Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 4
Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is „Okkur langaði það bara,“ segir Est- er Petra Gunnarsdóttir, tilvonandi brúður, aðspurð af hverju hún og unnusti hennar, Jakob Daníel Magn- ússon, hafi ákveðið að gifta sig. Est- er er sautján ára og stundar nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og Jak- ob er tvítugur og rekur verkstæði í Keflavík sem heitir JM bílaþjónust- an. Þau eru því í hópi yngstu brúð- hjóna um langt árabil. Skötuhjúin hafa verið saman í tut- tugu mánuði og ákváðu með þriggja mánaða fyrirvara að ganga upp að altarinu. Bónorð í Ameríku „Við vorum í verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum með fjölskyldu okkar þegar hann bað mín fyrir framan fullt af fólki. Við vorum eitthvað búin að tala um brúðkaup en ég bjóst ekki alveg við þessu akkúrat þarna í mollinu en þetta „Fjölskyldan mín er ótrúlega sátt við þetta, enda vita þau að hann er svo góður strákur.“ Boði logAson blaðamaður skrifar bodi@dv.is SAUTJÁN ÁRA Í HJÓNABAND var æðislegt,“ segir Ester. Hún kynntist Jakobi í gegnum litlu systur hans sem er æskuvinkona hennar. „Hún er alveg ótrúlega spennt og ánægð, bað strax um að fá að vera brúðarmey. Hún bjó í Bandaríkjunum um tíma og vissi ekki að það væri svoleiðis á Íslandi, en hún var mjög sátt við þetta.“ Ester segir að vinir hennar hafi brugðist misjafnlega við tíðindun- um. „Flestir voru mjög sáttir en það var frekar misjafnt, sumir skildu þetta rosalega vel þá sérstaklega bestu vinir okkar. Fjölskyldan mín er ótrúlega sátt við þetta, enda vita þau að hann er svo góður strákur.“ Fékk undanþágu Á heimasíðu sem skötuhjúin halda úti í tengslum við brúðkaupið er hægt að sjá gjafalista og einnig er hægt að skrifa í gestabók og senda brúðhjón- unum kveðju. Athöfnin fer fram í Há- teigskirkju í Reykjavík á laugardag- inni. Að sögn Esterar er yfir hundrað manns boðið í brúðkaupið sem verð- ur glæsilegt. Til að fá að ganga í hjóna- band á Íslandi þarf að hafa náð átján ára aldri en hægt er að fá undanþágu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu ef þeim aldri hefur ekki verið náð. Ester fékk leyfi 26. september síðastliðinn og greiddi fyrir það 1.350 krónur. Fjórtán leyfi gefin Jóhanna Gunnarsdóttir, lögfræð- ingur hjá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, segir fjórtán undanþágur hafa verið veittar á síðustu tíu árum. „Það er ekki mjög algengt að beðið sé um und- anþágu frá því almenna hjónavígslu- skilyrði að hjónaefni verði að vera 18 ára við hjúskaparstofnun. Á síðustu tíu árum hafa samtals verið veitt fjórtán slík aldursleyfi. Aðeins í einu tilviki af þessum fjórtan kom beiðni um aldurs- leyfi frá pilti, í hinum þrettán var um stúlkur að ræða.“ Jóhanna segir að ekki séu gerð- ar sérstakar kröfur um form og efni beiðna og hvert mál sé skoðað sérstak- lega. „Lögum samkvæmt verður að afla afstöðu forsjárforeldra en ekki er berum orðum áskilið að forsjárforeldri þurfi að samþykkja beiðni. Á hinn bóginn er mjög ólíklegt að ráðuneytið myndi veita aldursleyfi gegn vilja for- sjármanna,“ segir Jóhanna. Sandkorn n Koma bresku herþotnanna hingað til lands hefur verið umdeild á Alþingi og meðal annars leggst Össur Skarphéð- insson, iðnaðarráðherra Sam- fylkingarinnar, gegn því að þær komi. Það rímar ekki við orð Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladótt- ur utanrík- isráðherra sem segir Bretum það í sjálfsvald sett hvort þeir komi eða ekki. Aftur á móti heyrist sú saga að Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, hafi kastað því fram í hálf- kæringi að ef Bretar kæmu með þoturnar ætti ríkið að þjóðnýta þær hið snarasta. Sennilega hefur Birgi ekki verið alvara með þetta, enda kallaði slíkt á bókstaflega innrás breska hersins. n Heimasíða stjórnleysingja á Íslandi getur verið athyglisverð aflestrar en um daginn birtu þeir pistil um ægivald lögregl- unnar á Íslandi. Stjórnleys- ingjar líta á lögreglumenn sem óvini sína. Grein þeirra fékk heilmikil viðbrögð en þar mátti meðal annars lesa athugasemd undir nafni Heimis H. Karls- sonar útvarpsmanns. Þar benti hann reiðum stjórnleysingjum á að kreppan ynni að öllum líkindum byltingarstarf gegn lögreglunni. Þar stóð skrifað að lögreglumönnum bæri að upp- fylla kröfur um að þeir megi ekki lenda í fjármálaóreiðu. Sennilega verði ástandið slíkt fljótlega að fáir lögreglumenn uppfylli þær kröfur að sögn Heimis. n Eins og sagt var frá fyrir stuttu er fyrrverandi Kastljós- liðinn Kristján Kristjánsson orðinn upp- lýsingafull- trúi Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra. Athygli vek- ur að áður var hann upplýsinga- fulltrúi Latabæjar til skamms tíma, en þar á undan gegndi hann sömu stöðu hjá FL Goup. Aðeins nokkrum dögum eftir að Kristján hóf störf hjá Geir fór skattrannsóknarstjóri inn í herbúðir Stoða, áður FL Group, og gerði húsleit. Sam- særissmiðir hafa sett spurn- ingarmerki við ráðninguna og tímasetningu skattstjóra. En eins og greint hefur verið frá hafði rannsóknin staðið yfir í nokkurn tíma. Ester Petra gunnarsdóttir og Jakob Daníel Magn- ússon ætla að ganga upp að altarinu á laugardag. Ester Petra hefur ekki náð átján ára aldri sem er lágmarksaldur til að ganga í hjóna- band og þurfti því að fá undanþágu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Síðustu tíu árin hafa einungis fjórtán einstaklingar sótt um að fá að ganga í hjónaband fyrir átján ára aldur. föstudagur 14. nóvember 20084 Fréttir gifta sig ester er sautján ára og Jakob tuttugu ára. Ástfangin skötuhjúin eru yfir sig ástfangin og ætla að ganga upp að altarinu á laugardaginn. Skáldið Skrifar Kyndeyfilyf í kreppu kRiSTJÁN HReiNSSoN SkÁlD SkRifAR. Ég er sannfærður um að réttlát sé reiði þeirra sem krefjast þess að lýðræðið virki einsog okkur var lofað. U m daginn heyrði ég gáfnaljósið Geir Haarde segja það að nú væri kominn tími til að snúa við taflinu. Geir þessi er að tala við okkur um skák. Kæra þjóð, við erum að tala um karluglu sem tapaði skák á móti átta ára stelpu. Við erum að tala um snilling sem kallar heiðarlega mótmælendur skríl. Ég er ekki reiður. Ég er einn af þeim sem tala ávallt um réttlæti. Ég trúi á mátt manna og ég trúi á að vísindi og tækni geti gert okkur að betra fólki. Ég veit í hjarta mínu að tími peningaveldis, auð- hyggju, pólitísks rétttrúnaðar og ofurvalds trúfé- laga er brátt á enda. Það sem okkar bíður er rétt- læti. Og réttlætinu munum við hlúa að – óháð duttlungum dollaraveldis. Í nokkur ár hef ég alltaf annað veifið ritað um rétt- lætisbyltinguna og ég er viss um að byltingin sú arna verði að veruleika um leið og við sýnum því skilning að líf okkar þarf fyrst og fremst að grund- vallast á nægjusemi og þörf sem ekki hefur neitt með græðgi og óhóf að gera. Auðvitað svíður þeim sárast reiðin sem ekki fá nein svör frá þeim sem eiga að svara. En þegar alþingi virkar ekki og þegar yfirleitt allar stofnanir ríkisins eru bundnar við nákvæmlega sama klíkuklafann og þær voru bundnar fyrir kreppu, er ekki von á góðu. Það er nefnilega svo, kæru Íslendingar, að fjöldinn allur af óhæfu fólki hefur farið í lyftu fyrir flokksgæðinga og náð á efstu hæðir fyrir vikið. Ennþá er Palli litli einn í heiminum – innmúraður í útvarpshúsi og leikur sér ennþá á jeppanum sem við borgum undir hans eðalfína rass og ennþá er í sama útvarpshúsi lélegasti fréttaskýringaþátt- ur veraldar þar sem álitsgjafar eru oftar en ekki dillibossar spillingarinnar eða strengjabrúður vanhæfra valdhafa – jafnvel siðblindir sjálfstæðis- menn og falskir framsóknarmenn. Ég er sannfærður um að réttlát sé reiði þeirra sem krefjast þess að lýðræðið virki einsog okkur var lofað. Reiðin er réttlát vegna þess að hugmynda- deyfð valdhafa er algjör. Menn þegja þótt svörin liggi fyrir og þó að hægt sé að gera helling í okkar góða samfélagi. Við þurfum ekki að leggjast á bæn og sníkja lán um allan heim. Við eigum þess kost að rækta grænmeti og ávexti í gróðurhúsum, við getum rafvætt bílaflotann og nýsköpun og sprota- fyrirtæki eru alvöru lausnir ef okkur langar að leyfa skynseminni að vera með. Nýtt fólk þarf að taka við, því þeir sem núna stjórna hafa látið kynd- eyfilyf spillingarinnar eyða allri reisn. Og þá er nú vísan aldeilis viðeigandi: Af B-listanum Bjarni datt með blessað leynimakkið fyrir það að segja satt og svíkja skítapakkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.