Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 6
fimmtudagur 28. ágúst 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Þeir sem greiða af náms- lánum hafa fengið greiðsluseðla að undanförnu. Þegar verðbólgan er mikil eins og núna hækka þess- ar greiðslur í samræmi við hana,“ segir Steingrímur Ari Arason fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Greiðslubyrði náms- lána er 3,75 prósent af launum undangengins árs. Þegar verðbólga er fjórtán prósent eins og í dag þá reiknar sjóðurinn með að fólk hafi hærri tekjur sem nemur því. Á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 9,2 prósent svo þessi aukning kemur illa við marga því kaupmáttur launa hefur rýrnað á þessum tíma. „Fólk er margt að átta sig á þessu núna. Námslánin hafa alltaf verið verðtryggð sem þýð- ir auka greiðslubyrði í efnahags- ástandi eins og er í dag en byrðin minnkar að sama skapi í góðæri,“ segir hann. Lánasjóðurinn breytti regl- um um greiðslubyrði árið 1985 og lækkuðu það hlutfall af tekjum sem lánshafinn greiðir. Fyrir 1985 var greiðslubyrðin 4,75 prósent af launum en minnkaði í 3,75 prósent eftir það. Lánasjóðurinn getur boð- ið upp námslán með lágum vöxt- um einmitt vegna þessarar tekju- tengingar. „Þetta eru langtímalán og því er mjög eðlilegt að þau séu verðtryggð,“ segir hann. Steingrím- ur býst ekki við að fleiri verði í erf- iðleikum með að greiða lánin nú en áður. „Fólk á að vita hvað bíð- ur þess. Tekjutengingin á ekki að koma á óvart,“ segir hann. liljag@dv.is Verðbólga kemur illa við greiðendur námslána: Borga mun meira en áður Framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna steingrímur segir eðlilegt að námslánin séu verðtryggð þar sem þau eru langtímalán. Mynd RóbeRt Reynisson Kókaínfundur í borginni Tæplega tvö hundruð grömm af fíkniefnum fundust við húsleit á höfuðborgarsvæðinu á mánu- dagskvöld. Aðallega er um kóka- ín að ræða en einnig nokkurt amfetamín. Maður á fimmtugs- aldri var færður á lögreglustöð vegna málsins. Lögreglan minnir á fíkni- efnasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í barátt- unni við fíkniefnavandann. Hundrað of hratt Brot 61 ökumanns var mynd- að við Arnarbakka í Breiðholti í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Arnarbakka í vest- urátt, að Dvergabakka. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 123 ökutæki þessa akstursleið og því ók helmingur ökumanna of hratt. Meðalhraði hinna brot- legu var tæplega 48 km/klst en hámarkshraðinn er 30 km/klst. Tuttugu óku á 50 kílómetra hraða eða meira en sá sem hrað- ast ók mældist á 70 kílómetra hraða að því er lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu segir. Ragna erlendsdóttir hefur fengið mikil viðbrögð eftir að fjallað var um að hún gæti ekki greitt fyrir lífsnauðsynlega læknismeðferð dóttur sinnar í DV í gær. Heilbrigðis- ráðuneytið hefur þegar sett sig í samband við hana. Undirskriftasöfnun á netinu er haf- in til að þrýsta á að læknismeðferð hinnar tveggja ára gömlu ellu dísar verði borguð. KERFIÐ BREGST VIÐ VANDA ELLU DÍSAR „Við fengum engin smá viðbrögð strax og greinin kom út og ég er rosalega þakklát og bjartsýn á framhaldið. Við fengum hringingu í gærmorgun frá konu sem starfar hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Hún benti mér á að að ég þyrfti að senda formlega umsókn inn til Tryggingastofnunar. Það er búið að gera það núna,“ segir Ragna Erlends- dóttir. DV greindi frá því í gær að Ragna væri nú stödd í New Jersey í Bandaríkj- unum með Ellu Dís Laurens, tveggja ára dóttur sinni, sem undirgengst nú læknismeðferð við lífshættulegum veikindum sínum. Læknismeðferð- in kostar tíu milljónir króna og Ragna segir Tryggingastofnun ekki hafa vilj- að greiða fyrir meðferðina. „Okkur hefur nú verið sagt að heil- brigðisráðuneytið ætlaði að reyna að flýta ákvörðun sinni um hvort þetta yrði greitt. Ef því verður neitað, þá för- um við bara lengra með málið.“ Ragna leyfir sér þó að vera mjög bjartsýn um framvindu málsins. Hún greindi frá því á bloggsíðu sinni í gær að Tryggingastofnun myndi greiða kostnaðinn. Undirskriftarsöfnun Sett hefur verið af stað undir- skriftasöfnun á netinu til að hvetja Tryggingastofnun til þess að greiða lækniskostnað Ellu Dísar. Í gærkvöldi höfðu um sex hundruð manns skrifað undir. „Mér finnst æðislegt að fá svona stuðning, mér hlýnaði svo um hjarta- rætur að vita að það er svo mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa okkur. Ég á ekki til orð.“ Líðan Ellu Dísar er töluvert betri en hún var áður en mæðgurnar fóru til Bandaríkjanna, þvert á ráð ís- lenskra lækna, sem hvöttu hana til þess að fara ekki út. „Þetta lítur algjör- lega miklu betur út en það gerði og ég vil ekki stoppa þar til þetta er búið. Ég neita að gefast upp við að reyna að hjálpa barninu mínu. Ég sé það í aug- unum á henni hvað það er mikið líf í henni. Jafnvel þó líkaminn sé veikur, þá er hún svo ótrúlega létt í lund. Ég fann það í sjálfri mér að ég varð að fara út.“ Hún gerir þó ekki ráð fyrir því að Ella Dís verði útskrifuð á föstudaginn, eins og til stóð. Læknarnir vilji halda henni stöðugri í að minnsta kosti einn sólarhring. Guðlaugur fylgist með Sem fyrr segir hefur heilbrigðis- ráðuneytið mál Ellu Dísar til með- ferðar og hefur fulltrúi þess þegar haft samband við Rögnu. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra seg- ist í samtali við DV þekkja mál mæð- gnanna. „Ég hef fylgst með máli þess- arar ungu stúlku og við skulum vona að það fái farsælan endi og aðalatrið- ið er að hún fái bót sinna meina,“ seg- ir hann. tR getur brugðist hratt við Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði í samtali við DV um miðjan dag í gær að engin formleg umsókn um aðild Trygginga- stofnunar að Bandaríkjaferð þeirra mæðgna hefði borist. „Við höfum hins vegar verið í samskiptum við aðstand- endur þessa mál og hugsanlega kem- ur umsókn fram og þá kemur hún inn á borð til meðferðar.“ Hún segir Tryggingastofnun geta brugðist hratt við, þegar tíminn er knappur. „Það er þess vegna hægt að afgreiða slíkar umsóknir á einum fundi. Þegar mikið liggur við, þá bregðumst við hratt við.“ Hún segist ekki geta tjáð sig um undirskriftasöfnunina um að Trygg- ingastofnun borgi lækniskostnað- inn fyrir Ellu Dís að öðru leyti en því að hún skilji vel að fólk vilji sýna öðru fólki sem býr við erfið skilyrði hlut- tekningu og aðstoð. „ég neita að gef- ast upp við að reyna að hjálpa barninu mínu.“ vaLGeiR ÖRn RaGnaRsson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Fjölskyldan ragna berst fyrir lífi dóttur sinnar í Bandaríkjun- um. Hún hefur fengið jákvæð viðbrögð frá heilbrigðiskerfinu. Oddi segir upp stjóranum Jóni Jósafat Björnssyni hefur verið sagt upp störf- um sem framkvæmdastjóra Prentsmiðjunnar Odda ehf. Jón staðfesti þetta í sam- tali við DV í gær. Þá stóð yfir fundur í Odda þar sem breyt- ingar á högum fyrirtækisins voru kynntar starfsmönnum. Jón Ómar Erlingsson er nýr framkvæmdastjóri, en hann var áður framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar. Jón Jósafat hættir frá og með deginum í dag en hann segir að upp- sögnin sé gerð í mesta bróð- erni. Jón Jósafat hafði starfað hjá Odda undanfarin níu ár. Verðbólgan yfir spá Tólf mánaða verðbólga er komin nokkuð yfir spá Seðlabankans úr Peninga- málum sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Þar var gert ráð fyrir að vaxtalækkunarferli gæti hafist á fyrsta ársfjórð- ungi 2009. Hvað vaxtaákvarðanir varðar horfir bankinn einnig á svokallaða kjarnavísitölu þar sem verðáhrif vaxta á reiknaða húsaleigu, verðáhrif opinberrar þjónustu, elds- neytis og búvöru eru tekin út. Þessi kjarnavísitala hækk- aði um tæp 1,2 prósent milli mánaða og nemur tólf mán- aða hækkun hennar 12 pró- sentum. Landsbankinn spáir því að hámarki verðbólgunn- ar verði náð í september, mánuði síðar en gert hafði verið ráð fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.