Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 8
þriðjudagur 23. september 20088 Fréttir „Ef ég hefði vitað að ég myndi missa vinnuna mína við það að koma með börnin mín til landsins hefði ég aldrei komið aftur,“ segir Zofia Krasúska, ung tveggja barna móðir frá Póllandi. Hún fór og sótti tvö ung börn sín til Póllands í jólafríinu og hafði verslunarstjórinn í Krónunni sagt að hún fengi vinnu áfram eftir að heim væri komið. Þegar til Íslands var komið og Zofia bað um nokkra frídaga í viðbót til að koma börn- unum inn í íslenska kerfið segir hún að sér hafi verið tjáð að hún missti vinnuna. Zofia hafði unnið í Krónunni í átta mánuði þegar hún ákvað að fara til Póllands í jólafríinu og sækja börnin sín tvö. Hún taldi sig geta tryggt börnum sínum góða framtíð á Íslandi. Þegar hún kom aftur til Íslands með börnin, hina fjögurra ára Ameliu og Sebasti- an sem er þriggja ára, bað hún um nokkurra daga frí í vinnunni til þess að ganga frá pappírsvinnu og öðru varðandi börnin. Hún seg- ir að það hafi farið illa í verslunar- stjórann sem tjáði henni að hann þyrfti ekki á starfsfólki eins og henni að halda. Erfitt án barnanna „Það var rosalega erfitt að vera á Íslandi án barnanna en ég þurfti að gera það til þess að senda peninga til mömmu minnar í Póllandi sem var þar með börnin,“ segir Zofia. Hún ákvað að sækja börnin vegna þess að hún sá fram á að geta séð fyrir þeim hér á landi. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmu hennar að vera eina með börnin í Póllandi. Að lokum kom að því að hún vildi geta staðið á eigin fótum og sjá fyrir eigin fjölskyldu. Zofia vann mikið síðustu átta mánuð- ina áður en hún missti vinnuna. „Stundum vann ég allan daginn og líka um nóttina,“ segir Zofia og bætir því við að þá hafi henni fund- ist skrítið að hún hafi verið beð- in um að vinna áfram daginn eft- ir. Hún segir þó að hún hafi viljað vinna mikið, enda hafi hún þurft á peningunum að halda, en stund- um hafi það verið mjög mikið. „Farðu aftur til Póllands“ „Stundum kom ég ekki á ná- kvæmlega réttum tíma í vinnuna, en ég var aldrei meira en fimm mínútum of sein,“ segir Zofia og bætir því við að verslunarstjórinn hafi dregið hluta af launum hennar fyrir það. Zofia segir að verslunar- stjórinn hafi brugðist illa við þeg- ar hún var nýkomin aftur til lands- ins og bað hann um frí svo hún gæti sótt um þau gögn sem hún þurfti fyrir börnin. „Hann sagði mér að hann vildi starfsfólk sem gæti unnið þegar hann vildi,“ segir Zofia þegar hún lýsir viðbrögðum verslunarstjórans í Krónunni. Eft- ir samræður þeirra var henni sagt að hún væri rekin og að hún gæti farið aftur til Póllands. Zofia hefur verið atvinnulaus síðan. Hún leigir tíu fermetra herbergi í Breiðholti þar sem hún og börnin búa saman. Zofia segir þó að vinir hennar hafi hjálpað henni mikið og án þeirra hefðu seinustu mánuðir verið mun erfiðari. Hún hefur leitað að vinnu en það hefur gengið erfiðlega og hún segist eiga erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Börnin þurfi að borða og það sé erfitt að hafa til hnífs og skeiðar. Vilja vinna mikið Kristinn Skúlason, rekstrar- stjóri Krónunnar, var á Tener- ife þegar DV náði tali af hon- um. Hann sagðist ekki kannast við þetta tiltekna mál en vildi þó taka það fram að Krónan kæmi vel fram við sína starfsmenn. „Fram að þessu höfum við sjálfir sótt um kennitölur fyrir þetta fólk og leyft því að fara út í lengri frí, bara launalaust ef það er lengra en umsamin frí,“ segir hann. Hann segir yfirmenn Krónunnar kapp- kosta að koma vel fram við alla þá starfsmenn sem þar vinna. Þegar hann er spurður út í það hversu langur vinnudagurinn geti ver- ið hjá starfsfólki Krónunnar segir hann að vinnuskyldan sé eins og lög geri ráð fyrir. Kristinn segir þó marga innflytjendur vilja vinna eins mikið og þeir geta ef það er í boði. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur Zofia hafði ekki samband við stéttarfélag eftir að hún var rekin úr vinnunni en hún segir marga pólska vini sína eiga erfitt með að átta sig á því hver réttindi þeirra séu og hvaða verkalýðsfélag er þeirra félag. Starfsmannastjóri Krónunnar staðfesti að Zofia hefði unnið hjá Krónunni en vildi þó ekki ræða einstaka starfsfólk við fjölmiðla. Elías Magnússon, forstöðu- maður kjarasviðs VR, segir málið snúið vegna þess hve langur tími sé liðinn frá atvikinu. Hann seg- ir hana þó hafa átt rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti þegar henni var sagt upp. „Ef hún hefði komið til okkar hefði verið hægt að höggva á þennan hnút. En það er erfitt fyrir okkur að gera eitthvað núna,“ segir Elías. Hann leggur áherslu á að segja verði upp starfsfólki með lögbundnum hætti. Zofia fær atvinnuleysisbætur í dag en hana dreymir um að fá vinnu á nýjan leik, hún segist þó ennþá veru nokkuð óörugg eftir það sem gerðist í Krónunni. SÓTTI BÖRNIN OG MISSTI VINNUNA Zofia Krasúska er ung tveggja barna móðir frá Póllandi sem missti vinnu sína í Krónunni eftir að hafa starfað þar í átta mánuði fyrir að biðja um nokkurra daga leyfi. Hún spurði verslunarstjórann hvort hún gæti fengið frí til þess að geta sótt um gögn, kennitölur og annað slíkt fyrir börnin. Verslunarstjórinn brást illa við að hennar sögn og sagði að hann þyrfti starfsfólk sem gæti unnið þegar hann vildi. Rekstrarstjóri Krónunnar segir að fyrirtækið komi vel fram við alla sína starfsmenn. „Það var rosalega erfitt að vera á Íslandi án barnanna.“ Jón BJarKi magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Erfitt líf Zofia, amelia og sebastian eru sameinuð sem fjölskylda en Zofia segir að þau eigi erfitt með að ná að hafa til hnífs og skeiðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.