.
robinho fer
til Chelsea
fastlega er búist við því að brasilíski
kantmaðurinn robinho fari til
Chelsea frá real madrid innan fárra
daga. málið hefur staðið um nokkra
hríð en forráðamenn real madrid
harðneituðu framan af sumri að
robinho væri til sölu, en kantmaður-
inn snaggaralegi vildi fara frá
félaginu þar sem hann taldi sig ekki
fá nægjanlega mörg tækifæri með
liðinu á síðustu leiktíð. robinho
þekkir vel til scolari, framkvæmda-
stjóra Chelsea, enda eru kapparnir
samlandar en robinho hefur
margsinnis lýst yfir áhuga á því að
vinna með honum.
viðar GuðjÓnSSon
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
„Að öllu óbreyttu get
ég hins vegar ekki séð
að félagið fái að leika í
efstu deild á komandi
leiktíð.“
uppbygging
Yfirbyggð stúka í
Vestmannaeyjum kostar
60-70 milljónir króna.
elliði vignisson Bæjarstjórinn
í Vestmannaeyjum telur kröfur
KsÍ á hendur ÍBV óraunhæfar og
biður um aðlögunartíma.
Þórir Hákonarson fram-
kvæmdastjóri KsÍ segir að að öllu
óbreyttu muni ÍBV ekki leika á
heimavelli á næsta ári.