Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 27
föstudagur 14. nóvember 2008 27Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Motion Boys á Prikinu gleðisveitin motion boys hefur lengi átt sér þann draum heitastan að spila á litlu sveittu „giggi“ eins og þeir sjálfir orða það og mun sá draumur rætast í kvöld. strákarnir ætla að slá upp tónleikum á Prikinu sem hefjast klukkan 22.00 og er frítt inn. mættu með diskóskóna með þér því það verður svo sannarlega dansað. n Ghozt og Brunheim á Tunglinu PLötusnúðar flex music ætla að halda uppi dúndrandi dansstuði á tunglinu í kvöld. Þeir dJ ghozt og brunheim kunna svo sannarlega að þeyta skífum og fá fólk til að dilla bossanum. Herlegheitin hefjast upp úr miðnætti og fer miðasala fram við innganginn. n Hjaltalín og Sprengjuhöllin á Eskifirði Hljómsveitirnar Hjaltalín og sprengjuhöllin verða á ferð um austfirðina um helgina. Í kvöld spila sveitirnar á Kirkju- og menningarmiðstöð fjarðabyggðar á eskifirði. tónleikarnir hefjast klukkan átta og er miðaverð sextán hundruð krónur. andrea gylfadóttir mun fylla upp í skarð sigríðar thorlacius söngkonu Hjaltalín sem því miður er vant við látin um helgina. n Tónleikar á Dillon Klukkan átta hefst stuðið á dillon með Pub-Quizi og klukkutíma seinna hefjast heljarinnar pönk-rokktónleikar. fram koma Klaus, fistfokkers, the Pen, swords of Chaos og morðingjarnir. að tónleikunum loknum tekur plötusnúður dillon við og spilar alvöru rokktónlist fram á morgun. n Dalton á Hressó Hressu bófabræðurnir í hljómsveitinni dalton ætla að halda uppi stemningunni á Hressó í kvöld. dalton byrjar kvöldið með alvöru dansiballi og að því loknu tekur plötusnúðurinn dJ andri við og spilar danstónlist fram á rauðanótt. laugardagur n Sometime á Prikinu Hin stórskemmtilega sveit sometime verður með tónleika á Prikinu í kvöld. Það má búast við troðfullu húsi enda kostar ekkert inn á tónleikana. fjörið byrjar klukkan 22 en á miðnætti tekur hin sykursæti dj danni deluxxx við og skemmtir dansóðum Íslendingum langt fram eftir. n Árshátíð Techno.is á Nasa Liðsmenn techno.is bjóða Íslendingum í tryllt partí í kvöld á nasa, en það er enginn annar en goðsögnin marco v frá Hollandi sem tryllir lýðinn. nasa verður breytt í heljarinnar teknóhöll í tilefni kvöldsins og verður hljóð- og ljósakerfið á staðnum bætt fyrir þetta eina kvöld. Húsið opnað á miðnætti. nánari upplýsingar á techno.is n Áfram með lífið-tónleikar í Laugardalshöll Íslenskir tónlistarmenn tóku sig saman í vikunni og ætla að efna til tónlistarveislu í Höllinni. tilgangur- inn með tónleikun- um er að þjappa þjóðinni saman á erfiðum tímum. fram koma dr. spock, ný dönsk, bubbi, baggalútur, Ham, Lay Low, ragnheiður gröndal, sálin, buff, stuðmenn, Poetrix og fm belfast. tónleikarnir hefjast klukkan 18. aðgangur er ókeypis. n Slúðurprinsessan í Nýlendu- vöruverzlun Hemma og Valda dröfn ösp snorradóttir, betur þekkt sem slúðurbloggarinn dd unit, mun hressa, bæta og kæta gesti nýlenduvöruverzlun Hemma og valda í kvöld. flóran af tónlist verður gífurleg og mega gestir búast við að heyra lög á borð við Hit me baby One more time með britney spears og Hold the Line með toto. skyldumæting fyrir ofurhressa. fjörið hefst klukkan 21. TöLVuLEikuriNN DEaD SPacE Án efa einn af leikjum ársins. m æ li r m eð ... VESTrið EiNa í BorGarLEikHúSiNu virkilega gott leikrit og sýningin á heildina litið ágæt. SkaPariNN EfTir GuðrúNu EVu MíNErVuDóTTur guðrún eva er einn af okkar bestu rithöfund- um. VoNarSTræTi EfTir ÁrMaNN JakoBSSoN einkennilega tímabær skáldsaga. m æ li r eK Ki m eð ... rEScuE DawN ef það truflar þig ekki að missa af nokkrum víetnam- myndum á ævi þinni má þessi alveg vera í þeim hópi. núna og samstarfið gekk frábærlega. Ég þekkti hljóðfæraleikarana vel frá gamalli tíð og bæði þeir og söngvar- arnir voru fagmannlegir og skemmti- legir, svo það var góður fílíngur í upp- tökunum,“ segir Tómas sem stofnaði útgáfufyrirtækið Blánótt fyrir nokkr- um árum og gefur sjálfur út plöturnar sínar en Smekkleysa sér um dreifingu. „Ég geri þetta ekki til að skemmta mér. Þetta er náttúrlega heilmikil vinna og ekki endilega það sem ég myndi gera mætti ég ráða sjálfur. Stundum er samt einfaldlega þægilegra að gera hlutina sjálfur og þurfa þá ekki að bera það undir neinn. Svo gerist það stund- um að útgáfufyrirtækin fara á hausinn og þá eru titlarnir áframseldir í annað fyrirtæki og þeir fara á flakk og það er enginn sem hirðir um þetta. Ég myndi mjög gjarna vera laus við að gefa út sjálfur en af tvennu illu vil ég frekar taka smátíma í að gera þetta og geta þá gert þetta eftir mínu höfði og átt út- gáfuréttindin.“ Mugison söng upp í leigubílakostnað Það er skondin saga hvernig það kom til að Tómas fékk Mugison til að syngja inn á Trúnó en þeir koll- egar voru staddir saman í Frakklandi þegar sú hugmynd kom upp. „Ég hef hlustað töluvert á Mugi- son síðastliðin ár og hafði hugsað með mér að það gæti verið gaman að plata hann í eitthvert samstarf. Í janúar á þessu ári vorum við á flakki saman í Frakklandi, vorum báðir á leið á MIDEM-tónlistarkaupstefnuna í Cannes. Við tókum saman leigu- bíl frá Nice til Cannes, ásamt Mugga pabba hans og Samma í Jagúar. Þeir feðgar voru ekki með eins mikið af evrum og ég, svo ég lagði út fyrir bílnum og Mugison gantaðist með það að hann myndi bara syngja eitt- hvað fyrir mig í staðinn. Þegar hann ætlaði svo að borga mér daginn eft- ir harðneitaði ég að taka við pening- unum, það væri búið að díla þetta og ég myndi senda honum músíkina innan skamms!“ segir Tómas einkar sáttur við þennan góða skiptidíl. „Söngur Mugisons á Trúnódiskn- um er það besta sem kom út úr MID- EM-kaupstefnunni í ár!“ Með marga strengi í sinni hörpu Ragnheiður Gröndal syngur á móti Mugison á Trúnó og segir Tómas að hann hafi fljótlega heyrt hana fyrir sér syngja inn á plötuna. „Við höfum unnið saman af og til síðustu árin. Þegar ég var að semja þessa tónlist var það fljótlega sem ég heyrði fyrir mér þennan möguleika að fá hana til að syngja. Flest lögin eru mjög lágmælt. Þetta er ekki öskrandi stuð nema síður sé og hentar í raun- inni best söngvara sem syngur af litlu afli, sem getur hvíslað og sungið lágt en hefur samt sterka nærveru. Það eru allt saman kostir sem Ragnheið- ur hefur. Þetta er nú svo sem ekki allt af sama taginu og sum lögin eru kraft- meiri, til að mynda Klof vega menn og þar tekur hún á því líkt og Janis Joplin hefði vaknað að nýju til lífsins,“ segir hann og bætir við: „Ragnheiður hefur því marga strengi í sinni hörpu.“ Gangandi bassinn heillaði Tómas byrjaði að spila á kontrabassa fyrir þrjátíu árum en áður hafði hann spilað á harmonikku, gítar og píanó. Síðastliðin þrjátíu ár hefur hann að mestum parti haldið sig við kontra- bassann. „Ég hreifst mikið af dönskum kontrabassaleikara, sem kom hingað árið 1978, að nafni Niels-Henning Ør- sted Pedersen. Mér fannst þetta hljóð- færi líta svo vel út á sviði að maður hlyti bara að vera dálítið flottur með þetta,“ segir hann á léttu nótunum en það var þó ekki tekið út með sældinni að læra á kontrabassann. „Vandkvæðin voru þau að þetta eru fjórir þykkir strengir og það þarf mik- ið afl til að þrýsta þeim niður og toga í þá. En ég var búinn að ákveða þetta svo ég lét allt puðið og erfiðið yfir mig ganga.“ En það var nú reyndar hlutverk kontrabassans í djassmúsíkinni sem heillaði hann. „Gangandi bassi, þetta dúmm dúmm dúmm dúmm, heillaði mig al- gjörlega og mér fannst að þetta hlyti að vera það skemmtilegasta sem nokkur maður gæti gert. Þó að lúkkið á svið- inu hafi nú ekki skemmt fyrir.“ Árið 1985 kom út fyrsta platan þar sem Tómas átti sjálfur flest lögin en hún hét Þessi ófétis djass. Síðan þá hefur Tómas verið iðinn við að semja tónlist og hefur sent frá sér ófáar plöt- urnar. „Nú er það bæði að plöturnar eru orðnar dálítið margar og ég að verða gamall og gleyminn, svo ég verð eig- inlega að fara að reikna. En ég held að þetta sé fimmtánda platan þar sem ég á allt eða mestallt efnið,“ segir hann. fílaði Gus Gus helvíti vel Aðspurður hvernig tónlist hann sjálfur hlusti á segir Tómas það að sjálfsögðu breytilegt en þessa dagana hlusti hann mikið á kúbanska tónlist. „Ég er með námskeið núna hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans um kúbanska tónlist og þess vegna er hausinn fullur af mambó, bóleró og chachacha. Á síðasta ári hlustaði ég hins vegar mikið á teknótónlist, og þá ekki síst Gus Gus, í kringum útgáf- una á RommTommTechno. President Bongo í Gus Gus stýrði því verkefni og stakk að mér alls konar teknói. Ég fílaði Gus Gus reyndar helvíti vel.“ Tómas sækir innblástur sinn alls staðar frá en segir tónlistina helst verða til þegar hann taki sér bassann í hönd og byrji að plokka út í bláinn. „Fyrst og fremst kemur það þegar maður sest niður við píanóið eða tek- ur bassann í fangið og spilar eitthvað. Ég hef stundum gert það mér til gam- ans að taka upp þegar maður hefur verið að láta hugann reika með putt- ana á spýtunni og þá hef ég fengið þar ágætis hluti sem ég hef síðan unnið áfram.“ Grúfir sig yfir kontrabassann Miðvikudaginn 26. nóvember verða haldnir útgáfutónleikar í Iðnó til að fagna útgáfu Trúnó en þar verða bæði Ragnheiður Gröndal og Mugison ásamt Tómasi og hljómsveitinni. „Þetta gæti nú orðið eina tækifærið til að sjá þessa hljómsveit alla saman- komna á sviði því flestir meðlimanna eru að sinna sínum sólóferli út um hvippinn og hvappinn og því erfitt að ná þessu fólki saman.“ Aðspurður að lokum hvað sé fram undan svarar Tómas: „Upp úr áramót- unum býst ég bara við því að fara að grúfa mig meira yfir kontrabassann og láta hugann reika. Þegar snjóa tek- ur að leysa og vorið fer að nálgast gæti svo vel hugsast að nokkur okkar sem spiluðum saman inn á Trúnó færum á flakk um landið en það kemur bara allt saman í ljós.“ krista@dv.is trú aðarbréf Hefur afhent mörg „öll þessi kvæði hafa í sér einhvern trúnaðar- hljóm sem höfðaði til mín“ tómas r. einarsson sendi frá sér plötuna trúnó á dögunum sem inniheldur tólf ljóð ýmissa skálda við lög tómasar. MYND kriSTiNN MaGNúSSoN Leikritið 21 manns saknað verð- ur frumsýnt í Saltfisksetri Íslands í Grindavík á morgun, laugardag. Um er að ræða einleik um epíska ævi séra Odds V. Gíslasonar sem í tilkynningu er sagður eitt mesta braskmenni sinnar samtíðar. Það er félagsskapurinn GRAL, Grind- víska atvinnuleikhúsið, sem stend- ur á bak við sýninguna og er þetta fyrsta uppfærsla leikhópsins. Víð- ir Guðmundsson fer með hlutverk séra Odds en leikstjóri er leikarinn góðkunni Bergur Ingólfsson. Höf- undar verksins eru Víðir, Bergur og Guðmundur Brynjólfsson. Á seinni hluta nítjándu aldar, þegar stór hluti þjóðarinnar bjó enn í torfkofum og sjómenn réru á opnum bátum, var prestur suð- ur í Staðarsókn í Grindavík sem ekki gat sætt sig við að Íslending- ar stæðu utan við þá iðnbyltingu sem hafði átt sér stað í Evrópu. Það var séra Oddur V. Gíslason. Í 21 manns saknað segir frá þeim fram- úrstefnulegu verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur: lýsisbræðslu á Höfnum, brennisteinsnámu- vinnslu í Krýsuvík, kolanámuvinnu við Hreðavatn, baráttunni við fá- tæktina og bakkus. Þá stóð hann fyrir einu frægasta brúðarráni á Ís- landi. Miðasala fer fram í Saltfisksetr- inu í síma 420 1190 og á midi.is. Uppselt er á frumsýninguna en sýnt er reglulega fram í desember. Grindvíska atvinnuleikhúsið frumsýnir 21 manns saknað um helgina: Prestur, braskari og brúðarræningi Sjávarháski viðar guðmunds- son leikur prestinn litríka Odd v. gíslason í 21 manns saknað. HaNG oN MEð MoTioN BoYS fyrsta flokks poppplata. vantar samt örlítið extra til að fara alla leið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.