Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 12
mánudagur 1. desember 200812 Fréttir Líf kvenna LítiLs virði Ekkert lát virðist vera á svokölluðum „sæmdardrápum“ í Basra í Írak. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um sjötíu prósent á þessu ári miðað við 2007. Þrátt fyrir að í flestum tilfellum liggi ljóst fyrir hver hafi framið slíkt morð er ekki hægt að merkja fjölgun sakfellinga. Fjölskyldufeður leita í auknum mæli til leigumorðingja til að myrða kvenfólk sem að þeirra mati hafa fært skömm yfir fjölskylduna. Líf kvenna í Basra er ekki mikils virði. Svonefndum „sæmdardrápum“ hef- ur fjölgað um sjötíu prósent í Basra í Írak á þessu ári. Stjórnvöld hafa við- urkennt að það sé þeim um megn að stemma stigu við morðum af þessum toga. Sakfellingum vegna þessara morða hefur ekki fjölgað og það sem af er þessu ári hefur áttatíu og ein kona verið myrt fyrir að hafa fært meinta skömm yfir fjölskyldu sína. Aðeins fimm hafa verið sakfelldir. Árið 2007 reiknaðist öryggisnefnd Basra til að fjörutíu og sjö „sæmdar- dráp“ hefðu verið framin, og það ár voru þrír sakfelldir fyrir slík morð. Lögfræðingur einn í bænum heldur því fram að lögreglan haldi hlífiskildi yfir ódæðismönnunum og að leigu- morðingjar tækju jafnvel ekki meira en sem nemur um fimmtán þúsund krónum fyrir að myrða konur í Basra. Vinátta kostaði lífið Morðið á hinni sautján ára Rand Abdel-Qader í apríl vakti hörð við- brögð víða um heim. Í ljósi þess fjölda „sæmdardrápa“ sem framin hafa verið í Basra virðist sem reiði alþjóðasamfélagsins hljóti lítinn hljómgrunn í Írak. Rand Abdel-Qader var myrt af föður sínum vegna þess að hún hafði orðið ástfangin af breskum hermanni í Basra, en þeir fjögur þúsund bresku hermenn sem voru í Basra yfirgáfu bæinn í september síðastliðnum. Rand Abdel-Qader hafði myndað vináttutengsl við hermann sem hún þekkti undir nafninu Paul, og þegar fjölskyldan komst að því kæfði faðir hennar hana og stakk hana ítrekað með hnífi. Faðir hennar, Abdel-Qad- er Ali, var handtekinn en síðar sleppt án ákæru. Eiginkona hans, og móð- ir Rand Abdel-Qader, skildi við hann og fór í felur. En það var skamm- góður vermir því hún var skotin af óþekktum manni nokkrum vikum síðar. Í viðtali við breska blaðið Ob- server sagði faðir Rand Abdel-Qader að lögreglan hefði óskað honum til hamingju með drápið á dóttur hans. Lögreglan sleppir ódæðismönnum Síðan Rand Abdel-Qader var myrt hefur ástandið í Basra aðeins versn- að í þessu tilliti, að sögn lögfræðinga í bænum. Ali Azize Raja’a, írakskur lögfræðingur, hefur sótt mál vegna þrjátíu og tveggja „sæmdardrápa“ síðan 2004. Hann sagði að þrátt fyr- ir nægar sannanir fyrir því hver hefði framið hvert þeirra þrjátíu og tveggja morða, hefði hann aðeins unnið eitt mál. Að mati Ali Azize Raja’a er stærsta málið sú ákvörðun lögregl- unnar að sleppa ódæðismönnum úr haldi, og af hverjum tíu sem eru grunaðir hafa sjö yfirgefið Basra, og lítil eða engin tilraun gerð til að leita þá uppi. Talið er að faðir Rand Abdel-Qad- er sé einn þeirra sem yfirgefið hafa Basra. Hann var í haldi lögreglunn- ar í aðeins tvær klukkustundir. Ekki er loku fyrir það skotið að viðskipta- maður einn, sem hafði lýst föðurn- um sem „hugrökkum“ manni hafi látið fé af hendi rakna til föðurins og tveggja sona, sem afneituðu móður sinni þegar hún mótmælti morðinu á Rand Abdel-Qader. Líf kvenna lítils virði Annar írakskur lögfræðingur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í viðtali við breska blaðið Guardian að feður væru í auknum mæli farnir að leita til leigumorðingja til að fram- kvæma „sæmdardrápin“, sem síðan væru stimpluð sem morð af trúar- legum toga. „Líf þessara kvenna er ekki meira virði en sem nemur eitt hundrað bandaríkjadölum. Þú getur fundið drápsmann á hverri kaffistofu í Basra sem ræðir virði hvers lífs líkt og hann væri að kaupa kjötstykki,“ sagði fyrrnefndur lögfræðingur. Mariam Ayub Sattar, sem berst fyrir réttindum kvenna í Basra, sagði að hver sú kona sem staðin væri að því að ræða við karlmann, sem ekki væri eiginmaður hennar eða ættingi, væri álitin vændisköna og henni refsað. Fyrir tveimur vikum var sýru skvett í andlit þriggja kvenna sem voru staddar á markaði í Basra, eftir að þær höfðu gefið sig á tal við karl- kyns vin, sagði Sattar. Við ramman reip að draga Níu af tólf sjálfboðaliðssamtökum hafa lagst af síðan innrásin var gerð í Írak. Samband kvenréttindasamtaka í Basra neyddist til að hætta starf- semi í kjölfar líflátshótana vegna eft- irmála morðsins á móður Rand Ab- del-Qader í maí. Tvær þeirra kvenna sem höfðu hjálpað móður Rand að dyljast særðust. Mannréttindaráðuneyti Íraks vinnur að nýjum verkefnum sem miða að því að binda enda á kynja- misrétti í landinu, að sögn Hameed Walled. En þar er við ramman reip að draga, sagði Walled, því þó að lögð sé áhersla á jafnrétti kynjanna í skólum landsins hafi það lítið að segja ef for- eldrar kenna hið gagnstæða innan veggja heimilisins. Þýska þjóðin stendur frammi fyrir miklum jólasveinaskorti í aðdrag- anda jólanna. Nýliðar í stéttinni standast ekki kröfur um gleðilegt fas og fagmennsku, sem gerðar eru til jólasveina. Atvinnuskrifstofur leita nú log- andi ljósi að nýliðum, en hafa til- kynnt að áþreifanlegur skortur sé á mjúkholda, glaðværum síðskeggj- uðum jólasveinum með hreint saka- vottorð. Það er greinilega ekki létt verk og löðurmannlegt að vera jólasveinn og á meðal þess sem þarf að prýða þessa gleðigjafa aðventu og jóla í Þýskalandi er viðeigandi lágur róm- ur, barngæska, gott vald á þýskri tungu, og viðamikil kunnátta í jóla- ljóðum og jólasöngvum. Til að full- komna myndina verða þeir einnig að vera færir um spuna og búa yfir orku. Það nægir ekki að geta afhent jólapakka, jólasveinarnir þurfa að vera trúverðugir þegar þeir útskýra fyrir börnunum fjarveru jólasleð- ans og hreindýranna, og það krefst sterkra tauga að eiga við óþolinmóð börn. Jólasveinar hafa aldrei verið jafn- eftirsóttir í Þýskalandi því fjölskyld- ur reyna að fanga jólaandann mitt í skugga efnahagsvandamálanna sem nú hvílir víða yfir. Í Berlín liggja fyrir um fimm þúsund pantanir á jólasveinum fyrir einkauppákom- ur, skóla og verslunarmiðstöðvar. Um fimm hundruð sveina þarf til að anna þeim pöntunum, og enn vantar eitt hundrað og fimmtíu jóla- sveina. Svipaða sögu er að segja um ástandið í München og Hamborg og það er mat þeirra sem til þekkja að hinar miklu kröfur sem gerðar eru til jólasveinanna valdi því að færri sækjast eftir starfanum. Jens Wittenberger, sem sér um ráðningu jólasveina hjá Jobcafe í München, segir að þeir séu fáir sem búi yfir þeim eiginleikum sem prýða jólasvein. Nýliðar á hans snærum fá stífa þjálfun, til dæmis í að svara spurningum á borð við: „Af hverju virðist skeggið þitt vera gervi?“ Jólasveinar í Þýskalandi geta þén- að allt að sextíu evrum á klukkutíma, en það samsvarar tæpum ellefu þús- und íslenskum krónum. Jólasveinar eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna efnahagskreppunnar: Jólasveinaskortur í Þýskalandi erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Má selja sarkozy- vúdúdúkku Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að leyfilegt sé að selja Nicolas Sarkozy-vúdú- dúkkur, en með því skilyrði að á þeim sé límmiði sem segi að dúkkan sé móðgun við hann. Dómari við áfrýjunardóm- stólinn sagði að sú athöfn að stinga prjóni í dúkkuna jafngilti móðgun við forsetann, en þó væri ekki viðunandi að banna sölu hennar. Í síðasta mánuði úrskurðaði annar dómstóll gegn banni við sölu á dúkkunni því hún væri „innan ramma tjáning- arfrelsis og réttar til kímni“. Framleiðandi dúkkunnar gerði svipaða dúkku af kepp- anda Sarkozys í síðustu forseta- kosningum, Segolene Royal, en hún ákvað að hafast ekkert að. „Ég hef kímnigáfu,“ sagði hún. Jógúrt gegn krabba Samkvæmt vísindamönnum við Karólínsku stofnunina í Stokk- hólmi í Svíþjóð er hægt að draga úr líkum á krabbameini, allt að fjörutíu prósentum, með neyslu jógúrtar. Niðurstaða vísindamann- anna byggist á viðamikilli rann- sókn sem náði til 82.000 manns, sem vísindamennirnir fylgd- ust náið með um níu ára skeið. Rannsóknin sýnir að konur sem neyta tveggja mála af jógúrt geta dregið úr líkum á blöðruháls- krabbameini um 45 prósent, og karlmenn um 36 prósent. Aðrar mjólkurafurðir hafa, samkvæmt rannsókninni, ekki sömu fyrirbyggjandi áhrif. vildu toppa 11. september Mohammad Ajmal Qasam, eini eftirlifandi hryðjuverkamaður árásanna í Mumbaí á Indlandi, hefur upplýst þarlend yfirvöld um að markmið aðgerðanna hafi verið að drepa fimm þús- und manns. Hryðjuverkamennirnir voru að hans sögn tíu, og ætlun þeirra var að framkvæma ódæði sem tæki árásunum í New York, Pennsylvaníu og Washington árið 2001 fram. Indversk stjórnvöld eru þess fullviss að hryðjuverkamenn- irnir hafi fengið fyrirmæli frá Pakistan í gegnum farsíma á meðan á umsátrinu stóð. Hátt í tvö hundruð manns misstu lífið í aðgerðum hryðjuverkamann- anna. Þýskur jólasveinn albert niemeyer hefur staðið vaktina í 55 ár. KoLbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is ráðstefna um ofbeldi gegn konum Fjölgun „sæmdardrápa“ í basra í Írak nemur sjötíu prósentum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.