Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 8
föstudagur 14. nóvember 20088 Helgarblað Þrátt fyrir að stóreigna- og auð- mönnum á Íslandi fari fækkandi þurfa þeir eftir sem áður enn að ferðast milli staða. Hvort heldur sem horft er um öxl, til peninga sem hefði mátt spara í gegnum góðær- ið, eða til ófyrirséðra ferðalaga við- skiptajöfra er ljóst að spara má um- talsverðar upphæðir. Dýr dropinn Ef menn eiga einkaþotu á borð við Gulfstream, sem sérfræðingar segja að sé nokkurs konar Rolls Royce einkaþotnanna, má gera ráð fyrir því að kostnaður við að fylla slíka vél af 4.247 lítrum af Jet-A1-eldsneyti, sé um 650 þúsund krónur. Vélarn- ar sjálfar kosta allt frá einum millj- arði króna og upp úr. Samkvæmt heimildum DV kostaði Gulfstream- einkaþota Bakkavararbræðranna, Lýðs og Ágústs Guðmundssona, ríflega fjóra milljarða króna. Hver klukkustund í flugi slíkra véla, að eldsneytinu undanskildu, kost- ar menn á bilinu 75 til 100 þúsund krónur. Sem dæmi má nefna að fyr- ir þann pening sem kostar að fylla hefðbundna einkaþotu af eldsneyti mætti fá ríflega fjóra farmiða á Saga Class frá Íslandi til New York. Ódýrari ferðamáti mögulegur Þægindin við einkaþoturnar eru að menn komast fljótt og án allra vand- ræða milli staða í hröðum heimi viðskiptanna þar sem hver klukku- stund skiptir máli. Dagsferðir og viðskiptahelgarferðir eru partur af leiknum. Tvær af viðskiptahöfuð- borgum heimsins eru New York og London þar sem auðmenn eiga oft á tíðum mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ferðast á almennu far- rými með Iceland Express til Lond- on fyrir rúmlega 50 þúsund krónur ef farið er á föstudegi og komið heim á sunnudegi. Finnist auðmönnum þeir vera að taka of mikið niður fyr- ir sig með almennu farrými má allt- af splæsa í Saga Class hjá Icelandair þar sem sambærileg ferð fæst á rúm- ar 163 þúsund krónur. Tvær milljónir til New York Það kostar þotuliðið um 750.000 krónur að fljúga fram og til baka frá Reykjavík til New York og þar er kostnaður við áhöfn og eldsneytis- áfyllingu undanskilinn. Ef gert er ráð fyrir því, eins og venjan er, að einka- þotan sé fyllt af eldsneyti fyrir hvora leið leggjast 1,3 milljónir til viðbótar við það verð. Samkvæmt fyrirliggj- andi upplýsingum kostar flugferðin með einkaþotunni til New York því um 2.050.000 krónur. Við þá upphæð leggst síðan kostnaður við áhöfn. Fyrir sama pening gæti sá hinn sami keypt um 13 flugmiða á Saga Class Icelandair. Sambærileg þriggja tíma flugferð til London myndi á sömu for- sendum kosta auðmenn 1.750.000 krónur. Fyrir þann pening mætti fá 35 flugmiða til London með Iceland Express. Auðmenn á almennu farrými Heimildir DV herma að margir af stórtækustu og valinkunnustu auð- mönnum þjóðarinnar hafi undan- farið sést ferðast á Saga Class, menn sem hafi einkaþotur til afnota. Þotun- um hefur verið lagt. Samdráttur hefur verið í einkaþotuþjónustu hér á landi og heimildir DV herma að auðmenn keppist nú við að selja þotur sínar. Auðmenn geta sparað sér milljónir króna með því að leggja einkaþotum sínum í hallærinu. Sést hefur til þekktra auðmanna á almennu farrými undanfarið auk þess sem heimildir DV herma að þeir reyni nú marg- ir að losa sig við einkaþotur sínar. „ Samkvæmt fyrir- liggjandi upplýsing- um kostar flugferðin með einkaþotunni til New York því um 2.050.000 krónur. Fyrir sama pening gæti sá hinn sami keypt um 13 flugmiða á Saga Class Icelandair.“ Sparnaðarráð auðmannSinS Sigurður MikAel jÓNSSoN blaðamaður skrifar: mikael@dv.is NeW York reYkjAVÍk loNDoN reYkjAVÍk/NeW York = 4.208 kM reYkjAVÍk/loNDoN = 1.883 kM einkaþotan dýr í rekstri Hér sést mynd af gulfstream-einkaþotu sem heimildir dv herma að sé í eigu bakkavararbræðranna Lýðs og Ágústs guðmundssona. gripurinn kostaði ríflega fjóra milljarða. Kostnaður með flugfélögum: KefLavíK - new YorK: frÁ föstudegi tiL sunnudags. fram og til baka með sköttum. icelandair almennt farrými: 83.180 saga Class icelandair: 160.280 KefLavíK - London: frÁ föstudegi tiL sunnudags. fram og til baka með sköttum. iceland express almennt farrými: 50.520 kr. saga Class icelandair: 163.278 kr. Kostnaður með einKaþotum: Kaup Á einKaþotu: 1 miLLjarður Króna og upp úr. eldsneytisáfylling: 650.000 kr. reYKjavíK - London. fram og til baka: *Kostnaður við áhöfn og eldsneyti undanskilinn. 5.450.000 kr.* Krónur sem mÁ spara með að fLjúga Á aLmennu farrými: ísland - new York: 1.966.820 ísland - London: 1.699.480 Auðmenn gætu sparað milljónir með því að fækka einkaþotuferðum og fljúga með almenningi gætu helstu auðmenn þjóðarinnar sparað margar milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.