Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Blaðsíða 8

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Blaðsíða 8
6 DómsmálaBkýrslur 1966—68 einhvern hátt eða aðrar athafnir, sem um er fjallað, eiga sér stað. Mál og annað, sem hér til heyrir, er þannig töflutekið á lokastigi, og engar upplýsingar látnar í té um upphaf og feril mála, nema hvað birtar eru upplýsingar um inálatíma (þó ekki fyrir opinber mál utan Reykjavíkur). 2. Opinber mál í Reykjavík. Criminal cases in Reykjavík. í kærubók sakadómaraembættisins í Reykjavík eru innfærðar allar kærur, sem embættinu berast. í dálkurn kærubókar eru tilgreind eftirtalin atriði: Númer og dagsetning kæru, nafn, staða og heiinili hins kærða, fæðingardagur hans og -ár og fæðingarstaður. Enn fremur er efni kærunnar skilgreint með nokkrum orðum eða með tilvísun í lagagreinar, sem talið er, að brotið liafi verið gegn. Þá er til- greint, hvenær og hvernig afgreitt, tilvísun til sakadómsbókar og loks niðurstaða málsins. Úrvinnslu Hagstofu á þessu efni var hagað á þá lund, að tala mála, sem kemur fram í dómsmálaskýrslum, er jöfn tölu sakborninga. Hér er því lagður annar skilningur í hugtakið ,,mál“ heldur en gert muu vera í starfi dómstólanna, þegar „mál“ er eitt, þótt fleiri en einn sakborningur sé við það riðinn. Að sjálfsögðu kemur það fyrir, að sama persónan sé talin oftar en einu sinni hér í skýrslunum, og er þá maðurinn viðriðinn fleiri mál en eitt. Aldursupplýsingar eru miðaðar við aldur sak- bornings, þegar mál er höfðað. Upplýsingar um atvinnu eða stöðu vantar mjög oft í kærubókina, en eru ella ófullkomnar og gloppóttar. Þó voru þær flokkaðar og settar í töflu (3 A og B), en taka ber niðurstöður hennar með fyTÍrvara. Tímalengd máls er talin frá því mál er höfðað og þar til því er lokið með úrskurði dómstólsins. Sá tími, sem fer í rannsókn máls áður en saksóknari tekur ákvörðun um máls- höfðun, er því ekki talinn í þeim upplýsingum um tímalengd, sem hér eru látnar í té. Flokkun eftir tegundum afbrota er gerð með þeim hætti, að hver kæra er færð undir eitt refsiákvæði aðeins, enda þótt fleiri kunni að vera tilgreind í kærubók. Það á að ráða flokkun, hvað talið er aðalatriði kæru. Koma þar til greina ýmis sjónarmið varðandi málavexti, svo sem það, hvaða lagagrein af þeim, sem brotið er talið beinast gegn, veitir þyngst viðurlög. Iðulega er þó erfitt að skera úr þessu á grundvelli þeirra upplýsinga, sem kærubók geymir. Er því flokkun á kæruefnum stundum meir byggð á ágizkun en vissu, en aðeins með því að fletta upp í máls- skjölum hefði verið hægt að gera þessa flokkun traustari. Kærubók sakadómaraembættisins skiptist í 2 hluta, dómahluta og sáttahluta. í dómahluta eru þær kærur, sem afgreiddar eru með dómi eða á sambærilegan hátt (refsing felld niður, ákvörðun um refsingu frestað, frávísun). í sáttahluta eru allar aðrar kærur, bæði þær, sem afgreiddar eru með formlegri sátt (sekt eða áminning), svo og allar aðrar afgreiðslur (niðurfelling, ákæru frestað, sent barnaverndarnefnd eða öðrum embættum, o. s. frv.). Á þeim þrem árum, sem hér er um fjallað, gengu dómar í 1 797 málum (þar með afgreiðsla, sem má jafna til dóms), samanber A-hluta yfirlits í lok þessa kafla (sjá í töflu 1: mál alls mínus sáttir: 2 432 (609 + 26) = 1 797). Af þessum málum voru 694 vegna brots gegn hegningarlögum (sjá töflur 2A, 3A og 4A, sem einvörð- ungu fjalla um þau, og töflu 1, þar sem þau eru ásamt öðrum málum). 1 103 af málunum voru vegna brots gegn sérrefsilögum (sjá um þau töflu 5, auk þess sem þau koma fyrir í töflu 1 ásamt öðrum málum).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.