Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 12
þriðjudagur 23. september 200812 Fréttir Látin á klósettinu Sextug sænsk kona fannst látin á klósettinu um helgina og hafði ver- ið þar um tveggja mánaða skeið. Frá þessu segir í Aftonblaðinu. Það er víst litlum efa undirorpið að konan hefur lifað einmanalegu lífi, en hún fannst vegna þess að það höfðu verið vandræði með loft- ræstinguna í húsinu sem hún bjó í. Þegar viðgerðarmaður mætti á svæðið til að fara yfir loftræstikerf- ið fékk hann ekkert svar úr íbúð konunnar og kallaði lögregluna á staðinn sem kom að þessum óhugnanlegu aðstæðum. Danska fyrirtækið Arla Foods hef- ur sent þrjá sérfræðinga til Kína til að tryggja að framleiðsla mjólkur- dufts hjá Mengniu, dótturfyrirtæki Arla í Mongólíu, sé örugglega laus við melamín. Fyrir um tveimur vikum kom í ljós að mjólkurvörur fyrirtækis- ins innihéldu melamín og hafa vald- ið veikindum og dauða kínverskra barna. Fjöldi þeirra barna sem hafa veikst vegna neyslu mjólkurvöru sem hefur innihaldið melamín er kominn yfir fimmtíu og þrjú þúsund og því ekki loku fyrir það skotið að vandinn sé mun útbreiddari en stjórnvöld reikn- uðu með. Málið hefur vakið miklar efasemdir um öryggi í allri matvæla- framleiðslu Kínverja. Einungis um þrettán þúsund þeirra barna sem veikst hafa hafa verið lögð inn á sjúkrahús og eru um áttatíu prósent þeirra yngri en tveggja ára og ástand yfir eitt hundrað barna er alvarlegt. Tilkynnt hefur verið um fjögur dauðsföll vegna melamíneitr- unar. Mealmínmengunarinnar varð fyrst vart í vörum frá Sanlu-verk- smiðjunni, en síðan þá hafa að minnsta kosti tuttugu og tvær aðr- ar verksmiðjur tengst hneykslinu og vörur frá fjölda þeirra hafa verið inn- kallaðar úr verslunum. Tvær helstu stórverslanakeðjur Hong Kong hafa meðal annars inn- kallað vörur frá Nestlé, sem á sunnu- daginn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að stjórnendur væru þess „fullvissir“ að ekkert melamín væri að finna í vörum frá fyrirtækinu. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hefur heimsótt veik börn á sjúkrahúsum og beðist afsökunar. Hann sagði að hann væri „afar sak- bitinn“ og að kínversk stjórnvöld myndu aldrei láta neitt í líkingu við þetta koma fyrir aftur. Danir senda sérfræðinga til Kína vegna mjólkurvöruhneykslisins: Áttatíu prósent undir tveggja ára aldri Barn í höndum lækna Yfir eitt hundrað börn eru illa haldin vegna neyslu mengaðrar mjólkurvöru. mynd AFP Lengi hefur verið grunnt á því góða á milli Írans og Ísraels og Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hef- ur ekki farið í grafgötur með álit sitt á Ísrael og hvað réttast væri að gera ríkið. Nú keppast háttsettir embætt- ismenn í Íran við að færa sönnur á hvrsju mjög þeir eru andvígir Ísrael og síonisma. Í hinum opinberu kreð- sum í Íran er litlum efa undirorpið að síonismi er af hinu illa, og jafnvel undirrót all þess sem illt er í heimin- um. Forseti Írans hefur farið fremst- ur í flokki í gagnrýni sinni gegn Ísrael og þau ummæli hans að „þurrka ætti Ísrael af heimskortinu“ voru fyrstu teikn um að hann yrði umdeildur í forsetaembætti. Reyndar eru einhver áhöld um nákvæma þýðingu um- mæla hans. Vinur forsetans, vinur Ísraela En nú gerast undur og stórmerki því náinn vinur Ahmadinejad for- seta er sakaður um að vera of vin- veittur ríki gyðinga, í það minnsta íbúum þess. Í viðtali í júlí lét Es- fandiar Rahim Mashaei, yfirmað- ur menningar- og ferðamannamála í Íran, ummæli falla sem vakið hafa hörð viðbrögð heima fyrir. Haft var eftir honum að Íranar væru vin- ir ísraela þrátt fyrir að ríkisstjórnir landanna elduðu grátt silfur saman. „Í dag eru Íranar vinir Bandaríkja- manna og ísraelskra borgara. Engin þjóð í heiminum er óvinur okkar,“ sagði Mashaei. Í ummælum sínum skírskotar Mashaei til staðlaðra um- mæla frá utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna: „Við erum ekki óvinir þjóðar X-ríkis, eingöngu leiðtoga hennar.“ Í því andrúmslofti sem svífur yfir vötnunum í Íran valda öll ummæli þar sem ekki er gengið út frá því að allt sem varðar Ísrael sé af hinu illa fjaðrafoki. Sú varð raunin í þessu til- felli. Haldnar voru bænastundir, rit- stjórnarpistlar fjölluðu um málið, kvörtunum rigndi yfir þing landsins og mótmæli voru höfð í frammi. mashaei situr við sinn keip Á fréttamannafundi sem halfinn var í síðustu viku fór mestur hluti tímans í að fjalla um málefnið og umdeild orð Esfandiar Rahim Mashaei. Mahmoud Ahmadinejad studdi ummæli vinar síns, en notaði tækifærið til að halda eina mestu skammarræðu sem hann hefur haldið um „leiðtoga síonismans“. Í máli forsetans kom fram að það væri einungis handfylli síonista sem fyllti valdakjarna vestrænna ríkja, aðeins um tvöþúsund síonistar. Þeir væru trúleysingjar sem vildu ráða heiminum og ganga í auðæfi annarra þjóða. Aukinheldur hélt Mahmoud Ah- madinejad því fram að margir þeirra sem byggju í Ísrael hefðu verið blekkt- ir til að flytja þangað af þessari hand- fylli síonista. Það væri kominn tími til að opna hliðin og leyfa þeim að snúa heim. Þeir ættu samúð hans, sagði hann, rétt eins og George W. Bush, Bandaríkjaforseti, ætti samúð hans. Hann hefði getað orðið betri mann- eskja, þrátt fyrir þá óteljandi glæpi sem hann hefði á samviskunni. Æðstiklerkur kveður sér hljóðs En hörð orð Mahmoud Ahmad- inejad í garð Ísraels nægðu ekki til að lægja öldurnar og þess var skammt að bíða að Ayatollah Kham- enei, æðstiklerkur léti í sér heyra. Við föstudagsbænir ítrekaði Aya- tollah Khamenei að hann hefði enga samúð með þegnum Ísraels. „Hverj- ir eru Ísraelar? Þeir gleypa húseignir, jarðsvæði, ræktarlönd og viðskipti. Þeir eru bardagamenn sem aðgerð- arsinnar síonista hafa aðgang að,“ sagði Khamenei. „Þjóð múslima getur ekki látið sér á sama standa um slíkt fólk sem er handbendi til reiðu erkióvinum múslima,“ sagði erkiklerkurinn við föstudagsbænir. Esfandiar Rahim Mashaei lýsti umsviflaust yfir fullum stuðningi við erkiklerkinn, en dró ummæli sín ekki til baka. Stjórnmálaskýrendur telja að Ahmadinejad, forseti, hafi lagt blessun sína yfir ummæli Mas- haei og að þau séu jafnvel undan hans rifjum runnin. Vinsakap þeirra má rekja til þess tíma þegar þeir þjónuðu í byltingarverðinum og þeir eru einnig tengdir fjölskyldu- böndum því dóttir Mashaei er gift syni Ahmadinejad. Forleikur að friði Menn hafa leitt líkur að því að með þessum leik vilji Ahmadinejad útfæra og þróa hugmyndina um heim án Ísraels, eða sé að undirbúa jarðveginn fyrir árlega för sína til New York á aðalráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Ef hið síðara er raunin er erfitt að sjá stjórnkænskuna í aðferðinni, því það getur ekki talist vænlegt til árangurs í friðarviðleitni að saka viðmælandann um að vera í greip fárra illra trúleysingja. Þess utan eru engin teikn á lofti um að Íranar ætli að sér að leggja til hliðar kjarnorkuáætlun sína, en hún hefur lengi verið Þrándur í götu í samskiptum landsins við vestræn ríki. Kannski er málið miklu einfald- ara en horft til hér að framan og eingöngu um að ræða deiluefni í æðstu stjórn landsins sem ætlað er að skilgreina nákvæmlega mörk andsíonismans sem þjóðin virðist nota til að skilgreina eigin tilvist. KolBeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Aukinheldur hélt Mahmoud Ahmadinejad því fram að margir þeirra sem byggju í Ísrael hefðu verið blekktir til að flytja þangað af þessari hand- fylli síonista. Ísrael og síonismi verða Írönum ávallt hug- leikin. Nú ber svo við að esfandiar rahim mashaei, varaforseti Írans, og Ayatollah Khamenei, æðsti trúarleiðtogi þjóðarinnar, eru á öndverðum meiði. Varaforsetinn er vinur ísraelskra borgara en æðsti klerkurinn óvinur þeirra. mahmoud Ahmadinejad, for- seti landsins, styður varaforsetann en les Ísra- elum og síonistum pistilinn sem aldrei fyrr. Íranir rÍfast um ÍsraeL mahmoud Ahmadin- ejad Forseti Írans dregur ekki dul á andstyggð sína í garð Ísraels. Þeir ættu samúð hans, sagði hann, rétt eins og George W. Bush Bandaríkjaforseti ætti samúð hans. Hann hefði getað orðið betri manneskja, þrátt fyrir þá óteljandi glæpi sem hann hefði á samviskunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.