Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 2
þriðjudagur 23. september 20082 Fréttir „Þetta voru víst alveg svakalegar sprengingar,“ segir Ragnar Magnús- son, veitingamaður á Café Oliver og eigandi tíu glæsivagna sem brunnu til kaldra kola um klukkan sex í gær- morgun. Rannsókn lögreglu gengur út frá því að um íkveikju hafi verið að ræða og segir yfirmaður í lögregluliði á Suðurnesjum að áleitnar spurning- ar hljóti að vakna þegar tíu glæsikerr- ur brenni í porti á Vatnsleysuströnd. Fram eftir gærdeginum rannsak- aði lögreglan vettvang og mun sú rannsókn halda áfram í dag. Í dag munu rannsóknarlögreglumenn hefjast handa við að reyna að átta sig á því hver geti haft hagsmuni af því að brenna bílana. Ragnar Magnús- son segir tjónið nema að lágmarki sjötíu milljónum króna. Bílarnir séu þó allir kaskótryggðir. Einhverjir hlupu Ragnar hitti lögreglumenn undir lok dags í gær. Hann segir lögreglu á þeirri stundu ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið. „Þeir segja að það muni taka nokkra daga að fá niður- stöður úr fyrstu rannsóknum. Það sást hins vegar til einhverra hlaupa á brott frá vettvanginum þarna um morguninn,“ segir Ragnar. Hann kveðst eiga bágt með að ímynda sér að einhver geti hafa átt svo sökótt við sig að kveikja hafi þurft í öllum bílun- um. „Ég hefði velt þeim möguleika fyrir mér ef það hefði verið skorið á dekkin, en þetta er býsna mikil að- gerð,“ segir hann. Fyrstu fréttir benda til þess að kveikt hafi verið í með því að brjóta rúður og kasta logandi hlutum inn í bílana. Sjónarvottur sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að eldurinn hafi breiðst ört út. Braskað með bíla Sjálfur segist Ragnar Magnússon hafa ætlað sér að selja flesta bílana. Einhverjir þeirra höfðu staðið á bíla- sölum og beðið þess að fá nýja eig- endur. Hann hafi ætlað sér í sam- vinnu við félaga sinn að taka bílana í gegn, þrífa þá og taka af þeim myndir og auglýsa þá svo aftur til sölu. „Tveir bílanna voru reyndar al- gjör safneintök sem ég ætlaði bara að eiga sjálfur. Svo voru þarna Hum- mer, Mercedes-Benz, BMW, Ford Econoline og fleiri eigulegir bílar. Ég hef braskað aðeins með bíla svona í hjáverkum og þessir bílar voru allir þannig komnir til,“ bætir Ragnar við. Fornleifabruni í nágrenninu Kvöldið fyrir þennan mikla bruna í Vogunum kviknaði einnig í torf- kofa sem var í næsta nágrenni við geymslustað bílanna. Lögreglan tel- ur ekki loku fyrir það skotið að teng- ing sé þarna á milli, enda sé svæðið fáfarið. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, segir að sveitarfélagið syrgi rústirnar. Þær hafi haft talsvert forn- leifagildi. „Það lítur út fyrir að í þeim hafi verið kveikt og við höfum nú fengið fornleifafræðing til þess að koma til okkar í dag til þess að leggja mat á skemmdirnar,“ segir Róbert. Hann segist að öðru leyti ekki þekkja til brunans á bílunum. sigtryggur@dv.is mánudagur 10. desember 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Borgi að fullu 365 miðlar verða að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 388 þúsund krónur í vangoldin laun. Þetta er nið- urstaða Héraðsdóms Reykja- víkur. Sveinn Thorarensen var einn starfsmanna NFS sem sagt var upp þegar fréttasjón- varpsstöðin var lögð niður. Samið var við hann um að hann þyrfti ekki að vinna upp- sagnarfrestinn gegn því að hann fengi borguð laun í tvo mánuði í stað þriggja. Þetta sagði dómurinn að stæðist ekki lög og gerði félaginu að greiða Sveini ógoldin laun. Hafa selt tvær risajarðýtur Hekla seldi Fossvélum á Selfossi á dögunum 117 tonna risajarðýtu frá Caterpillar. Þetta er önnur risajarðýtan þessarar tegundar sem fyrirtækið selur á árinu og þykir mönnum þar á bæ þetta mikil tíðindi. Venjan er sú að aðeins þrjár til fjórðar slíkar risajarðýtur séu seldar til fyrir- tækja í allri Evrópu á ári hverju. Það að tvær slíkar séu seldar til lítils lands eins og Íslands á sama árinu þekkist vart. Nýja risajarðýtan verður not- uð í Þórustaðanámu í Ingólfs- fjalli. Góðgerðarmál í stað jólakorta Þórunn Sveinbjarnardótt- ir umhverfisráðherra afhenti á föstudag forsvarsmönnum Al- næmisbarna og Alnæmissamtak- anna styrk upp á 200.000 krónur fyrir hvor samtökin. Hún ákvað að ekki yrðu send út jólakort með kveðjum frá ráðherra og öðrum starfsmönnum heldur andvirði sett í góðgerðamál. Félagið Alnæmisbörn styður ungar stúlkur í Úganda sem hafa fengið alnæmi. Samtökin á Ís- landi vinna að því aukinni þekk- ingu á sjúkdómnum auk þes að hjálpa aðstandendum. „Við höfum reynt að þrýsta á dómstólana um að leyfa okkur að nota gæsluvarðhaldið meira, sér- staklega þegar um er að ræða far- andverkamenn eða annað fólk sem á engin sérstök tengsl við landið og er líklegt til þess að láta sig hverfa,“ segir Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum. „Dóm- stólar hafa hins vegar ekki viljað gefa okkur mikið svigrúm. Okkur skortir úrræði í þessum efnum og kerfið er ekki skothelt.“ Przemyslav Pawel Krymski, einn fimm karlmanna sem voru í farbanni vegna rannsóknar á nauðgunar- máli á Selfossi, komst af landi brott vegna þess að lögreglunni á Selfossi láðist að tilkynna öðrum embættum um farbannið. „Ef við vitum ekki að maðurinn er í farbanni getum við ekki passað þetta,“ segir Jóhann. Vegabréf eru tekin af þeim sem settir eru í farbann, en þó eru nokkr- ar leiðir til þess að komast úr landi án vegabréfa. Þrír karlmenn úr þjófagengi frá Litháen, sem nú eru í farbanni, reyndu að komast af landi brott á föstudagsmorgun. Þegar lög- regla gerði sig líklega til handtöku létu þeir sig hverfa. „Ég á ekki von á að þeir reyni þetta aftur í bráð,“ segir Jóhann. sigtryggur@dv.is Farbannið ekki skothelt Lögreglustjórinn á Suðurnesjum dómstólar hafa ekki veitt lögreglu nægilegt svigrúm. „Ég hef gert allt rétt eins og vant er,“ segir Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins og þáverandi landbúnaðarráðherra, hlæjandi þegar hann er inntur eft- ir viðbrögðum við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar . Hann bendir að hann eina aðkoma hans að málinu hafi verið með viljayfirlýsingunni og því ekki ástæða fyrir hann til að tjá sig um yfirtöku vatnsréttindanna. Ríkisendurskoðun telur samkomulag milli íslenska ríkisins og Landsvirkjun- ar um yfirtöku vatnsrétt- inda í neðri hluta Þjórs- ár ekki bindandi þar sem ekki var aflað til þess lagaheimilda. Eðlilegt hefið verið að gera sam- komulagið með fyrirvara um samþykki Alþingis. Samkomulagið felur ekki í sér sölu eða aðra ráðstöfun á eignar- réttindum að jörðinni Þjótanda heldur aðeins viljayfirlýs- ingu landbúnaðarráðu- neytisins um að taka upp viðræður um sölu jarðarinnar, að mati Ríkisendurskoðunar. Fyrir hönd íslenska ríkisins komu Árni Mathiesen fjármálaráð- herra, Jón Sigurðsson þáverandi iðnaðarráð- herra, ásamt Guðna, að samkomulaginu. Við vinnslu fréttarinnar náð- ist hvorki tal af Árna né Jóni. erla@dv.is Guðni sver framsal af sér Guðni Ágústsson segist ekki hafa komið að yfirtöku vatnsréttindanna. SÁUST HLAUPA BURT „ég hef braskað að- eins með bíla svona í hjáverkum og þessir bílar voru allir þannig komnir til.“ Til kaldra kola Kveikt var í tíu glæsibifreiðum í porti við höfnina í Vogum snemma í gærmorgun. Fyrr um nóttina var kveikt í torfkofa á svipuðum slóðum, sem hafði nokkurt minjagildi. Lögregla leggur kapp á rannsóknina. SiGTryGGur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Gjörónýtur hummer ragnar magnússon, eigandi bílanna, segist hafa ætlað að þrífa bílana, mynda og auglýsa þá aftur til sölu. Sameinast um íslensku geitina Þingmenn úr öllum flokkum hafa sameinast um þingsályktun- artillögu með það að markmiði að efla íslenska geitafjárstofninn sem þeir segja einstakan í sinni röð fyrir hreinleika sakir. Þingmennirnir lýsa áhyggjum af því að aðeins 400 vetrarfóðrað- ar geitur séu hér og að stofninn sé í útrýmingarhættu. Við þessu segja þeir að verði að bregðast. Þannig vilja þingmennirnir að geitabændur fái fjárstyrki og að erfðamengi íslenskra geita verði rannsakað. GreininGardeildir úti að aka annþór átti að þrífa bílana F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 11. desember 2007 dagblaðið vísir 206. tbl. – 97. árg. – verð kr. 295 Segir bílana ekki hafa verið í umSjá annþórS. „Ég og hann og fleiri piltar ætluðum að þvo bílana þarna.“ mætti til yfir- heyrSlu hjá lögreglu og var Sagt að gylltur bíll hefði SÉSt keyra burt. Sjá blS 4. ragnar magnússon sár út í sögusagnir vegna kunningsskapar við annþór karlsson: >> „Þetta er kannski ekki stórfeng­- leg­t skáldverk, en börnin fylg­dust með af áhug­a frá upphafi til enda þeg­ar ég­ sá sýning­una á laug­ardag­inn. Ég­ sá heldur ekki betur en marg­t fullorðna fólkið skemmti sér einnig­ ág­ætleg­a; sumir nánast breyttust í börn í framan ...“ Nóg framboð af jólaskapi að duGa eða drepast liverpool berSt upp á líf og dauða í meiStaradeild evrópu í kvöld. þá ræðSt hvort liðið, Sem hefur tviSvar leikið til úrSlita á SíðuStu árum, komiSt áfram eða falli úr leik þegar riðlakeppninni lýkur. dv sport tveir nýir þættir >> Búa og­ félög­um á Reykjavík FM berst liðsauki í vikunni. Frosti Gring­ó sem spreytti sig­ þeg­ar einn útvarpsmannanna var í prófum fær sinn eig­in þátt. Sömu sög­u er að seg­ja af tónlistarvisku- brunninum KGB. greiningardeildir bankanna höfðu rangt fyrir SÉr þegar Spáð var fyrir um þróun úrvalSvíSitölunnar á árinu. greiningardeild- ir bankanna Spáðu því fleStar að úrvalSvíSi- talan Stæði í um 8.500 Stigum í lok árS. eigi það að ganga eftir þarf hún að hækka um 25 próSent á þeim 20 dögum Sem eftir eru af árinu. Fólk föstudagur 1. febrúar 200818 Helgarblað DV Annþór Kristján Karlsson Handrukkari vegna eineltis Annþór Kristján Karlsson var hand- tekinn á miðvikudaginn vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl með hraðsendingu í pósti frá Þýska- landi. Annþór hefur oft verið kallað- ur handrukkari Íslands en árið 2005 var hann ásamt Ólafi Valtý Rögn- valdssyni dæmdur fyrir hrottalega handrukkun. Þá lömdu þeir rúm- liggjandi mann til óbóta því hann skuldaði leigu. Saga Annþórs er sláandi. Faðir hans, Karl Jensen Sigurðsson, telur að rótina mega finna í rætnu einelti. Þegar Annþór var unglingur var hann lagður inn á Barna- og ungl- ingageðdeildina á Daulbraut vegna ofbeldisofsans. Annþór er fæddur 1. febrúar 1976 og fagnar því afmæli sínu í fangaklefa á Suðurnesjum í dag. Erfiður unglingur Þegar Annþór var barn varð það fljótlega ljóst að hann ætti erfitt með skap sitt. Fólk sem kannaðist við hann á þeim tíma segir hann hafa verið ákaflega óþekkan, jafnvel of- virkan. Honum er lýst sem stórum unglingi, þéttum og ógnvekjandi. „Hann var kannski ekki góð- ur nemandi en hann var ekki með mikil læti í skólanum,“ segir fyrrver- andi skólafélagi Annþórs úr Haga- skóla. Annar nemandi segir hegð- un Annþórs hafa verið ákaflega ofbeldisfulla og ganga sögur af því að hann hafi látið menn hanga fram af svölum. Eftir að foreldrar Annþórs kom- ust í vandræði með hann var Ann- þór lagður inn á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans á Dalbraut. Ástæðan var hegðunarvandamál og ofbeldishneigð. „Það var ekki fyrr en eftir ferm- ingu hans sem mér varð ljóst að ekki var allt með felldu. Það var þegar drengurinn var sendur á Dalbraut vegna vandræða. Ég held að ástæðan hafi verið sú að Annþór var lagður í einelti í skóla og þar sé upphafsins að leita,“ sagði faðir Ann- þórs, Karl Jensen Sigurðs- son, um æsku sonar síns. Duglegur strákur Eftir grunnskólann lagði Annþór námsbækurnar á hill- una en sótti námskeið í sjó- mennsku. Hann fór hins vegar ekki á sjóinn í kjölfarið. Hann byrjaði að vinna í byggingar- vinnu og hana hefur hann stund- að ásamt afbrotum síðan þá. „Hann er elskulegur og góður drengur,“ sagði Sólveig Kristjáns- dóttir, fiskvinnslukona og móð- ir Annþórs, í viðtali við DV. Hún keypti íbúð fyrir Annþór í Grafar- holtinu þegar hann var um 16 ára. Eins og aðrir sem þekkja til Ann- þórs sagði hún drenginn duglegan og góðan strák en vildi ekkert tjá sig um hans mál frekar. Annþór ólst upp hjá móður sinni og var í litlu sambandi við föður sinn, Karl Jensen Sigurðsson, sem er forstöðumaður Raunvísinda- deildar Háskóla Íslands. Góður piltur Annþór var mest í umsjá móður sinnar meðan hann ólst upp en fað- ir hans giftist annarri konu og eign- aðist með henni tvö börn. Annþór virðist vera elskulegur gagnvart fjölskyldu sinni og í ein- hverju sambandi við hana. Faðir Annþórs segist þó aðeins sjá góðu hliðina á honum, þeir hittist aldrei þegar Annþór er í neyslu. „Ég trúi því sem ég heyri og trúi því sem ég les. Eins og málum er komið vildi ég sjá son minn á bak við lás og slá. Það verður að bregð- ast við þessu öllu og ég veit að Ann- þór hefði gott af því að taka út refs- ingu. Ég veit það eitt að hann hafði gott af því síðast þegar hann var settur inn. Var miklu betri mað- ur á eftir þar til allt fór í sama horf- ið aftur. Yfirvöld verða að grípa í taumana og láta menn ekki ganga lausa þegar öllum má ljóst vera að hegðun þeirra hlýtur að enda með ósköpum,“ sagði Karl um son sinn í viðtali við DV fyrir þremur árum en hann ítrekaði þá að sonur hans ætti aðra og betri hlið en þá sem nú snýr að fólki. Afbrotin byrja Þegar Annþór var orðinn fimmt- án ára hófst afbrotaferill hans fyr- ir alvöru. Síðan þá hefur hann ver- ið kærður til lögreglu nær hundrað sinnum. Auk líkamsárása hefur hann verið viðriðinn innbrot, skjala- fals og fíkniefnamisferli. Seinni árin hefur hann búið í Vogum á Vatns- leysuströnd. Annþór hefur margoft verið kærður vegna líkamsárása en fórn- arlömbin hafa iðulega dregið kær- urnar til baka af ótta við hvers kyns hefndaraðgerðir. Dæmi um það er fórnarlamb Annþórs sem þá bjó á Ísafirði og skuldaði honum hundr- að þús- und krónur. Annþór gekk ásamt félögum sínum hrikalega í skrokk á mann- inum og skáru þeir hann meðal annars í andlitið. Þegar málið var dómtekið dró fórnarlambið fram- burð sinn til baka. Ástæðan var sú að Annþór hafði fengið fimm félaga sína til að mæta í réttarsalinn. Ótt- inn varð yfirsterkari og Annþór var ekki dæmdur í það skiptið. Hataður í undirheimunum Félagar Annþórs segja að á þess- um tíma hafi hann verið orðinn einn stærsti handrukkarinn í brans- anum. Fleiri kærur fyrir líkamsárás- ir streymdu inn og aðferðirnar urðu sífellt harkalegri. Árið 1997 réðust Annþór og Ólafur Valtýr Rögnvalds- son, félagi hans, inn á fjölskyldu þekkts dópista í bænum sem skuld- aði pening. Þeir tóku fjölskylduna í gíslingu og hótuðu að skera fing- urna af fjölskylduföðurnum. Umsátrinu lauk þegar lögreglan braust inn á heimilið. Ólafur Valtýr fékk eins árs fang- elsi og Annþór hálft ár. Annþór og Ólafur Valtýr áttu eftir að koma aft- ur við sögu í mun fleiri dómsmál- um, grófu ofbeldisbroti í apríl 2003 og stórfelldu fíkniefna- smygli á sama ári. Maður sem sat á Litla- Hrauni með Annþóri segir dæmi um að menn hafi fengið slæma útreið fyrir það eitt að heilsa Annþóri ekki nógu virðulega. Sjálfur fékk hann þús- und krónur lánaðar hjá Annþóri á Hrauninu. Þegar út var komið rukk- aði Annþór hann um hundrað þús- und krónur. Maðurinn segist hafa borgað peninginn enda hafi Ann- þór mikla ánægju af að niðurlægja menn og halda þeim hræddum með hótunum áður en hann lætur til skarar skríða. „Hann er einn hataðasti bófinn í undirheimunum en enginn þorir annað en að vera almennilegur við hann,“ sagði fyrrverandi samfangi Annþórs. Hjólað í handrukkara Það var svo árið 2005 sem DV tók að fjalla um Annþór. Þá hafði hann slegið Friðrik Þór Friðriksson leik- stjóra í andlitið á Ölstofunni. Í kjöl- farið hótaði Annþór Mikael Torfa- syni, þáverandi ritstjóra blaðsins. Annþór gekk svo langt að dvelja fyrir utan heimili hans og hafa í hótunum. Eftir að DV fór að skrifa um hand- rukkaraógnina komu fjöl- margir fram sem sögðu sögu sína af sam- skipt- um vAlur GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is tómas Kristjánsson Vann hjá uPs-hrað- sendingaþjónustunni og er grunaður um að vera viðriðinn smyglið á efnunum. Ari Gunnarsson fyrrverandi lands- liðsmaðurinn í sundi er í gæsluvarðhaldi vegna meints fíkniefnasmygls. Jóhannes Páll Gunnars- son Vann hjá fjármálaráðu- neytinu en lögreglan gerði húsleit þar í kjölfar þess að bræðurnir voru handteknir. Eldsvoðinn í vogum annþór tengdist eldsvoðanum í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem kveikt var í tíu rándýrum bílum. bílarnir voru í hans umsjá og sagði eigandi bílanna, ragnar Magnússon veitingamaður, að annþór hefði ætlað að þvo bílana ásamt félögum sínum. DV Helgarblað föstudagur 1. febrúar 2008 19 við Annþór. Hugtakið handrukkari var þá tiltölulega óþekkt hér á landi. Samfélagið hefur hins vegar tek- ið miklum breytingum. Með harð- ari dópheimi verða innheimtuað- ferðirnar harkalegri. Í viðtölum við handrukkara sem nær öll hafa verið undir nafnleynd lýsa rukkararnir því hvernig þeir bora í gegnum axlirnar á fólki, brjóta hnéskeljar eða hella bensíni yfir það og hóta að kveikja í. Að sögn kunnugra er Annþór Kristján Karlsson slíkur handrukk- ari. Sögurnar sem ganga af honum eru mun grófari en dómarnir yfir honum sýna. Enn og aftur er komið að því að fæstir sem lenda í hand- rukkurum þora að kæra. Þeir sem kæra draga kærurnar oftast til baka. Þeir fáu sem láta málin standa eru of óttaslegnir til að tjá sig. Annþór og Byrgið Það var svo sama ár og DV hóf umfjöllun sína um handrukkara að Annþór var dæmdur fyrir ógeð- fellda líkamsárás. Þá lamdi hann rúmliggjandi mann margsinn- is með barefli vegna leiguskuldar. Fórnarlambið reyndi að draga kær- una til baka en brotið var of alvar- legt – ríkissaksóknari greip fram fyr- ir hendur fórnarlambsins og fékk Annþór ásamt Ólafi Valtý dæmdan í fangelsi. Annþór fékk þá þriggja ára fangelsisdóm sem er með þeim þyngri fyrir ofbeldisverk af þessu tagi. Annþór sat af sér dóminn á Litla- Hrauni en dvaldi svo í Byrginu þeg- ar hneykslið tengt Guðmundi Jóns- syni, forstöðumanni Byrgisins, reið yfir. Þá kom í ljós að Annþór og ann- ar fangi sem þar hafði dvalið höfðu verið nær frjálsir á meðan þeir dvöldu í Byrginu. Þá kom einnig í ljós að þeir höfðu neytt fíkniefna á sama tíma. Áður en Annþór var dæmdur fyr- ir ofbeldisverkið var hann dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2003. Þá hlaut hann sjö mánaða dóm. Þegar Annþór var handtekinn í vikunni hafði hann verið frjáls mað- ur í tæpt hálft ár. Undarlegt samkrull Í nóvember síðastliðnum fann tollgæslan á Keflavíkurflugvelli póstsendingu fulla af fíkniefnum. Í ljós kom að um var að ræða rúmlega fimm kíló af kókaíni og amfetamíni. Söluandvirði efnanna nemur tugum milljóna króna. Bræðurnir Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir ásamt æskuvini Ara, Tómasi Kristjánssyni, voru handteknir í þarsíðustu viku vegna málsins. Lögreglan sá ástæðu til þess að hneppa þá í gæsluvarð- hald og var það framlengt í Héraðs- dómi Reykjaness á miðvikudaginn. Mennirnir hafa ekki orðið uppvísir að slíkum brotum áður svo vitað sé. Athygli vakti að lögreglan gerði hús- leit í fjármálaráðuneytinu í kjölfarið en það mun vera í fyrsta skiptið sem slíkt er gert hér á landi. Það var svo ekki fyrr en á mið- vikudaginn sem Annþór var hand- tekinn við Keflavíkurflugvöll og húsleit gerð á heimili hans í Vogun- um í kjölfarið. Ekki er vitað hvernig þessir menn tengjast. Hann á afmæli í dag Annþór á afmæli í dag og mun verja deginum í fangaklefa. Hann verður þá þrjátíu og tveggja ára. Hann var yfirheyrður í gær en lög- reglan gefur ekkert upp um rann- sókn málsins. Annþór er á þriggja ára skilorði vegna dómsins sem hann hlaut fyrir að misþyrma rúm- liggjandi manni ásamt Ólafi Valtý. Hugsanlega verða eftirstöðvar refs- ingarinnar til þess að hann þurfi að dvelja í fangelsi á ný. Hann hefur hins vegar farið mikinn í skemmt- analífinu í miðborg Reykjavíkur. Síðast sást til hans með tvær stúlkur upp á arminn á tónleikum Tommy Lee sem fram fóru um síðustu helgi. Það verður þá hugsanlega síðasta skemmtikvöldið sem hann mun eiga í talsverðan tíma þurfi hann að dúsa í fangelsi vegna skilorðsrofs. Brunabílar og Anni Síðast komst Annþór aftur í um- ræðuna eftir að glæsibílafloti í eigu Ragnars Magnússonar brann í Vog- um, heimabæ Annþórs, seint á síð- asta ári. Þá kom í ljós að bílarn- ir voru í umsjá Annþórs þegar þeir brunnu. Eftir miklar rannsóknir lögreglunnar kom í ljós að kveikt var í bílunum. Enginn er grunaður í því máli. Svo virðist sem Annþór sé alls ekki af baki dottinn með handrukk- un því þegar rætt var við mann sem tilheyrir undirheimum Suðurnesja kom í ljós að Annþór er sagður enn við sama heygarðshornið. Annþór Kristján Karlsson fór á tónleika með tommy Lee um síðustu helgi þar sem hann stillti sér upp ásamt starfsstúlkum á staðnum. Ofurölvi Íslendingur á Kastrup- flugvelli varð til þess að seinka brott- för flugvélar Iceland Express frá Kaup- mannahöfn á sunnudag. Maðurinn hafði týnt skilríkjum og öðrum pappír- um þegar kom að því að stíga um borð í vélina og að endingu var brugðið á það ráð að fjarlægja farangur hans úr lest flugvélarinnar og skilja hann eftir á Kastrup. „Maðurinn dúkkaði þarna upp og þá var okkur tilkynnt að hann væri ölvaður og skilríkjalaus og yrði þess vegna skilinn eftir,“ segir Kristín Guð- jónsdóttir sem var farþegi í flugvélinni á sunnudag. Hún segir að í kjölfarið hafi töskur verið fjarlægðar úr farang- ursrýminu til þess að fjarlægja farang- ur drukkna mannsins. Öryggisreglur mæla fyrir um að farþegar og farang- ur þeirra verði að fylgjast að í flugferð- inni. Með ölvun sinni náði maðurinn því að seinka flugvélinni um þrjátíu mínútur til viðbótar við ríflega þriggja tíma seinkun sem stafaði af bilun í flugvélinni áður en haldið var af stað frá Keflavíkurflugvelli um morguninn. „Í stað þess að lenda á Íslandi klukkan kortér yfir tvö komum við ekki fyrr en klukkan að verða sex um kvöldið,“ bætir Kristín við. Hún segir að seinkunin sem drukkni maðurinn olli hafi ekki verið löng, en fyrir marga hafi hún verið erfið viðbót við þá seinkun sem þegar var orðin. „Þetta var viðbótar hálftími, en það er vissulega pirrandi þegar fólk er búið að vera í þriggja tíma seinkun og þá bætist svona lagað við. Auðvitað er fólk fúlt yfir því að lenda í svona seinkun, það er alltaf svoleiðis.“ Kristín talar sérstaklega um að flug- liðar Iceland Express hafi verið þurr- ir á manninn þegar seinkunin tók að lengjast. „Þær voru einhvern veginn hálffúlar yfir þessu öllu og í vörn. Það er einmitt á svona stundu, með fulla flugvél af bíðandi fólki, sem flugfreyjur þurfa að vera brosmildar og gefa meira af sér en endranær,“ segir hún. sigtryggur@dv.is „Þetta leggst alveg svakalega vel í mig,“ segir hinn tuttugu og fimm ára Helgi Bersi Ásgeirsson, en hann er búinn að kaupa skemmti- staðinn Oliver fyrir ríflega hundr- að milljónir króna. Sjálfur hefur Helgi nokkuð góða reynslu af veit- ingarekstri í gegnum föður sinn. Hann heitir Ásgeir Þór Davíðsson og er þekktastur fyrir að reka næt- urklúbbinn Goldfinger. Uppruna- lega ætlaði Ragnar Magnússon að kaupa staðinn en samkvæmt frétt á Visir.is, sem birtist í desember síðastliðnum, átti hann erfitt með að fjármagna þau kaup. Úr varð að Helgi keypti staðinn með aðstoð föður síns í gær. Gott bú „Ég tek við staðnum í vikunni,“ seg- ir Helgi kampakátur en sjálfur er hann ekki alfarið ókunnugur veitingarekstri en áður rak hann næturklúbbinn Max- im fyrir föður sinn á Hafnargötunni. Núna rekur hann gistiheimilið Dúnu og hefur gert í talsverðan tíma. Sjálfur segir hann rekstur veitingahúsa vera áhugasvið sitt og því lítur hann á Oliver sem mikið og gott tækifæri. Hann segir viðskiptin hafa gengið snurðulaust fyr- ir sig: „Ég er að taka á móti mjög góðu búi,“ segir hinn ungi vert. Sonur föður síns Eins og fyrr segir er Helgi sonur Ásgeirs Þórs, oftar kallaður Geiri í Goldfinger, og segist Helgi aðeins njóta góðs af því: „Kallinn er heiðarlegur í viðskiptum og fólk treystir honum. Maður nýtur góðs af því,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann hyggist breyta rekstrinum segir Helgi ekkert slíkt í kortunum, enn sem komið er. Hann segir staðinn halda þeim strúkt- úr sem hefur einkennt hann hingað til. Að auki mun allt starfsfólk halda sinni vinnu. Brokkgeng saga Bareigandinn Ragnar Magnússon ætlaði sér að kaupa staðinn samkvæmt frétt á visir.is sem birtist í desember síðastliðnum. Þá á Ragnar að hafa skuldbundið sig til þess að greiða hluta af kostnaðinum með eignarhluta í ell- efu raðhúsum í Laxatungu í Mosfells- bæ. Þegar á hólminn var komið missti hann húsin í hendur byggingarverk- takans sem reisti þau. Hann er þó eig- andi Q-Bars og Barsins ásamt Baldvini Samúelssyni. Í kjölfarið var Café Oli- ver seldur Helga Bersa sem lítur á nýja starfið sitt sem mikið tækifæri. Staðurinn mun hafa kostað nær 120 milljónum króna samkvæmt heimild- um DV. Aðspurður hvort Helgi kvíði ekki fyrir því að fara í jafnviðamik- inn rekstur svarar hann: „Pabbi leiðir mann í gegnum þetta.“ þriðjudagur 19. febrúar 2008 Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Verður listdans á Oliver? KAUPA cAfé OliVer á 120 milljónir KrónA Helgi Bersi Geira Snjór í Grikklandi Á sama tíma og vorveður hefur verið á Íslandi hefur snjó kyngt niður á Grikklandi. Á myndinni sjást skokkarar í miðborg Aþenu. Þegar líða tekur á vikuna byrjar að snjóa á Íslandi eins og vera ber. Fullur Íslendingur tafði millilandaflug Íslenskir feðgar handteknir Lögreglan í bænum Lange- bæk í Danmörku handtók seinni partinn í gær íslenska feðga sem grunaðir eru um að hafa gengið í skrokk á dönskum karlmanni og veitt honum áverka. Mennirnir, sem sagðir eru 50 ára og 18 ára, réðust að manninum sem er 49 ára á heimili hans en hann hafði nýlega tekið upp sambúð með fyrrverandi eiginkonu föðurins. Veittu þeir manninum áverka, meðal annars með járnröri. Konan náði hins vegar að hringja á lögregluna og voru þeir handteknir skömmu síðar. Frá þessu greindi danska sjónvarpsstöðin TV2. Að sögn lögreglu ferðuðust mennirnir 2.500 kílómetra leið gagngert til þess að berja á manninum. Í öndunarvél eftir slys Öðrum piltanna sem lentu í árekstri á Akranesi í gær er haldið sofandi í öndunarvél. Tveir 18 ára piltar voru í bílnum sem skall harkalega á hús við Vesturgötu á Akranesi um miðjan dag í gær. Þeir voru báðir án meðvitundar þegar að var komið. Annar var þegar í stað fluttur suður til Reykjavíkur en honum var í gærkvöldi haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Líðan hins piltsins er ágæt eftir atvikum en hvorugur var í bílbelti þegar óhappið átti sér stað. „Pabbi leiðir mann í gegnum þetta.“ Helgi Bersi Ásgeirsson Sonur Geira á Goldfinger er nú stoltur eigandi Olivers. valur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Konurnar fá síður starf Konur sem misstu lífsviðurværi sitt í fjöldauppsögnum HB Granda á Akranesi eiga erfiðara en karlmenn með að fá nýtt starf. Eftir að Verkalýðsfélag Akraness gagnrýndi hvernig staðið var að uppsögnunum ákvað HB Grandi að aðstoða fólkið við atvinnuleit. Nokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að ráða karlmennina til starfa. Til að koma til móts við konurnar er fyrirhuguð kynning á starfsemi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík en þar vantar sárlega fólk í vinnu. iceland express Seinkun varð vegna ölvaðs manns sem fann ekki vegabréfið. marijúana í Hveragerði Lögreglan á Selfossi gerði hús- leit í húsi í Hveragerði um helgina. Lögreglumenn höfðu haft grun- semdir um að eitthvað af fíkniefnum væri að finna í húsinu. Fenginn var úrskurður dómara til þess að framkvæma leitina en fíkniefna- leitarhundurinn Bea tók þátt í henni. Bea var ekki lengi að gera vart við sig því hún fann tuttugu grömm af ný- lega ræktuðu marijúana en auk þess fundust í húsinu kannabisfræ og tól til neyslu efnanna. Karlmaður var handtekinn og gekkst hann við því að eiga efnin. Kennari sýndi nemanda brjóstin Sænskur kennari hefur ver- ið dæmdur til greiðslu skaða- bóta fyrir kynferðislega áreitni gagnvart einum nemanda sín- um. Konan, sem er 49 ára, sýndi einum nemanda sínum brjóstin vegna þess að hann teiknaði ítrekað klámfengnar myndir á skólatöfluna. Konan sagði við dómara að atvikið ætti sér ekki neina kyn- ferðislega skírskotun og hún hefði einungis brugðist svona við til að fá drenginn til að hætta að teikna á töfluna. „Ég brjál- aðist. Þetta var bara tilraun til þess að fá drenginn til að hlýða,“ sagði hún. Þrátt fyrir að reyna að rétt- læta gjörðir sínar þurfti kennar- inn að greiða nemandanum um 50 þúsund krónur í skaðabætur. Þóra Sigurðardóttir, eða Þóra úr Stundinni okkar eins og margir þekkja hana, er stödd hér á landi þessa dagana. Þóra á nú von á sínu fyrsta barni með meistarakokk- inum Völundi Snæ Völund- arsyni. Hún er hingað kom- in til að fæða frumburðinn en eins og flestir vita hafa þau hjónin komið sér vel fyrir á Bahamas þar sem þau reka veitingastað. Sjö vikur eru í áætlaðan fæðingardag og ætlar Þóra sem hefur sjaldan litið betur út en einmitt nú að njóta lífsins á Íslandi þangað til. Hvað segir pabbi? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.Veður Veðrið í dag kl. 18 ...og næstu daga sólarupprás 05:06 sólsetur 21:46 Benjamín Þorgrímsson Ragnar Magnússon bruninn tengist bílabrennu í Vogum „Jú, þetta var bíllinn minn,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson einkaþjálfari, en lúxusjeppi hans af Volkswagen Touareg-gerð brann til kaldra kola við Naustabryggju í Grafarvogi í fyrrinótt. Nær öruggt er að kveikt hafi verið í bílnum, enda kveðst Benjamín hafa orðið var við mannaferðir fyrir utan heimili sitt um það leyti sem bíllinn brast í ljósa loga. Lögregla rannsakar málið. Benjamín kveðst gruna að það sé Ragnar Magnússon veitingamaður sem standi að baki íkveikjunni. „Það er nú eiginlega bara einn maður sem kemur til greina, jafnvel þótt hann sé farinn til Taílands,“ segir Benjamín. „Þetta er ekkert flókið.“ Ragnar Magnússon var eigandi tíu glæsibíla sem brenndir voru til kaldra kola í porti við höfnina í Vogum við Vatnsleysuströnd 9. desember síðastliðinn. Nú í mars kærði Ragnar sjö menn, Benjamín þar á meðal, fyrir að neyða hann til þess að láta skemmtistaði sína af hendi með hótunum um líkamsmeiðingar, bæði gagnvart honum og fjölskyldu hans. Ragnar sagði Benjamín vera alræmdan handrukkara, sem gengið hefði undir nafninu Ólafsvíkur- Bensi. Benjamín hafði þó orðið fyrri til og kært Ragnar fyrir að dreifa um sig rógi. Glæsibílar Ragnars voru í vörslu Annþórs Karlssonar í Vogum þegar kveikt var í þeim. Annþór á sér langa sögu ofbeldisverka og fíkniefnabrota. Hann situr nú á Litla-Hrauni fyrir aðild að umfangs- miklu fíkniefnasmygli með póst- sendingum. Bíll Banjamíns, sem brann í fyrrinótt, var nýlegur, rétt um ellefu milljón króna virði, og aðeins ekinn þrjátíu þúsund kílómetra. Jón Stefán Björnsson var í nærliggjandi íbúð þegar kviknaði í bílnum. „Það komu tveir stórir hvellir og við héldum að flugeldar væru að springa. Þegar við fórum út að glugga sáum við bara eldhafið og svo tóku dekk og rúður að springa með látum,“ segir hann.sigtryggur@dv.is Fæðir á Íslandi rÍkari en Fellur samt á listanum Hinir ríku verða ríkari er niður- staða The Sunday Times sem birti í gær lista sinn yfir ríkustu menn og konur Bretlandseyja. Björgólf- ur Thor Björgólfsson er sem fyrr ríkasti Íslendingurinn sem þar býr. Þrátt fyrir að hann hafi aukið auð sinn milli ára fellur Björgólfur Thor um sex sæti. Hann var 23. ríkasti maður landsins á síðasta ári en þetta árið dugar auður Björgólfs honum aðeins í 29. sætið. Blaða- menn The Sunday Times meta auð Björgólfs Thors á tvo milljarða enskra punda og sjötíu milljónum betur. Þegar það hefur verið reikn- að til íslenskra króna er auður Björgólfs met- inn á heila 303 milljarða króna og reyndar 110 milljónir króna að auki. norðanáttin áFram Áfram verða norðlægar áttir á landinu með stinningskalda og éljum norðanlands í dag. Veðurstofan spáir að bjartara verði sunnan heiða. Heldur bætir í vind í dag og hiti nær frá frostmarki allt upp undir tíu gráður sunnan til. Gera má ráð fyrir stífri norðanátt næstu daga með éljum á Norður- og Austurlandi. Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Höfn reykjavík egilsstaðir ísajörður Vestmannaeyjar patreksfjörður kirkjubæjarkl. akureyri selfoss sauðárkrókur Þingvellir Húsavík keflavík Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu kaupmannahöfn hiti á bilinu osló hiti á bilinu stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu london hiti á bilinu parís hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu palma Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu tenerife hiti á bilinu róm hiti á bilinu amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu marmaris hiti á bilinu ródos hiti á bilinu sanFrancisco hiti á bilinu newYork hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu miamiVe ðr ið ú ti í He im i í d ag o g næ st u da ga Vindaspá á hádegi á morgun. Hitaspá á hádegi á morgun. Veðurstofa íslanDs 5-7 4/5 9-10 2 4-8 1/3 6 0 7-8 2 4-5 2/3 6-8 1/2 4-10 2/3 11-19 4/7 2-5 3/9 15-18 4-6 9-10 2/6 6-11 1/7 11-13 2/4 3-7 2/5 8-11 0/3 2-6 -2/3 2-6 -2/1 6-13 -1/2 6-8 0/1 6-8 -2/2 8-19 0/3 16-23 0/4 2-4 1/6 17-21 0/4 11-12 -3/4 6-14 -3/3 11-12 2/3 4-6 5/10 11-14 3/4 4-9 2/4 5-11 1/2 8-12 1/5 5-6 3/4 5-6 2/3 4-8 3/4 12-14 5/7 2-5 6/11 11 4/9 12-13 5/9 7-15 7/8 11-12 4/8 4-6 7/8 12-15 3/4 5-8 3/6 6-8 2/3 6-10 1/6 4 3/4 5-6 2/4 5-8 2/4 10-17 6/7 3 8/9 8-12 37/8 8-12 7/9 8-12 7 8-10 5/7 12/15 11/14 7/12 5/9 7/15 8/13 11/21 11/17 11/18 19/24 12/22 7/11 9/13 6/16 15/15 9/25 12/13 22/29 10/16 9/16 7/14 6/11 7/12 9/12 10/21 15/17 12/19 18/21 10/16 10/15 10/16 10/20 17/18 8/19 8/15 21/30 9/14 10/15 7/12 8/13 7/12 7/15 12/19 13/20 11/20 17/19 9/19 8/14 7/15 8/17 17/17 10/17 10/13 21/29 10/15 10/14 8/12 8/15 9/15 8/17 10/20 12/17 10/19 18/19 8/19 5/14 5/16 9/23 16/19 8/21 13/14 22/28 Núna eru þau 52 kílóin sem eru farin! Þar af 30 kíló á 5 mánuðum. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í síma 891 6264 eða á allax@simnet.is Sendum fríar prufur og höfum vigtunar og stuðningskvöld í boði fyrir alla, og einstaklingsviðtöl eftir umtali. allax@simnet.is. Lr-Henning kúrinn hefur slegið í gegn Kúrinn er hraðvirkur og árangursríkur Einstaklega ríkur af bætiefnum Betri svefn, aukin orka, bætt vellíðan Ekkert blóðsykurflökt og margt fleira. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson 1 2 7 6 9 8 1 1 21 5 9 4 6 1 8 5 7 56 Til kaldra kola kveikt var í tíu glæsibíl- um á Vatnsleysuströnd í desember. „Það er bara myndataka í gangi og það er leikari öðrum megin en ekki leikari hinum megin,“ segir Benja- mín Þór Þorgrímsson, sem áhorf- endur Stövar 2 gátu horft upp á ganga í skrokk á Ragnari Magnússyni í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. „Þú verður að athuga það, ég var ekkert að leika. Hann veit hvað hann á að segja drengurinn og hann veit hvað hann á ekki að segja. Þannig að samtalið verður soldið skrítið,“ seg- ir Benjamín og bætir við að klárlega hafi verið beðið eftir því að hann léti til skarar skríða gegn Ragnari fyrir framan myndavélarnar. „Það er bara verið að bíða eftir því. Það er eins og ég segi, þú potar ekkert í rottweiler- hund sem er við hliðina á þér og bíð- ur eftir því að hann bíti þig. Af því að hann bara bítur þig sko.“ Benjamín efast ekki um að til- gangur Kompásmanna hafi fyrst og fremst verið sá að fá hann til að beita ofbeldi. „Þetta er eitthvað sem sel- ur,“ segir hann og vill meina að um hreina og klára æsifréttamennsku sé að ræða. Hann viðurkennir þó fús- lega að hafa beitt Ragnar ofbeldi. „Já, ég gerði það og ég get ekkert afsakað það neitt. Ég gerði ljóta hluti þarna. Ég veit það. Það á ekkert að berja fólk, það vita það allir. Þessi maður bara gekk of langt. Mað- urinn var búinn að láta kveikja í bílnum mínum, ég meina, halló! Hvað mundi ekki venju- legur maður gera undir þess- um kringumstæðum?“ Brunnir bílar og sviðin jörð Kompástál- beitan Ragnar Magnússon hefur skilið eft- ir sig sviðna jörð. Tíu glæsibifreiðar hans brunnu til kaldra kola í desem- ber í fyrra en talið var að um íkveikju væri að ræða. Nokkrum mánuðum seinna skrifaði hann undir afsal af veitingahúsum sem voru í hans eigu en hann sagðist hafa verið neyddur til þess af Hilmari Leifssyni og Benja- mín Þór sem hann sagði beita hand- rukkunum gegn sér. Í kjölfarið missti Ragnar Magnússon allt og skuld- ir hans féllu á ábyrgðarmenn hans. Ragnar hefur meðal annars lýst því yfir að foreldrar sínir hafi misst húsið sitt vegna hans. Það var í desember í fyrra sem fregnir bárust af því að tíu glæsi- bílar hefðu brunnið til kaldra kola í Vogum við Vatnsleysuströnd. Í ljós kom að eigandi bílanna var maður að nafni Ragnar Magnússon sem þá var veitingamaður og rak skemmti- staðina Oliver, Lídó, Barinn, Q-bar og Iðusali. Lögreglan hóf rannsókn á málinu og grunaði sterklega að um íkveikju væri að ræða. Síðar kom í ljós að bílarnir höfðu verið í vörslu þjóðþekkts handrukkara, Annþórs Karlssonar, og sögurnar spruttu upp. Ragnar fékk viðurnefnið Brunabíla- Ragnar. Síðar kom í ljós að Ragn- ar átti í rekstrarerfiðleikum með skemmtistaðina. Ákæran Það var svo um miðjan mars sem Ragnar kærði veitingahúsaeigend- urna fyrir að beita fyrir sig Hilmari Leifssyni og Benjamín Þór Þorgrímssyni. Þá sakaði Ragnar þá um að hafa handrukkað sig og neytt til þess að skrifa undir afsal af skemmtistöðunum sem hann hafði keypt af veitingahúsaeigendun- um. Ragnar kvittaði undir og fengu þeir þá skemmtistaðina aftur í sín- ar hendur. Lögreglan hóf í kjölfarið rannsókn en auk þessa máls hefur Ragnar kært Benjamín Þór fyrir lík- amsárásina sem sýnd var í Kompás í gær. Skemmtistaðaeigendurnir voru þó á endanum hreinsaðir af ásökun- um Ragnars um að hafa beitt hand- rukkunum gegn honum. Fjölskyldunni ógnað „Ég var beinlínis neyddur til þess að skrifa undir pappírana,“ sagði Ragnar Magnússon í viðtali við DV í vor en sjálfur taldi hann að beint tjón vegna undirskriftarinnar hefði numið rúmlega hundrað milljón- um króna. Hann sagði í sama viðtali ástæðuna fyrir því að hann skrifaði undir að lokum hafa verið ógeðfelld- ar hótanir Hilmars og Benjamíns þar sem honum var meðal annars hótað limlestingum og að tennur hans yrðu brotnar. Þá þurfti fjölskylda Ragn- ars einnig að þola ofsóknir af hálfu mannanna tveggja að hans sögn. Málið allt hefur hins vegar haft þær afleiðingar að Benjamín Þór hefur sakað Ragnar um hefndaraðgerð- ir þegar hann á að hafa kveikt í lúx- usjeppa Benjamíns. Sú rimma náði hámarki í lok júlí þar sem Benjamín Þór lamdi Ragnar við hafnarvogina í Hafnarfirði. Breiðavík- urdreng- urinn Lása- smiðurinn og Breiða- víkur- drengurinn Hafsteinn Haraldsson ákvað fyrir áramót að fara í samstarf með Ragnari með það fyrir augum að hagnast á fasteignum. „Við spjöll- uðum oft um viðskipti og úr varð að við stofnuðum félag og reyndum við fasteignaviðskipti,“ segir Hafsteinn, sem hefur þurft að selja húsið sitt og bíl til þess að greiða skuldir sem féllu á hann vegna vanefnda Ragnars. Hafsteinn rak eignafélagið Jr - Klett- ur ehf. ásamt Ragnari til skamms tíma. Hann dró sig út úr fyrirtækinu fyrir áramót en Ragnar skipti aldrei um ábyrgðarmann. Að lokum féllu skuldi félagsins á Hafstein. Í dag hef- ur hann selt allt sem hann á og stefn- ir á að fara á sjóinn. „Mér finnst þetta ömurlegt, en ég gat bara ekki fundið annan ábyrgðarmann á sínum tíma,“ svaraði Ragnar. Hreyfði sig ekki án Annþórs Heimildir DV úr þeim kreðsum sem Benjamín og Ragnar hrærast í herma að Ragnar dragi „skuldahala dauðans“ á eftir sér eins og einn við- mælandi orðar það. Þá er Ragnar sjálfur ekki sagður saklaus af því að hafa beitt óhefðbundnum aðferðum til þess að innheimta skuldir. Hann hafi lagt lag sitt við handrukkara og hafi meðal annars farið þess á leit við Benjamín, fyrir margt löngu, að hann tæki að sér að handrukka fyrir sig. Þá er kunningsskapur Annþórs Karls- sonar og Ragnars á flestra vitorði. Eins og þegar hefur komið fram hafði Annþór bíla Ragnars í sinni umsjón þegar þeir brunnu og auk þess er tal- að um að Annþór hafi á tímabili nán- ast gegnt hlutverki lífvarðar Ragnars. Hann hafi ekki hreyft sig án þess að hafa Annþór með sér og hafi jafnvel ekki farið út í sjoppu án þess að Ann- þór færi með. Benjamín hafnar því þó alfarið að Ragnar hafi viljað fá hann til að rukka fyrir sig áður en upp úr sauð. „Nei, ég kannast ekki við það. En ég vil bara að það komi fram hérna að þetta er ekkert grín þetta helvítis kjaft- æði. Við erum að tala um líf mitt hérna sko,“ segir Benjamín og er talsvert niðri fyrir. „Ég meina maðurinn kveikti í bílnum mínum, hvernig myndir þú bregðast við? Og svo drullar hann yfir mig í fjölmiðlum og kallar mig handrukkara og eitthvað.“ Ekkert frekar handrukkari en andrukkari Benjamín þvertekur fyrir að hann sé handrukkari. „Nei, ég er ekkert handrukkari, ekkert frekar en and- rukkari. Ekkert frekar en andlegur rukkari.“ Benjamín viðurkennir þó að hann hafi látið eftir sér að ganga í skrokk á Ragnari. „Jájá. Mig langaði að berja hann, ég viðurkenni það al- veg, þú sást það líka, það fer ekkert á milli mála að ég hafi tekið aðeins í manninn.“ Hann segir ómögulegt að segja til um hvort hann hefði geng- ið lengra hefði Kompás ekki verið á staðnum og gripið í taumana. „Það má guð vita. En hvernig væru Komp- ás menn þá staddir í málunum? Segjum að maðurinn hefði slasast stórkostlega. Hvernig hefðu Komp- ás menn þá legið í því? Þeir settu at- riðið upp. Þeir biðu eftir einhverjum áflogum.“ Benjamín segir orðið handrukk- ari ofnotað og telur það ekki eiga Annþór vAr lífvörður rAgnArs Fréttaskýringaþátturinn Kompás sýndi í gær upptöku af því þegar Benjamín Þór Þor- grímsson gekk í skrokk á Ragnari Magnússyni vegna fimm milljóna króna skuldar sem Benjamín taldi sig eiga inni hjá Ragnari. Ragnar segir Benjamín vera handrukkara en sjálfur hefur hann víða skilið eftir sig sviðna jörð í viðskiptum. Benjamín segir Ragnar og Kompás hafa einsett sér að búa til æsifrétt og því hafi Ragnar æst hann upp. Hann hefði alveg eins getað verið að pota í rottweiler-hund og auðvitað hlyti að enda með að hann biti frá sér. Benjamín segir Ragnar hafa aflað sér fjölda óvina og á tímabili fór hann hvergi án þess að hafa hinn landsþekkta handrukkara Annþór Karlsson sér við hlið. Jón BJARKi MAgnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is ÞóRARinn ÞóRARinsson fréttastjóri skrifar toti@dv.is Þá sakaði Ragnar þá um að hafa handrukk- að sig og neytt til þess að skrifa undir afsal af skemmtistöðunum sem hann hafði keypt af veitingahúsaeigendunum. Ragnar Magnússon brunabíla-ragnar hefur skilið eftir sig sviðna jörð í viðskiptum og að sögn benjamíns hugsa fleiri honum þegjandi þörfina. Annþór Karlsson þessi þekkti handrukkari er sagður hafa gætt öryggis ragnars sem virðist eiga sér óvildar- menn í hverju horni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.