Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 28
Helgarblað DVföstudagur 14. NÓVEMBEr 200828 HIN HLIÐIN Hermir eftir lóu Nafn og aldur? „Auður Jónsdóttir , 35 ára.“ Atvinna? „Rithöfundur.“ Hjúskaparstaða? „Gift.“ Fjöldi barna? „Ekkert.“ Áttu gæludýr? „Nei, ekki núna en hef átt þó nokkur í gegnum tíðina.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Tónleika með Kristjönu Stefánsdóttur og Urði á Ró- senberg. Það voru djasstón- leikar og rosa flottir.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, ég missti bílprófið þegar ég var 18 ára.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Þessa dagana er það rauð regnkápa og stígvél sem mamma gaf mér í Barce- lona. Mamma gefur mér alltaf stígvél þegar ég skrifa bók svo ég á ein ný núna.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, nokkrum sinnum alveg en það hefur yfirleitt ekki gengið vel.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já, oft af ýmsum ástæðum og í nokkrum löndum.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Stundum og stundum ekki.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Það eru þó nokkur lög frá eitís tímabilinu.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég eiginlega hlakka til að sjá hvernig rætist úr þjóð- málunum og heimsmál- unum. Hlakka líka til að sjá Obama setja sitt mark á heiminn.“ Afrek vikunnar? „Það er kannski bara það hafa vaskað upp nokkuð reglulega.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, oft og við ýmis notaleg tæki- færi af alls konar konum.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, ég spila á píanó.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Þetta er stór og mikil spurn- ing sem ég get eiginlega ekki svarað.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Bara heilsa minna nánustu.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég hefði ekki á móti því að hitta Woody Allen og fara með hon- um á djasstónleika. Ég er samt ekki viss hvort það væri gaman að hanga með honum lengi því hann er svo paranojaður.“ Ertu með tattú? „Nei, ekki enn sem komið er.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, nokkrum sinnum. Fyrsta ljóðið samdi ég þegar hundur- inn minn dó þegar ég var lítil.“ Hverjum líkist þú mest? „Ég hugsa að ég sé lík báðum ömmum mínum.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Já, ég get hermt eftir lóu og spóa.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Eiginlega af sjálfu sér og mann- legum breyskleika.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Ég held að það séu tvær hlið- ar á því. Kannski vandinn yrði meira uppi á yfirborðinu ef þau yrðu leyfð því það er svo erfitt að fást við þau neðanjarðar. Svo er þetta spurning um aðferðafræði og hvert ráðið gegn þessu sé.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Þeir eru nokkrir, Mosfellsdalur, Ísafjörður og Barcelona.“ Auður Jónsdóttir er rithöfundur sem nýverið gAf út bókinA vetrArsól. bókin hefur fengið góð viðbrögð. Auður er líkA AnnAr tveggJA rit- stJórA bókArinnAr íslAm með Afslætti sem vAkti þó nokkuð umtAl þegAr hún kom út í JAnúAr. dv mynd sigtryggur Kristján Jóhannsson, tenór Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran Eyjólfur Eyjólfsson, tenór styrktartónleikar í þágu ADHD samtakanna Sunnudagur 16. nóv. kl.16 í Kristskirkju við Landakot Forsala aðgöngumiða eru í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og Kringlunni, skrifstofu ADHD samtak- anna Háaleitisbraut 13 og skrifst. kaþólsku kirkjunnar Hávallagötu 14-16. Miðasala einnig við innganginn. ADHD samtökin Caritas á Íslandi Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Dvorak, Händel, C. Franck, W.A. Mozart, Otto Ohlsson og Sigvalda Kaldalóns. Miðaverð 5.000 kr. Caritas tónleikar 2008 2 fyrir 1 www.gardabraedur.is | gardabraedur@gardabraedur.is | 898-3093 eða 898-3094 lHellulagnir lSólpallar lSkjólgirðingar lTrjá- og runnaklippingar lFlísa- og parketlagnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.