Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Qupperneq 33
föstudagur 14. nóvember 2008 33Helgarblað bætur. Það kom fljótt í ljós að fólk á aldrinum 16 til 25 ára var fjölmenn- asti hópur atvinnulausra. „Kulnun í starfi var nýr sjúkdóm- ur sem varð til í Finnlandi. Þá lagði fólk svo mikið kapp á að halda vinn- unni að það fór í mikla samkeppni til að sanna hæfni sína. Tók vinn- una með sér heim og sinnti því ekki börnum sínum. Vinkona mín í Finn- landi sendi mér nýlega bréf þar sem hún sagði Finna enn súpa seyðið af kreppunni tæpum 20 árum síðar. Að þjóðin sitji uppi með brjáluð ung- menni sem enginn hafði tíma fyr- ir eða ánægju af að sinna á sínum tíma. Rannsóknir leiddu í ljós síðar að 15 til 20 prósent barna á grunnskóla- aldri þurftu á geðrænni aðstoð að halda eftir verstu árin en það var ekki til peningur til að sinna því. Finnland eftir þessa kreppu er ekki það Finn- land sem ég flutti til.“ Finnum okkar eigin leið „Íslendingar eiga ekki og geta ekki klónað nokkurn skapaðan hlut í skóla- og atvinnumálum eða kreppu- lausnum annarra þjóða. Engin þjóð er eins. Engin þjóð á sama bak- grunn og sömu sögu. Eðli einstakl- inga og aðstæður eru bara allt aðrar. Einkenni Finna er til dæmis að þeir eru óskaplega vandvirkir og reyna að gera allt vel sem þeir taka sér fyr- ir hendur. Þeir eru undirgefnir, þög- lir og þungir. Okkar einkenni er hins vegar helvítis hroki og reddingar. Við ætlum alltaf að redda öllum og redda okkur úr vandanum. Og því miður erum við ekki vandvirk í því sem við tökum okkur fyrir hendur.“ Sigurbjörg segir Íslendinga telja sig til norrænna þjóða en neita þó að vera líkir Norðmönnum eða öðr- um frændum okkar. Með tilkomu þess góðæris sem fylgdi Bandaríkja- mönnum eftir seinni heimsstyrj- öldina höfum við í raun orðið líkari þeim en frændum okkar. „Nú vilj- um við helst líkjast Finnum. Ég held að það sé bara út af því að við skilj- um ekki finnska tungu og þeir geta drukkið meira brennivín en við. Ég sé ekki annan samanburð. Finnar voru vissulega fljótir að ná upp hagvexti aftur, en á kostnað hvers? Ég vil aldrei aftur horfa upp á fólk niðurlægt eins og var gert í Finnlandi. Ég vil aldrei aftur þurfa að horfa á börn svelta í biðröðum og skilin eftir í reiðuleysi og að drullu- sokkar borgi skuldir sínar með mannslífum.“ Kreppan grafalvarlegt mál Aðspurð hvort hún haldi að ástand- ið geti orðið svona slæmt á Íslandi segir hún að svo geti vel verið. „Við vitum í raun ekkert hvernig ástand- ið er hérna hjá okkur. Það segir okk- ur enginn neitt. Ráðherrar segja við okkur að við förum saman í gegnum þetta. Ef þeir eru svona ríkir að þeir ætli að borga brúsann fyrir okkur og gefa öllum mat, þá er það bara flott hjá þeim. En þeir ættu kannski að láta okkur vita hvernig.“ Sigurbjörg segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að stíga fram og greina frá ástandinu. „Það er ekki hægt að skilja þjóðina eftir í óviss- unni skelfingu lostna. Við erum bet- ur sett að fylgjast með erlendum fjöl- miðlum frekar en að fylgjast með því sem kemur héðan. Það minnir mig á Eista á tímum Sovétríkjanna sem hlustuðu frekar á finnska útvarpið en sitt eigið. Þar gátu þeir heyrt fréttirn- ar viku áður en þær komu frá Moskvu og þá líklega í annarri mynd.“ Í febrúarmánuði segir Sigurbjörg að hópur fólks sem var með laun á bilinu 400 til 600 þúsund krónur og með myntkörfulán verði komið á at- vinnuleysisbætur. Heimili og fyrir- tæki haldi áfram að rúlla á hausinn í þessu vaxtaumhverfi og verðbólga verði komin í minnst 20 prósent. „Ég sé ekki hvernig fólk á að geta fram- fleytt sér við þessar aðstæður.“ Hvað er til ráða? Sigurbjörg segir mikilvægt að opna félagslega kerfið upp á gátt og gera það mun sveigjanlegra. Að fólk fái aðstoð eftir þörfum. „Fólk þarf að geta unnið eins og það getur og fá svo bætur upp í afganginn. Það er verst af öllu ef fólk situr heima aðgerðalaust í vonleysi. Fólk þarf að halda rútín- unni og mæta til vinnu þó það sé ekki nema bara í tvo tíma á dag. Fólk verð- ur að geta haldið frjórri hugsun.“ Sigurbjörg, sem býr á Akureyri, segir að taka þurfi Akureyringa til fyrirmyndar. „Það þarf að búa til að- gerðaáætlun um hvernig á að taka á vanda almennings. Akureyringar byggðu sitt neyðarskýli strax þegar Glitnir féll. Þeir bjuggu til almanna- heillarnefnd sem samanstendur af bænum, skólunum, íþróttafélögun- um og fleiri aðilum. Sem passa upp á að börnin detti ekki úr íþróttum með því að fella niður gjöld eftir ára- mót, að þau fái mat í skólum og ann- að í þeim dúr. Sem sagt passa upp á sína. Þeir hafa opnað kaffihús sem er opið öllum og fólk getur hist og feng- ið sér kaffi. Hvert einasta sveitarfélag í landinu verður að búa til sína neyð- aráætlun núna.“ Allt upp á borðið Sigurbjörg segir mikilvægt að stjórn- völd komi með allt upp á borðið. „Við þurfum að fá að vita nákvæmlega hver staðan er. Þetta er ekki þeirra einkafyrirtæki. Við þurfum að vita nákvæmlega hvað við skuldum og hverjum. Þessu leynimakki verður að ljúka. Við þurfum að sparka stjórn Seðlabankans og hefja uppbyggingu með allt uppi á borðinu. Finnska leiðin er ekki leið okkar út úr kreppunni þó svo að við getum tekið ýmislegt frá þeim til fyrirmynd- ar. Atvinnuuppbyggingin í Lapplandi er til dæmis eitthvað sem við gætum lært af. Maðurinn minn tók stóran þátt í því þannig að mikið af henni var skrifað við eldhúsborðið hjá mér. Eins mættum við tileinka okkur kosningakerfi Finna þar sem próf- kjör eru ekki til. Heldur velur fólkið sjálft hvern það vill inn á þing með því að haka við viðkomandi fram- bjóðanda. Við eigum mikið af vel gefnu og menntuðu fólki en atvinnuuppbygg- ing og björgunaraðgerðir þurfa að vera á okkar forsendum en ekki apað upp eftir öðrum.“ asgeir@dv.is „Við þurfum að fá að vita nákvæm- lega hver staðan er. Þetta er ekki þeirra einkafyrirtæki. Við þurfum að vita ná- kvæmlega hvað við skuldum og hverj- um. Þessu leynimakki verður að ljúka.“ Finnar upplifðu hræðilega tíma „Í kjölfar kreppunnar hreinlega flæddu inn fíkniefni.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.