Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 2
Byggingarvöruverslunin Ísleifur Jónsson ehf. hef- ur þurft að selja ákveðnar tegundir klósetta og annars varnings úr sýningarsal vegna þess að vörurnar hafa tæmst af lagernum. Mörg fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum í viðskiptum við út- lönd vegna gjaldeyrisskorts. Einnig munu kröfur erlendra birgja um að íslensk fyrirtæki þurfi að staðgreiða fyrir vörur hægja á innflutningi í einhvern tíma. föstudagur 14. nóvember 20082 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Stjórnarliðar gera nú tilraun til þess að framlengja líf rík- isstjórnarinnar undir mikl- um þrýstingi frá kjósendum og höktandi atvinnulífi. Á fundum starfshóps flokkanna verður mjög þrýst á stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins gagnvart Evr- ópusambandinu og upptöku nýrrar myntar. Leiðir til þess að leysa nú- verandi bankastjórn Seðlabankans frá störfum verða einnig ræddar. Fyrsti leynifundurinn átti sér stað á miðvikudag, hann sátu meðal annarra Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar. Fundurinn var haldinn með vitund og vilja Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. endurskoða samstarfið SMÁBARN BARIÐ TIL BANA bækur dæmir... Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Eftir Ármann Jakobsson Eftir John Grisham Eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku Eftir Guðberg Bergsson Eftir Óskar Árna Óskarsson F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins fimmtudagur 13. nóvember 2008 dagblaðið vísir 212. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð SvIkIÐ BARN fæR NýjA TöLvu Stjórnarflokkarnir með leynifundi um framhaldið Samfylking krefst eins faglegaráðins seðlabankastjóra Davíð Oddsson yrði látinn víkja við breytingarnar Nauðung rekur Sjálfstæðis-flokkinn í átt að ESB úrslitakostir samfylkingar: RÁÐhERRA REISIR LúxuSSuMARhúS fRéTTIR davið ut og inn i esb guÐ BLESSI ykkuR Séra gunnar Björnsson mætti fyrir dómara á Selfossi í gær Svaraði ásökunum um kynferðisbrot gegn tveim stúlkum fóLk Margir vildu hjálpa Róberti fRéTTIR SkApARAR, BöRN Og ALkAR Dómar um jólabækurnar fRéTTIR SkÁLD SkALLAÐI SuNDMANN Átök í sundi ALgjöRLEgA úT í höTT fRéTTIR Skammir forsetans Stjórnendur Glitnis reyna nú að ná völdum í Árvakri, út- gáfufélagi Morgunblaðsins. Þeir vilja að hluta af skuld- um fyrirtækisins við bank- ann verði breytt í hlutabréf. Þetta er nokkuð sem stjórnendur og eigendur Árvakurs vilja hins vegar koma í veg fyrir að gerist og stefna að því að halda fyrirtækinu áfram í sinni eigu án aðkomu bankans. Glitnir er aðalviðskiptabanki Árvak- urs. Staða hans gagnvart fyrirtækinu er því nokkuð sterk telji hann að Ár- vakur geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar. Eftir því sem DV kemst næst er þetta í annað sinn á skömm- um tíma sem Glitnir gerir sig líklegan til að yfirtaka Morgunblaðið. Áður en samningar náðust um það snemma í október að Fréttablað- ið rynni inn í Árvakur mun Glitnir hafa verið kominn á fremsta hlunn með að yfirtaka Árvakur vegna skulda. Glitnir ásælist moGGann F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ár sinsmiðvikuda gur 12. nóvember 2008 dagblaðið vís ir 211. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Skatturinn Skoðar riSnu HanneSar Yfirtaka á Árvakri var áformuð í október Samruni við Fréttablaðið breytti stöðunni nú er Glitnir aftur kominn af stað Björgólfur Guðmundsson og aðrir eigendur berjast á móti Glitnir vill Gjaldfella milljarða skuldir Árvakurs : RiKiÐ ViLL EiGNAST MOGGANN Barn Svikið aF Bt Safnaði fyrir tölvu í heilt ár en er svikinn um peninginn Fékk gallaða tölvu og beið í fimm mánuði eftir nýrri neYtendur Fréttir tapaði HúSinu veGna iceSave Fólk Fréttir HunGur- verkFall Spiluðu upp í YFir- drÁttinn Fólk oG líkamSÁrÁSir Fréttir krónan er dauðadæmd nýjasti þingmaðurinn Játaði ást sína í 100 þúsund eintökum 2 Fólk sem átti pening á Ice- save-reikningum í Hollandi kom til Íslands í vikunni og krafðist þess að fá að vita hvað yrði um peningana þess. „Mér leið eins og ég hefði fengið hjartaáfall,“ lýsir hin hollenska Grietje Bruinsma því þegar hún áttaði sig á því að hún hafði tapað ævisparnað- inum, eða rúmlega tuttugu og fimm milljónum króna, vegna Icesave. Auk Grietje er Yoost De Groot í hópnum en hann tapaði tvö hundruð þúsund evrum á Icesave, eða 34 millj- ónum króna, en hann var sviptur framtíðarheimili sínu, hann setti söluverðmæti heimilis síns inn á Icesave-reikning til að ávaxta fyrir önnur húsnæðiskaup en stendur nú uppi slyppur og snauður. hollendinGarnir fljúGandi 3 hitt málið Þrátt fyrir ítrekuð loforð Geirs H. Haarde forsætisráðherra um að gjaldeyrisviðskipti muni komast í samt lag á næstu dögum eru vand- ræðin ennþá til staðar. Lágt gengi krónunnar setur einnig strik í reikn- inginn hjá fjölmörgum fyrirtækjum landsins. Atvinnurekendur um allt land finna fyrir því að viðskipta- vild erlendra birgja hefur brostið og þurfa nú æ fleiri að staðgreiða fyrir vörur sínar. Vöruúrval í verslunum fer dvínandi með hverjum degin- um. Verkstæði, byggingarvöruversl- anir, matvöruverslanir, bílasölur og verktakafyrirtæki fara mörg hver ekki varhluta af þessu. Byggingar- vöruverslun Ísleifs Jónssonar er ein þeirra en þeir hafa þurft að grípa til þess ráðs að selja baðkör og klósett úr sýningarsal. Erfiðir mánuðir Grétar Leifsson, framkvæmdastjóri byggingarvöruverslunarinnar Ísleifs Jónssonar ehf., er einn þeirra sem ekki hafa farið varhluta af ástand- inu. „Með þessu áframhaldi tæmast búðirnar eða götin verða það mikil að það fer að hamla framkvæmd- um. Það eina sem dugar núna er að fyrirtækið geti keypt evrur á skyn- samlegu gengi og þá verður hægt að fylla upp í götin strax,“ segir Grétar. Hann segir að næstu mánuðir verði erfiðir fyrir byggingarvöruverslanir enda séu fyrirtækin alltaf að tapa á gengismuninum. Hann tekur einnig fram að vegna færri framkvæmda minnki markað- urinn og þar af leiðandi aukist sam- keppnin og haldi þannig verðinu niðri. Vöruskortur í byggingariðnaði getur haft þær afleiðingar að verk stöðvist. „Þetta fer versnandi dag frá degi. Ég er alveg klár á því að all- ar byggingarvöruverslanir á landinu eigi við sama vanda að stríða,“ segir Grétar. Skrúfa niður af veggjum „Það er alveg ljóst, það eru komn- ar kröfur nú þegar um að við skrúf- um niður af veggjunum, úr innrétt- ingum eða einhverju,“ segir Grétar og bætir því við að sumar tegundir klósetta og aðrar vörur séu uppseld- ar í versluninni. Brugðið hefur verið á það ráð að selja klósett og baðkör úr sýningarsal þar sem engar aðr- ar vörur sömu tegundar séu eftir á lager. Hann segir að Ísland hafi misst viðskiptavildina hjá birgjum er- lendis sem þýði það að flest fyrir- tæki þurfi nú að byrja á því að greiða fyrir vöruna í stað þess að hafa notið lánstrausts áður og geta greitt fyrir vörurnar eftir á. Grétar spáir því að töluverður vöruskortur geti orðið á næstunni vegna þess að fyrirtæki eru að færa sig úr því að hafa getað greitt vörurnar eftir á og yfir í stað- greiðslu. Það taki sinn tíma. Jólaseríurnar komnar í hús Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals, seg- ir fyrirtækið hafa lent í hnökrum með allar greiðslur á tímabili en nú sé ástandið að verða betra. „Síðustu vikurnar hefur þetta fúnkerað nokk- uð eðlilega og við höfum ekki lent í vandræðum með að flytja inn,“ seg- ir Steinn en bætir því við að sumir birgjanna hafi brugðist misvel við því ástandi sem ríkti hér á ákveðnu tímabili. Hann segir þó að jólaserí- urnar séu komnar í hús og að fyr- irtækið muni geta selt þær á sama verði og í fyrra. Einhver hækkun verði á jólatrjám í ár en búið sé að tryggja að þau komi til landsins. Hann segist ekki ennþá hafa orð- ið var við skort á byggingarvörum en tekur fram að hægt hafi verulega á framkvæmdum undanfarið og því geti það verið ástæðan. Húsasmiðj- an eigi ennþá nægar vörur á lager. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir nóg til af vörum í verslunum Bónuss. „Hér eru jólin svona 80 til 90 prósent ís- lensk þannig að við erum í nokkuð góðum málum. Við erum búnir að fá í hús nánast allt sem við þurfum fyrir jólin,“ segir hann. „Það er alveg ljóst, það eru komnar kröfur nú þegar um að við skrúf- um niður af veggjun- um, úr innréttingum eða einhverju.“ Jón bJarki magnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is KLÓSETTIN AÐ VERÐA UPPSELD Uppseld klósett starfsmenn byggingar- vöruverslunarinnar Ísleifs Jónssonar ehf. hafa brugðið á það ráð að selja vörur úr sýningarsal vegna skorts á vörum að utan. BAUKA-JÓN Athyglisverð saga íslensks höfðingja á 17. öld. Hann var dæmdur frá embætti sýslumanns en varð síðar biskup á Hólum án þess að hafa hlotið prestsvígslu. Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur kannað sögu nafna síns og segir hana á skemmtilegan hátt. miðvikudagur 12. nóvember 20088 Fréttir „Mér leið eins og ég hefði fengið hjartáfall,“ lýsir hollenska konan Grietje Bruinsma því þegar hún áttaði sig á því að hún hafði tap- að ævisparnaðinum, eða rúm- lega tuttugu og fimm milljónum króna, vegna Icesave. Grietje kom hingað til lands í gær ásamt þremur öðrum hol- lenskum sparifjáreigendum en þau ætla að freista þess að fá upp- lýsingar hjá íslenskum stjórn- völdum um það hvort þau fái fé sitt til baka. Með þeim í för eru tvö sjónvarpsteymi, þar á með- al hollenska ríkissjónvarpið sem hyggst skrásetja ferð fjórmenn- inganna. Auk Grietje er Yoost De Groot í hópnum en hann tapaði tvö hundruð þúsund evrum á Ice- save, eða 34 milljónum króna, en hann var sviptur framtíðarheimil- inu sínu. Ævisparnaðurinn horfinn Grietje er venjuleg kona frá Hol- landi sem hefur unnið hjá lyfja- fyrirtæki í fjölda ára. Hún segist hafa lagt fyrir alla sína ævi, auk þess sem hún hagnaðist á því að selja íbúð sem hún átti. Eftir þrjá- tíu ár var upphæðin komin upp í 150 þúsund evrur, eða rúmar 25 milljónir króna. Hún segir sjálf að hún hafi aldrei lifað um efni fram, hún hafi verið fyrirhyggjusöm í sparnaði. Það var síðan 24. sept- ember sem hún lagði fé sitt inn á reikning Icesave hjá Landsbank- anum. Aðeins tveimur vikum síð- ar var þrjátíu ára strit horfið í hít bankakreppunnar hér á landi. Ætlaði að borga menntun „Ég átti peninga og ætlaði meðal annars að borga menntun barn- anna minna með honum,“ segir Grietje sem er komin á sextugs- aldurinn og kemur nú til Íslands til að fá skýr svör hjá yfirvöldum. Aðspurð hvort hún sé reið vegna tapsins svarar hún því til að hún vilji það. Hún áréttar þó að hún viti ekki einu sinni út í hvern hún eigi að vera reið. „Maður veit ekki hvað er að gerast, hvað hefur gerst eða hvað fólk getur gert yfirhöfuð,“ segir Grietje sem hefur fá svör fengið í eigin heimalandi. Enn færri hér á landi. Aðspurð hvort hún geri sér grein fyrir því að íslenska þjóðin verði hneppt í skuldaklafa verði skuldir Icesave greiddar, svarar hún að það sé skilningur á því. „Þetta er lítið land og ég held að við skiljum þá byrði sem þessu fylgir,“ segir Grietje. Sviptur heimilinu Með Grietje í för er Yoost De Groot sem seldi húsið sitt í haust og lagði tvö hundruð þúsund evrur inn á Icesave-reikninginn eða um 34 milljónir króna. Hann segist að- eins vilja svör. „Nú þegar við erum komin til Íslands fáum við kannski athygli ráðamanna,“ segir Yoost sem er 31 árs starfsmaður símafyrirtækis. Hann ætlaði að ávaxta peningana sína inni á reikningum Icesave en hann er að byggja hús í Amster- dam. Nú er það allt komið í upp- nám, Yoost hefur verið sviptur framtíðarheimili sínu. Hann segir það að koma til Íslands sé örvænt- ingarfullt hróp sparifjáreiganda sem vilji fá svör. Sendinefnd Hollendinganna er stjórnað af Hollendingnum Ger- ard Van Vliet sem DV ræddi við í gær. Sjálf töpuðu hann og kona hans, sem kom einnig til landsins, fjögur hundruð þúsund evrum, eða 68 milljónum króna. Þau ætla að freista þess að ræða við stjórn- málamenn og forsvarsmenn skila- nefndar Landsbankans. valur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is grietje Bruinsma Yoost De groot TAPAÐI HÚSINU Á ICESAVE „Ég verð að viðurkenna að þetta átti sér óheppilegan aðdraganda og mað- ur hefði kannski kosið að koma inn á öðrum forsendum. Mér líst samt bara vel á þetta og það eru krefjandi tímar fram undan,“ segir Helga Sig- rún Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins. Helga Sigrún er tiltölulega óvænt komin á þing eftir að Bjarni Harð- arson ákvað að segja af sér þing- mennsku í gær. Bjarni var heldur fljótur á sér í fyrrakvöld þegar hann ætlaði að biðja aðstoðarmann sinn um að senda bréf á fjölmiðla undir dulnefni. Ekki fór það betur en svo að hann sendi bréfið beinustu leið til allra fjölmiðla landsins, undir eig- in nafni. Þar kom einnig fram mikil gagnrýni á flokkssystur Bjarna, Val- gerði Sverrisdóttur. Helga Sigrún hefur undanfarin þrjú ár verið skrifstofustjóri þing- flokksins og þekkir hún því vinnu- brögðin í þinginu vel. Þá segist Helga vera sannfærð um að hugmynda- fræði flokksins eigi vel við um þess- ar mundir. Komandi tímar verða krefjandi fyrir þingmenn landsins í ljósi efna- hagskreppunar og segir Helga að hún sé reiðubúin að láta til sín taka á þinginu. „Ég vil að Alþingi verði meiri þátttakandi í því sem er að ger- ast og þarf að gera. Þingið hefur verið á hliðarlínunni og ríkisstjórnin hefur algjörlega haldið því frá. Okkur veitir ekki af því að nýta allt okkar fólk til að takast á við verkefnin. Fólkið í land- inu á það skilið.“ Aðild að Evrópusambandinu hef- ur verið mikið hitamál innan Fram- sóknarflokksins og ekki allir á eitt sáttir um stefnu flokksins í Evrópu- málum. Aðspurð hver skoðun henn- ar sé á Evrópusambandinu segir Helga: „Ég ætla að gefa mér svigrúm í nokkra daga áður en ég svara svona þungavigtarspurningum. Ég ætla að- eins að fá að safna mér saman því þetta bar mjög fljótt að. Ég verð til- búin í það eftir nokkra daga.“ Helga hefur þó skýra skoðun á málefnum krónunnar og segir hún að hún sé í raun og veru búin að vera sem gjaldmiðill. „Ég held að það sé augljóst. Það þurfa margar forsend- ur að breytast til að hægt sé að halda áfram að nota krónuna. Það er því miður ekkert í farvatninu sem gef- ur til kynna að þær breytingar séu í nánd. Það eru mörg verkefni sem bíða okkar og ég vonast til þess að þingið verði stærri þátttakandi í allri þessari atburðarás. Við höfum 63 fulltrúa þjóðarinnar sem eru tilbúnir að bretta upp ermar og takast á við verkefnin en þeim hefur verið haldið mjög til hliðar.“ Helga Sigrún Harðardóttir Bjarna Harðarsonarkrónan er dauðadæmd Óvænt á þingi Helga vildi ekki svara spurningu blaðamanns um afstöðu hennar til evrópumála. mYnD SigtrYggur ari grietje Bruinsma og Yoost De groot Hollensku sparifjáreigendurnir vilja skýr svör varðandi spariféð sem þau töpuðu. mYnD SigtrYggur ari gerard van vliet Tapaði 68 milljónum króna sem áttu að fara í hjálparstarf í keníu. mYnD SigtrYggur ari „Nú þegar við erum komin til Íslands fáum við kannski athygli ráðamanna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.