Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Page 14
Gangsetningar krónunnar hefur ver- ið beðið með óþreyju þó trú manna sé misjöfn. Þeir sem vildu sjá hana busla hjálparlaust kyngja þeirri ósk, að minnsta kosti um sinn. Björg- unarvestið hefur þann kost að inni- haldið sekkur ekki en annmarkinn sá að enginn veit hvað ella hefði orðið. Álit hagfræðinga eru jafnmörg þeim sjálfum og almenningur stendur á gati. Eitt ætti þó að vera ljóst, styrking krónunnar felst í eftirspurn. Eftirspurn hér heima hlýtur að aukast með hagstæðari vöruskipta- jöfnuði, það er meira selt erlendis, minna keypt innlendis. Þetta eykur gjaldeyrisstreymi til landsins. Eftir- spurn að utan er annars vegar frá fjár- festum en einnig frá ferðamönnum. Þetta síðastnefnda er uppi á borðum og ætti að hlúa að þessari þjónustu- grein á stundinni. Ein stærsta ýlda íslenzks efnahagslífs er hin innlyksa krónu- og jöklabréf. Þessar fyrrver- andi styrktarstoðir krónunnar hafa snúist upp í andhverfu sína. Útborg- un þeirra er þjóðarbúinu ómöguleg sem stendur og skýrir að nokkru þau miklu gjaldeyrishöft sem búið er að samþykkja. Einhver úr hagfræðinga- stétt vildi sjá skattlagningu þessara fjármuna verði þeir leystir út. Kannski ekki svo galið tillegg í ljósi stöðunnar. Gjaldeyri þjóðarinnar, þeim litla sem til er, þarf að forgangsraða og matvæli, olía og lyf ofar öðru. Ann- að mætir afgangi og til dæmis ljóst að jólaföt verða ófáanleg í verzlun- um og viðbúið að fólk sprangi um torg eins og stúlkurnar tvær sem mótmæltu skinnklæðnaði á dögun- um. Annað bitbein kreppunnar, tón- listarhúsið, endar að líkum sem yfir- gefið musteri óráðsíu og óraunhæfra hugmynda. Að stjórnmálamenn skuli enn vilja henda í þetta peningum er illskiljanlegt og angi sömu hugsana sem enn réttlæta misvægi eftirlauna- laganna. Stjórnsýslunni er skylt að ganga á undan með góðu fordæmi og ætti að tína af sér loðfeldina. Allt of lengi hafa forsvarsmenn þjóðarinnar klætt hana af sér og þörfin á snertingu orðin brýn. Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á krónunni hafa stjórn- völd ákveðið að gera eina tilraun enn. Lukkist hún bætir það aðstöðu okk- ar á alþjóðavettvangi, ef ekki versnar hún varla mikið úr þessu. Næstu tvö ár verða afturhvarf til fortíðar, velj- um íslenzkt enda eitt í boði. Frysting, höft og herpingur eru hið nýja Ísland. Stjórnvalda er að dreifa byrðunum eftir megni, nýlegt hrafnaspark í eft- irlaunaósómanum ýtir þó ekki undir væntingar. Vegferðin fram undan er engra ósk en illskárra þó að koma ekki tómhent til baka. Forsenda þess er ný hugsun, ein fæðingarhríð hennar er að gera úr alþingishúsinu ómelettu. mánudagur 1. desember 200814 Umræða Spurningin „Það er ég sem er á nornaveiðum, Davíð ætlar ekkert að veiða mig. Ég er sjálf á veiðum,“segir Eva Hauksdóttir, eigandi nornabúðarinnar. eva stofnaði hóp á Facebook þar sem hún hvetur til að fólk borgi ekki af neinum lánum við ríki eða banka í dag. Þá segir hún hópinn ætla að ganga að seðlabankan- um á sjálfan fullveldisdag- inn og biðja davíð Oddsson kurteislega um að segja af sér og ef hópurinn fær ekki viðunandi svör verður hann borinn út öðrum til viðvörunar. Ertu EkkErt hrædd við nornavEiðar? Sandkorn n Niðurskurður Páls Magn- ússonar útvarpsstjóra mælist illa fyrir innan stofnunarinnar. Rótgróið starfsfólk er ævareitt vegna niðurskurðar sem það telur beinast að þörfum þjónum fremur en silkihúfum. Meðal þeirra sem hund- skömmuðu útvarpsstjór- ann á starfs- mannafundi á föstudag er Helgi Selj- an, spyrill Kastljóss, sem telur það skemmdarverk að útrýma svæðisstöðvunum. Víst er að Helgi er ekki í náðinni hjá Páli hér eftir. n Sóldýrkandinn Guðni Ág- ústsson er væntanlegur heim á næstu dögum eftir að hafa notið lífsins á Klörubar og víðar á Kanaríeyjum á launum frá almenningi. Guðni þarf ekki að hafa áhyggjur næstu mán- uðina af afkomunni þar sem hann mun verða í sex mánuði á launaskrá Alþingis án þess að lyfta hendi. Síðan taka við rífleg eftirlaun sem ráðherra. Ekki er talið ólíklegt að leiðir hans og Framsóknarflokksins hafi skilið að fullu. Einhverjir spá því að hann muni slást í lið með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra ef hann ákveður að stofna nýjan flokk sem heyrist. n Svo sem greint hefur verið frá í DV hefur Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, verið gestur Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum. Óljóst er hvert erindi hans er í bankanum annað en að spinna fyrir Davíð. Hermt er að hópur ungra sjálfstæðismanna hafi nú stofnað hóp sem ætlað er að vinna gegn því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki að stíga skref í áttina að Evrópu- aðild. Mentor þess hóps mun vera sjálfur Styrmir. n Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra víkur að Viðskipta- blaðinu á heimasíðu sinni og segir að Haraldur Johannessen, ritstjóri og náfrændi ríkislög- reglustjóra, hafi ásamt fjárfest- um keypt blaðið af Bakkavar- arbræðr- um. Björn segir orðrétt: „Fyrir miðl- ana er best að komast sem fyrst úr höndum þeirra, sem berjast fyrir eigin lífi og hagsmunum. Þetta hefur þegar gerst með Viðskiptablaðið.“ Athygli vekur að dómsmálaráðherra lýsir velþóknun á „sölu“ Viðskipta- blaðsins sem skuldaði 250 millj- ónir en velti um 300 milljónum á ári. „Kaup” Haraldar felast í því að hann ætlar að taka nafnið á blaðinu út úr hinu gjaldþrota fyrirtæki, skilja skuldirnar eft- ir og láta Ábyrgðarsjóð launa greiða blaðamönnum og öðrum starfsmönnum laun. Ráðherr- ann felst þannig á kennitölu- flakk. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriFtarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er ekki hægt að láta allt snúast um Davíð.“ n Ingibjörg Sólrún sem segir aðalmálið ekki vera hvort Davíð hafi gert mistök sem seðlabankastjóri heldur að hann hafi verið mikill þátttakandi í öllum helstu átakamála síðustu 17 ár. – DV. „Já, hún er mjög flott hóru- mamma,“ n Sigurjón Kjartansson um Þjóðleikhússtjórann Tinnu Gunnlaugsdóttir sem fer með hlutverk Hórumömmu í lögfræðidram- anu Rétti sem Sigurjón samdi handritið að. – Fréttablaðið. „Mig dreymdi þessa konu sex mánuðum áður en við hittumst.“ n Gunnar Sigurðsson, mótmælandi og leikstjóri, sem dreymdi kærustuna sína löngu áður en hann kynntist henni. – DV. „...það tók mig langan tíma að þora að tala við hann og segja honum hvernig mér leið. Það var svona á fimm ára plan- inu.“ n Ragnheiður Gröndal söngkona um kærasta sinn Guðmund Pétursson. – Fréttablaðið. „ Þeir eru bara með stæla , sem þykir þetta pjatt.“ n Ármann Reynisson er mikið jólabarn og hefur á hverjum degi í tíu ár skreytt jólabikarinn sinn. Hann blæs á allt tal um að hann sé pjattaður að skreyta svona. – DV Fyrirgefning skuldanna Leiðari Hrun fyrirtækja og heimila stendur nú sem hæst. Þeir sömu og stýrðu þjóðinni fram af brúninni eru nú að skipta upp góssinu. Á þessum tímum er sú hætta mest að vinavæðingin sem hefur verið rauður þráður íslenskrar spilling- ar dafni að nýju. Skilanefndum bankanna er falið það vald að gefa spilin að nýju. Nýjasta tilvikið um fyrirtæki í falli er Árvakur, rekstr- arfélag Morgunblaðsins. Fyrirtækið skuld- ar 4.000 milljónir króna eftir stjórnartíð nú- verandi eigenda. Af þeirri upphæð eru 3.000 milljónir króna í ríkisbankanum Glitni. Hóp- ur núverandi eigenda og stjórnenda útgáf- unnar fara fram á það að eignast fyrirtækið og þá að öllum líkindum með því að skuldir verði felldar niður. Þetta eru mennirnir sem söfnuðu skuldunum en vilja nú að almenn- ingur axli byrðar af óstjórn og offjárfestingu. Bænaskjal þessa eðlis mátti lesa í fréttahluta Moggans. Það er útilokað að skilanefnd Glitn- is geti skammlaust fallist á að gefa eftir þús- undir milljóna af fé sem er í eigu almennings. Nema þá að þeir ætli að hlífa einstaklingum og öðrum fyrirtækjum með sama hætti. Þetta mál er prófsteinn á bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson, og Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Ætla þeir að samþykkja eftirgjöf skulda til þeirra sem efndu til þeirra? Eða gengur jafnt yfir allt og alla? Öllum má ljóst vera að ef til niðurfellingar skulda kemur án þess að eignarhald gjörbreytist er það spill- ing af versta tagi. Ef bænaskjal núverandi eig- enda Moggans verður samþykkt munu stjórn- völd þurfa að fallast á sömu afgreiðslu fyrir öll þau fyrirtæki og þær tugþúsundir venjulegra Íslendinga sem eiga um sárt að binda. Ann- ars ríkir ekki jafnræði. Á þeim krossgötum fá- tæktar og allsnægta sem þjóðin stendur verð- ur boðlegt siðferði að vera í öndvegi. rEynir traustason ritstjóri skrifar: Þetta eru mennirnir sem söfnuðu skuldunum. bókStafLega Svona er íSLand LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á krónunni hafa stjórn- völd ákveðið að gera eina tilraun enn.“ HRÍÐAR kjaLLari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.