Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Side 38
föstudagur 14. nóvember 200838 Helgarblað Ásamt því að hafa í nógu að snúast í tónlistinni var Svanhildur einnig móðir í fullu starfi. „Í raun hent- aði starfið mjög vel því ég gat ver- ið heima með börnin á daginn og sungið á kvöldin þegar þau voru farin að sofa. Þess á milli fengu þau bara að skottast með okkur í vinnunni.“ Fráfall hljómsveitarmeðlims Þegar hljómsveitin hafði náð hvað mestum vinsældum varð hún fyrir miklu áfalli. Einn meðlimur henn- ar, Rúnar Gunnarsson, féll frá en hann svipti sig lífi. Fréttirnar komu öllum á óvart. „Við gerðum okkur það ekki ljóst að hann væri hald- inn þunglyndi. Það vissi satt best að segja enginn að hann væri veik- ur enda sást ekkert á manninum á meðan hann spilaði með okk- ur. Einn góðan veðurdag þegar við vorum að undirbúa för okk- ar til Þýskalands, þar sem hljóm- sveitin hafði verið ráðin til vinnu í tvo mánuði, henti Rúnar bassan- um sínum á gólfið og hætti öllum að óvörum. Vilhjálmur Vilhjálms- son heitinn hljóp í skarðið og fór með okkur út en auk okkar Gauks og Vilhjálms voru í hljómsveitinni þeir Andrés Ingólfsson heitinn, Carl Möller og Páll Valgeirsson.“ Svanhildur segir Vilhjálm hafa verið afar þægilegan í alla staði og auðvelt að vinna með honum. „Ég er viss um að hann væri mjög hissa á öllum þessum vinsældum sín- um í dag ef hann væri með okkur. Hann var svo hógvær og hafði lítið fyrir því að búa til tónlist.“ Í menntó 38 ára Svanhildur gekk að eigin sögn þennan venjulega menntaveg. „Ég tók mitt gagnfræðapróf og skellti mér einnig í málaskóla í Englandi.“ Svanhildur var nokkuð sátt við sitt nám en eftir að hafa farið í út- varpsviðtal eitt þegar hún var að stússast í skemmtanabransanum breyttist viðhorf hennar til muna. „Stúlkan sem tók viðtalið spurði mig hvaða menntun ég hefði og þá fór ég að hugsa mín mál því mér fannst ég ekkert meiri fábjáni en flestir.“ Þrjátíu og átta ára að aldri ákvað Svanhildur því að skella sér í öldungadeild Hamrahlíðarskóla og lauk þar stúdentsprófi með stæl og dúxaði í íslensku. Hún viður- kennir að á þeim tíma hafi henni liðið eins og hún væri elliær en að í dag hlæi hún bara að þeirri vitl- eysu. Í útvarpinu í yfir tuttugu ár Svanhildur segist vera afar heppin kona sem hefur fengið flest upp í hendurnar. „Ég hef fengið að gera einstaklega mikið af skemmti- legum hlutum í lífinu og allt hef- ur þetta komið eitt af öðru upp í hendurnar á mér, sem betur fer kannski því ég hefði sennilega aldrei þorað að sækja um neina vinnu.“ Ástæðuna segir Svanhild- ur vera þá að hún hafi alltaf óttast að fá nei. Í dag hefur Svanhildur starfað í rúm tuttugu farsæl ár hjá Ríkisútvarpinu þar sem hún stýr- ir tveimur léttum dægurmálaþátt- um, annars vegar Stefnumóti og hins vegar Villtum strengjum og vangadansi. „Ég kann afskaplega vel við mig í útvarpinu. Ég fæ að fylgjast með því sem er að gerast í tónlistinni, tala við skemmtilegt fólk og margt fleira.“ Ásamt því að vera í útvarpinu rekur Svanhildur ásamt Ólafi Gauki Gítarskóla Ól- afs Gauks en hann hefur nú verið starfræktur í ein þrjátíu og þrjú ár. Gengur vel að vinna saman Þegar blaðamaður spyr hvort hann kenni mikið sjálfur í Gítar- skólanum skellir Svanhildur upp úr. „Já, og það er vegna þess að hann er haldinn mikilli fullkomn- unaráráttu og vill hafa yfirumsjón með öllu. Hann kennir sjálfur og mun halda því áfram. Hann hefur sjaldan verið eins ánægður í þessu starfi eins og hann er í dag, enda þegar maður öðlast meiri færni verður skemmtilegra að kenna og miðla reynslu sinni. Okkur hefur gengið alveg ákaf- lega vel að vinna með hvort öðru í gegnum árin enda höfum við alla tíð verið að sinna sameiginlegu áhugmáli okkar,“ segir Svanhildur aðspurð hvernig það sé að vinna svo náið með maka sínum eins og um er að ræða í hennar tilfelli. Börnin búsett erlendis Þessi samrýndu og vinnusömu hjón eiga tvö uppkomin börn, ann- ars vegar hann Andra Gauk og hins vegar Önnu Mjöll. Bæði búa þau systkinin erlendis og hafa gert um árabil. „Það er bara hundleiðinlegt að hafa þau svona langt í burtu en jákvæðu hliðarnar eru þær að við þurfum að fara reglulega út og það þykir okkur ekkert verra enda höf- um við með eindæmum gaman af því að ferðast.“ Báðum vegnar þeim Andra og Önnu Mjöll vel en Andri er starfandi skurðlæknir í Banda- ríkjunum og Anna Mjöll, sem er þjóðinni góðkunn fyrir söng sinn, starfar við tónlist, sömuleiðis í Bandaríkjunum. Svanhildur og Ól- afur Gaukur eiga tvö barnabörn og þegar Svanhildur er innt eftir því hvernig hún kunni við sig í ömmu- hlutverkinu segist hún því miður lítið hafa sinnt því hlutverki. „Þau hafa búið allt sitt líf í Bandaríkjun- um og get ég því ekki sagt að ég sé þessi dæmigerða amma en okkur þykir voðalega gaman að hittast.“ Hugsar ekkert um árin Nú þegar líða fer að lokum þessa samtals blaðamanns og Svanhildar óskar blaðamaður eftir því að fá að vita leyndarmál hennar á bak við unglegt útlit hennar en hún er tal- in afar glæsileg kona og virðist hafa hugsað vel um sig. „Ætli leyndar- málið sé ekki bara að hugsa ekkert um árin. Svo held ég að það skipti miklu máli að hafa nóg fyrir stafni og hafa alltaf eitthvað til að hlakka til. Við Gaukur höfum meira en nóg að gera og eigum eftir að láta marga drauma okkar rætast. Við ætlum að ferðast meira um heim- inn og svo á hann sér draum um að við tökum upp nokkur lög saman fljótlega, en við sjáum hvað setur. Þegar maður hættir að hafa nóg að gera og fer að leggja kapal og lesa bækur allan daginn þá fyrst verð- ur maður gamall, auðvitað kemur að því en það verður ekki á næst- unni,“ segir Svanhildur að lokum. „Við gerðum okkur það ekki ljóst að hann væri haldinn þunglyndi. Það vissi satt best að segja enginn að hann væri veikur enda sást ekkert á mann- inum á meðan hann spilaði með okkur. Einn góðan veðurdag þeg- ar við vorum að undirbúa för okkar til Þýskalands, þar sem hljómsveitin hafði verið ráðin til vinnu í tvo mán- uði, henti Rúnar bassanum sínum á gólfið og hætti öllum að óvörum.“ Eldist vel „Þegar maður hættir að hafa nóg að gera og fer að leggja kapal og lesa bækur allan daginn þá fyrst verður maður gamall, auðvitað kemur að því en það verð- ur ekki á næstunni.“ myndir SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.