Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 17
Þegar þrír leikdagar eru búnir af sautján eru kúrekarnir frá Dall- as, Dallas Cowboys, taplausir eins og reyndar fjögur önnur lið. Vic Carucci, einn virtasti blaðamaður og greinahöfundur um NFL-deild- ina, segir að eftir leikinn á sunnu- dagskvöldið gegn Green Bay Pack- ers sé engin spurning um hvaða lið sé best í deildinni. Dallas Cow- boys. Dallas vann þrjá Superbowl- titla eða Ofurskálar á árunum 1993 til 1996. Í fyrra tapaði Dallas í því sem kallast upp á íslensku 8 liða úrslit fyrir New York Giants sem varð svo meistari. Giants hefur einnig unn- ið fyrstu þrjá leiki sína en tveir af þeim leikjum hafa verið gegn liðum með 0-3 árangur. Í fyrradag var Gi- ants enn meira ósannfærandi þegar það þurfti framlengingu til að leggja Bengals í framlengingu en Bengals hefur ekki unnið leik á árinu. Styrkur úti um allt í sókninni Gefum Vic Carucci orðið um hina mögnuðu sókn Dallas Cowboys. „Cowboys ógnar úr öllum stöðum sóknarlega. Með léttu úlnliðskasti getur leikstjórnandinn Tony Romo hitt útherja með sendingu sem get- ur breytt leiknum eins og hann gerði oft gegn Eagles og Packers. Gegn Packers á sunnudaginn gaf hann 63 metra sendingu á útherjann Miles Austin sem setti upp tveggja metra hlaup í markið fyrir hlauparann Marion Barber. Það kom liðinu í 20- 9 forystu og svo í fjórða og síðasta leikhlutanum hitti hann Austin aft- ur með 53 metra sendingu sem gaf snertimark og kláraði leikinn. Hinn magnaði útherji, Terrel Owens, hafði hægt um sig á sunnu- daginn en var frábær gegn sínum gömlu félögum í Eagles fyrir viku. Hann mun svo sannarlega vera lyk- ilþáttur á tímabilinu og svo má ekki gleyma nýliðanum, hlauparanum Felix Jones.“ Halda sig á jörðinni Dallas var spáð alla leið í fyrra en fékk skell í 8 liða úrslitum. Árið áður hafði leikstjórnandinn Tony Romo gert hræðileg mistök í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem kostaði lið- ið áframhald. Hann heldur sig því alveg á jörðinni yfir fyrstu þremur vikunum. „Við erum gott lið. Ég veit það alveg. Á þessum tíma árs skipt- ir samt engu hvort þú ert líklegast- ur eða ólíklegastur til afreka. Maður vill vera líklegastur í lok tímabils- ins,“ segir Romo. Vic Carucci segir Dallas vera heil- steyptasta liðið af þeim sem eiga að heita góð í deildinni. Það hefur nú þegar unnið tvo sterka andstæðinga og það sannfærandi. Árið í ár gæti því loks markað endurkomu Dall- as, allavega í úrslitaleikinn, þang- að sem það hefur ekki komist síðan það vann síðast 1996. þriðjudagur 23. september 2008 17Sport Sport Morrati Sáttur Með MourinHo massimo moratti, eigandi Ítalíumeist-ara inter, er hæstánægður með störf joses mourinho sem hann réð sem þjálfara liðsins í sumar. mourinho byrjaði með jafntefli í sínum fyrsta leik í deildinni en hefur síðan unnið tvo þar í röð og þrjá í röð með sigrinum á paOK í meistaradeildinni. „þegar ég ákvað að ráða mourinho vissi ég að hann væri sá besti og það er að koma í ljós,“ segir moratti en um helgina bíður mourinhos nágrannaslagurinn gegn aC milan. „er juventus okkar stærsti keppninautur núna? Ég veit allavega að aC milan hræðir mig og roma er að komast í gang. þetta snýst samt um að við sýnum okkar styrkleika,“ segir moratti. Dallas Cowboys er besta liðið í NFL-deildinni segir sérfræðingur um ameríska fótboltann. Þetta stórveldi sem á að baki fimm Ofurskálar hefur verið í lægð lengi en verið að byggja upp sterkt lið síðustu ár. Margir bjuggust við því í úrslitin í fyrra en allt kom fyrir ekki. Þetta tímabil gæti svo sannarlega markað endurkomu þessa magnaða liðs á toppinn. ENDURKOMA KÚREKANNA Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, gerði tvær breytingar á hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi næstkomandi laugardag. Gréta Mjöll Samúelsdóttir er frá vegna slitins krossbands og í hennar stað kemur Harpa Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki. Þá tekur María Björg Ágústsdóttir, markvörður bikarmeistara KR, sætið af Söndru Sigurðardóttur úr Stjörn- unni. Leikurinn á laugardaginn er svo sannarlega sá mikilvægasti frá upp- hafi. Íslandi dugir jafntefli gegn Frakklandi til þess að komast beint á stórmót, Evrópumótið sem hald- ið verður í Finnlandi á næsta ári. Ís- land vann Frakkland í fyrri leiknum hér heima, 1-0, með marki Margrétar Láru Viðarsdóttur á 81. mínútu. Tapi Ísland leiknum og endi í 2. sæti riðilsins er þó öll von langt frá því að vera úti. Þjóðirnar í 2. sæti og nokkrar úr 3. sæti komast í umspil og vegna stiga- og markafjölda íslenska liðsins ætti mótherjinn með öllu að vera vel viðráðanlegur. Stelpurnar þurfa samt ekkert að spá í það. Þær hafa nú þegar sýnt magnaða takta í riðlinum og hafa þess utan unn- ið Frakkland. Fari Ísland í umspil verða þeir leikir heima og að heiman í október. tomas@dv.is Sigurður ragnar eyjólfsson búinn að velja hópinn fyrir mikilvægasta leikinn frá upphafi: TVÆR BREYTINGAR FYRIR FRAKKLANDSFÖR eKKi FaLDo að Kenna evrópska ryder-liðið í golfi tapaði fyrir því bandaríska um helgina með 16 og hálfum vinningi gegn 11 og hálfum. með sigrinum rufu bandaríkin sigurgöngu evrópu sem hafði sigrað þrisvar í röð. Nick Faldo var liðsstjóri evrópska liðsins en liðsmenn hans kenna honum ekki um gengið. enn frekar vilja sumir sjá hann stýra liðinu aftur eftir tvö ár. „Hefði ég unnið minn leik gegn anthony Kim værum við kannski að tala um allt annan hlut. mitt tap kom Faldo ekkert við,“ segir spánverjinn sergio garcia og englendingurinn Lee Westwood tekur í sama streng. „Leikurinn sem ég og sergio garcia vorum hvíldir í endaði með sigri hjá okkur. segð þú mér hvort hann gerði þar rétt eða rangt?“ Faldo býst ekki við að stýra liðinu aftur 2010 en annar fyrrverandi liðsstjóri, bernard gallagher, vill sjá Faldo áfram. „Faldo verðskuldar annað tækifæri. Hann hefur gert mikið fyrir íþróttina og sérstaklega evrópskt golf,“ segir gallagher sem sjálfur stýrði liðinu þrisvar og vann aðeins einu sinni. tomas@dv.is DÝr DanS tryggvi guðmundsson fékk gula spjaldið fyrir léttan dans sem hann tók eftir að atli Viðar björnsson skoraði sigurmark FH gegn Keflavík á sunnudagskvöldið og hélt þar með titilbaráttunni á lofti. Kristni jakobssyni, dómara leiksins, fannst tryggvi þar sýna óíþróttamannslega hegðun og spjaldaði tryggva. þar sem þetta er fjórða gula spjald tryggva verður hann dæmdur í leikbann þegar aganefndin kemur saman í dag. það er að segja ef ekki sömu mistök verða gerð og með dennis siim. bönn vegna gulra spjalda taka gildi á hádegi á föstudögum og verður tryggvi því með eins og dennis siim þegar FH mætir breiðabliki klukkan 16.30 á miðvikudaginn kemur. þeir verða hins vegar báðir í banni í lokaumferðinni þegar FH heimsækir Fylki. þar verða þeir að sigra eins og á miðvikudaginn til að verða Íslandsmeistarar og verða að binda vonir sínar við að Fram vinni helst Keflavík í Keflavík. jafntefli gæti þó dugað þeim vinni FH næstu tvo leiki með hagstæðri markatölu. CoPPeL tiL Í annan LeiK sá ótrúlegi atburður átti sér stað í leik reading og Watford í Champ- ionship-deildinni á englandi að reading fékk dæmt mark án þess að koma boltanum yfir línuna. Í stað þess að flagga hornspyrnu flaggaði aðstoðardómari leiksins mark þrátt fyrir að ekki einum einasta reading- manni dytti í hug að biðja um mark enda allir að gera sig klára í hornspyrnu. þrátt fyrir mikil mótmæli Watford var markið dæmt gilt og þannig komst reading í 1-0 en leikurinn endaði að lokum 2-2. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég finn til með Watford og ég mun aldrei neita því að þetta var ekki mark. ef farið verður fram á að leikurinn verði leikinn aftur mun ég ekki heldur mótmæla því á neinn hátt,“ segir steve Coppel, knatt- spyrnustjóri reading. tÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Þrír af fjórum dallas vann þrjá superbowl-titla frá 93 til 96. Burðarásar Leikstjórn- andinn tony romo og útherjinn terrel Owens gætu leitt dallas aftur á toppinn. MiKiLvægi ÞeSS að Byrja 3-0 miðað við núverandi fyrirkomulag í úrslitakeppni sem sett var á laggirnar 1990. n 93 lið hafa komist í 3-0 á þessum 18 árum n 72 lið af þeim 93 (77,4%) hafa komist í úrslitakeppnina n 21 lið af þeim 93 (22,6%) hefur ekki komist í úrslitakeppnina LanDSLiðSHÓPur Kvenna Markverðir þóra björg Helgadóttir anderlecht maría b. Ágústsdóttir Kr aðrir leikmenn Katrín jónsdóttir Valur dóra maría Lárusdóttir Valur Ásta Árnadóttir Valur margrét Lára Viðarsdóttir Valur sif atladóttir Valur edda garðarsdóttir Kr guðrún sóley gunnarsdóttir Kr Hólmfríður magnúsdóttir Kr Ólína guðbjörg Viðarsdóttir Kr Katrín Ómarsdóttir Kr embla sigríður grétarsdóttir Kr Harpa þorsteinsdóttir breiðablik sara björk gunnarsdóttir breiðablik rakel Hönnudóttir þór/Ka dóra stefánsdóttir Ldb malmö erla steina arnardóttir Kristianstad allt ræðst á laugardaginn Íslenska kvennalandsliðinu dugir jafntefli til að komast á stórmót. MynD aMe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.