Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Síða 54
föstudagur 14. nóvember 200854 Tíska Vill klæða Obama Hönnuðurinn donna Karan hefur lýst yfir miklum áhuga á að dressa nýja forsetafrú bandaríkjanna, frú michelle Obama, upp í fram- tíðinni. „mér finnst michelle Obama vera alveg himnesk kona. Hún hefur einstak- lega persónulegan stíl og ég myndi elska það ef hún myndi klæðast fötunum mínum,“ sagði donna Karan sjálf í viðtali í Los angeles í síðustu viku. nú er bara spurning hvernig forsetafrúin tekur í þetta tilboð hönnuðarins. umsjón: Krista HaLL, krista@dv.is Jólapakkinn í ár Karl Lagerfeld hefur hannað nýja línu fyrir tískuhús Chanel sem kallast Chanel unlimited. Þessi nýja lína kemur í sölu rétt í tæka tíð fyrir jólaösina og inniheldur splunkunýja hönnun á töskum og fylgihlutum. töskurnar sem eru gráar og glansandi í grunninn eru svo prýddar með goðsagnakenndum orðum tengdum tískuhúsinu líkt og Paris, Coco og að sálfsögðu Chanel. töskurnar koma í mismunandi stærðum og gerðum með ýmiss konar litlum aukaatriðum til að gera töskuna enn betri, líkt og krækju fyrir lyklana sem eiga það til að týnast í stórum töskum. Þetta er svo sannarlega eitthvað til að setja á jólagjafaóskalistann. aftur á fOrsíðunni Kate moss er enn og aftur á forsíðu vogue, í þetta skiptið fyrir desem- bertölublaðið en síðast var hún á forsíðunni í september. forsíðu- myndirnar eru teknar af ljósmyndar- anum nick Knight og ku Kate moss vera þrusuflott á myndunum að venju. Í blaðinu verður einnig innlit heim til tims burton og Helenu bonham Carter sem myndað er af tim Walker auk þáttar sem kallast Karl Lagerfeld‘s secret ball sem hljómar forvitnilega. kOmin í H&m rei Kawakubo sem hannar fyrir Comme des garcons er sú nýjasta í hópi frægra fatahönnuða til að hanna fyrir verslunarkeðjuna H&m. Lína rei kom í allar verslanir H&m í gær og höfðu raðir myndast fyrir utan flestar af verslununum enda einkar eftirsóknarvert að nálgast flíkur í anda Comme des garcons á góðu H&m-verði. „mér fannst áhugavert að starfa með H&m til að selja Comme des garcons-föt á stöðum þar sem þau hafa hingað til ekki verið fáanleg og fá fólk, sem hefur jafnvel enn ekki fattað hönnunina mína, til að sjá hana í nýju ljósi,“ sagði rei um samstarfið. Skólafötin Djammdressið Sparidressið Buxur: urban Outfitters, keyptar í danmörku Skyrta: topshop í London Skór: Keyptir í lítilli búð í Árósum „ef ég er þreytt í letistuði þegar ég er að klæða mig fyrir skólann fer ég í eitthvað þægilegt en ef ég er í pæjustuðinu fer ég í eitthvað fínna.“ Skyrta: Liborius SokkaBuxur: Oroblu Sokkar: Cobra Skór: Keyptir í lítilli búð í London „mér finnst rosalega skemmtilegt að vera svolítið spari og er miklu meira fyrir það að klæða mig upp heldur en að vera hversdagsleg. Þetta eru svona algjör spariföt þar sem skyrtan er mjög viðkvæm og ég myndi ekki fara í henni út á djammið, frekar að ég klæðist henni í veislum og þegar ég fer fínt út að borða.“ Skór: keyptir í París Buxur: topshop Jakki: topshop í London, úr Kate moss-línunni. Bolur: H&m HálSmen: jólagjöf frá kærastanum „Ég dressa mig alltaf upp fyrir djammið og reyni að vera dugleg að kaupa mér fallegar og flottar flíkur þegar ég er erlendis. Hérna heima eru uppáhaldsbúðirnar mínar trilogia, KronKron og Liborius en það eru náttúrlega búðir í dýrari kantinum svo ég kaupi mér nú ekkert oft þar þótt það sé voðalega gaman að skoða í þessum búðum. Ég enda þá frekar í topshop sem er aðeins ódýrari.“ margrét Jústa Pétursdóttir er stórglæsileg stúlka á öðru ári í viðskiptafræði í HÍ. Hún er með pæjulegan fatastíl og finnst miklu skemmtilegra að vera spariklædd en í hversdagsföt- unum. Með skólanum starfar Margrét Jústa í félagsmiðstöðinni í Garðalundi. skemmtilegt að Vera spariklædd Jakki: Keyptur í Árósum trefill: gjöf frá mömmu Húfa: H&m PilS: rokk og rósir SokkaBuxur: Oroblu Stígvél: friis & Company Sokkar: H&m „Ég klæði mig eftir veðri og skelli á mig húfu þegar það er rigning og trefli þegar það er kalt. en ég reyni samt líka að klæða mig svolítið pæjulega ef ég er að fara eitthvað fínt.“ Útifötin myndir rakel óSk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.