Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 15
þriðjudagur 23. september 2008 15Umræða Ég man dagana eftir 11/9. Óvænt al- vara lagðist yfir heiminn eftir tíma sem hafði einkennst af kjánaskap og ærslum. Menn héldu í alvörunni að allt myndi breytast. Við værum að kveðja tíma léttúðar, myndum hætta að eitra huga okkar með drasli. Um stundarsakir greip um sig áhugi á al- þjóðastjórnmálum, trú og heimspeki – þrá eftir svörum. Það var talað um að orðið hefði grundvallarbreyting á viðhorfum – pólskipti. En auðvitað var þetta ekki svona. Vélin hökti aðeins og svo hrökk hún aftur í gang. Minni fólks er stutt og fjölmiðlanna ennþá styttra. Nú, sjö árum síðar, er aftur talað um meiriháttar umskipti. Það er sagt að tímabilið sem hófst með Thatcher og Reagan sé á enda; tími hömlu- lausrar frjálshyggju, auðsöfnunar og græðgi. Maður les í erlendum blöð- um að upp renni tími annars konar gildismats; meiri ríkisafskipta, meiri samhjálpar, minni egóisma – að við getum ekki búið við kerfi sem þrífst ekki nema það þenjist stöðugt út. Meira að segja Mogginn er farinn að segja að Steingrímur J. hafi haft rétt fyrir sér. Það er samhljómur með ís- lenska sósíalistaforingjanum og Fin- ancial Times. Úti um allan heim fer fram áköf naflaskoðun. Hverju var um að kenna? Gráðugum fjármálamönn- um, skammsýnum stjórnmálamönn- um, stærðfræðingum sem bjuggu til ótrúlegar fjármálaflækjur sem eng- inn skilur lengur, fjölmiðlamönn- um sem spurðu ekki réttu spurning- anna. Menn trúðu því í alvörunni að búið væri að búa svo um hnútana að öll áhætta á fjármálamarkaði væri úr sögunni; með því að dreifa henni eftir nógu flóknum formúlum myndu hin- ir góðu tímar vara að eilífu. Svo springur þetta allt í loft upp og þá sjá allir samstundis að við vorum eins og villuráfandi sauðir úti í skógi. Að þetta var eins og fjöldadáleiðsla. Hvar er Hannes? Bent hefur verið á að ef stjórnmála- mönnum hefði orðið svona rosalega á í messunni væri búið að hlaða bál- köst eða festa einhvern upp í staur. Ef þetta hefði verið herforingi væri hann löngu búinn að kasta sér á sverð sitt. En ofurmennin sem um tímabil voru meistarar alheimsins taka þetta ekki svona nærri sér. Þeir hafa bara lát- ið sig hverfa þegjandi og hljóðalaust; leyst upp í frumeindir eins og köttur- inn í Lísu í Undralandi þar til ekkert er loks eftir nema glottið. Hvar er Hannes Smárason? er spurningin sem hljómar oftast á mannamótum á Íslandi. Hlutabréfamarkaðurinn Á Íslandi var stofnaður hluta- bréfamarkaður. Fiskurinn var einka- væddur, síðan bankarnir. Hugmynd- in var að almenningur tæki þátt í markaðnum með sitt sparifé, sér og samfélaginu til hagsbóta. Það voru veittir skattaafslættir vegna hluta- bréfakaupa; ríkið beinlínis hvatti til svona viðskipta. Í raun var þetta eins og boð til hákarlanna að taka nú ær- lega til matar síns í síldartorfunni. Hlutabréfamarkaðurinn með sínu flókna eignarhaldi, tilbúnu hækkun- um og félögum sem komu og fóru, var eiginlega ekki annað en brandari í þessu litla klíkusamfélagi. Sumir stjórnmálamenn létu þetta fara í taugarnar á sér. Viðbrögð þeirra voru þó aldrei neitt nema fálm, byggð- ust ekki á neinni yfirvegaðri hugsun eða framkvæmd, heldur lýstu sér best í því þegar forsætisráðherranum var ofboðið og fór og tók peningana sína út úr banka eða í herferð gegn Baugi sem einkenndist af því að skjóta bara nógu mikið í von um að eitthvað hitti. En í rauninni var ekkert gert til að hafa hemil á græðginni, ofurlaunun- um, ofþenslunni eða spekúlöntum sem fóru inn í fyrirtæki, skuldsettu þau til andskotans og skildu þau eftir á hvínandi kúpunni. Samfylkingin lét einn sinn klárasta mann, Jón Sigurðs- son, gera skýrslu um neikvæðar af- leiðingar af þessu, en gleymdi henni undireins og hún kom í ríkisstjórn. Ekki heldur hún vildi skemma veislu- fögnuðinn. Seilst í orkuna Ég var að velta því fyrir mér hvort yrði grundvallarbreyting. Fjárfest- ingarbankar heyra sögunni til í bili. Skattgreiðendur víða um heim þurfa að borga brúsann vegna ruglsins. Það verður sjálfsagt sett upp flóknara regluverk fyrir fjármálastarfsemi – og mun ekki af veita á Íslandi. Hetja dagsins er Warren Buffet sem segist aldrei fjárfesta í neinu sem hann skilur ekki. Það er stórmerkilegt að heyra íslenska bankajöfra tala um að framtíð okkar sé fólgin í orku og fiski en ekki fjármálum. Þetta er í raun algjört afturhvarf til gamals tíma. Reyndar verður manni hugsað til þess að ekki er nema ár síðan mestu lukkuriddararnir voru stöðvaðir þar sem þeir voru komnir með lúkuna í orkuauðlindirnar með aðstoð spilltra stjórnmálamanna. Þeir voru stöðvað- ir á síðasta augnabliki. Ég skrifaði á vefinn um daginn að þetta hefði verið „hjúkit“. Það mátti ekki tæpara standa. Eða hvernig hefði mönnum litist á það í dag að Hannes og co hefðu tut- tugu ára einkarétt á að nota aðstöðu, rannsóknir og nafn Orkuveitunnar? Hver er konan? „Ég er yfirleitt kölluð magga. Fæst við skriftir, tónlist, heimilisstörf og margt fleira.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsþorst- inn og eirðarleysið.“ Uppáhaldsbíómynd? „ef ég neyðist til að velja eina er það La dolce vita eftir Fellini. aðallega út af tónlist Ninos rota sem er best af öllu.“ Uppáhaldsbókin þín? „alfinnur álfakóngur.“ Af hverju ert þú stoltust? „börnunum mínum fjórum. svo er ég stolt af sjálfri mér stundum.“ Hefur þú sagt skilið við tónlist- ina? „Nei, það er ekki hægt að segja skilið við tónlistina. Hún er hluti af lífinu. tónlistin er ekki í eins miklum forgrunni núna eins og skriftirnar.“ Hefur þú gaman af spennuefni? „já, að sjálfsögðu, hef mjög gaman af því. það er spenna í öllum sögum. það þarf ekki endilega einhver að drepast. mannleg samskipti eru spennandi.“ Hvort er betra að spila á hljóm- borð eða skrifa handrit? „þetta er bara mjög svipað. maður skrifar handrit með lyklaborði og alveg hægt að ímynda sér að maður sé að spila tónlist. það er einnig mikil spenna í því að spila á hljómborð.“ Eru þættirnir betri en bókin? „Nei, þetta er allt annar miðill. Fólk nýtur bókar allt öðruvísu en sjónvarps- og kvikmyndaefnis. þetta er annars konar upplifun, en auðvitað er sami kjarninn.“ Ert þú sátt við útkomuna? „það sem ég hef séð lofar mjög góðu. Ég er mjög spennt.“ Hvað er fram undan? „Núna er ég að skrifa næstu spennuseríu. þetta er lögmannadrama sem ég, sigurjón Kjartansson og Kristinn þórðarson erum að skrifa. það kallast Lög og réttur. svo er ég að skrifa barnamynd upp úr bók guðrúnar Helgadóttur, Öðruvísi dagar, ásamt ingu Lísu middleton.“ Eruð þið Sigurjón orðin einhvers konar teymi? „Við höfum skrifað heilmikið saman. byrjuðum að skrifa saman stelpurnar, síðan svarta engla og nú lögfræðiþættina. það má segja að við séum eins konar skrifdúó.“ Fjöldadáleiðsla SmAlAð í SnjónUm snjór var yfir öllu þegar smali fór teymdi hest sinn í Landmannalaugum í leit að kindum um helgina. Veturinn er því sannarlega á næsta leiti. mYnD HEiðA HElgADóttir Hvað finnst þér um afturvirkar launaHækkanir ráðamanna? „mér finnst þær bara fáránlegar, þeir ættu að hækka við láglaunafólkið frekar.“ júlíUS ÞorbErgSSon 65 ára VersLuNarmaður „þetta er bara rugl.“ bjArnAr mAgnúSSon 28 ára Nemi „Finnst þær bara út í hött, þeir geta haldið því sem þeir eru með það er nógu hátt fyrir.“ gUnnAr SvAn niElSEn 66 ára ÖryrKi „bara skandall, þetta eru menn sem eru ekki á lægstu laununum í þjóðfélag- inu.“ mAgnúS jónASSon 51 árs byggiNgaFræðiNgur Dómstóll götunnar mArgrét ÖrnólfSDóttir tónlistarkona er einn af handritshöf- undum svartra engla sem frumsýndir voru á ríkissjónvarpinu á sunnudaginn. Hún segir hljómborðsleikinn og handritsskriftirnar mjög svipað listform. Mannleg saMskipti eru spennandi „þetta er bara bull, mér finnst þetta í lagi ef þeir hækka líka laun leikskóla- kennara.“ mArk ZimmEr 37 ára KeNNari í mH kjallari mynDin maður Dagsins Egill HElgASon fjölmiðlamaður skrifar „Hvar er Hannes Smára- son? er spurningin sem hljómar oftast á manna- mótum á Íslandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.