Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1900, Síða 74
72
Athugasemdir
við skýrslur urn póstflutninga 1898.
Skyrslur þær um póstflutninga, sem aö framan eru prentaðar, eru satndar eptir
póstsendingaskránum árið 1898, en þær eru ekki svo fullkomnar, sem vera ætti.
Fyrst ber að geta þess, að af póstsendingaskrám þeim, sem að ættu að hafa verið
gefnar út á árinu, vantar rúmar 1100. Hjer um bil helmingurinn af skrám þessum mun á
einhvern hátt hafa glatast, en hinn hlutinn hefur aldrei verið gefinn út, af því að póstmenn
voru ekki allir búnir að læra það, að senda póstsendingaskrár, þótt ekkert væri að senda, og
að nokkuru leyti af því, að þeir liafa ekki haft fyrir sjer nógu greinilegar reglur um, til
hverra staða þeir ættu að senda skrár.
Þar næst má geta þess, að skyrslurnar ná ekki yfir póstsendingar, sem konn'ð hafa
beina leið t'rá löndum utanríkis til póststöðva fyrir utan Keykjavík, og hefur þess verið getið
til áður, að tala slíkra sendinga muni skipta tugum þúsunda.
I skyrsluruar hefur verið sett tala brjefa, sem komiö hafa frá Leith til Reykjavíkur,
en hún er ekki nákvæm. Brjefin hafa verið talin með nokkrum ferðum, og hefur brjefatalau
frá Leith þá reynst hlutfallslega nokkuð lík brjefatölunni frá Kaupmannahöfn, eptir því
hefur brjefatalan verið ákveðin í þeim ferðum, þegar ekki hefur verið taiið. Hjer er þó að
eins átt við þau brjef, sem komið hafa með hinum reglulegu póstskipaferðum. Brjef með
tækifærisferðum eru ekki talin með, svo óhætt má fullyiða, að talan á brjefum frá Leith er
of lág.
Þá ei mikill flokkur póstsendinga, sem eigi er að neinu getið í skýrsluuum, og það
eru krossbandssendingarnar. Þær munu nema nálega 9/10 af öllu því, sem flutt er með land-
póstum, og sem póstsjóður hefur um þrjátíu þúsund króna skaða á að flytja.
Þetta þrennt:
1. Að margar póstsendingaskrár vanta.
2. Að brjef frá löndum utanríkis eru ekki talin með, nema í Reykjavík að nokkuru leyti, og
3. Að nálega 9/10 af póstflutningi með landpóstum, öllum krossbandsseudingum, er sleppt,
hefur þá afleiðing, að skyrslurnar um póstflutninga geta ekki sýnt, nema nokkurn hluta
af því, sem póstarnir flytja til hinna ýmsu póststöðva.
A hinn bóginn hefur það opt komið fyrir þetta ár, sem skjú-slurnar ná yfir, eins og
áður, að brjef og sendingar eru tví- og þrítaldar, með því að engin aðgreining er á póstsend-
ingaskránum á því, sem kemur aunarsstaðar frá, og því, sem látið er á póstafgreiðslustaðinn,
sem skrárnar eru gefnar út á.
Þessir gallar hafa áhrif á skýrslurnar, sem ganga í gagnstæða átt við galla þá,
sem fyrr eru nefndir.
Með því að bera skýrslur þessar saman við eldri skýrslur urn póstflutninga er hægt
að sjá, að póstflutningar vaxa mjög, og til þess að gjöra samanburð þennan glöggari, skal
hjer sett ágrip af því, hvað flutningarnir hafa verið nokkur ár, sem skýrslur eru til um.
Ár. Almenn brjef, Böggul- sendingar Peningabrjef og verðsend. Verð hins senda, kr. Þyngd, pd.
borguð óborguð
1877 35851 1571 4436 1930 400222 11508
1879 46628 1700 5101 2583 392039 15140
1887 76330 2772 5641 5989 1143802 18489
1894 180338 2274 6392 13129 1417570 27984
1898 276563 3024 10591 18093 1620201 37619