Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 22
fimmtudagur 28. ágúst 200822 Fólkið
Jón Gnarr og Pétur Jóhann
Sigfússon voru við veiðar í gær
við Kiðafellsá. Á myndinni með
Jóni Gnarr er Gunnar Bender frá
Akranesi. Eins og kemur fram á
kjos.is sagði Gunnar að mikið af
fiski væri í ánni. Einnig segir þar
að þeir félagar hafi landað nokkr-
um fiskum, bæði laxi og einum
vænum sjóbirtingi. Hingað til hafa
Jón Gnarr og Pétur Jóhann ver-
ið þekktir fyrir margt annað en
fiskveiðar en miðað við árang-
ur þeirra í ánni fer það eflaust að
breytast.
Gestir veitingarstaðarins Flór-
unnar í Grasagarðinum í Laugar-
dalnum fengu óvæntan glaðning í
gærkvöldi þegar söngkonan Björk
leit við með fylgdarliði sínu.
Björk sem hafði nýlokið tónleik-
um ásamt hljómsveitinni Wonder-
brass og Jónasi Sen í Langholtskirkju
gæddi sér á góðum veitingum í góð-
um hópi fólks sem hafi komið fram
með henni á tónleikunum. Mikil
stemming var í hópnum og tók kór-
inn meðal annars lagið, sem gladdi
óneitanlega gesti Flórunnar.
Björk
gleður
gesti
Byrjuðu á
Botninum
Kvikmyndahjónin Halldór Þorgeirsson og Guðný Hall-
dórsdóttir eru nýir kennarar við Kvikmyndaskóla Ís-
lands.
Á laugardaginn fer fram heldur
óvenjulegur en einkar líflegur úti-
markaður Varmársamtakanna í
Álafosskvosinni, en markaðurinn
er hluti af bæjarhátíðinni Í túninu
heima.
Meðal þeirra sem leggja sam-
tökunum lið er Jón Baldvin Hanni-
balsson fyrrverandi ráðherra en
hann hefur þann merka titil að
vera yfir-rósameistari Varmár-
samtakanna.
„Hið alþjóðlega tákn jafnað-
armanna í heiminum er rósin og
hnefinn. Rósin táknar mildi og
mannúð en hnefinn segir hingað
og ekki lengra gegn ranglætinu,“
segir Jón Baldvin aðspurður um
skýringuna á því að hann gegni
þessu blómlega embætti.
„Einhvern tímann háði ég nú
kosningabaráttu og þá var á öllum
mínum fundum sungið lagið Átján
rauðar rósir. Ég komst nú aldrei
almennilega uppá lag með það
að syngja lagið sjálfur en það var
alltaf sungið fyrir mig. Enn í dag
er staður í Kópavoginum sem ber
þetta fína nafn, Átján rauðar rósir.
Með öðrum orðum sagt þá er eðli-
legt að gamli kratinn sé yfir-rósa-
meistari Varmársamtakanna.“
Auk rósasölu Jóns Baldvins,
leikrits frá Ásgarði, flóamark-
aðs og kaffiveitinga mun Elísabet
Brekkan stýra uppboði á prins-
essukjólum. Aðspurður um það
hvort hann ætli ekki að bjóða í einn
slíkan fyrir betri helming sinn,
Bryndísi Schram sem
verður fjarri góðu
gamni í spænsku-
námi í Andalúsíu
svarar Jón: „Nei hún
Bryndís þarf nefni-
lega bara drottning-
arkjóla.“
Nánari upplýsingar
um hátíðina má finna á
heimasíðu samtakanna:
varmarsamtokin.blog.is.
krista@dv.is
gamli kratinn er rósameistarinn
Jón Baldvin Hannibalsson er titlaður yfir-rósameistari Varmársamtakanna:
„Þetta er mjög spennandi verkefni og ólíkt því
sem við höfum verið að gera,“ segir Halldór Þor-
geirsson kvikmyndaframleiðandi um nýtt verk-
efni sem hann og eiginkona hans Guðný Hall-
dórsdóttir takast nú á við.
„Við fengum tölvupóst þess efnis að það vant-
aði kennara við Kvikmyndaskóla Íslands sem er
skemmtilegt því við hjónin höfðum einmitt verið
að ræða það að við værum tilbúin að prufa eitt-
hvað nýtt. Og slógum við því til.“
Aðspurður hverju þessi reyndu og hæfileika-
ríku hjón ætli sér að miðla til nemenda Kvik-
myndaskólans segir Halldór að hann muni
kenna heimildamyndagerð og jafnvel koma inn
á kvikmyndaframleiðslu á meðan Guðný mun
kenna handritsgerð, leikstjórn og sjónvarpsgrín.
Halldór og Guðný hafa bæði starfað við kvik-
myndir frá unga aldri. „Þegar ég var nítján ára
gamall heyrði ég af því að það ætti að gera kvik-
myndina Snorri Sturluson og gerði ég allt sem í
mínu valdi stóð til að fá vinnu við kvikmyndina.
Ég suðaði og suðaði og notaði allar þær mögu-
legu klíkur sem ég gat til að komast að, sem og
ég gerði á endanum. Ég bara varð að vinna við
þessa mynd. Á þessum tíma var kvikmyndagerð
ekki kennd og því þurfti maður að byrja á botnin-
um og vinna
sig upp.“
Guð-
ný
gerði slíkt hið sama og vann við sína fyrstu kvik-
mynd árið 1974 sem aðstoðarsaumakona. Sex
árum síðar hélt svo hún utan í kvikmyndanám
og var á meðal fyrstu kvenna hér á land til að
læra fagið.
Halldór og Guðný unnu um árabil hjá Ríkis-
sjónvarpinu og vill Halldór meina að sú reynsla
hafi gefið þeim mikið. „Hjá Sjónvarpinu lærðum
við allar undirstöður fagsins, stofnunin var rekin
fagmannlega og það voru miklar kröfur gerðar til
starfsmanna. Við vorum bæði mest skóluð þar,“
segir Halldór.
Blaðamaður spyr Halldór hvort hann telji
unga fólkið í dag vera tilbúið að leggja sambæri-
lega vinnu á sig og þau þegar þau voru að byrja í
kvikmyndunum.
„Í öllum myndunum sem við höfum gert
hef ég ekki orðið var við neitt annað en að fólk
sé tilbúið að vinna vinnuna sína. Stundum fær
fólk svolítið sjokk enda um gríðarlega vinnu
að ræða. Kvikmyndaheimurinn er ekki eins
mikill glamúr og margir halda.“
Halldór og Guðný er með fleiri verkefni á
döfinni enda ekki þekkt fyrir annað en að hafa
mikið fyrir stafni. „Við erum ævinlega með
eitthvað á prjónunum, við erum til að mynda
með kvikmyndina Storm eftir samnefndri
bók tilbúna í töku. Peningakreppan
hefur hins vegar snert allar greinar
og því tökum við því rólega. Maður
er búinn að læra af reynslunni að
hoppa ekki út í eldhafið.“ Að lokum
forvitnast blaðamaður um hvern-
ig náið samstarf þeirra hjóna
sem nú brátt munu leggja
mark sitt á ungt og
efnilegt kvikmyndafólk hafi gengið í gegnum
árin.
„Við erum ekki á leið til Borgardómara og það
eru engin glóðaraugu. Segir það ekki allt sem
segja þarf?“ segir Halldór léttur í lundu að lok-
um.
Spennandi verkefni guðný Halldórsdóttir og
eiginmaður hennar Halldór Þorgeirsson munu kenna
kvikmyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands í vetur.
Að störfum guðný og Halldór
hafa gerð ófáar kvikmyndir.
Við veiðar
Jón Baldvin
Hannibalsson
selur rósir á
laugardaginn
„Einhvern tímann
háði ég nú
kosningabaráttu og
þá var á öllum
mínum fundum
sungið lagið átján
rauðar rósir.“
Halldór Þorgeirsson og guðný Halldórsdóttir: