Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Page 9
þriðjudagur 23. september 2008 9Fréttir „Okkur er mismunað. Við sitjum ekki við sama borð og sjúklingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Alex- ander Björn Gíslason. Hann er HIV- smitaður og búsettur á Akureyri. Alexander þarf reglulega að sækja heilbrigðisþjónustu til Reykjavíkur og gagnrýnir að hann þurfi sjálfur að greiða fyrir gistingu í borginni þeg- ar svo ber undir. Að hans mati ætti hún að vera að fullu niðurgreidd af heilbrigðisyfirvöldum í stað þess að hann líði fyrir það fjárhagslega að vera búsettur úti á landi. Enginn sérhæfður læknir „Sú sérþekking sem nauðsyn- leg er til að þjónusta HIV-smitaða er aðeins til staðar í Reykjavík,“ seg- ir Alexander. Hann bendir á að um þrjátíu ár séu síðan HIV-veiran var greind á Íslandi og undrast að sér- fræðiþjónusta fyrir smitaða sé ekki til staðar á landsbyggðinni. Smit- sjúkdómalæknir er starfandi á Akur- eyri en Alexander telur sig í öruggari í höndum lækna sem hafa sérhæft sig í hans sjúkdómi. Alexander segist hafa fundað með heilbrigðisstarfs- fólki á Norðurlandi sem lýst hafi yfir áhuga á að koma þar upp sértækri þjónustu við HIV-smitaða en ekkert hafi orðið af því. „Það er engin afsökun að við séum fá,“ segir hann og finnst eðli- legt að HIV-smitaðir geti fengið sér- hæfða þjónustu í hverjum lands- fjórðungi. Sjúkrahótelið fullt Alexander tekur lyf daglega til að halda sjúkdómnum í skefjum og fer reglulega í eftirlit til læknis. Þeg- ar hann kemur til Reykjavíkur þarf hann sjálfur að láta út fyrir gistingu. Mjög sjaldan hefur hann fengið inni á Sjúkrahótelinu á Rauðarárstíg en yfirleitt hefur það verið yfirfullt. „Mér finnst það grundvallaratriði að sjúklingar þurfi ekki að borga fyr- ir gistingu þegar þeir þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu utan heima- byggðar,“ segir Alexander sem er ör- yrki og hefur því afar takmarkað fé á milli handanna. „Stundum hef ég bara keyrt fram og til baka sama dag- inn til að sleppa við að borga fyrir gistinguna,“ segir hann. Félagi Alexanders, sem einn- ig er HIV-smitaður, hefur leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað undan því að gisting á sjúkrahótel- inu væri ekki gjaldfrjáls. Keyrir fram og til baka Tryggingastofnun niðurgreiðir ferðakostnað Alexanders þegar hann þarf að fara til Reykjavíkur. Hann þarf þá sjálfur að láta út fyrir ferðinni og fær síðar endurgreitt frá stofnun- inni. „Ef ég tek flug suður með stutt- um fyrirvara þarf ég að láta út um tuttugu prósent af mínum tekjum,“ segir Alexander. Oft kýs hann því frekar að keyra þar sem hann hefur vart til hnífs og skeiðar ef hann þarf að bíða eftir endurgreiðslu frá Trygg- ingastofnun vegna flugsins. Þegar blaðamaður hafði sam- band við heilbrigðisráðuneytið feng- ust þau svör að ráðuneytið hefði á sínum tíma ákveðið, í samstarfi við Landspítalann, að styrkja þjón- ustu sjúkrahótelsins. Þó líti ráðuneytið svo á að gisting á sjúkrahóteli falli ekki undir þjónustu sem rík- inu sé skylt að veita og skýri það af hverju hún er ekki niður- greidd að fullu. Við vinnslu fréttarinnar náð- ist ekki tal af Þor- valdi Ingvarssyni, framkvæmdastjóra lækninga á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. HIV-SMITUÐUM MISMUNAÐ Alexander Birni Gíslasyni finnst hann ekki sitja við sama borð og sjúklingar á höfuðborgarsvæðinu. Hann er HIV-smitaður og býr á Akureyri en enginn starfandi læknir þar hefur sérhæft sig í sjúkdómnum. Alexand- er þarf því að leita til Reykjavíkur eftir læknisaðstoð og gagnrýnir að hann þurfi sjálfur að greiða fyrir gist- ingu þar. Heilbrigðisráðuneytið lítur ekki á gistinguna sem þjónustu sem skylt er að veita. ErlA HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Gert upp á milli alexander birni gíslasyni finnst gert upp á milli sjúklinga eftir því hvar þeir búa á landinu. Mynd SiGtryGGur Ari Skortir sérhæfinguna Á akureyri er starfandi smitsjúkdómalæknir en enginn sem hefur sérhæft sig í þjónustu við HiV-smitaða. Mynd GuðMundur ViGfúSSon „Það er engin afsökun að við séum fá.“ 4you.is l Digranesvegi 10 l 200 Kópavogur l Sími 564 2030 690 2020 Vöruflutningar frá Kína Erum með skrifstofur og fagfólk í Kína sem aðstoða fyrirtæki,stofnanir, gistiheimili, hótel og byggingaverktaka að kaupa vörur þaðan. Fylgst er með allri framleiðslu og gæðaeftirlit áður en varan er sett í gám. Getum fundið allar vörur sem hugurinn girnist Vilt þú versla vörur frá Kína á ódýrari verði? H ild ur H lín J ón sd ót ti r / h ild ur @ d v. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.