Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2010, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 FRÉTTIR Lögregla leggur frá sér óleyst mál varðandi íkveikju á Range Rover-bíl í fyrra: Rannsókn hætt á bílbrunanum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hef- ur hætt rannsókn á bílbruna Wipeo- ut-hjónanna Friðriku Geirsdóttur fjöl- miðlakonu og Stefáns H. Hilmarssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Baugs. Mál- ið er enn óleyst og verður nú lagt til hliðar af hálfu lögreglunnar. Það var í ágúst í fyrra sem hvít- ur Range Rover-glæsibíll þeirra Frið- riku og Stefáns brann til kaldra kola skömmu eftir miðnætti. Hún gaf í fyrstu þá skýringu að um rafmagnsbilun hefði verið að ræða en lögregla komst fljótt að þeirri niðurstöðu að þetta væri íkveikja. Bíllinn stóð fyrir utan hús þeirra hjóna við Laufásveg 68 í Reykja- vík en upptökur úr eftirlitsmyndavél- um sýndu þrjá grunsamlega menn á vettvangi. Fyrst sáust þeir ganga í átt að bílnum og síðar koma hlaupandi til baka. Myndavélarnar sýna síðan einn þremenninganna koma aftur á bruna- stað þegar slökkvistarf fór fram. Friðrik Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, staðfestir að rann- sókn brunans sé nú hætt. Aðspurður segir hann nokkra hafa verið yfir- heyrða án þess að hægt hafi verið að leysa málið. „Ég held að það hafi ekki verið að frumkvæði eigendanna sem rannsókn- inni var hætt heldur var málið óupplýst. Það er enginn ákveðinn grunur í málinu en að sjálfsögðu verð- ur rannsóknin tekin upp að nýju ef nýjar upplýsingar berast,“ segir Friðrik. Þau Friðrika og Stefán sjá væntan- lega eftir Range Rovernum en þau aka aftur á móti um á annarri glæsibifreið í staðinn. Séð og Heyrt greindi frá því í október að þau væru nú á glæsijeppa af gerðinni Cadillac Escalade Luxury. trausti@dv.is Bíllinn brann Friðrika hélt í fyrstu að rafmagnsbilun hefði valdið brunanum en lögregla sá fljótt að um íkveikju var að ræða. Flottir bílar Friðrika og Stefán áttu hvítan Range Rover en aka nú um á flottum Cadillac Escalade Luxury. ÖNNUR TILRAUN FAR- IN ÚT UM ÞÚFUR n Seinni tilraun Skjás eins til að bjóða upp á fréttir er runnin út í sandinn á enn skemmri tíma en fréttastof- an sem fylgdi Skjá einum í árdaga hennar. Fréttatíminn sem unninn hefur verið í samvinnu við Morgunblaðið fór í loftið seint á síðasta ári og hefur því ekki verið nema örfáa mánuði í loftinu. Í upphafi var sagt að kostnaður við fréttirnar yrði ekki mikill þar sem báðir miðlar gætu notað vannýtta þætti í starfi sínu til starfseminnar. Nú er hins vegar ljóst að þetta gekk ekki og fréttatíminn náði ekki að vinna hylli áhorfenda. Starfi þeirra Hlyns Sigurðssonar og Ingu Lindar Karlsdóttur lýkur því um það leyti sem þau fá að gæða sér á páska- eggjunum. RISINN TIL VARNAR BÍLEIGENDUM n Stundum hefur verið sagt að undanförnu að kreppunni hafi tekist það sem hvorki talsmönn- um almenningssamgangna né andstæðingum einkabílisma tókst, nefnilega að fá landsmenn til að draga úr bílnotkun sinni. Síhækk- andi bensín- verð hefur haft mikil áhrif og eftir að bens- ínverðið rauf í fyrsta skipti 200 króna múrinn virðist það ætla að hækka hratt. Nú er Runólfur Ól- afsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, kominn á kreik og fordæmir síðustu hækk- anir. Hann kom fram í síðdegis- útvarpi Rásar 2 á fimmtudag og sagði að Olís væri farið að hækka álagningu því gengi krónunnar og innkaupsverð dygði ekki til að skýra síðustu hækkanir. ÚRINU STOLIÐ n Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, var fórnarlamb þjófa í útiklefa sundlaugarinnar á Sel- fossi um hábjartan dag í síðustu viku. Á með- an Guðni var í sundi stal þjófur úri úr vasa á föt- um hans. Guðni fjallar um málið í héraðsblaðinu Dagskrá á Suð- urlandi. Hann sér eftir úrinu og vill gjarnan fá það aftur: „Helgur gripur fyrir mig, stálúr sortin „Guess“. Úr sem Margrét mín gaf mér í afmælis- gjöf.“ Eins og sönnum stjórnmála- manni sæmir er Guðni tilbúinn að koma til móts við þann sem hann hefur lent í rimmu við og hvetur þjófinn til að skila úrinu: „Renndu því inn um blaðalúguna hjá mér, góði, þá verða syndir þínar fyrir- gefnar.“ ÁSDÍS EFINS Í AUSTURRÍKI n Vistaskipti Garðars Gunnlaugs- sonar, knattspyrnukappa af Skag- anum, sem nú iðkar knattlist sína í Austurríki virðast ekki ætla að hafa uppbyggileg áhrif á feril eiginkonu hans, fyrirsætunnar og ofurbomb- unnar Ásdísar Ránar Gunnarsdótt- ur. Í það minnsta lýsir hún ekki mikilli trú á framavonir í Austur- ríki eftir stutta heimsókn þangað í pistli sem hún ritar á vefsvæði sitt á Pressunni. „Það er ekki mikill glamour heimur þarna eins og litla Hollywood hér í Búlgaríu svo ég ef- ast um að ég eigi eftir að vinna ein- hver stórvirki í módelbransanum í Austurríki,“ segir Ásdís. Hún bætir því þó við að það sé aldrei að vita. SANDKORN Fjölskyldufaðirinn Þórður Magnússon segir að stjórnvöld hafi enn ekki viðurkennt forsendubrest þegar kemur að skuldavanda heimilanna. Greiðsluviljinn fari þverr- andi. Stjórnvöld tilkynntu í vikunni fjölmörg úrræði sem eiga að auðvelda fólki að vinna úr skuldum sínum. VERIÐ AÐ HJÁLPA ÞEIM SEM ERU DRUKKNAÐIR „Ég hringdi í Ráðgjafarstofu heimil- anna í morgun [fimmtudag] og spurði hvað þeir gætu núna gert fyrir mig. Svarið var: „Ekkert.“ Það hefur ekkert breyst,“ segir tónlistarmaðurinn og fjölskyldufaðirinn Þórður Magnússon. Ríkisstjórnin kynnti í vikunni úr- ræði til lausnar greiðsluvanda heim- ilanna en með þeim gaf ríkisstjórnin það út að hún teldi sig hafa náð utan um vandann. Stefnt er að því að á ann- an tug nýrra úrræða nái fram að ganga á næstunni en Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra sagði, eftir kynn- ingu á aðgerðunum, að ríkisstjórn- in hefði gripið til um fjörutíu aðgerða vegna skuldsetningar heimilanna, allt frá hruni. Aðgerðirnar nú væru síðustu svör ríkisstjórnarinnar. Enn má ekkert út af bregða DV ræddi við Þórð í febrúar en hann rekur sjö manna heimili ásamt konu sinni. Hann sagði frá því að ekkert mætti út af bregða ef fjölskyldan ætti að ná endum saman um mánaðamót. Brotin tönn, með tilheyrandi kostn- aði, gæti riðið fjárhag fjölskyldunnar að fullu. „Maður er með hnút í magan- um um hver mánaðamót,“ sagði hann en honum var tjáð í vetur að hann væri ekki nægjanlega illa staddur til að geta farið í skuldaaðlögunarferli. Þórður segir nú að nýboðaðar að- gerðir breyti engu fyrir fólk sem berst í bökkum. „Það er verið að hjálpa fólk- inu sem þegar er drukknað en ekki þeim sem eru enn á lífi,“ segir hann og segir að ráðin feli í sér miklar réttar- bætur fyrir fólk sem er í miklum van- skilum og stefnir í gjaldþrot. Verið sé að auðvelda fólki að fara á hausinn og það sé út af fyrir sig jákvætt. Ríkis- stjórnin hafi hins vegar enn ekki viður- kennt forsendubrestinn sem orðið hafi á lánum. Bæta verði fólki þann skaða sem af hruninu hlaust. „Ég sé ekki að hægt sé að gera það með neinni annarri aðgerð en al- mennum afskriftum,“ segir Þórður spurður hvað hann vilji að ríkisstjórn- in geri í skuldavanda heimilanna. Hann segir að hvatinn til að borga fari dvínandi. „Hingað til höfum við sam- tals unnið um 300 prósent starf til að geta búið í sómasamlegu húsnæði þar sem hvert barn hefur eigið herbergi. Það var aðalhvatinn að vinnufram- lagi okkar,“ segir Þórður. Hann segist stundum velta því fyrir sér hvort það borgi sig hreinlega að hætta að borga og láta bankann taka eignirnar. Þeir sem séu í skilum fái enga aðstoð, jafn- vel þótt þeir sjái ekki fram úr skuldun- um. „Greiðsluviljinn er að fara,“ segir hann. Skila má annarri íbúðinni Á fundinum var meðal annars tilkynnt að greiðsluaðlögunin myndi færast frá dómsmálaráðuneyti til félagsmála- ráðuneytisins. Með því væri verið að endurspegla þá viðurkenningu að um félagslegt úrlausnarefni væri að ræða. Þá verður embætti umboðsmanns skuldara komið á laggirnar en hlut- verk þess verður að gæta hags lántak- enda og hafa milligöngu um samskipti við lánardrottna. Bankarnir munu fjármagna embættið með sérstökum skatti sem á þá verður lagt. Á meðal helstu aðgerða má einnig nefna að hóflegar niðurfellingar lána verða skattfrjálsar en stórfelldar nið- urfellingar verða skattlagðar. Annað úrræði er að þeir sem sitja uppi með tvær íbúðir, vegna hrunsins, geta feng- ið að skila annarri íbúðinni til bankans án eftirmála. Fólk sem missir hús sín í nauðungarsölu getur fengið að búa þar í eitt ár, gegn húsaleigu. Þá leggur ríkisstjórnin til að við nauðungarsölur verði markaðsverð eigna ávallt dregið frá kröfu, en ekki það verð sem fékkst á uppboði, svo helstu aðgerðir séu nefndar. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Fólk getur búið í íbúðum sínum í eitt ár eftir gjaldþrot eða nauðungarsölu. n Embætti umboðsmanns skuldara verður stofnað. Embættið á að gæta hagsmuna skuldara en bankarnir fjármagna það. n Fólk sem situr uppi með tvær íbúðir getur skilað annarri íbúðinni án eftirmála. n Hóflegar niðurfellingar skulda verða skattfrjálsar en stórfelldar niðurfellingar skattlagðar. n Íbúðalánasjóður kemur á laggirnar nýju kaupleigukerfi. n Draga á úr vægi verðtryggingar með því að auka framboð af óverðtryggðum lánum. Helstu úrræðin Breytir engu Þórður Magnússon segir nýkynnt úrræði engu breyta fyrir skuldsett heimili sem berjist við að láta enda ná saman. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.