Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 10
föstudagur 14. nóvember 200810 Fréttir Arkitektar eru fremstir í framkvæmdakeðjunni og því eru þeir fyrsta stéttin sem verður fyrir áföllum í kreppunni. Aðalsteinn Snorrason telur framtíðarhorfur arkitekta geigvænlegar og spáir hruni stéttarinnar. Gylfi Guðjónsson arkitekt bjóst við dýfu en raunin er öllu alvarlegri. „HEIMSMET Í ATVINNULEYSI“ „Arkitektar eru fyrsta stéttin sem brennur. Ástæðan fyrir því er að hún er fremst í framkvæmdakeðjunni. Ef skrúfað er fyrir alla innkomu okk- ar í örfáa mánuði brenna fyrirtæk- in einfaldlega upp,“ segir Aðalsteinn Snorrason, formaður Félags sjálf- stætt starfandi arkitekta. Hann hef- ur miklar áhyggjur af starfsmönnum stéttarinnar. „Það er búið að segja upp nánast öllum launþegum og af- ganginum verður væntanlega sagt upp um næstu mánaðamót ef ekkert verður að gert,“ segir hann. Allt of mikið af íbúðum Árni Mathiesen fjármálaráðherra beindi nýlega þeim tilmælum til rík- is og sveitarfélaga að fara ekki í nein- ar nýframkvæmdir í ljósi versnandi efnahagsástands. „Svona tilmæli þýða að allir koma til okkar með sömu skilaboðin sama daginn. Allir eru að draga saman seglin,“ segir Að- alsteinn. Gylfi Guðjónsson hefur rekið arki- tektaþjónustu í tæp þrjátíu ár. Hann segir framtíðarhorfurnar slæmar fyr- ir arkitekta. „Það er ekki hægt að vera bjartsýnn.“ Teiknistofa arkitekta Gylfi Guð- jónsson og félagar ehf. er í smærri kantinum, með átta starfsmenn á tveimur stöðum á landinu, í Reykja- vík og á Akureyri. „Við sögðum upp fólki áður en bankakreppan skall á. Þá litum við svo á að þetta yrði hefð- bundin dýfa en raunin er mun al- varlegri,“ segir Gylfi. Hann segir það hafa verið ljóst fyrir bankakreppuna að samdráttur yrði í byggingariðn- aði. „Það eru í raun einfaldar skýr- ingar á því. Við erum búin að byggja allt of mikið af öllu. Allt of mikið af íbúðum, verslunarhúsnæði og skrif- stofubyggingum. Síðan kemur þessi skelfing til viðbótar,“ segir Gylfi um efnahagshrunið. Níutíu prósenta atvinnuleysi Aðalsteinn sér fram á gríðarlegt at- vinnuleysi á næstunni. „Ef þetta heldur svona áfram verður hér miklu meira en tíu prósenta atvinnuleysi á Íslandi. Við vitum að atvinnuleys- ið var um átján prósent í Finnlandi þegar verst lét. Við setjum örugglega heimsmet í þessu eins og öllu öðru.“ Atvinnuhorfur innan stéttar arkitekta eru þó enn verri að mati Aðalsteins. „Upp úr áramótum gæti ég ímyndað mér að það yrði um níutíu prósent,“ segir hann. Aðalsteinn hefur verið í sam- bandi við Vinnumálstofnun en segir að þær tölur sem þar birtast séu ekki að fullu marktækar þar sem ekki er tilkynningaskylt til stofnunarinnar ef færri en tíu starfsmönnum er sagt upp á vinnustað. Sömuleiðis þurfi ekki að tilkynna það ef vinnustaður með undir tuttugu starfsmenn seg- ir þeim öllum upp. Því þurfi að bíða eftir veltutölum frá ríkisskattstjóra til að fá raunverulegar tölur þó til- kynningar Vinnumálastofnunar gefi vissulega hugmynd um ástandið. Ráðalaus ríkisstjórn Aðalsteinn vill ekki benda á neinn einn sökudólg. „En það er ljóst að eins og staðan er núna getur enginn gripið til ráða nema ríkisstjórnin. Og ef hún er ráðalaus eru allir ráðalaus- ir,“ segir hann. Gylfi Guðjónsson bendir á að vegna smæðar stofunnar hans sé hún mögulega betur í stakk búin til að takast á við ástandið en þær stærri sem jafnvel þurfa að greiða fjölda starfsmanna lögbundinn upp- sagnarfrest án þess að fá inn ný verk- efni. „En engu að síður er þetta mjög þungt fyrir okkur líka,“ segir hann. Gylfi segir ljóst að ef inn komi verkefni á næstunni verði þau af öðr- um toga en áður. Þau verði smærri og frekar sniðin að viðhaldi eigna og endurnýjun eldra húsnæðis. Einnig sér hann hugsanlega fyrir sér upp- byggingu í miðborginni enda búið að skipuleggja mikið þar. Frekari útþensla borgarinnar virðist út úr myndinni á næstunni. ERlA HlyNSdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Við erum búin að byggja allt of mikið af öllu.“ Hrun stéttarinnar aðalsteinn snorrason, formaður fssa, býst við allt að níutíu prósenta atvinnuleysi meðal arkitekta á komandi ári. MyNd: KARl PEtERSSoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.