Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Page 63
SAGA MANNSINS er sannkallað stórvirki. Á 668 blaðsíðum er farið yfir sögu mannsins frá örófi til okkar dags. Verkið er einstaklega viðamikið, bæði fróðlegt og skemmtilegt. Einstæð útlitshönnun og skipulagningin bókarinnar gerir notkun hennar auðvelda og eykur ánægju lesenda. Ritstjóri bókarinnar er Illugi Jökulsson sem um árabil hefur lagt sig fram um að gera sögulega viðburði aðgengilega fyrir íslenskan almenning. Þetta er bók til að lesa frá upphafi til enda en líka til að fletta upp í og glugga í árum saman. Sá sem sekkur sér á kaf í söguna verður aldrei einmana. Dýrgripur Í þessari frábæru bók er saga mannsins rakin frá fyrstu apamönnunum í Afríku til Cristiano Ronaldos. Kóngar og drottningar, alþýðan og aðallinn, spekingar og illmenni, herforingjar og listamenn, allir fá sitt pláss á síðum þessarar þykku en þó handhægu bókar. Styrjaldir og plágur, stórslys og glæstir sigrar, kreppur og framfaraskeið, allt er þetta að finna í bókinni. Gífurlegur fjöldi mynda prýðir bókina og gerir hana að dýrgrip fyrir hvert heimili. fyrir hvert heimili Flettiopnur um stærstu atburði sögunnar. Rammagreinar auka við megintexta með athyglisverðum og mikilvægum upplýsingum um einstaka atriði. Tímalínur vísa til helstu atburða efnisins. Myndanúmer koma fram í textanum og setja meðfylgjandi myndir í sögulegt samhengi. Mannanöfn í textanum tengjast öðrum blaðsíðum með nafnaskrá aftast í bókinni. Inngangur meginkafla er úrdráttur efnisþátta hvers kafla, sem getur náð yfir 2-12 síður. Inngangur blaðsíðna er efnisúrdráttur hverrar síðu. Kaflaheiti er efst á hverri síðu. Litaðar spássíur vísa í tímabil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.