Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2008, Qupperneq 22
mánudagur 1. desember 200822 Fólkið Önnur sólóplata Ragnars Sólbergs, forsprakki sveitarinnar Sign kemur út á morgun 2. desember. Platan hef- ur hlotið heitið The Circle. Ragnar er ekki sá eini sem gefur út plötu á þessum degi því poppstjarnan Britn- ey Spears gefur einnig út breiðskífu á þessum degi. Þeirrar plötu er beðið með mikilli eftirvæntingu en aðdáendur Ragnars eru án efa ekki síður spenntir. En útgáfu- dagurinn er ekki það eina sem þau deila. Bæði tvö eiga af- mæli á þessum sama degi. Lítill heimur. „Nokkrar konur fengu frítt kort í ræktina,“ segir Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins. „Við gerðum ráð fyrir því að við myndum gefa sem samsvaraði andvirði nokkurra korta og ég geri það með stolti,“ segir Linda. Átakið Baðhúsið borgar fyrir aukakílóin fór langt fram úr björt- ustu vonum Lindu. En viðskiptavinir Baðhússins fengu 750 króna afslátt fyrir hvert aukakíló fram yfir kjör- þyngd. Ákveðið hefur verið að fram- lengja átakið fram til 4. desember næstkomandi. „Mér finnst rosalega gaman að geta gefið konum kort, sérstaklega stórum konum sem ekki hafa treyst sér til að koma fram að þessu eða ekki haft efni á því,“ segir Linda. Konur af öllum stærðum og gerðum eru velkomnar í Baðhúsið segir Linda og er stöðin með sérstök hlaupabretti sem geta tekið allt að 180 kílóum. Ég er ekki pabbi minn „Ég hef fullan rétt á því að segja mína skoðun og ég stend með öllu sem ég skrifa,“ segir Helga Lára Haarde pistla- höfundur á deiglan.com og dóttir Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Helga Lára hefur vakið mikla athygli fyrir pistla sína á Deiglunni og ekki síst í þeim síð- asta þar sem hún talar um framferði ís- lenskra fjölmiðla undanfarið. „Ég er ekki pabbi minn. Ég svara ekki fyrir hann og hann svarar ekki fyr- ir mig,“ segir Helga Lára en í skoðana- kerfi Deiglunnar hafa margir gert því skóna að Helga ætti ekki að vera skrifa slíka pistla sökum fjölskyldutengsla við forsætisráðherrann. Að sama skapi hafa margir lýst yfir stuðningi sínum við Helgu og hvatt hana til dáða. „Þó svo að við komum úr sömu fjölskyldu hef ég rétt á því að tjá mig og ég læt ekki kúga mig í því sambandi.“ Helga segir að hver og einn verði að gera það upp við sig hvort hann setji innihald pistla hennar í samband við það sem pabbi hennar sé að gera í emb- ætti. „Ég hef mikinn áhuga á fjölmiðlum. Ég er í sál- fræði í HÍ og þeir eru eitt af mínum áhugamálum.“ Í pistli sínum skrifar Helga um mikið vald fjölmiðla og hversu vandmeðfarið það sé. „Mér finnst fjölmiðl- ar stundum þurfa að vara sig að skapa ekki múgæs- ing. Huga að framsetningu frétta og hvernig sagt er frá hlutunum því fólk trúir því sem það sér í fjölmiðlum og það sem meira er það treystir því.“ Aðspurð hvað stjórnvöld geti gert til þess að bæta sig gagnvart fjölmiðlum og al- menningi segir Helga það ekki sitt að svara. „Það væri bara óskand að allir þessir aðilar gætu bætt samskipti sín á milli.“ Helga segir það oft hafa verið erfitt að fylgjast með föður sínum af hliðarlínunni undanfarna mánuði. „Það er samt alveg tvennt ólíkt, stjórnmálamaðurinn Geir Haar- de og pabbi minn. Ég reyni að halda því aðskildu en auðvitað er ekkert alltaf auðvelt að heyra hvernig fólk talar. Maður reyn- ir að hugsa ekki um það. Ég veit hins vegar að hann er að gera sitt allra besta og mér finnst hann hafa staðið sig vel. Að standa undir svona pressu er ekki allra.“ Helga segir fólk stundum eiga erfitt með að greina milli embættisins og persónunnar. „Pabbi verður auðvitað að geta tek- ið gagnrýni sem stjórnmálamaður en þegar fólk fer að koma með per- sónulegar árásir eins og hann sé fífl hættir maður líka að hlusta. Eins og til dæmis með pistilinn þegar ein- hver segir mér að fara ofan í skurð og drepast. Svoleiðis dæmir sig bara sjálft,“ segir Helga kokhraust að lokum og ætlar að halda áfram að segja sína skoðun á málunum á deiglan.com. asgeir@dv.is Pistlar Helgu Láru, dóttur Geirs Haarde, hafa vakið athygli en hún segist hafa rétt á sinni skoðun eins og aðrir. Helga segir stjórn- málamanninn Geir Haarde og pabba hennar vera tvennt ólíkt. Hún lætur lágkúruleg skot lítið á sig fá og ætlar að skrifa óhrædd áfram. „Það hefur bara allt gengið vel fyrir utan vesenið með farangurinn henn- ar,“ segir Ívar Erlendsson, faðir Alex- öndru Helgu Ívarsdóttir, ungfrú Ís- lands sem nú er stödd í Suður-Afríku þar sem keppnin um ungfrú heim fer fram 13. desember. Alexandra millilenti í London á leið sinni til Suður-Afríku í síðustu viku og lenti í því óhappi að fá bara að fara með aðra ferðatöskuna sína af tveimur með sér á áfangastað þar sem hún var með yfirvigt. „Ég er að vonast til þess að task- an sé að detta í hús hjá okkur. Kjóll- inn sem hún á að vera í á aðalkvöld- inu er í töskunni og þjóðbúningurinn líka svo það er eins gott að taskan skili sér,“ segir Ívar sem lenti í Suður-Afríku síðastliðinn föstudag. „Alexandra er búin að skemmta sér rosalega vel og er núna stödd í tíu daga safaríferð þar sem þær hafa meðal annars verið að skoða dem- anta og sofa í tjöldum. Það var nú ekki rafmagn í ferðinni á tímabili svo stúlkurnar gátu ekki notað neinar hár- þurrkur eða rafmagnsgræjur,“ segir Ívar sem að vonum er stoltur af dótt- ir sinni enda er henni spáð tuttugasta sæti í keppninni af veðbönkum. „Ég sé hana ekki fyrr en eftir viku þegar hún kemur til baka úr ferðinni. Ég skellti mér sjálfur í safarí-veiði- ferð svo það gaf manni ennþá meiri ástæðu til að koma hingað út og fylgj- ast stoltur með Alexöndru.“ Þess má geta að á morgun, þriðju- dag klukkan fimm, fara fram prufur á Broadway fyrir keppnina um Ungfrú Reykjavík 2009. krista@dv.is búningurinn týndist FaranGur unGFrú Ísland skilaði sér ekki til suður-aFrÍku: Farangurinn skilar sér vonandi brátt Pabbi alexöndru Helgu er kominn út og vonar að taskan fari að detta í hús. Helga lára Haarde deila afmælisdegi Hvetur stórar konur Geir H. Haarde Helga segir pabba sinn leggja sig allan fram og geri sitt besta. Helga Lára Haarde Þrátt fyrir sterkan svip segist Helga ekki svara fyrir pabba sinn og hann ekki fyrir hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.