Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 3
þriðjudagur 23. september 2008 3Fréttir Þóra Sigurðardóttir, eða Þóra úr Stundinni okkar eins og margir þekkja hana, er stödd hér á landi þessa dagana. Þóra á nú von á sínu fyrsta barni með meistarakokk- inum Völundi Snæ Völund- arsyni. Hún er hingað kom- in til að fæða frumburðinn en eins og flestir vita hafa þau hjónin komið sér vel fyrir á Bahamas þar sem þau reka veitingastað. Sjö vikur eru í áætlaðan fæðingardag og ætlar Þóra sem hefur sjaldan litið betur út en einmitt nú að njóta lífsins á Íslandi þangað til. Hvað segir pabbi? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.Veður Veðrið í dag kl. 18 ...og næstu daga sólarupprás 05:06 sólsetur 21:46 Benjamín Þorgrímsson Ragnar Magnússon bruninn tengist bílabrennu í Vogum „Jú, þetta var bíllinn minn,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson einkaþjálfari, en lúxusjeppi hans af Volkswagen Touareg-gerð brann til kaldra kola við Naustabryggju í Grafarvogi í fyrrinótt. Nær öruggt er að kveikt hafi verið í bílnum, enda kveðst Benjamín hafa orðið var við mannaferðir fyrir utan heimili sitt um það leyti sem bíllinn brast í ljósa loga. Lögregla rannsakar málið. Benjamín kveðst gruna að það sé Ragnar Magnússon veitingamaður sem standi að baki íkveikjunni. „Það er nú eiginlega bara einn maður sem kemur til greina, jafnvel þótt hann sé farinn til Taílands,“ segir Benjamín. „Þetta er ekkert flókið.“ Ragnar Magnússon var eigandi tíu glæsibíla sem brenndir voru til kaldra kola í porti við höfnina í Vogum við Vatnsleysuströnd 9. desember síðastliðinn. Nú í mars kærði Ragnar sjö menn, Benjamín þar á meðal, fyrir að neyða hann til þess að láta skemmtistaði sína af hendi með hótunum um líkamsmeiðingar, bæði gagnvart honum og fjölskyldu hans. Ragnar sagði Benjamín vera alræmdan handrukkara, sem gengið hefði undir nafninu Ólafsvíkur- Bensi. Benjamín hafði þó orðið fyrri til og kært Ragnar fyrir að dreifa um sig rógi. Glæsibílar Ragnars voru í vörslu Annþórs Karlssonar í Vogum þegar kveikt var í þeim. Annþór á sér langa sögu ofbeldisverka og fíkniefnabrota. Hann situr nú á Litla-Hrauni fyrir aðild að umfangs- miklu fíkniefnasmygli með póst- sendingum. Bíll Banjamíns, sem brann í fyrrinótt, var nýlegur, rétt um ellefu milljón króna virði, og aðeins ekinn þrjátíu þúsund kílómetra. Jón Stefán Björnsson var í nærliggjandi íbúð þegar kviknaði í bílnum. „Það komu tveir stórir hvellir og við héldum að flugeldar væru að springa. Þegar við fórum út að glugga sáum við bara eldhafið og svo tóku dekk og rúður að springa með látum,“ segir hann.sigtryggur@dv.is Fæðir á Íslandi rÍkari en Fellur samt á listanum Hinir ríku verða ríkari er niður- staða The Sunday Times sem birti í gær lista sinn yfir ríkustu menn og konur Bretlandseyja. Björgólf- ur Thor Björgólfsson er sem fyrr ríkasti Íslendingurinn sem þar býr. Þrátt fyrir að hann hafi aukið auð sinn milli ára fellur Björgólfur Thor um sex sæti. Hann var 23. ríkasti maður landsins á síðasta ári en þetta árið dugar auður Björgólfs honum aðeins í 29. sætið. Blaða- menn The Sunday Times meta auð Björgólfs Thors á tvo milljarða enskra punda og sjötíu milljónum betur. Þegar það hefur verið reikn- að til íslenskra króna er auður Björgólfs met- inn á heila 303 milljarða króna og reyndar 110 milljónir króna að auki. norðanáttin áFram Áfram verða norðlægar áttir á landinu með stinningskalda og éljum norðanlands í dag. Veðurstofan spáir að bjartara verði sunnan heiða. Heldur bætir í vind í dag og hiti nær frá frostmarki allt upp undir tíu gráður sunnan til. Gera má ráð fyrir stífri norðanátt næstu daga með éljum á Norður- og Austurlandi. Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Höfn reykjavík egilsstaðir ísajörður Vestmannaeyjar patreksfjörður kirkjubæjarkl. akureyri selfoss sauðárkrókur Þingvellir Húsavík keflavík Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu kaupmannahöfn hiti á bilinu osló hiti á bilinu stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu london hiti á bilinu parís hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu palma Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu tenerife hiti á bilinu róm hiti á bilinu amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu marmaris hiti á bilinu ródos hiti á bilinu sanFrancisco hiti á bilinu newYork hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu miamiVe ðr ið ú ti í He im i í d ag o g næ st u da ga Vindaspá á hádegi á morgun. Hitaspá á hádegi á morgun. Veðurstofa íslanDs 5-7 4/5 9-10 2 4-8 1/3 6 0 7-8 2 4-5 2/3 6-8 1/2 4-10 2/3 11-19 4/7 2-5 3/9 15-18 4-6 9-10 2/6 6-11 1/7 11-13 2/4 3-7 2/5 8-11 0/3 2-6 -2/3 2-6 -2/1 6-13 -1/2 6-8 0/1 6-8 -2/2 8-19 0/3 16-23 0/4 2-4 1/6 17-21 0/4 11-12 -3/4 6-14 -3/3 11-12 2/3 4-6 5/10 11-14 3/4 4-9 2/4 5-11 1/2 8-12 1/5 5-6 3/4 5-6 2/3 4-8 3/4 12-14 5/7 2-5 6/11 11 4/9 12-13 5/9 7-15 7/8 11-12 4/8 4-6 7/8 12-15 3/4 5-8 3/6 6-8 2/3 6-10 1/6 4 3/4 5-6 2/4 5-8 2/4 10-17 6/7 3 8/9 8-12 37/8 8-12 7/9 8-12 7 8-10 5/7 12/15 11/14 7/12 5/9 7/15 8/13 11/21 11/17 11/18 19/24 12/22 7/11 9/13 6/16 15/15 9/25 12/13 22/29 10/16 9/16 7/14 6/11 7/12 9/12 10/21 15/17 12/19 18/21 10/16 10/15 10/16 10/20 17/18 8/19 8/15 21/30 9/14 10/15 7/12 8/13 7/12 7/15 12/19 13/20 11/20 17/19 9/19 8/14 7/15 8/17 17/17 10/17 10/13 21/29 10/15 10/14 8/12 8/15 9/15 8/17 10/20 12/17 10/19 18/19 8/19 5/14 5/16 9/23 16/19 8/21 13/14 22/28 Núna eru þau 52 kílóin sem eru farin! Þar af 30 kíló á 5 mánuðum. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í síma 891 6264 eða á allax@simnet.is Sendum fríar prufur og höfum vigtunar og stuðningskvöld í boði fyrir alla, og einstaklingsviðtöl eftir umtali. allax@simnet.is. Lr-Henning kúrinn hefur slegið í gegn Kúrinn er hraðvirkur og árangursríkur Einstaklega ríkur af bætiefnum Betri svefn, aukin orka, bætt vellíðan Ekkert blóðsykurflökt og margt fleira. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson 1 2 7 6 9 8 1 1 21 5 9 4 6 1 8 5 7 56 Til kaldra kola kveikt var í tíu glæsibíl- um á Vatnsleysuströnd í desember. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins Tugir foreldra og barna fá ekki að hiTTasT þar sem foreldrið með forræðið kemur í veg fyrir samskipTin, segir lúðvík börkur Jónsson, formaður félags um for- eldraJafnréTTi. mánudagur 11. ágúst 2008 dagblaðið vísir 144. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Tugir fá ekki að hiTTa börnin sín benJamín þ. þorgrímsson myndaður við að berJa mann: ragnar Magnússon tálbeita þáttarins sjónvarpsmenn mynduðu átökin benjamín grunar ragnar um íkveikju ragnar lýsti benjamín sem handrukkara kveikt í bílum beggja seinustu misseri fréTTir krefst logbanns a kompas FH-ingar styrktu stöðu sína á toppnum með sigri í Frostaskjóli hoTað LáTnuM syni „það er óTTalega óþægi- legT að fá svona hóTun- arbréf,“ segir guðmund- ur guðJónsson, faðir ungs manns sem lésT á síðasTa ári. Trygginga- sTofnun krefsT íTrekað upplýsinga frá láTnum syni guðmundar. Fimmtudagur 14. Ágúst 2008 9Fréttir Benjamíns Þórs Þorgrímssonar Ragnari Magnússyn Tilraunum Benjamíns Þórs Þor- grímssonar til að fá lögbann á Kompássþátt var hafnað af sýslu- manni Reykjavíkur. Myndskeiðið á að sýna Benjamín ganga í skrokk á veitingamanninum Ragnari Magnússyni. Ástæðan fyrir ósætt- inu er samkvæmt heimildum sú að Ragnar sakaði Benjamín um að vera handrukkari í fjölmiðlum. Benjamín, eða Benni Ólsari eins og hann er oft kallaður, starfar sem líkamsræktarþjálfari í World Class og neitar öllum ásökunum um að tengjast handrukkunum. Benja- mín náðist engu að síður á mynd- skeið sem Kompás tók upp þar sem hann gengur í skrokk á Ragnari. Ákvörðun sýslumanns hefur verið áfrýjað samkvæmt heimildum. Laminn við hafnarvog Líkamsræktarþjálfarinn Benja- mín óskaði eftir lögbanni á þátt Kompáss í síðustu viku en upp- takan er frá því á fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Þá bað Benjamín veitingamanninn Ragn- ar um að hitta sig og féllst hann á það. Þeir ákváðu að hittast við höfnina í Hafnarfirði, nálægt hafn- arvoginni. Þegar Benjamín kom á vettvang vissi hann ekki að Ragn- ar var vopnaður hljóðupptökutæki og Kompássmenn sátu stutt frá með myndavél. Þar á Benjamín að hafa gengið í skrokk á Ragnari með þeim afleiðingum að kalla þurfti á sjúkrabíl. Ragnar hlaut nokkur meiðsl og þar á meðal rifbeins- brot. Átök í sundlaug Aðeins tveimur dögum áður en myndskeiðið var tekið upp var Ragnar að vinna í sundlaug. Þá á Benjamín að hafa mætt í laugina eftir lokun og logið að starfsmönnum að hann væri vinur Ragnars. Honum var þá vísað í kjallara laugarinnar þar sem hann fann Ragnar við vinnu sína. Þar áttu átök sér stað en þau voru víst ekki neitt í líkingu við líkamsárásina við hafnarvog- ina. Ragnar hefur kært árásina sem Kompás náði á myndband en ekki þá sem átti sér stað í hús- næði sundlaugarinnar. Þegar hefur Ragnar kært Hilmar Leifs- son og veitingamennina Arn- ar Þór Gíslason, Loga Helgason, Níels Hafsteinsson, Hafstein Eg- ilsson og Þórð Ágústsson. Allir segja ásakanir Ragnars út í hött. Í felum Nú er svo komið að Ragnar er í felum af ótta við Benjamín. Hann vill samkvæmt heimildum meina að Benjamín hafi krafist fimm milljóna króna fyrir að vera sakað- ur um að vera handrukkari. Í viðtali við DV síðastliðið vor sagði Ragnar: „Það sem mér finnst verst eru þessar ógeðfelldu leiðir sem menn fara með þetta mál. Ef þeir voru svona vissir um að mál- ið myndi vinnast fyrir dómstólum, af hverju fóru þeir þá ekki með það þá leið?“ Þá vildi hann meina að Benjamín, ásamt Hilmari Leifs- syni, hefði neytt hann til þess að afsala sér skemmtistöðunum Ol- iver, Lídó, Barnum, Q-bar og Iðu- sölum. Það gerði hann og hélt því fram í viðtali að skaði hans næmi að minnsta kosti hundrað milljón- um króna. Úrskurði sýslumanns áfrýjað Eftir að Ragnar kærði Benja- mín og skemmtistaðaeigendur var hann kærður til baka af Benja- mín. Þá hélt Benjamín því fram að Ragnar færi með rógburð. Kompássmenn vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leit- að fyrr í vikunni heldur áréttuðu eingöngu að sýningar á Kompás hæfust í september. Því má búast við að fyrsti þátturinn verði held- ur magnaður en Kompás hefur fylgst með þróun máls Ragnars í að minnsta kosti hálft ár. Ákvörð- un varðandi áfrýjun Benjamíns á lögbannsúrskurði verður ljóst innan skamms. vaLuR gRettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Benjamín Þór Þorgrímsson Lögbannskröfu hans á Kompás- myndskeið var hafnað en hann hefur áfrýjað ákvörðuninni. Lögbanni á Kompás hafnað „Það sem mér finnst verst eru þess- ar ógeðfelldu leiðir sem menn fara með þetta mál. Ef þeir voru svona vissir um að málið myndi vinnast fyrir dómstólum, af hverju fóru þeir þá ekki með það þá leið?“ Það var í desember í fyrra sem fregnir bárust af því að tíu glæsi- bílar hefðu brunnið til kaldra kola í Vogum við Vatnsleysuströnd. Í ljós kom að eigandi bílanna var maður að nafni Ragnar Magnússon sem þá var veitingamaður og rak skemmti- staðina Oliver, Lídó, Barinn, Q-bar og Iðusali. Lögreglan hóf rannsókn á málinu og grunaði sterklega að um íkveikju væri að ræða. Síðar kom í ljós að bílarnir höfðu verið í vörslu þjóðþekkts handrukkara, Annþórs Karlssonar, og sögurn- ar spruttu upp. Ragnar fékk við- urnefnið Brunabíla-Ragnar. Síðar kom í ljós að Ragnar átti í rekstrar- erfiðleikum með skemmtistaðina. Nú er svo komið að Ragnar hefur kært fyrri eigendur staðanna fyrir að beita handrukkunum í viðskipt- um. Þá hefur hann eldað grátt silfur við líkamsræktarþjálfarann Benja- mín Þór Þorgrímsson. Verðlaunaþáttur- inn Kompás er kominn í mál- ið. Þeir hafa undir hönd- um mynd- skeið sem sýn- ir Benjamín ganga í skrokk á Ragnari. Hann hefur óskað eftir lögbanni á mynd- skeiðið en ekki fengið. Sam- kvæmt heimild- um DV er Ragn- ar í felum þessa dagana. Ógeðfelldar hótanir Upphaf málsins má rekja til bíla- brunans en þá var Ragnar nýbúinn að festa kaup á skemmtistöðunum sem áður voru í eigu þeirra Arnars Þórs Gíslasonar, Loga Helgasonar, Níelsar Hafsteinssonar, Hafsteins Egilssonar og Þórðar Ágústssonar. Svo virðist sem Ragnar hafi lent í rekstrarerfiðleikum með staðina og að auki ekki getað staðið alfarið við samning við fyrri eiganda. Um það var þó deilt en hitt er ljóst að Ragn- ar sakaði fimmmenningana um að hafa kúgað sig til að skrifa undir afsal fyrir stöðunum. Hann kærði þá félaga auk Benjamíns Þórs og Hilmars Leifssonar fyrir það. Þeir neituðu þeir alfarið ásökunum Ragnars. „Ég var beinlínis neyddur til þess að skrifa undir pappírana,“ sagði Ragnar Magnússon í viðtali við DV í vor en sjálfur taldi hann að beint tjón vegna undirskriftar- innar hefði numið rúmlega hundr- að milljónum króna. Hann sagði í sama viðtali ástæðuna fyrir því að hann skrifaði undir að lokum hafa verið ógeðfelldar hótanir Hilmars og Benjamíns þar sem honum var meðal annars hótað limlestingum og að tennur hans yrðu brotnar. Þá þurfti fjölskylda Ragnars einnig að þola ofsóknir af hálfu mannanna tveggja að hans sögn. Kærir fyrir falskar sakargiftir Fáir tjáðu sig um ásakanir Ragn- ars en þegar haft var samband við líkamsræktarþjálfarann Benjamín Þór brást hann ókvæða við. Hann hafði kært Ragnar til baka fyrir meiðyrði. Í viðtali við DV í vor sagði hann: „Það er alveg hrikalegt að lenda í svona manni.“ Benjamín neitaði að hafa hótað Ragnari á nokkurn hátt. Hann sagð- ist hafa hitt Ragnar tvisvar og þá hefðu fleiri verið með. Aldrei hefði hann hótað neinum. Hann sakar Ragnar um að hafa dreift óhróðri um sig og kærði Ragnar fyrir falsk- ar sakargiftir. Hann segir það ekki rétt að hann sé handrukkari líkt og Ragnar vill meina eða að hann hafi, með hótunum, neytt hann til að af- sala sér stöðunum með hjálp Hilm- ars Leifssonar. Kveikt í bíl Það var síðan í vor sem óprútt- inn aðili kveikti í bíl Benjamíns Þórs fyrir utan heimili hans í Bryggjuhverfinu við Grafarvoginn. Benjamín var þá brattur í viðtölum og taldi sig vita hver væri sökudólg- urinn í málinu. „Það er nú eiginlega bara einn maður sem kemur til greina, jafn- vel þótt hann sé farinn til Taílands,“ sagði Benjamín í viðtali við DV þá. „Þetta er ekkert flókið,“ bætti hann svo við. Á sama tíma var Ragnar í fríi úti á Taílandi og segist ekki hafa komið nálægt brunanum. Engu að síður var þetta bókstaflega olía á eldinn þeirra á milli. Lögreglan rannsakaði málið. Benjamín auglýsti hálfrar milljón- ar króna verðlaun fyrir hvern þann sem gæti upplýst hann um það hver kveikti í bílnum. Engar upplýsingar fengust og málinu er enn ólokið. Laminn við höfnina Samkvæmt heimildum kom Kompás inn í málið nokkuð snemma. Þá mun Ragnar hafa tek- ið upp mikið af samskiptum sín- um við fyrri eigendur skemmti- staðanna og lét Kompás fá í heild sinni. Að lokum var líkamsárásin tekin upp þar sem Benjamín Þór gekk í skrokk á Ragnari við höfnina í Hafnarfirði, nálægt hafnarvog- inni. Þá var Ragnar það illa útleik- inn að kalla þurfti á sjúkrabíl. Í ljós kom að hann var rifbeinsbrotinn og marinn. Hann kærði Benjamín til lögreglunnar í kjölfarið fyrir lík- amsárás en yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við DV að óskað hefði verið eftir myndskeiði Kompáss. Lögfræðingur Benjamíns, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, óskaði eftir lögbanni á myndskeið Komp- áss hjá sýslumanninum í Reykjavík stuttu eftir verslunarmannahelg- ina. Sýslumaður hafnaði beiðn- inni. Þeirri ákvörðun var síðan áfrýjað og er beðið eftir niður- stöðu vegna þess. Ragnar í felum Málið er hið forvitni- legasta. Ragnar held- ur sig í felum af ótta við Benjamín og því næst ekki samband við hann. Ástæðan fyrir því að Benja- mín lamdi Ragn- ar, auk fyrri mála, var sú að Ragnar sakaði Benjamín um að vera hand- rukkari. Í kjölfarið á hann að hafa sektað Ragnar um fimm milljónir króna vegna ummæla sem hann lét falla um Benjamín í fjölmiðlum. Að auki segja heimildir að Ragnar hafi undir höndum samtöl við fyrri eig- endur skemmtistaðanna þar sem honum er hótað handrukkun. Það er þó ekki ljóst hvað leynist í upp- tökum Ragnars en Kompás mun hafa þær undir höndum. Kærur Ragnars eru í rannsókn hjá lögreglunni á höf- uð- borgarsvæð- inu. Ekki hefur ver- ið gefin út ákæra vegna þeirra. föstudagur 15. ágúst 200810 Helgarblað DV Ragnar Magnússon Benjamín Þór Þorgrímsson vaLuR gRettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is BílaBrenna og handrukkarar Ragnar Magnússon Lifir í ótta við handrukk- ara og heldur sig í felum. Jóhannes Kristjánsson ritstjóri Kompáss hefur undir höndum myndband sem sýnir Benjamín ganga í skrokk á ragnari. Lögreglan hefur óskað eftir að fá myndbandið. Benjamín Þór Þorgrímsson Hefur meðal annars keppt í vaxtarrækt en ragnar sakar hann um að vera handrukkari. Því neitar Benjamín og hefur kært ragnar fyrir falskar sakargiftir. Dularfullur bílabruni Kveikt var í lúxusbílum ragnars á síðasta ári. Það voru fyrstu teiknin um að allt væri að fara í háaloft. „Það er alveg hrika- legt að lenda í svona manni.“ Fréttir Ir Bróðir stúlkunnar einnig yfirheyrður Benjamín Þ. Þorgrímsson hefur samkvæmt heimildum DV óskað eft- ir lögbanni á Kompásþátt sem verð- ur sýndur í september. Ástæðan fyrir lögbannskröfunni er sú að Kompás náði myndum af Benjamín þar sem hann gekk í skrokk á Ragnari Magn- ússyni veitingamanni. Benjamín hef- ur sakað Ragnar um að hafa kveikt í bíl Benjamíns fyrr í sumar. Hvorki Jóhannes Kristjánsson, umsjónarmaður Kompáss, né Benja- mín hafa viljað tjá sig efnislega um málið en lögbannskrafan hefur verið sett fram. Hótanir um limlestingar Málið á sér talsvert langan að- draganda. Ragnar sakar Benjamín, sem er oft kallaður Benni Ólsari, um að vera handrukkari og að hafa haft í hótunum við sig. Ragnar segir Benjamín hafa hótað sér vegna veit- ingahúsakaupa. Ragnar vildi meina að Benjamín hefði í slagtogi við Hilmar Leifsson haft uppi ógeðfelldar hótanir um limlestingar og að tennur hans yrðu brotnar skrifaði hann ekki undir af- sal af staðnum. Ragnar segist hafa skrifað undir undir plöggin til- neydd- ur með þeim afleiðingum að hann hafi orð- ið af hundrað milljónum króna. Hrikalegt að lenda í svona manni Ragnar talaði við fjölmiðla í kjöl- farið og sagði frá hremmingum sín- um og að auki lagði hann fram kæru þar sem hann sakaði Benjamín um að vera handrukkari. Benjamín brást ókvæða við og kærði Ragnar á móti og sakaði um að bera út róg um sig. Benjamín vann þá sem líkamsrækt- arþjálfari og gerir enn. „Það er alveg hrikalegt að lenda í svona manni,“ sagði Benjamín í við- tali við DV í mars síðastliðnum og neitaði alfarið ásökunum Ragnars. Kveikt í jeppa Það var svo í apríl sem lúxus- jeppi Benjamíns stóð í ljósum logum við heimili hans. Í við- tölum var Benjamín fullviss um að Ragnar hefði kveikt í bílnum þó það hafi aldrei ver- ið sannað. Hann lýsti eftir vitn- um gegn hálfr- ar milljón króna greiðslu en enginn gaf sig fram. Ragnar neitaði þó full- um fetum ásökunum um íkveikju en hann var staddur í Tælandi þegar atvikið átti sér stað. Hitt var þó ljóst að samskiptin þeirra á milli fóru versnandi. Tóku upp slagsmál Það var síðan fyrr í sumar sem Ragnar á að hafa beðið Benjamín um að hitta sig. Benjamín þáði boðið en vissi ekki að Kompás var með Ragn- ari í ráðum en sjálfur mun Ragnar hafa verið vopnaður upptökutæki. Þegar þeir hittust á að hafa soðið upp úr í samskiptum þeirra og þeir lent í átökum. Kompás náði því öllu á myndband og er verið að undir- búa þátt um handrukkara sem verð- ur á dagskrá í september. Þegar leit- að var eftir viðbrögðum Jóhannesar í Kompási vegna málsins sagðist hann ekki tjá sig um málefni sem varða þáttinn. Hann sagði aðeins að sýn- ingar hæfust um miðjan september. Lögbannskrafan hefur ekki ver- ið samþykkt en lögfræðingur Benja- míns hefur óskað eftir því við sýslu- mann og er beðið eftir niðurstöðu. Benjamín Þ. Þorgrímsson Ragnar Magnússon Vill lögbann á Kompás Það var síðan fyrr í sum- ar sem ragnar á að hafa beðið Benjamín um að hitta sig. valuR gReTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ragnar Magnússon á að hafa verið laminn af Benjamín á meðan Kompás tók það upp. Jóhannes Kristjánsson Vill ekki tjá sig efnislega um málið. Bílabrenna í vogum ragnar átti lúxusbílana sem urðu eldi að bráð í Vogunum undir lok síðasta árs og lék grunur á að um íkveikju væri að ræða. Benjamín Þ. Þorgríms- son Hefur óskað eftir lögbanni á Kompásþátt. með glerflösku sem var skorinn í hálsinn með dags. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu aðkomuna afar ljóta. Menn óttuðust um líf fórn- arlambsins þar til kom í ljós að slagæð í hálsi hafði ekki rofnað. Maðurinn lifði árásina því af og var færður á sjúkrahús. Þaðan Talið er að tveir menn hafi ráðist á fórnarlambið en þeir eru extíu milljónir í sjóstangveiði Um 60 milljónir króna hafa verið settar í að markaðssetja sjóstangveiði í Bolungarvík að undanförnu. Það hefur þegar skilað árangri því samningar hafa náðst við ferðaskrifstof- ur í Póllandi, Svíþjóð, Tékk- landi, Englandi og Þýskalandi. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur úrskurðað að ekki verði hægt að úthluta lóðum til ferðaþjón- ustufyrirtækjanna Hvíldarkletts og Sumarbyggðar í bráð, en utanvegaakstur ur átti sér stað. Náðist annar krónur. Um mjög gróft brot ramminn 300 þúsund krón- ur. Leit að hinni bifreiðinni stendur yfir og má ökumað- sekt þar sem um gróft brot er að ræða. Landverðir hafa um og skemmdunum sem valdið. Þó að menn haldi sig sloppna, þá verður haft sam- Dv 11. ágúst fjallað hefur verið ítarlega um erjur ragnars og Benedikts í dV. Aðstandendum fréttaskýringaþáttar- ins Kompáss hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Það er lík- amsræktarþjálfarinn Benjamín Þór Þorgrímsson sem kærir. Ástæðan er sú að hann krefst lögbanns á sýningu myndskeiðs sem á að sýna Benjamín ganga í skrokk á veitingamanninum Ragnari Magnússyni. Áður hefur Ragnar sakað líkams- ræktarþjálfarann um að vera hand- rukkari. Samkvæmt heimildum er gerð úttekt á handrukkurum í þættin- um sem fyrirhugað var að sýna í sept- ember. Málið verður ekki dómtekið fyrr en 1. september. Lögfræðingar beggja aðila neita að tjá sig um málið. Óvíst með sýningu Benjamín, sem starfar sem líkams- ræktarþjálfari hjá World Class, ósk- aði eftir lögbanni á myndskeiðið hjá sýslumanninum í Reykjavík. Hann hafnaði kröfunni. Benjamín var ekki sáttur við þá niðurstöðu og kærði því ákvörðunina og verður hún því tekin fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Ritstjóri Kompáss, Jóhannes Kristjánsson, vildi ekki tjá sig efnis- lega um málið þegar eftir því var leit- að en tók hins vegar fram að sýningar á Komp- ás hæfust um miðjan septemb- er. Óvíst er hvaða áhrif dómsmálið hefur á sýningu hins svokallaða handrukkaraþátt- ar þeirra félaga. Fallist dómari á kröfu Benjamíns um lögbann á sýningu þátt- arins eða myndskeiðsins kemur það í veg fyrir að atvikið komi fyrir sjónir al- mennings. Málaferlin geta líka leitt til tafa á sýningu þáttarins meðan mál- ið gengur sinn gang jafnvel þó dóm- ari úrskurði á endanum með Komp- ásmönnum. Hundrað milljóna tap Kompás hefur fylgst með viðskipt- um Ragnars við veitingahúsaeigend- urna Arnar Þór Gíslason, Loga Helga- son, Níels Hafsteinsson, Hafstein Egilsson og Þórð Ágústsson. Ragnar keypti staðina Cafe Oliver, Lídó, Iðu- sali og Q-bar af þeim félögum á síð- asta ári en virðist ekki hafa efnt til fulls sinn hluta af samningum. Hann vill meina að veitingamennirnir hafi fengið þá Hilmar Leifsson og Benja- mín Þór til þess að neyða sig til að skrifa undir afsal af stöðunum. Sjálfur hefur Ragnar sagt í viðtali við DV að skaðinn hafi numið að minnsta kosti hundrað milljónum króna. Fluttur með sjúkrabíl Veitingamennirnir neita ásökun- um alfarið og Benjamín að auki sem hefur kært Ragnar á móti fyrir að bera á hann falskar sakargiftir. „Ég kærði Ragnar áður en hann kærði mig, en hann var búinn að vera að dreifa ein- hverjum rógi um mig,“ sagði Benja- mín í vor. Sjálfur hefur Ragnar skrásett mik- ið af sínum samskiptum við þá sem koma við sögu í málinu og hefur til að mynda kært Benjamín fyrir líkams- árás þegar hann á að hafa misþyrmt Ragnari við hafnarvogina í Hafnar- firði. Lögreglan rannsakar málið og hefur óskað eftir myndskeiðinu frá Kompási. Við átökin á Ragnar að hafa rifbeinsbrotnað auk þess að hljóta mar víðs vegar um líkamann. Að lok- um þurfti sjúkrabíll að flytja hann á sjúkrahús þetta kvöld rétt fyrir versl- unarmannahelgina. Segist vera ofsóttur Ragnar segist hafa verið ofsóttur af handrukkurum síðan þá. Aðeins tveimur dögum áður en myndskeið- ið var tekið upp á Benjamín að hafa gengið í skrokk á Ragnari í kjallara sundlaugar sem Ragnar starfaði þá í. Hann hefur einnig kært þá árás. Þá hefur hann margsagt í viðtölum að hann hafi fengið ógeðfelldar hótan- ir. Í DV í vor sagði hann þá Hilmar og Benjamín hafa hótað sér barsmíðum og að tennur hans yrðu brotnar. Þessu neitar Benjamín alfarið. Þá vill Ragnar meina að ósætti Benjamíns snú- ist um að hann hafi kallað hann hand- rukkara í fjölmiðlum. valur@dv.is fimmtudagur 21. ágúst 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Enn dragast yfirheyrslur „Yfirheyrslur standa enn yfir en þeim mun vonandi ljúka í næstu viku,“ sagði Kristján Ól- afur Guðnason aðstoðaryfir- lögregluþjónn í samtali við DV þann 11. júlí um gang rann- sóknar á meintum lögbrotum atvinnubílstjóra sem mótmæltu háu eldsneytisverði. Nú eru fimm vikur liðnar en yfirheyrsl- um virðist enn ekki lokið. „Nei, ég hef enn ekki verið boðaður til yfirheyrslu og hef ekkert heyrt í þeim,“ segir Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, spurður um stöðu mála. Lögreglan hefur í sumar rannsakað meint brot vörubílstjóra sem mótmæltu harkalega álögum ríkisins á eldsneyti á vordögum. Um tíu manns verða yfirheyrðir að sögn lögreglu. Benjamín Þór Þorgrímsson Jóhannes Kristjánsson Ragnari Magnússyni Kompás bErst fyrir birtingu valuR gRettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „ég kærði ragnar áður en hann kærði mig, en hann var búinn að vera að dreifa einhverjum rógi um mig.“ Jóhannes Kristjánsson ritstjóri Kompáss vildi ekki tjá sig um lögbannskröfu á þáttinn. Héraðsdómur Reykjavíkur Kompás mun berjast fyrir sýningarrétti á þætti sínum í Héraðsdómi reykjavíkur þann 1. september. Benjamín Þór Þorgrímsson Líkamsræktarþjálfarinn fer með málið fyrir dómstóla. Ragnar Magnússon Hefur verið í felum síðan hann var laminn og Kompás náði því á myndband. Segir nauðgunina sviðsetta „Þetta var sviðsetning,“ segir mað- ur á sjötugsaldri sem hefur verið kærður til lögreglunnar á Akureyri fyrir að nauðga konu á þrítugsaldri á Skagaströnd. Unnusti konunnar sagði í viðtali við DV fyrir viku að maðurinn hefði lokkað konuna heim til sín á þeim forsendum að einhverja vinnu væri að fá. Hún stundaði íhlaupa- vinnu hjá honum en í þetta skipt- ið var enga vinnu að hafa. Maðurinn á síðan að hafa nauðgað konunni á heimili hans. Þegar hann lauk sér af á konan að hafa rifið sig lausa og hlaup- ið á brott. Hún kærði athæfið sama kvöld en unnustinn heldur því fram að maðurinn hafi verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað. „Ég hef ekki verið dæmdur fyr- ir nauðgun,“ sagði maðurinn í viðtali við DV. Hann neitar sök og talaði um sviðsetningu. Þegar hann var spurður hvað hann ætti við með orðinu svið- setningu neitaði hann að skýra það frekar. „Ég ræði þetta bara við minn lög- fræðing,“ svaraði maðurinn þá og vildi ekki ræða málið nánar. Eftir að konan kærði hann var maðurinn handtekinn og haldið í gæsluvarðhaldi í þrjá daga. Heim- ili mannsins var innsiglað á meðan rannsókn stóð yfir en hann er farinn aftur þangað núna. Hann er kvænt- ur en aðspurður hvort hún byggi enn með honum svaraði maðurinn með þeim orðum að hann vildi ekki tjá sig um málið. Lögreglan rannsakar málið en játning liggur ekki fyrir. valur@dv.is Mynd / DV Sigtryggur Skagaströnd maður á sjötugsaldri segir meinta nauðgun hafa verið sviðsetta. Þarf að mála í sex mánuði Veggjakrotari var staðinn að verki við fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um var að ræða unglingspilt sem reyndi að komast und- an en einn íbúanna náði til hans og kallaði til lögreglu. Stráksi játaði á sig sök en ljóst er að tjónið er nokkurt. Óhjá- kvæmilega fylgir því kostnað- ur að ná veggjakrotinu af en í þessu máli náðust sættir sem felast í því að pilturinn málar sjálfur yfir krotið. Hann mun ennfremur mála yfir allt ann- að veggjakrot sem kann að koma á þessa fasteign næsta hálfa árið. Standi veggjakrot- arinn við sinn hlut munu íbúarnir ekki leggja fram kæru í málinu. Það skal tekið fram að forráðamaður pilt- sins lagði sitt af mörkum til að þessi niðurstaða fengist. mýrarboltamót endurtekið Hópur breskra kvikmynda- tökumanna sækir Vestfirði heim eftir rúma viku og tekur upp kvikmynd. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. Myndin segir frá áhugaljósmyndara sem vann keppni á vegum Canon. Hápunktur myndarinnar verður þegar hann er sendur til þess að taka myndir á Evrópumeistara- mótinu í mýrarbolta. Keppnin er nýbúin en verður endurtekin fyrir myndagerðina. fimmtudagur 28. ágúst 20088 Fréttir „Þetta er alltaf sama sagan, ár eft- ir ár, það eru rammafjárlög sem eru í framkvæmd þannig að við fáum ákveðnar fjárveitingar en það er al- veg ljóst að með auknum verkefnum og umsvifum eykst kostnaður. Það er að sýna sig að ekki hefur verið tekið tillit til þess kostnaðar við gerð fjár- laga,“ segir Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður og lögreglustjóri í Borg- arnesi. Umdæmi lögreglunnar í Borgar- firði og Dölum er landfræðilega eitt það stærsta á landinu, rúmlega átta þúsund ferkílómetrar, en þrengingar undanfarið þýða að niðurskurður er í kortunum. Lögregluembætti lands- ins eru fjársvelt, hækkandi eldsneyt- iskostnaður þrengir að og Stefán seg- ir að þar á bæ finni menn fyrir því. Til stendur að fækka lögreglumönnum í umdæminu stóra þar sem ekkert svigrúm er til að fara yfir uppgefna fjárveitingu. „Erfiðleikarnir gera það að verkum að við þurfum að fækka lögreglumönnum og í starfsliði á skrifstofu. Þar að auki þurfum við jafnvel að fækka um eina lögreglu- bifreið í kjölfarið,“ segir Stefán, sem segir að slíkur niðurskurður komi mjög niður á starfseminni þar sem málunum fækkar ekki. „Hækkandi eldsneytisverð kemur ekki bara við bændur og einkaaðila heldur einnig hérna hjá okkur. Kostn- aður á eldsneyti hefur verið okkur gríðarlega íþyngjandi því það kemur inn í leiguverðið á bílunum frá Ríkis- lögreglustjóra. Mikið er keyrt í eftirlit í svona stóru embætti,“ segir Stefán áhyggjufullur og bætir jafnframt við að nýr einkennisbúningur lögregl- unnar hafi verið lögregluembættum þungur baggi. Málum sem koma inn á borð embættisins fer fjölgandi með árunum og álagið á starfsmönnum er mikið. Stefán segir að í kjölfar nið- urskurðarins búist hann þó ekki við því að skerðing verði á þjónustu lög- reglunnar, heldur fremur að birting- arform hans verði í auknu álagi á þá lögreglumenn sem fyrir eru. „Und- anfarin ár höfum við ítrekað farið fram á aukna fjárveitingu til að bæta við lögreglumönnum en ekkert hefur gerst. Öll undanfarin ár hefur ásókn í lögregluna hjá mér verið mikil og aldrei skort neitt á,“ segir Stefán og er fljótur til svars þegar hann er spurð- ur hvar sökin liggi: „Eigum við ekki að segja hjá fjárveitingavaldinu, það má segja að það hefur aldrei verið of- gert við þessi embætti.“ mikael@dv.is Neyddir í niðurskurð vegna fjársveltis Borgarnes sýslumaðurinn í Borgarnesi neyðist til að skera niður vegna þrenginga. Hafsteinn Haraldsson Ragnars Magnússonar Breiðavíkurdrengur missir aleiguna „Ég er bara svo sár yfir að hafa verið blekktur með þessum hætti.“ valuR gRettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ragnar Magnússon Lét ábyrgð falla á lásasmið eftir að lásasmiðurinn hafði margbeðið hann að taka hann úr ábyrgð. „Við spjölluðum oft um viðskipti og úr varð að við stofnuðum félag og reyndum við fasteignaviðskipti,“ segir Hafsteinn Haraldsson, sem þurfti að selja hús sitt og bíl til þess að greiða skuldir sem féllu á hann vegna vanefnda veitingamannsins Ragnars Magnússonar, sem hefur stigið krappan dans og vill sjálfur meina að hann sé ofsóttur af hand- rukkurum. Hafsteinn rak eignafé- lagið Jr - Klettur ehf. ásamt Ragnari til skamms tíma. Hann dró sig út úr fyrirtækinu fyrir áramót en Ragnar skipti aldrei um ábyrgðarmann. Að lokum féllu skuldir félagsins á Haf- stein. Í dag hefur hann selt allt sem hann á og stefnir á að fara á sjóinn. Blankur á fimmtugsaldrinum Lásasmiðurinn Hafsteinn er sennilega mörgum kunnugur enda rak hann til fjölda ára fyrirtækið Neyðarþjónustuna sem sér um að skipta um lása á hurðum og hleypa fólki inn sem hefur týnt lyklunum sínum. Hann ákvað fyrir áramót að fara í samstarf með Ragnari með það að sjónarmiði að hagnast á fasteignum. Hafsteinn segir að síð- ar hafi komið í ljós að hann hafði ekki tíma til þess að sinna fyrir- tækinu sem skyldi. Hann óskaði eftir að draga sig út úr því sem og hann gerði í samkomulagi við Ragnar. „Síðan ætlaði hann að taka mig úr ábyrgðum. Hann sagðist alltaf ætla að redda þessu, en hann gerði það aldrei,“ segir Hafsteinn sem stend- ur í dag slyppur og snauðum á fimm- tugsaldrinum. Ógeðfelld hundsun „Það sem mér fannst ógeðfelldast var að hann hætti að svara skilaboðum mín- um,“ segir Hafsteinn sem hefur reynt allar leiðir til þess að ná í Ragnar. Hann sendi honum tölvupóst, smáskilaboð og hringdi ítrekað í alla sem hann þekkti til að reyna að ná í Ragnar. En uppskar ekkert fyrir erfiðið. Hann segist síð- an í desember hafa skrifað reglulega bréf þar sem hann biður Ragnar um að gera upp skuldir sínar vegna fyr- irtækisins, vanefndir Ragnars komi sér ekki við og honum þyki sárt að þurfa að borga skuldir Ragnars með öllu sem hann á. Upphaflegu skuldirnar sem Haf- steinn átti að greiða námu fimmtíu milljónum króna. Eitthvað hefur kvarnast af því og þeg- ar hefur Hafsteinn borgað 20 milljónir í skuldir vegna Ragn- ars. var á Breiðavík „Ég seldi íbúðina mína á nítj- án milljónir og svo bílinn og mót- orhjól sem ég átti,“ segir Hafsteinn sem er sár. Hann segist vera í sömu sporum og þegar hann var fjórtán ára gamall, aðeins ári eftir að hann slapp frá Breiðavík þegar það heim- ili var upp á sitt versta. Hafsteinn segir að eftir Breiðavík hafi hann farið á sjóinn og reynt að koma ár sinni fyrir borð. „Ég er bara svo sár yfir að hafa verið blekkt- ur með þessum hætti,“ segir Haf- steinn en Ragnar hefur ekki svar- að honum efn- islega um málið síðan í desem- ber. Hafsteinn segist þó hafa hitt hann í mý- flugumynd á fasteignasölu í mars. Þá hafi Ragnar lofað að tala við hann síðdegis. Hann hafði aldrei samband. Foreldarnir að missa húsið „Mér finnst þetta ömur- legt, en ég gat bara ekki fundið annan ábyrgðarmann á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann segir að það hafi ekki verið möguleiki að losa Hafstein undan ábyrgð á sínum tíma. Það hafi staðið til, en áður en það tókst hafi allt farið úrskeiðis í lífi sínu. Hann segist hafa misst skemmtistaði sem hann festi kaup á og það hafi kostað hann að minnsta kosti hundrað milljónir króna. Hann segist hafa boðið Haf- steini eignir í staðinn en hann hafi viljað pening frekar. Þeg- ar haft var samband við Haf- stein vegna þessa sagði hann eignirnar sem honum hafi ver- ið boðið hafa verið skuldsettar upp í topp og ekki þess virði að eiga þær. Hann hafi í raun reynt að borga skuldir með skuldum. Ragnar segir að sér líði illa vegna málsins. Hann sé sjálfur á vanskilaskrá og skuldi mörgum vegna skemmti- staðamálsins. „Jafnvel foreldrar mínir eru að missa húsið sitt,“ segir Ragnar að lokum. „Jafnvel foreldrar mínir eru að missa húsið sitt.“ Hafsteinn Haraldsson Lásasmiðurinn og Breiðavíkurdrengurinn Hafsteinn missti allt sem hann átti vegna ragnars. mánudagur 1. september 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Það var ljóst frá upphafi að þeir hefðu ekki komið nálægt neinu sem er refisvert,“ segir Erlendur Þór Gunn- arsson, lögmaður veitingahúsaeig- endanna Arnars Þórs Gíslasonar, Loga Helgasonar, Níelsar Hafstein- sonar, Hafsteins Egilssonar og Þórð- ar Ágústssonar. Fyrrum veitingahúsa- eigandinn Ragnar Magnússon kærði þá fyrir beita fyrir sig handrukkurum til þess að neyða hann til að skrifa undir afsal af skemmtistöðunum Ol- iver, Lídó, Barnum, Q bar og Iðusöl- um. Sjálfur vildi Ragnar meina að hann hefði glatað að minnsta kosti hundrað milljónum vegna framferðis þeirra. Nú hefur ásökunum Ragnars verið vísað á bug og lögreglan hætt rannsókn. Milljónatap Það var um miðjan mars sem Ragn- ar kærði veitingahúsaeigendurna fyrir að beita fyrir sig Hilmari Leifssyni og Benjamín Þór Þorgrímssyni. Þá sak- aði Ragnar þá um að hafa handrukk- að sig og neytt til þess að skrifa undir afsal af skemmtistöðunum sem hann hafði keypt af veitingahúsaeigendun- um. Ragnar kvittaði undir og fengu þeir þá skemmtistaðina aftur í sín- ar hendur. Ragnar sagðist hafa tapað að minnsta kosti hundrað milljónum króna vegna málsins. Lögreglan hóf í kjölfarið rannsókn en auk þessa máls hefur Ragnar kært Benjamín Þór fyrir líkamsárás sem á að hafa átt sér stað í lok júlí. En Kompás náði því atviki á myndband. Kæra hugsanlega rógburð Sjálfur sagði Arnar Þór í viðtali við visir.is í mars að ásakanir Ragnars væru með ólíkindum. Þær væru róg- burður sem ekki væru svara verðar. Núna hefur komið í ljós að lögreglan sér ekki grundvöll til þess að sækja málið og hefur þar með hreinsað veit- ingahúsaeigendurna af allri sök. „Við hittumst í vikunni og það var rætt hvað væri hægt að gera varðandi rógburð sem þennan,“ segir Erlend- ur Þór, lögfræðingur þeirra, en það er enn í skoðun hvort þeir kæri Ragnar fyrir að bera út rógburðinn. Sjálfir hafi þeir skaðast vegna málsins. Brunabílar í Vogunum Upphaf þess að veitingahúsaeig- endurnir fengu staðina aftur var ein- faldlega vegna þess að Ragnar borg- aði ekki uppsett verð fyrir staðina. Þeir vildu meina að Ragnar hefði ekki staðið við efndir sínar í málinu en það mátti rekja til þess að lúxusbílar sem voru í eigu Ragnars og í vörslu Ann- þórs Karlssonar í Vogunum, brunnu á bílaplani. Lögreglan rannsakaði málið sem íkveikju. Enn hefur eng- inn verið kærður vegna málsins. Bíla- bruninn var áfall fyrir Ragnar en talið var að andvirði bílanna hafi hlaupið á tugum milljóna króna. Aðeins þrem- ur mánuðum eftir brunann skrifaði hann undir afsal af stöðunum og eru þeir því í eigu upphaflegra eigenda. Lögbannsmál þingfest Málið allt hefur hinsvegar haft þær afleiðingar að Benjamín Þór hefur sak- að Ragnar um hefndaraðgerðir þeg- ar hann á að hafa kveikt í lúxusjeppa sem var í hans eigu. Sú rimma náði hámarki í lok júlí þar sem Benjamín Þór á að hafa lamið Ragnar við hafn- arvogina í Hafnarfirði. Í ljós kom að sá fundur var tekinn upp af fréttamönn- um Kompáss og náðu þeir myndskeiði af Benjamín að ganga í skrokk á Ragn- ari. Benjamín vissi ekki af myndavél- unum og vildi lögbann á birtingu mynd- skeiðs- ins. Hann kærði til sýslumanns Reykjavíkur sem synjaði beiðninni. Í kjöl- farið kærði Benjamín ákvörðun sýslumanns og verður það mál þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. Ragnars Magn- ússonar Benjamín Þór Þorgímsson Hilmari Leifssyni bareigendur saklausir af handrukkun „Við hittumst í vikunni og það var rætt hvað væri hægt að gera varð- andi rógburð sem þennan.“ VaLuR gRettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Ragnar Magnússon Lögreglan hefur vísað frá kærum sem ragnar lagði fram á hendur fimm veitingahúsaeigendum. St rí ð ið u m S k em m ti St a ð in a q bar oliver iðusalirlídó barinn skotið á heimili Um tvöleytið aðfaranótt laugardags barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að skotið hefði verið úr loftbyssu í rúðu íbúðarhúss við Faxabraut í Keflavík. Íbúar sáu þann aðila er mundaði skotvopnið og gáfu nokkuð greinagóða lýsingu á því ökutæki sem hann var í ásamt tveimur öðrum. Ekki náði þó lögreglan að hafa uppi á þeim sem stóðu að árásinni og hvetur hún þá sem voru að verki til að gefa sig fram við lögreglu. samstarf við litháen Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ritaði á föstudag undir samstarfsáætlun með Petras Baguska, dómsmála- ráðherra Litháens í Viliníus. Samkvæmt áætluninni munu dómsmálaráðuneyti landanna efla samstarf sitt, þar á meðal á sviði fangelsismála. Fyrr á árinu komust ráðherr- arnir að samkomulagi um að fangar frá Litháen í íslenskum fangelsum skyldu taka út refs- ingu í heimalandi sínu, enda væru þeir dæmdir til nokkurra ára refsivistar. Á fundi ráðherr- anna í gær var staðfest, að þrír fyrstu fangarnir væru á förum til Litháens. kannabis á busaballi Á föstudagskvöldið var lög- reglan á Akureyri með eftirlit með fíkniefnum vegna árlegs busaballs VMA. Lögreglan hafði afskipti af fjórum einstaklingum og fundust meint kannabisefni á einum þeirra ásamt tækjum og tólum til neyslu fíkniefna. Umbúðir utan af fíkniefnum fundust á öðrum. Það var fíkni- efnahundur lögreglunnar sem notaður var við eftirlitið og stóð hann sig með stakri prýði. Sama dag náði hundurinn að koma upp um mann á Akureyrarflug- velli, sem hafði komið fyrir 10 grömmum af ætluðu kókaíni í endaþarmi. „Þú ert að biðja um að vera laminn“ Ragnar Magnússon leitaði til sjónvarpsþáttarins Kompáss og sagðist sæta ofbeldishótunum af hálfu Benjamíns Þórs Þorgríms- sonar, öðru nafni Benna Ólsara. Benjamín er sagður hafa vilj- að rukka Ragnar vegna ummæl- anna, en sjálfur segist Benjamín hafa verið að rukka fyrir bíl sinn, sem hann segir Ragnar hafa látið brenna. Eftirfarandi er samtal Ragnars og Benna, sem Kompás tók upp á laun. Ekki er um samfellt samtal að ræða, þar sem á nokkrum stöðum virðist hafa verið klippt úr upptök- unni. Samtal Ragnars og Benna Ólsara Ragnar: Heldurðu að ég fari að borga þér einhverjar fleiri milljónir, hérna, af því að ég sagði sannleikann við þig? Benjamín: Nei, þú nefnilega sagðir ekki sannleikann, sko. Ragnar: Nú? benjamín: Nei, þú varst bara að ljúga, sko. Ragnar: já, já. Benjamín: þú tókst þetta ansi langt fram í sviðsljósið sem varð til þess, næstum því, að ég missti vinnuna, ragnar. Ragnar: já, já. Benjamín: já. Benjamín: Ég lenti í þvílíkum djöfulsins vandræðum út af þér. Ragnar: Já, já. Benjamín: já. ef ég væri þessi hálfviti og vitleysingur sem þú segir að ég sé, heldurðu að ég væri að vinna þá í World Class? að ég fengi að vinna þarna niður frá? Ragnar: Nei. benjamín: Nei. það er bara svoleiðis, sko. það er lög og regla hér í landinu, sko. Ragnar: já, já. Benjamín: já, það er svoleiðis, sko. þú ert búinn að komast ansi langt, sko. Ragnar: en þú? Benja- mín: það getur bara vel verið, sko. Ragnar: já, já. Benjamín: en ég beiti ekki ofbeldi. ragnar. Nú, réðistu ekki á mig? Benjamín: já, veistu það, ég var að passa mig að meiða þig ekki. þú veist. Áttaðu þig á einu, að ef þú gengur ekki frá mér, þá eru bara svo margir sem ætla að ganga frá þér. Ragnar: Hvað, átt þú þá að fara að vernda mig, eða? Benjamín: Ha? Nei, nei, nei, nei. Ég bara læt þig í friði. þá er enginn að fokka í þér. þú verður bara að borga. Ragnar: Ég er ekki að fara að borga neitt. Benjamín: þá verðurðu bara terroris- eraður það sem eftir er ævi þinnar. Ragnar: Nú, já. Benjamín: þú veist, það er bara svoleiðis. Ragnar: Nú, já. Benjamín: þú getur ekki neitt gert í því. ekki neitt, sko. ef þú ætlar að bara að vera fífl, sko. svo er líka eitt með þig, hortugheitin og kjafturinn og svona, sko. þú ert líka að biðja um að vera laminn. Hvað veit ég nema það sé búið að setja upp myndavélar og læti, sko? þú ert bara bullandi, sko. þú veist ... strákurinn í smáranum sem á kaffihúsið þar er búinn að tapa einhverjum tíu milljónum ... á þér. Á einhverju pítsadæmi. þetta er bara einn af þeim gæjum, sem eru ekki einu sinni að spá í það. af því að þeir geta ekki sótt þig. sko, lagalega séð. þetta er bara indælis- drengur. þeir eru nokkrir sem eiga peninga hjá þér, sko, sem vilja sækja þig, sko. ... Hvernig viltu hafa þetta ...? Viltu bara vera með augu í hnakkanum, drullustressaður á því og skít- hræddur alla daga? Ragnar spyr hvað hann eigi að gera ef Benjamín komi aftur að heimta meiri pening. Benjamín: það er heiðursmannasam- komulag, veistu ekki hvað það er? Ragnar: Ég er ekki viss um að þú vitir það. Ég ætla ekki að gera... Benjamín: þú verður að sleppa út úr þessu. Ragnar: Ég er ekki að fara að borga þér neitt. það er bara alveg á tæru. Benjamín: þú gerir það samt, sko. Ragnar: Nehei. það er bara alveg á tæru. Benjamín: það er ekki svoleiðis. Ragnar: gleymdu þessu! Ég er að segja þér það. Benjamín: Nei, það er ekki svoleiðis. Ragnar: Ég er að segja þér það, ég er ekki að fara að borga þér neitt. það er bara alveg á tæru. Benjamín: jú, það er svoleiðis... Ég ætla samt ekkert að snerta þig neitt núna, sko ... ef þú vilt ekki sleppa bara eins og maður, að lifa lífinu á Íslandi, sko, sem er bara fínt fyrir þig. þá geturðu verið að skúra áfram ... Ég á örugglega fleiri vini en þú. Ragnar: já, er það? það er gott hjá þér. Benjamín: það er svoleiðis. Ég er mjög vel liðinn, sko. Ragnar: það er bara gott hjá þér. Benjamín: Ég er rosa sanngjarn líka, sko. Ég er með mjög sterka réttlætis- kennd. Ragnar: aha. Benjamín: Ég er það, í alvöru talað. Ragnar: jáá... Benjamín: Ég er ekki algjör fáviti, sko. en þú svíkur og prettar eins og ekkert sé ... þú ert einn af einstökum aðilum sem ég hef talað við svona, eins og ég er að tala við þig. af því að þú sérð bara eina leið. það er bara þín leið... en ég vil að þú borgir mér peningana mína. þú verður að gera það, sko. annars förum við bara í stríð við þig. sem þú tapar, alveg örugglega ... Benjamín: mér langar svo að berja þig, ragnar. stúta þér. af því að þú átt ekkert annað skilið, sko. spáðu í því. þessar umsagnir sem þú sagðir ... Benjamín lætur hnefana tala. Kompás hringir á lögregluna eftir að barsmíðarnar stigmagnast. Samtal fyrir framan myndavélar Kompáss endaði með ofbeldi: „Hvað veit ég nema það sé búið að setja upp myndavélar og læti?“ Úr Kompásþættinum í gærkvöldi benjamín þór stendur ógnandi frammi fyrir ragnari, sem neitar að borga. Benjamín Þór Þorgrímsson barði ragnar magnússon eftir langt samtal og segist hafa verið espaður upp. annÞór var lífvörður ragnars við sig. „Það má koma skýrt fram að þetta er ofnotað orð á Íslandi, það eru allir orðnir handrukkarar ef þeir vilja fá launin sín borguð.“ Benjamín gerir einnig athuga- semdir við fráganginn á þættinum og segir hann hafa verið klipptan með það í huga að gera sinn hlut sem ver- stan: „Það sem þeir pössuðu sig á í þættinum var að ég var að hitta hann útaf bílnum mínum, bara persónu- lega en þeir klipptu það út. Ég var bara að rukka manninn fyrir bílinn minn og það að drulla yfir mig í fjöl- miðlum. Þetta var bara persónulegt á milli mín og Ragga og það tengd- ist ekki neinum öðrum. Það var líka klippt út þegar ég hringi aftur í Ragga og Jóhannes svarar í símann og er bara með hortugheit við mig og er að reyna að fá mig til þess að hóta sér í símann. Hann nánast sagði við mig, núna erum við búnir að góma þig.“ Þá saknaði Benjamín þess að allar ög- ranir Ragnars komu ekki fram. „Ragn- ar var búinn að segja við mig „þú ert vitleysingur“ og eitthvað svona sko. Hann segir svona nokkur vel valin orð sko. Og ég fann það á mér eins og ég sagði þarna á myndbandinu: „Hvað ertu með myndavél eða diktafón hérna?“ Ég fann það á mér sko.“ Rekinn frá World Class DV hafði samband við Jóhann- es Kristjánsson riststjóra Kompáss og spurði hann út í ásakanir Benja- míns þess efnis að orð Ragnars hafi verið klippt út úr þættinum. „Ég ætla ekkert að fara út í þetta og hef ekkert um þetta að segja. Ég vil ekki kommentera á þetta,“ segir Jó- hannes og bætir þessu við; „Komp- ás stendur við þennan þátt og vinnubrögðin voru fagleg og góð.“ Þess má einnig geta að Jóhannes sagði frá því í gærdag að sér hefði verið hótað lífláti vegna fyrirhug- aðrar sýningar á þættinum um- talaða. Benjamín gefur hins vegar ekki mikið fyrir þau orð og segir Jó- hannes aðeins hafa verið að draga enn meiri athygli að þættinum. Hafdís Jónsdóttir annar eigandi World Class segir við DV að Benja- mín starfi ekki lengur á líkams- ræktarstöðinni. Hún segir stjórn- endur fyrirtækisins hafa tekið þá ákvörðun að hann myndi hætta um leið og Kompásmálið kom fyrst í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega bara skrítið að sjá svona sko,“ segir hún þegar hún er spurð út í mynd- skeiðið þar sem Benjamín ræðst á Ragnar. Klipptur til benjamín, eða benni Ólsari eins og hann er stundum kallaður, vill meina að þátturinn hafi verið klipptur til og orð ragnars hafi verið klippt út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.