Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Blaðsíða 20
þriðjudagur 23. september 200820 Fókus Seth Rogen og Judd Apatow eru forystumenn í nýju gríngengi sem hefur slegið í gegn í Hollywood und- anfarið. Pineapple Express er nýj- asta kvikmyndin úr smiðju þeirra. Dale Denton (Seth Rogen), reyk- ir allt of mikið gras, hann er metn- aðarlaus og vinnur við að keyra út stefnur. Hann á kærustu sem er enn í menntaskóla (high school) og er algjörlega óvirkur samfélagsþegn að öðru leyti, en á sér háleita drauma um að komast að sem spjallþátta- stjórnandi í útvarpi. Hann kaupir grasið sitt af Saul, (James �ranco), sem er jafn slakur á því. �jörið hefst svo þegar Dale verður vitni að morði, sem morðinginn rekur aftur til Sauls, og saman fara þeir á flótta undan kaldrifjuðum glæpon- um með tilheyrandi látum og gras- reykingum. Pineapple Express er virkilega fyndin mynd, myndin hreinlega líður framhjá manni þar sem maður ligg- ur og gólar úr hlátri. Seth Rogen leik- ur nákvæmlega sömu týpu og hann gerir í Knocked Up, sem sleppur al- veg, á meðan James �ranco tekst að hrista af sér ógeðs Spiderman-slen- ið og finnur sig vel í hlutverki hins trega Sauls, sem hefur legið á sjóð- heitri pönnunni nokkrum mínútum of lengi. Þeir sem stela senunni al- gjörlega eru þeir Danny R. McBride sem hinn magnaði Red og Craig Ro- binson, sem leikur tilfinninganæm- an leigumorðingja. Pineapple Express minnir um margt á Superbad og Knocked Up, en á góðan hátt. Hún er jafn snið- ug, þótt ótal þemu sé kunnugleg, og inniheldur sama grófa og harkalega húmorinn, sem hefur þó verið al- gjörlega fínstilltur. PE er langfyndn- asta mynd sem ég hef séð í lengri tíma, alveg jafn góð og þær sem þeir Apatow og Rogen hafa sent frá sér að undanförnu og miklu betri en aðrir djókarar sem komu út í sum- ar, þá sérstaklega Tropic Thunder. Að vísu verða grasreykingarnar á þeim félögum þreyttar til lengdar, eins og oft vill verða í þannig mynd- um, en hins vegar detta þeir aldrei í hinn hasshausa grínpyttinn, sem er óþolandi. Pineapple Express renn- ur áfram áreynslulaust, fín mynda- taka, skemmtileg tónlist, skemmti- legir leikarar og æðislegt handrit. Hvað meira er hægt að biðja um á Íslandi í september? �yrir utan betri hagstjórn, annan gjaldmiðil, betra veður og eina pylsu með öllu nema hráum. Dóri DNA Skil vegna eddunnar tíundu EdduvErðlaunin verða afhent 16. nóvember næstkomandi. Nú styttist óðum í að fresti til að skila inn verkum vegna tilnefningaferlis ljúki en fresturinn er til 1. október. tilnefningar verða kynntar réttum mánuði síðar. sjónvarpið sendir beint út frá afhendingunni. Dísætur a a s kinkir geir Ólafsson Lýðveldisleikhúsið sýnir einsöng- leikinn Kinkir - skemmtikraftur að sunnan í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn klukkan 20. Söngleik- urinn hverfist um kertaljósakons- ert Kinkis Geirs Ólafssonar sem er söngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsert- um sínum, eins og segir í tilkynn- ingu. Þetta er eina tækifæri íbúa höfuðborgarsvæðisins til að njóta listar hans því Kinkir Geir ætlar að einbeita sér að því að gleðja konur á landsbyggðinni næstu misseri. Ben- óný Ægisson er höfundur verksins og leikur eina hlutverkið. vídeógrafík við sjónar- rönd Sæþór Örn Ásmundsson opnaði á dögunum einkasýningu í Saltfélag- inu á Grandagarði 2. Sýningin ber yfirskriftina Sjónarrönd og er fjórða einkasýning listamannsins. Sæþór er útskrifaður frá IED Milano í vídeó- grafík og hefur hann meðal annars sýnt vídeóverk og innsetningar á samsýningu í Guggenheim-safninu í �eneyjum. Að þessu sinni sýnir Sæ- þór málverk ásamt einu „vídeómál- verki“ þar sem hann blandar saman málverkinu og vídeóinu. Sæþór er í dag sjálfstætt starfandi vídeógraf- íker og vinnur við gerð sjónvarps- auglýsinga samhliða myndlistinni. Sýningin í Saltfélaginu stendur út september. Stelum bara frá sjálfum okkur „Menn hafa svipaðan tónlistar- smekk í hljómsveitinni þannig að það þarf lítið til að við séum sammála. Við hikum ekki við að stela frá sjálfum okkur ef okkur langar til.“ Þetta er haft eftir Jóni Ólafssyni, hljómborðsleikara Ný danskrar, á vef Monitors en hljómsveitin er að taka upp nýja plötu þessa dagana. Sjö ár eru liðin frá útgáfu síðustu hljóð- versskífu sveitarinnar. Jón segir jafnframt að mórallinn í hljóm- sveitinni sé til fyrirmyndar og þeir skemmti sér konunglega við upptökurnar. Dennis Quaid leikur Lawrence Wetherhold. Hann er ansi sérstakur karakter, sannferðuglega skrifaður og maður kannast nú við nokkra svip- aða. Hann er óútgefinn rithöfund- ur og sérvitur leiðindagarmur sem kennir nemendum sem hann gefur ekki mikið fyrir. Hann leggur Saab- num sínum reglulega skakkt í stæðið og virðist ekki vera jafngáfaður þegar kemur að félagslegum samskiptum. Hann hefur misst konu sína og sinn- ir krökkum sínum illa. Dóttir hans lít- ur þrátt fyrir það upp til hans og er á leiðinni að verða sami leiðindaplebb- inn og hann. Tilviljanir bjóða upp á möguleika á breytingum og eftir- fylgni við þær. Hann kynnist vinaleg- um lækni og fyrrverandi nemanda en einnig leggst ættleiddur bróðir hans upp á hann til mikilla leiðinda. Ísraelski leikstjórinn Murro er hér að gera „evrópska“ mynd fyrir Kana sem hefur verið gert talsvert af sein- ustu ár. Þetta er lágstemmd mynd um óhefðbundnar fjölskyldur í landi ýkt- ra fjölskyldugilda. Ættleiddur bróð- ir, hálfsystkin og fjölskyldumeðlimir sem neyta kannabisefna og áfengis saman. Ekkert nema gott um efnivið- inn að segja. �orsaga persónanna er sögð fljótt og snurðulaust án þess að virka sem tilgerðarlegar útskýringar- samræður. Myndin er prýðilega vel leikin og er Ellen Page einna best þar sem dóttir Wetherholds. Sarah Jessica Parker er líka fín, sjarmerandi en ekki smáfríð og óhrædd við að sýna það hér án Prada-búninganna. Hápunkturinn er sennilega sam- skipti ættleidda bróður Wetherholds og dóttur hans. Þar eru skemmtileg- ustu samræðurnar og pælingarnar að finna. Þær senur héldu 100% og gætu haldið uppi heilli mynd. Þrátt fyrir að hér sé prýðileg mynd á ferð er hún að öðru leyti einfaldlega of hæg. Virðist vera hluti af einhverjum stíl en það er stíll sem þyrfti að skerpa á. Kvikmynd- ir eru ekki smurhnífar. Erpur Eyvindarson Fjölskyldusögur leiðindagarms kvikmyndir Smart PeoPle Leikstjórn: Noam murro Aðalhlutverk: dennis Quaid, sarah jessica parker, thomas Haden Church, ellen page Of hæg „þrátt fyrir að hér sé prýðileg mynd á ferð er hún að öðru leyti einfaldlega of hæg.“ kvikmyndir PineaPPle exPreSS Leikstjóri: david gordon green Aðalhlutverk: seth rogen, james Franco, danny r. mcbride á þ r i ð j u D e g i Pineapple Express Virkilega fyndin mynd, myndin hreinlega líður framhjá manni þar sem maður liggur og gólar úr hlátri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.