Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2008, Blaðsíða 64
Alþýðunnar rödd brostin? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Kvef og hálsbólga eru höfuðóvin- ir útvarpsfólks,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu sem varð fyrir því óláni í gær að fá hóstakast í beinni útsendingu. Arnþrúður var í miðju samtali við hlustanda í símatíma Útvarps Sögu þegar hún skyndilega byrjaði að hósta og kom ekki upp orði, snögglega var skipt yfir í auglýsingar. Ekkert meira heyrðist frá Arnþrúði í útvarpinu þann daginn. „Ég er bara orðin lasin. Ég fór heim eftir þetta, stakk mér und- ir sæng og er búin að sofa vel,“ sagði hún þegar DV náði tali af henni seinni hluta gærdags. Útvarp Saga er einna helst þekkt fyrir umræðuþætti þar sem farið er yfir þjóðmálin. „Ég spilaði óvenju mik- ið af tónlist miðað við það sem ég er vön,“ segir hún en fastur símatími var á sínum stað. Hlustendur Arnþrúðar höfðu margir áhyggjur af heilsu henn- ar en hún fullvissar þá um að hún snúi brátt aftur í fullu fjöri. „Ég er búin að taka vítamín og slappa af. Ég verð orð- in brött í fyrramálið,“ sagði hún í sam- tali við DV. „Það er svo mikið að gerast að maður má ekki vera að því að vera veikur,“ segir Arnþrúður borubrött enda alltaf með puttana á þjóðarpúls- inum. erla@dv.is Nokkrar staðreyndir um Versicherungskammer Bayern (Bayern Líf) sem er samstarfsaðili Sparnaðar Tilheyrir hópi fjármálafyrirtækja þýsku sparisjóðanna sem er öflugasti samstarfsvettvangur á sviði fjármálaþjónustu í Þýskalandi með yfir 50 milljónir viðskiptavina Er stærsta opinbera tryggingarfélagið innan hóps fjármálafyrirtækja þýsku sparisjóðanna og sérhæfir sig á kjarnasviðunum „lífeyrir“ og „tryggingar“ Sparisjóðirnir í Þýskalandi eru tryggðir í gegnum ábyrgðarsamtök sem borin eru uppi af S – Finanzgruppe Nokkrar staðreyndir um ,,Séreign’’ viðbótarlífeyrissparnað sem Sparnaður býður í samstarfi við Versicherungskammer Bayern (Bayern Líf) á Íslandi. Enginn upphafskostnaður Tryggð ávöxtun Vextir eru reiknaðir mánaðarlega Bókaðu tíma hjá ráðgjafa okkar í síma 577 2277 eða á sparnadur@sparnadur.is Holtasmári 1 201 Kópavogur Sími: 5772025 www.sparnadur.is Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu má ekki vera að því að vera veik: Kjaftstopp í beinni útsendingu n Sprengjuhöllin og Hjaltalín spila á tvennum tónleikum á Austfjörð- um um helgina. Þar sem Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, er vant við látin um helgina hefur engin önnur en Andrea Gylfadóttir verið fengin til að hlaupa í skarð- ið. Það má að sjálfsögðu búast við að Hjaltalín taki vinsælasta lag sitt og jafnframt vinsælasta lag sumars- ins, Þú komst við hjartað í mér, sem sveitin fékk að láni frá Páli Óskari en lagið var samið af tónlistarmann- inum Togga. Um daginn tók hljómsveitin Retro Stefson sig til og skellti sinni útgáfu af laginu inn á Youtube og með því að Andrea syngur lagið á móti Högna í Hjaltalín hafa sex þekktir tónlist- armenn sungið lagið frá því í byrjun sumars. n Saga Róberts Leós Erlendsson- ar, níu ára drengs frá Akranesi sem svikinn var af BT um Playstation Portable-tölvu, snerti hjörtu lands- manna. Þáttarstjórnendur Harma- geddons, Frosti og Þorkell Máni, voru engin undantekning. Þegar þeir heyrðu að raftækjaverslunin Elko hefði afhent Róberti glænýja PSP-tölvu í gær tóku þeir sig til og gáfu honum sjö leiki í nýju tölvuna. Róberti brá er hann fékk fréttirnar. „Í al- vöru?“ sagði Ró- bert gapandi og trúði varla sínum eigin eyrum. RoKKaRaR styðja RóbeRt Leó n Íslenskir tónlistarmenn verða að gera sér að góðu að minni líkur eru á að þeir vinni til verðlauna á næst- unni en hingað til. Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi við val á tilnefningum og sigurvegurum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þær fela meðal annars í sér fækkun verðlaunaflokka í dægurtónlist þar sem hún hefur þótt ruglingsleg. Nú verður sigurvegari í flokki popp- /rokktónlistar einn í stað þriggja áður. Þessu fylgir að tilnefningar verða nokkru fleiri, eða að minnsta kosti fimm í þeim flokki. Aðrar breyting- ar eru til að mynda þær að ein verð- laun verða veitt fyrir „Rödd ársins“ í stað söngvara og söngkonu áður. Þá verða ein verðlaun veitt fyrir höfund ársins og ein sameiginleg verðlaun allra flokka fyrir flytjanda ársins. nú fæKKaR gLeðibRosum enn einn söngvaRinn Fór veik heim arnþrúður karlsdóttir fór ekki varhluta af kvefpestinni sem hrjáir landann þessa dagana en mætti engu að síður í útvarpið. Mynd SteFán KArlSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.